Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1993, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 59 Afmæli Valtýr Snæbjömsson Valtýr Snæbjömsson byggingarfull- trúi, Kirkjuvegi 70 A, Vestmanna- eyjum, er sjötugur í dag. Starfsferill Valtýr fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum auk þess sem hann var þrjú sumur í sveit að Hvoli í Mýrdal. Hann lauk prófi við Vélskólann í Vestmannaeyjum og síðan við Iðnskólann. Valtýr var sendiU í Kaupfélagi al- þýðu 1936-40, stundaði fiskvinnslu og var til sjós frá Eyjum, á síld, snur- voð og á togara fr á 1940. Þá hóf Val- týr iðnnám í húsasmíði hjá föður sínum 1948 en faðir hans lést 1951 og lauk Valtýr því sveinsprófi hjá Smið 1955. Hann stofnaði þá Nýja kompaníið ásamt nokkrum félögum sínum og starfaði hann með þeim í nokkur ár þar til hann hóf að starfa á eigin vegum sem hann gerði fram að gosi. Eftir gos varð Valtýr starfs- maður Vestmannaeyjabæjar og er þar nú byggingarfulltrúi. Valtýr hóf að æfa og keppa í knatt- spyrnu með Þór 1933 og síðar með ÍBV og starfaði að íþróttamálum um árabil. Þá keppti hann í frjálsum íþróttum og átti íslandsmet drengja í stangarstökki í tvö ár en þá var stokkið með bambusstöng. Valtýr var kosinn í stjóm knatt- spymufélagsins Þórs 1942, var gjaldkeri þess 1955, formaður 1950-58, varaformaður 1958-61, var kosinn í stjórn ÍBV1946-48 og 1968-78, þar af sex ár varaformaður. Hann sat í stjórn Iðnaðarmannafé- lags Vestmannaeyja 1956-64, í stjóm Landssambands iðnaðarmanna í tvö ár og í sambandsstjóm Lands- sambands iðnaðarmanna í sex ár, sat í nokkur ár í stjóm Starfs- mannafélags Vestmannaeyjabæjar og var þar varaformaður og formað- ur, gekk í Rotary-klúbb Vestmanna- eyja 1958, var kosinn í stjórn, gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum og var loks forseti klúbbsins. Valtýr hlaut afreksbikar Þórs fyr- ir íþróttir og félagsstörf1955 og hélt honum í þrjú ár, er heiðurfélagi Þórs, var sæmdur gullmerki Þórs og ÍBV, gullmerki Starfsmannafé- lags Vestmannaeyjarbæjar, gull- merki ÍSÍ, silfurmerki KSÍ, gull- merki ÍSÍ og æðsta heiðursmerki í SÍ, gullkrossinn. Þá hefur Valtýr verið sæmdur Paul Harris Fellow orðunni, æðstu viðurkenningu Rot- ary og var á þjóðhátíð 1992 afhent líkan af brúnni yfir Tjömina í Herj- ólfsdal fyrir smíði brúarinnar frá upphafi og störf við þjóðhátíð. Fjölskylda Valtýr kvæntist 26.10.1945 Erlu Jóhönnu Ehsabetu Gísladóttur, f. 26.10.1926, húsmóður. Hún er dóttir Gísla Finnssonar, verkamanns í Vestmannaeyjum, og Valgerðar Ól- afvíu Evu Andersen húsmóður. Böm Valtýs og Erlu eru Gísh Val- týsson, f. 27.2.1946, húsasmíða- meistari og prentsmiðjustjóri í Eyj- um, kvæntur Hönnu Þórðardóttur húsmóður og eignuðust þau fjórar dætur, óskírða dóttur, f. 12.1.1966, d. 13.1.1966; Erlu Gísladóttur, f. 2.8. 