Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 24. APRÍL1993
15
Að kunna til verka
manninn vinna verkið og sagði
honum frá því þegar við vorum að
basla við að festa brautina upp.
Hann brosti góðlega og sagði- svo:
„Já, ég skil það vel, en þú mátt
ekki gleyma því að það er mitt starf
að setja upp svona gardínubraut-
ir.“ Hann kunni til verka, þessi
maður.
Æfingin skapar
meistarann
Hér á DV er allt tölvuvætt. Ég lendi
stundum í því að sitja innanhúss-
fundi þar sem nær eingöngu er
rætt um tölvumál. Þá skil ég ekki
néitt og get ekkert til málanna lagt.
Fyrir mér er það rétt eins og vinnu-
félagar mínir séu að tala kínversku
þegar þeir skeggræða um þetta eða
hitt forritið eða annað tengt tölvu.
Þess vegna dáist ég að mönnum
sem geta farið með tölvur jafn auð-
veldlega og maður hnýtir veiðiflug-
ur.
Það þótti hrós hér áður fyrr þeg-
ar sagt var um mann: Hann kann
vel til verka. Þá var frekar átt viö
handverk, 'enda hugverk færri þá
en nú. Ég hef alitaf hrifist mjög af
að sjá menn gera eitthvað sem ég
get ekki gert sjálfur. Þannig hef ég
alla tíð verið hrifmn af að sjá teikn-
ara eða myndhstarmenn vinna. Ég
gæti ekki unnið mér það til lífs að
teikna eða máia mynd svo vit væri
í. Þess vegna hef ég aldrei skilið
hvemig fólk fer að þvi að búa til
fallegar myndir. Sama er að segja
um fólk sem leikur á hljóðfæri. Eg
horfi heiliaöur á það vegna þess að
það gæti ég aldrei lært.
Listamenn í aðgerð
Ég minnist þess þegar við strák-
amir á Akranesi vorum í aðgerð-
arskúrunum á kvöldin fyrir meira
en fjörutíu árum. Þetta var á vetr-
arvertíð og við vorum að tína fisk-
gall og selja. Þá var verið að gera
tilraunir úti í heimi með aö nota
gallið til pensilíngerðar og því var
það hirt. Við fengum nokkrar krón-
ur fyrir kílóið af gallinu og vorum
ánægðir með okkar hlut.
Þama í skúrunum vom karlar
sem höfðu árum saman unnið viö
aðgerð. Þeir beittu hnífnum af
slíkri list að unun var á að horfa.
Þeir unnu líka svo hratt og svo
örugglega að engu var líkara en að
um vél væri að ræða. Ég leit upp
til þessara manna. Þeir vom lífs-
kúnstnerar.
Eins var það með karlana sem
vom að fletja fisk. Sumir vom svo
lagnir og fljótir við þetta að okkur
krökkunum þótti sem um töfra-
brögð væri að ræða. Þó kastaði
fyrst tólfunum þegar maður horfði
á fljótustu og bestu handflakarana
vinna í frystihúsi Haraldar Böðv-
arssonar & Co á Akranesi. Þá vom
flökunarvélar ekki til og maður
fékk sumarvinnu sem unglingur í
frystihúsinu þar sem allur fiskur
var handflakaöur. Og manni var
kennt að flaka. Það tók marga daga
að læra að gera þetta rétt. Hraðan-
um náðum við aldrei upp þótt maö-
ur legði sig allan fram tíl að svo
mætti verða. Viö hliðina á okkur
strákunum vora hins vegar lista-
flakararnir. Þeir flökuðu fiskinn í
einu eða tveimur hnífsbrögðum.
Það fór eftir því hvort um karfa eða
þorsk var að ræða. Þetta vom hsta-
menn. Síðan á unglingsárum mín-
um á Skaganum er ég einlægur
aödáandi handverksins.
Það þarf að mála
Ég hef oft verið minntur á það
heima hjá mér að nú sé kominn
tími tíl að mála íbúðina. Það er hins
vegar eitthvað það versta sem fyrir
mig kemur að þurfa að mála. Ég
fæ hreinlega hnút í magann við tíl-
hugsunina eina. Þetta er lagt út á
þann veg að ég sé latur. Það er hins
vegar ekki rétt. Ég er vhjugur th
þeirra verka sem ég kann. Ég bara
kann ekki að mála. Ég hef aldrei
lært það enda þótt ég hafi klastrað
málningu á veggina eins og hver
annar fúskari. Ég hef hka stundum
spurt hvort ekki sé tími th kominn
að fá fagmann th að vinna verkið.
Því hefur verið hafnað á þeirri for-
sendu að ég geti þetta sjálfur. Ég
hef þá spurt th hvers í ósköpunum
menn séu að eyða 4 árum í iðnnám
við að læra að mála hús ef ég, sem
aldrei hef lært það, á að geta gert
þetta eins vel og lærðir menn. Auð-
vitað mála ég iha og geri flest rangt
í því sambandi. Hvemig ættí annað
að vera hjá ólærðum manninum?
Ekki pensilfar
út fyrir
Ég sá það best á dögunum þegar
fagmenn vom fengnir th að mála
sameignina heima hjá mér. Þeir
mættu með sín tæki, tól og máln-
ingarfotur. Límdu ekki yfir neitt,
breiddu þaðan af síður yfir gólf eða
handrið en máluðu þetta aht á
skömmum tíma og það fór ekki
dropi niður né penshfar út fyrir.
Ég hins vegar pakka hreinlega öhu
inn nema veggjunum þegar ég
mála. Samt fer ahtaf einhver máln-
ingarsletta á gólfið og ótal pensilför
út fyrir.
