Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Fréttir fbúar og fleiri óánægðir með umgengni að Auðbrekku 2 í Kópavogi: Hrikalegt ástand vægast sagt segir Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins „Þetta er vægast sagt alveg hrika- legt ástand og við erum margbúnir að kvarta við bæjaryfirvöld, sérstak- lega við heilbrigðisfulltrúa, og hann ætlar nú að gera eitthvað í þessu. Hann sagði að sér hefði borist íjöldi kvartana," sagði Gunnar Þorsteins- son, forstöðumaður Krossins, í sam- tali við DV. Krossinn er með safnaðarstarf sitt í húsnæði við Auðbrekku 2 en þar er blokk og er bifreiðaverkstæði starfrækt á neðstu hæð hússins. Á efri hæðum eru íbúðir og er gengið inn í þær öðrum megin en bifreiða- verkstæðiö er hinum megin. „Við verðum fyrst og fremst fyrir ónæði af þessu á þann hátt að þeir sem eru með aðstöðu þarna eru með alls kyns druslusafn í kringum sig og sóðalega umgengni. Þetta skiptist eiginlega í tvennt. Hér er um að ræða þúsund fermetra húsnæði þar sem áður var Blikk- smiðjan Vogur. Þar eru kvartmílu- menn með aðstöðu og frá þeim kem- ur sterkur fnykur inn í húsin. Þeir eru með sterk efni til að vinna með. Svo eru aðrir með sterk efni í horn- inu sem eru annars eðlis. Það eru drengir sem vinna á nóttunni. Þeir heíjast handa um miðnætti og eru hér til fimm, sex, sjö á morgnana. Þetta er orðið slæmt ástand, bæði hvað varðar sóðaskap utanhúss og innan. Reyndar var ég að kvarta í morgun undan rottugangi hérna. Þetta er svo langt gengiö," sagði Gunnar. „Það kemur þynnisfýla og límlykt upp í íbúðirnar til okkar, svo mögnuð stundum að þaö er óverandi þar og reyndar voru blóm dauð í íbúðinni þegar ég kom heim í hádeginu í gær. Það virðast engin lög ná yfir þessa menn. Af starfseminni stafar eld- hætta, mengun og sprengihætta pg þarna eru íbúðir beint fyrir ofan. Ég þakka bara fyrir að vera ekki með börn. Starfsemin virðist einungis fara fram á næturnar og þá eru bO- vélar ’þandar fyrir utan verkstæðið en ég er með svefnherbergisglugga beint fyrir ofan,“ sagði Jóhann Jó- hannsson, íbúi í Auðbrekku 2 í Kópa- vogi. Jóhann hefur haft samband við lögreglu, heilbrigðiseftirhtið og Blokkin til hægri á myndinni er sú sem um ræðir. Innst inni i horni fer umrædd starfsemi fram. íbúi i blokkinni segir aö þynnis- og limlyktin ber- ist inn i ibúðirnar. DV-mynd Sveinn vinnueftirlitið en lítið verið um ár- angur hingað til. Ekki náðist í heilbrigöisfulltrúann í Kópavogi í gær en Gísli Norðdahl, byggingarfulltrúi í Kópavogi, segir að húsnæðið, sem um ræðir, sé sam- þykkt iðnaðarhúsnæði og þar fyrir ofan séu þrjár hæðir þar sem eru íbúðir. „Þetta er því allt samkvæmt samþykktum, teikningum og skipu- lagi. En hvernig menn ganga um þetta er svo annar hlutur, hvort menn eru að vinna á nóttunni eða daginn veit ég ekki, enda er það ekki mitt mál. Það er erfitt fyrir bæjaryf- irvöld aö gæta að því hvernig hegðun fólks er,“ segir Gísli. Hann segir að jarðhæðin eigi að vera vel einangruð frá íbúðunum enda sé hún byggð með iðnaöarstarfsemi í huga og hann geti helst hugsað sér að lím og þynn- islykt berist inn um opna glugga. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi hafa henni borist nokkrar kvartanir íbúa vegna hávaða frá starfseminni á jarðhæðinni. -PP Of lítil fjarlægð milli tveggja f lugvéla - mannleg mistök, segir flugmálastjóri Tvær fárþegavélar, Boeing 767 frá Scandinavian Airline System og Boeing 747 frá Air Canada, flugu of nálægt hvor annarri á flug- stjómarsvæöi Reykjavikur í vik- unni. „Fyrsta athugun bendir til þess að um mannleg mistök hafi veriö að ræða. Samkvæmt starfsreglum voru tveir flugumferðarstjórar leystir frá vöktum á meðan veriö er að rannsaka máliö. Vélarnar vom of nálægt hvor annard en önnur virðist hafa hækkað flugið,“ segir Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri. Ekki er búið að skoða öll gögn ennþá og er málið í rannsókn hjá flugmálastjórn og jafhframt hefur flugslysanefhd verið gerð grein fyr- ir málinu. -em Matréttaverksmiðja á frísvæðinu 1 Keflavík: Mun veita allt að 30 manns atvinnu - kostar um 450 milljónir í uppsetningu * Tekjur tannlækna fF Framreiknaðar mánaöartekjur 1 þúsundum króna - á árinu 1992 miðað við verðlag í ágúst 1993. ¥ 200 400 600 800 1000 1200 1400 1600 1800 2000 1.822 Gísli Vilhjálmsson tannréttingasérfr. 1.719 Guörún Ólafsdöttir tannréttingasérfr. 