1969, gifta Óskari Emi Ólafssyni stýrimanni og er dóttir þeirra Gígja, f. 11.11.1991, Hrund, f. 13.6.1974 og Þóra, f. 17.6.1979; Friðbjöm Ólafur Valtýsson, f. 20.2.1950, húsasmíða- meistari og forstjóri í Eyjum, kvæntur Magneu Traustadóttur húsmóður og eiga þau tvær dætur, Þóreyju, f. 28.8.1975 en unnusti hennar Benóný Benónýsson sjó- maður, og Jessý, f. 20.7.1984; Valtýr Þór Valtýsson, f. 25.5.1955, húsa- smíðameistari og verslunarstjóri, kvæntur Ingunni Lísu Jóhannes- dóttur húsmóður og eiga þau tvö böm, Val, f. 21.5.1983, og Emu, f. 8.2.1990; Snæbjörn Guðni Valtýs- son, f. 31.8.1958, innkaupastjóri og er sambýUskona hans Valgerður Ólafsdóttir hjúkmnarfræðingur en dóttir þeirra er Þorgerður Anja, f. 27.11.1992 en sonur Valgerðar er Jörundur Ármann Ásgrímsson, f. Valtýr Snæbjörnsson. 26.8.1979; Kolbrún Eva Valtýsdóttir, f. 23.5.1960, gift Birgi Þór Sverris- syni stýrimanni og era dætur þeirra Hulda Birgisdóttir, f. 18.11.1980 og Sædís Eva Birgisdóttir, f. 21.9.1985. Foreldrar Valtýs voru Snæbjöm Sigurvin Kristinn Bjamason, f. 18.7. 1892, d. 31.1.1951, smiður úr Breiða- fjarðareyjum, og Guðný, Pálína Ól- afsdóttir, f. 9.3.1895, d. 2.10.1950, húsmóðir frá Akureyri. Valtýr tekur á móti gestum í Akog- es-salnum í Eyjum frá kl. 16.00 í dag. Þorvaldur Sigurðsson Þorvaldur Sigurðsson, Tunguvegi 17, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Þorvaldur fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann stundaði sjó- mennsku og skrifstofustörf, aðal- lega á Akranesi og í Reykjavík, til ársins 1979 en flutti þá til Svíþjóðar þar sem hann var við guðfræðinám. Þorvaldur var leiðbeinandi á með- ferðarheimiU í Gautaborg á áranum 1981-87 en hefur verið skrifstofu- maður hjá Verktakafélaginu Þver- ásifráárinul987. Fjölskylda Kona Þorvalds er Guðrún Magn- úsdóttir, f. 10.1.1942. Foreldrar hennar eru Magnús Konráðsson, verkamaður á Sauðárkróki, og kona hans, Ingibjörg Sigvaldadóttir. Sonur Þorvalds er Georg, sjómað- ur á Akranesi, f. 27.12.1954. Móðir hans er Sigríður Georgsdóttir, f. 21.3.1930, d. 6.6.1971. Foreldrar hennar eru Georg Sigurðsson, sjó- maður á Akranesi, og kona hans, VilborgÓlafsdóttir. Stjúpbörn Þorvalds era Ingibjörg, f. 27.7.1961, Svanhvit, f. 2.9.1962, María,f. 23.11.1963, ogAnnaLára, f. 7.2.1965. Þorvaldur átti sex systkini en eitt þeirra er nú látið. Systkinin era: Nanna, f. 24.10.1922, var gift Sverri Valtýssyni lyíjafræðingi en þau lét- ust bæði af slysfórum; Anna, f. 27.12. 1923, ekkja séra Leós JúUussonar prófasts á Borg; Vigfus, f. 11.6.1925, sjómaður og nú starfsmaður Sem- entsverksmiðjunnar; Eggert, f. 12.10.1929, hótelhaldari á Djúpa- vogi; Guðmundur, f. 18.10.1935, umdæmisstjóri Bifreiðaeftirlitsins á Vesturlandi; og Sigurður, f. 29.9. 