Þetta er mitt fag
Fyrir allmörgum árum, eftir að
ég hafði málað herbergi heima hjá
mér, réðst ég í það setja upp þriggja
metra langa gardínubraut í loftið.
Ég fékk hjálp við þetta og við vor-
um í nokkra klukkutíma að klastra
þessu upp, öhu skökku og skældu.
Borgötín vom of víð og við reynd-
um að setja múrtappa í en samt var
þetta ekkert nema handarbaka-
vinna. Enda fór það svo að gárdínu-
brautin fór að síga uns hún téll al-
veg niður fyrir nokkram dögum.
Mér féhust hendur við að reyna að
setja hana upp aftur, minnugur
fyrri reynslu. Eg leitaði því th fag-
manns í gardínubúð og bað hann
ásjár. Hann sagði ekkert sjálfsagð-
ara en að gera þetta fyrir mig. Hann
kom svo á boðuðum tíma með bor
og stórt skrúfjám.
Ég gerði mig líklegan th að hjálpa
manninum. „Þetta er allt í lagi, ég
sé um þetta,“ sagði hann. Svo tók
hann þessa þriggja metra löngu
Laugardagspistill
Sigurdór Sigurdórsson
braut og merktí í loftíð með blý-
anti. Þessu næst lyfti hann braut-
inni og hélt henni uppi með ann-
arri hendi en á bomum með hinni
og borinn rauk inn í harðan múr-
inn. Þessu næst stakk hann bom-
um á mihi hnjánna, tók skrúfjámið
í lausu höndina - skrúfumar var
hann með í munninum - festi eina
á segulenda skrúfjámsms og skrúf-
aði hana í borgatiö eins og ekkert
væri og þannig koh af kohi uns
brautin var pikkföst. Þetta tók
hann rúmar fimm mínútur en mig
á fjórða tíma við annan mann hér
um árið.
Ég varð undrandi að horfa á
Máltækið segir að æfingin skapi
meistarann. Vissulega er það rétt
en eigi að síður er það svo að ahtaf
era th menn sem skara fram úr og
gera hlutina betur en aðrir með
jafn mikla æfingu. Og það em ein-
mitt slikir handverksmenn sem er
svo gaman að horfa á vinna.
Ég held aö handverk sé núorðið
minna metíö en það var hér áður
fyrr. Maður les um það að í gamla
daga hafi handverksmenn, sem við
köhum iönaðarmenn í dag, verið í
mestum metum allra manna í Evr-
ópu. Eins var það hér á landi í upp-
hafi þessarar aldar og lengi fram
eftir henni. Svo er ekki lengur.
Tölvugaldur
Nú þykir sjálfsagt að menn ljúki
háskólagráðu. Um þá sem sinna
svonefndum huglægum störfum er
sjaldan talað um að kunna th
verka. Þess í stað er talað um að
þessi eða hinn hafi reynslu og sé
þess vegna hæfur. Störf þessara
manna hafa þó aldrei náð að heilla
mig jafn miidö og karlanna í að-
gerðinni á Skaga í bamæsku
minni.
Þó verð ég að játa að ég hef hrif-
ist af að horfa á tölvusnihinga
vinna. Ég sagði í upphafi að ég hefði
alltaf veriö hrifinn af að sjá menn
gera það sem ég get ekki eða kann
ekki sjálfur. Þannig er það með
tölvuvinnslu.
Þegar tölvuvæðing dagblaöanna
hófst harðist ég fyrir því með oddi
og egg aö fá að halda minni ritvél.
Það tókst uns aht var orðið tölvu-
vætt og ekki lengur hjá því komist
að læra á tölvuritvinnslu. Mér
tókst það en heldur ekki meira. Og
ég á áreiðanlega aldrei eftir að læra
neitt á tölvu umfram ritvinnsluna.
Að hafa reynslu
Án nokkurs vafa er það nauðsyn-
legt fyrir menn að hafa reynslu við
huglæg störf. Varðandi stjómunar-
störf hlýtur reynsla og þekking að
vera nauðsynleg. Alþingismenn
hafa kvartað yfir því að verkstjóm-
inni í ríkisstjórninni sé ábótavant.
Fulltrúar verkalýðshreyfingarinn-
ar kvörtuöu á dögunum yfir slakri
verkstjóm í ríkisstjóminni. Þama
eru menn aö deha á stjórn Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra.
Davíð þóttí góður borgarstjórn-
andi. Honum gekk vel í hinu sjálf-
virka vemdaða stjómkerfi Reykja-
víkurborgar. Svo varð hann for-
sætísráðherra sem er heldur betur
annað starf.
Davíð hafði aldrei setið á Al-
þingi, hvað þá í ríkisstjórn, þegar
hann hann varð forsætisráöherra.
Hvemig í ósköpunum geta menn
ætlast th að hann kunni th verka
á þessum mikhvægu sviðum? Það
er engin sanngimi aö ætlast th þess
af manninum. Hann er eins og ég
að mála íbúðina mína. Það er sem
ég sæi okkur unglingsstrákana,
sem komum ahs óvanir th að flaka
hjá HB&Co á Akranesi, ætla að fara
stjóma listaflökumnum eða gera
eins vel og þeir. Jafnvel á Alþingi
er reynsla nokkurs virði og í ráð-
herrastól hlýtur reynsla í lands-
málapóhtík aö vera nauðsynleg ef
vel á að fara. Ég dreg ekki í efa aö
Davíð Oddsson geti oröið jafn góð-
m stjómandi í ríkisstjóm og að-
gerðarkarlamir á Skaga vom
leiknir með hnífinn fyrir rúmum
fjörutíu árum. Hann þarf bará að
öðlast reynslu á sama hátt og að-
gerðarkarlamir kunnu th verka.