915 Ketill Högnason tannréttingasérfr. í tannlrjelld 677 Sigfús Þór Elíasson, prófessor 552 Guðjón Axelsson, prófe 505 Þóröur E. Magnússon, prófessor í tannldeild ssor í tannldelld 47g Ragnar MagnúsTraustáson tannréttiqgasérfr 453 Örn Bjartmars Péturss >n, prðfessor í tannlde .1 : 1 317 Þorgrímur Jóns son tryggingayfrtannlæknir 252 ðlöf H- S' Bfek<an tar nréttingasérfr. I I 242 Þórarinn SigþóKson ténnlæknir DV Fyrir dyrum stendur að koma upp matréttaverksmiðju á frísvæöinu í Keflavík í eigu franskra, bandarískra og íslenskra aðila. Þróunarfélagið Land, sem er í eigu Völundar Þorgils- sonar matreiðslumanns og Keflavík- urbæjar, hefur haft veg og vanda af undirbúningi málsiná. Að sögn Völ- undar stendur yfir fjármögnun hér- lendis en uppsetning verksmiðjunn- ar mun kosta um 450 milljónir króna. Erlendu aðilamir koma til með að útvega um 300 til 350 milljónir. Verk- smiðjan mun veita allt að 30 manns vinnu og starfskraftar verða ein- göngu íslenskir. Völundur sagði í samtali við DV að hann hefði kynnst í Frakklandi matreiðsluaðferð sem gengur undir nafninu „sous vite“ eða „strax" og hefur verið þróuð af franska fyrir- tækinu Vilgrain sem einnig rekur verksmiðju í Bandaríkjunum undir heitinu Vie de France. Frysting kem- ur hvergi við sögu í framleiðslunni heldur er matvaran elduð úr fersku hráefni við ákveðna aðferð. Til að byrja með setti Völundur sig í samband við Ólaf Stephensen markaðssérfræðing sem síðan fékk franskan kollega sinn til aðstoðar, konu að nafni Dominic Pledell, sem vann m.a. í franska sendiráðinu í Reykjavík. Þau aðstoðuðu Völund við að fá athygli erlendu aðilanna og í vor gerðist Keflavíkurbær eignar- aðili aö Þróunarfélaginu Landi hf. á móti Völundi. Markaösráðunautur frá Vilgrain hefur skoðaö aðstæður í Keflavík og litist vel á, að sögn Völundar. Ráðu- nauturinn hefur skilað skýrslu til Vilgrain og aðeins er beðiö eftir stað- festingu á komu forstjóra banda- rísku verksmiðjunnar til íslands. Réttimir frá þessum aöilum hafa fengist í venjulegum matvöruversl- unum og allt upp í dýrustu veitinga- staði heims, að sögn Völundar. Undirbúningur að frísvæðinu í Keflavík er í fullum gangi og Toll- vörugeymslan hf. hefur nýlega hafið þar starfsemi sína. -bjb Loðnuaflinn í 200 þúsund tonn Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyii Heildarloðnuaflinn á vertíðinni er nú að nálgast 200 þúsund torm sem er metveiði á sumarvertíð. í gær- morgun höfðu borist á land rúmlega 192 þúsund tonn og áætlaður afli fjög- urra báta, sem voru á landleið, var um 4 þúsund tonn. Sennilegt er því að 200 þúsunda markinu verði náð nú um helgina. Sem fyrr en Siglufjörður langafla- hæsti löndunarstaðurinn en þangað hafa borist tæplega 45 þúsund tonn. Aörir staðir, sem fengið hafa mikinn afla, eru Raufarhöfn með rúmlega 31 þúsund tonn, Seyðisfjöröur með um 30 þúsund tonn og Neskaupstað- ur og Eskifjörður sem eru með vel yfir 20 þúsund tonn. Úttekt á tekjum tannlækna: Tannréttingar gróðavegur - sá hæsti meö rúmlega 1,8 milljónir í mánaöartekjur Það virðist borga sig aö stunda tannréttingar ef marka má álagning- arskrá skattayfirvalda fyrir árið 1992. í úttekt á tekjum 11 tannlækna kemur í ljós að þrír tekjuhæstu tann- læknarnir eru tannréttingasérfræð- ingar. Þeirra hæstur er Gísli Vil- hjálmsson með rúmlega 1,8 milljónir í mánaðartekjur og rétt á hæla hon- um kemur Guðrún Ólafsdóttir með rúmlega 1,7 milljónir í tekjur á mán- uði. Talsvert fyrir neðan þessi tvö er Ketill Högnason, sem einnig stundar tannréttingar, en hann er með rúm- lega 900 þúsund í mánaðartekjur. Á eftir Katli koma þeir Sigfús Þór El- íasson, Guðjón Axelsson og Þórður Eydal Magnússon, sem allir eru pró- fessorar í tannlæknadeild Háskól- ans, auk þess sem þeir reka tann- læknastofur. Þorgrímur Jónsson tryggingayfir- tannlæknir er þriðji neðstur með rúmar 300 þúsund í mánaðartekjur og neðstur á hstanum er Þórarinn Sigþórsson með rúmlega 240 þúsund í tekjur á mánuði. Uttekt þessi nær aðeins til hluta starfandi tannlækna og er því ekki tæmandi, hvað varðar tannlækna- stéttina í heild. Úttektin nær aðeins til tekna, en ekki launa. Um er að ræða skattskyldar tekjur eins og þær voru gefnar upp eða áætlaðar og út- svar reiknast af. Tekjumar miöast við 1992 og framreikningur á þeim byggist á hækkun vísitölu frá meðal- tali 1992 þar til í ágúst 1993. -bm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.