1939, rafvirkjameistari á Akranesi. Foreldrar Þorvalds: Sigurður Vig- fússon, kaupmaður á Akranesi, og kona hans, Jónína Eggertsdóttir. Ætt Sigurður er sonur Vigfúsar, b. á AusturvöUum á Akranesi, Magnús- sonar og konu hans, Gróu Sigurðar- dóttur, b. á Tungufelli, Jónssonar, bróður Gunnlaugs, langafa Sig- mundar Guöbjamasonar, fyrrum háskólarektors. Jónína var dóttir Eggerts, trésmiös á Melstað, Böðv- arssonar, gestgjafa í Hafnarfirði, bróður Þorvalds, afa Haralds Böð- varssonar, útgerðarmanns á Akra- nesi. Böövar var sonur Böðvars, prófasts á Melstað, Þorvaldssonar, prófasts í Holti undir EyjaíjöUum, Böðvarssonar, langafa Finnboga, fóður Vigdísar forseta. Móðir Böðv- ars gestgjafa var EUsabet, systir Guðrúnar, móður Hallgríms Sveinssonar biskups og ömmu Sveins Bjömssonar forseta. Önnur systir EUsabetar var Sigurbjörg, móðir Þórarins B. Þorlákssonar Ust- málara og amma Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra. Þriðja systir El- ísabetar var Ingibjörg, langamma Sigurðar, foður HaUdórs Gröndals prests. Fjórða systir EUsabetar var Þórunn, langamma Jakobs Hafstein framk væmdastj óra, Jóhanns Haf- stein forsætisráðherra og Hannesar Þ. Hafstein, framkvæmdasljóra ’Slysavamafélagsins. Bróðir EUsa- Þorvaldur Sigurðsson. betar var Ólafur, langafi Jóns Magnússoriar fréttastjóra. EUsabet var dóttir Jóns, prófasts í Steinnesi, Péturssonar og konu hans, EUsabet- ar Björnsdóttur, prests í Bólstaðar- hUð, Jónssonar. Móöir Eggerts var Guðrún, systir Amdísar, ömmu Þorvalds Skiila- sonar Ustmálara. Guðrún var dóttir Guðmundar, prests á Melstað, Vig- fússonar og konu hans, Guðrúnar Finnbogadóttur, verslunarstjóra í Rvík, Bjömssonar, fóður Ásgeirs, langafa Lárusar Jóhannessonar hæstaréttardómara, Önnu Jóhann- esdóttur, móður Matthíasar Jo- hannessen skálds og EUnar Jóhann- esdóttur, móður Jóhannesar Berg- sveinssonar, yfirlæknis. Ásgeir var einnig langafi Lárusar Blöndal, fóð- ur Benedikts Blöndal hæstaréttar- dómara, HaUdórs Blöndal ráðherra og Haralds Blöndal hrl. Þorvaldur tekur á móti gestum á heimiU sínu á miUi kl. 14 og 18 á afmæUsdaginn. Lúther Þór Olgeirsson Lúther Þór Olgeirsson bóndi, For- sæludal í Áshreppi, Vatnsdal, A- Hún., er fimmtugur í dag. Starfsferill Lúther fæddist í Vatnsleysu í Fiyóskadal, Hálshreppi, S-Þing., og ólst þar upp. Hann lauk bamaskóla- námi og vann öU almenn sveitastörf á sínum yngri áram í fóðurhúsum. Lúther stundaði sjómennsku um tíma en hefur stundað búskap í For- sæludal síðastUðin þrettán ár, eða frá árinu 1980. Fjölskylda SambýUskona Lúthers frá 1979 er Sigríður Ingibjörg Ragnarsdóttir, f. 25.6.1949, húsmóðir. Hún er dóttir Ragnars Sigurðssonar og Indiönu Sigfúsdóttur. Böm Lúthers og Sigríðar era: ÞóraMargrét, f. 1.2.1982; Þórunn Indiana, f. 10.5.1984; Þórdis Bima, f. 3.7.1985; Þórður Ármann, f. 6.2. 1989; og Sigurður Lúther, f. 6.2.1989. Alsystkini Lúthers era: Ármann Ingi, f. 7.1.1941, b. á Vatnsleysu, kvæntur Sigríði ívarsdóttur og eiga þau Jónu Guörúnu og Benedikt Geir; Dómlúldur Lilja, f. 12.7.1945, sjúkraUði á Akureyri, gift Marinó Jónssyni og eiga þau Magneu, Þór- unni og Olgeir; Ólafur Amar, f. 17.4. 