Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Kvikmyndir InthelineofFire: Enn ein rós í hnappagat Bráðlega mun Stjörnubíó taka til sýningar nýjustu kvikmynd Clint Eastwoods, In the Line of Fire. Mynd þessi var nýlega tekin til sýningar í Bandaríkjunum og hefur fengið mjög góðar viðtökur, jafnt hjá almenningi, sem hefur flykkst á myndina, og gagnrýnendum sem hafa hrifist og talið Eastwood sjaldan hafa veriö betri. Ekki leikstýrir Clint Eastwood In the Line of Fire. Hann lætur sér nægja að leika aðalhlutverkið, leyni- þjónustumanninn Frank Horrigan, sem í þrjátíu ár hefur gætt forseta Bandaríkjanna. Horrigan er einfari og snýst aUt hans líf irni starfið sem hefur kostað hann fjölskyldutengsl og alla hans vini. Það hefur mikil áhrif á viðhorf Horrigans til lífsins aö hann brást í sínu fyrsta verkefni sem var að gæta John Kennedys meðan á heimsókn hans stóð í Dallas þann 22. nóvember 1963, daginn sem Kennedy var myrt- ur. Þegar myndin hefst er núverandi forseti að hefja kosningabaráttu sína Wolfgang Petersen og Clint Eastwood við upptökur á In the Line of Fire. fyrir endurkjöri. Eins og við er að búast berast liflátshótanir i Hvíta húsið en af fenginni reynslu tekur Horrigan lítið mark á þeim. Það breytist þó þegar hann kemst á snoð- ir um aö atvinnumorðinginn Mitch Leary (John Malcovich) hefur veriö að fylgjast með ferðum forsetans. Þar sem engum af samstarfsmönnum Horrigans er vel við hann er ekki tekið mikið mark á viðvörunum hans og gengur Leary á lagið og matar Horrigan á upplýsingum eingöngu til að espa hann upp. Eastwood segir að þegar hann hafi lesið handritið fyrst hafi Horrigan virkað strax sterkt á hann: „Þaö voru bæði gallar hans og kostir sem höfðu áhrif á mig. Um leið langaði mig að skilja persónu sem örugglega myndi fóma eigin lífi fyrir þann sem hann Eini leyniþjónustumaöurinn sem trúir því að forseti Bandaríkjanna sé í lífs- hættu er Lily Raines (Rene Russo). Atvinnumorðinginn Mitch Leary (John Malkovich) hefur mörg andlit, hér má sjá þrjú þeirra. á að gæta þótt hann ekki þekkti við- komandi neitt persónulega." Leikstjóri In the Line of Fire er Þjóðveijinn Wolfgang Petersen sem á að baki langan og gifturíkan feril í Þýskalandi, bæði í kvikmyndum og sjónvarpi. Heimsfrægð hlaut hann fyrir kvikmynd sína Das Boot. Þá mynd var hann þijú ár að gera en þaö var erfiðisins virði. Das Boot varö vinsælasta kvikmyndin sem Þjóðveijar hafa gert og var hún með- al annars tilnefnd til sex óskarsverð- launa. Var Peterson fyrsti Þjóðveij- inn sem tilnefndur er til óskarsverð- launa sem besti leiksfjóri. Wolfgang Petersen hefur að mestu starfað í Bandaríkjunum síðustu ár- in og þær kvikmyndir sem hann hef- ur gert fyrir bandaríska framleið- Kvikmyndir Hilmar Karlsson endur eru The Never Ending Story, Enemy Mine og Shattered. Fleiri Evrópumenn koma nálægt gerð In the Line of Fire og má til gamans geta þess að tónlistin við myndina er eftir Ennio Morricone en hann samdi hina eftirminnilegu tónlist viö spaghettivestra Sergio Leones sem færðu Clint Eastwood heimsfrægð á sínum tíma. -HK Fyrirtækið slær í gegn Stjama Tom Cruise skín hátt á himni Hollywood þessa dagana. Stutt er síðan A Few Good Men sló í gegn og nú hefur nýjasta kvikmynd hans, The Firm, sem gerð er eftir metsölubók John Grisham, leyst Jurassic Park af hólmi sem vinsælasta kvikmynd- in. Strax fyrstu helgina sem The Firm var sýnd tók hún inn 55 milljónir dollara sem er þó aðeins heimingur þess sem Jurassic Park gerði á sama dagafjölda en nóg til að velta Jurassic Park úr efsta sætinu. Steven Spielberg og félagar þurfa samt ekki að kvarta því tekjur af Jurassic Park eru að nálgast 300 milljónir dollara og ef svo heldur áfram verður Jurassic Park vinsælasta kvik- mynd sem gerð hefur verið. Meira um Tom Cruise Það varð uppi fótur og fit hjá Wamer bræörum þegar Tom Cruise lýsti áhuga á að leika vampímna Lestat í Interview With the Vampire sem er veriö að byrja á. Myndin er gerð eftir samnefhdri skáldsögu Anne Rice og á saga þessi marga aödáendur. Upprunalega átti Daniel Day Lewis að leika hlutverkið en hann hætti viö á síðustu stundu. Þeir sem fjármagna royndina em hinir ánægðustu með að Tom Cruise skuli vilja taka að sér hlut- verkiö en leikstjóri myndarinnar Neil Jordan var að sama skapi óánægður sem og handritshöf- undar. Þeir töldu Tom Cruise alls ekki rétta leikarann í Mutverkið og sagði Jordan að hann heföi ekki verið á listanum yfir þá leik- ara sem komu til greina. Aðrir leikarar, sem koma tíl með að leika í myndinni, era Brad Pitt, River Phœnix, Miranda Richard- son og Antonio Banderas. Crichton óánægður með Rising Sun Michael Crichton, höfundur Jurassic Park, er ekki jafh ánægður með útkomuna á ann- arri metsölubók hans, Rising Sun, sem ieikstýrð er af Philip Kaufman. í fyrstu átti Crichton aö skrifa handritið ásamt Micha- el Backes en fljótlega gáfust þeir upp á að vinna með Kaufman sem endurskrifaöi allt sem þeir geröu. Rising Sun hefur fengið slaka dóma vestanhafs. í stað þess að gerð er hörð árás á japanska kaupsýslumenn eins og Crichton gerir í skáldsögu sinni segja gagnrýnendur að Rising Sun sé enn ein „vinamyndin“ um tvo félaga sem takast á við glæpa- menn. Þaö sem Crichton er samt óánægðastur með er að Kaufman skyldi láta sögumanninn vera svartan (Wesley Snipes). Það hafi aðeins gert það aö verkum að sagan er í myndinni raglingsleg og villandi. í leit að BobbyFischer Searching for Bobby Fischer er ný kvikmynd sem verið er að frumsýna í Bandaríkjunum þessa dagana. Mynd þessi ætti að vekja upp minningar hjá landanum en Bobby Fischer tengist islandi óijúfanlegum böndum eftir hið sögufræga heimsmeistaraeinvígi við Boris Spassky sem hann háði i Reykjavík. Eins og öllum er kunnugt hefur Bobby Fischer farið meira og minna huldu höfði frá því hann varð heimsmeistari og fjallar myndin um dreng sem leggur upp í Iangferö í leit að Bobby Fischer. Margir þekktir leikarar leika í myndinni. Má nefna Ben Kingsley, Joe Man- tegna, Laurence Fishburne og Joan AUen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.