1947, bílstjóri; Karl Grétar, f. 3.7. 1949, verkamaður í Hrísey, í sambúð með Dóru Ársælsdóttur. Fyrir átti Karl Grétar dótturina Margréti Öldu með Albínu Helgadóttur. Foreldrar Lúthers era Olgeir Lúthersson, f. 26.10.1915, bóndi, og Þóra Ármannsdóttir, f. 12.9.1915, húsmóðir. Þau búa í Vatnsleysu í Fnjóskadal. Olgeir er sonur Lúthers Olgeirs- Lúther Þór Olgeirsson. sonar og Þórunnar Pálsdóttur. Þóra er dóttir Ármanns Tómassonar og Sigfríðar Sigurðardóttur. Lúther tekur á móti gestum á heinrili sínu á afmæhsdaginn. Þórdís Ágústsdóttir, Ytra-Hrauni, Skaftárhreppi. ■ Sofiia Sigurðardóttir, Hnitbjörgum, Blönduósi. 80ára Jón Eggert Hallsson, Brekkuhvammi 2, Búðardal. Rannveig Aðalbjörg Jónsdóttir, Heiðargeröi 2, Húsavik. Eðvaid Jóhannsson bUasaU, Randabergi, Egilsstöðum. Eiginkona Eðvaldser VUborgVii- hjálmsdóttir. Þau taka á móti gest- um á heimili sinu eftir kl. 18 í k völd, laugardagskvöld. Inga Svala Vilhjálmsdóttir, Seiðakvísl 15, Reykjavík. 40 ára Guðrún Glúmsdóttir, Hólum, Reykjadal.Reykdæla- hreppi. 70 ára Þórlaug Benediktsdóttir, Engjavegi 10, SeUossi. 60 ára Ingibjörg Þórhallsdóttir, Garðsenda 12, Reykjavik. Stuðlum, Þorlákshöfn. Þorleifur Hallgrimsson, Garði, Grindavik. Þóra H. Björgvinsdóttir, IljaUabraut 4. Hafriarfiröi. Sigurgeir S. Gunnarsson, HlíðarhjaUa 44, Kópavogi. Jón Bjarni Bjarnason, Snælandi 3, Reykjavik. Guðmundur Ágúst Pétursson, Hraunbæ54, Reykjavík. Grétar J. Guðmundsson. Sogavegi 76, Reykjavík. Kristján Einarsson, Vatnsholti lb, Villingaholtshreppi. Gunnur Kristín Gunnarsdóttir, Giljalandi 20, Reykjavík. Chnsta Feichtner Hauksson Christa Feichtner Hauksson versl- unarstjóri, Austurbrún 37a, Reykja- vík, er fimmtug í dag. Starfsferill Christa fæddist í Augsburg í Þýskalandi en ólst upp í Tegemsee ísamalandi. Hún lauk verslunarskóla í Mies- bach í Þýskalandi en fluttist síðar tíl íslands og gerðist verslunarstjóri í Álafossbúðinni. Því starfi gegnir húnídag. Christa hefur ennfremur starfað aö félagsmálum en hún er formaður Miðbæjarfélagsins í Reykjavík. Fjölskylda Christa giftist 13.5.1967 Snorra Haukssyni, f. 1.7.1936, innanhúss- arkitekt. Hann er sonur Hauks Ingvars Stefánssonar Ustmálara og Ástu Jósepsdóttur hjúkranarfræð- ings. Synir Christu og Snorra era: Daní- el Haukur, f. 16.5.1966, flugmaður, búsettur í Bandaríkjunum; Þor- steinn, f. 8.8.1967, nemi; og Kjartan, Christa Feichtner Hauksson. f. 14.3.1971, starfsmaður áleikskóla. Christa á þijá bræður. Þeir era: Peter Feichtner, f. 7.11.1946, býr í Miinchen, Max Feichtner, f. 4.7. 1949, býr í Munchen, Gaby Feichtn- er, f. 8.3.1948, býr á Indlandi. Foreldrar Christu era Josef Feichtner, f. 8.7.1920, Ustamaður, og Maria Feichtner, f. 5.2.1918, hús- móðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.