Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 48
56 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Andlát Tilkyimingar Menning Siðustu sumartonleikar í Skálholtskirkju: Fúgulist og kantötur Laurence Dreyfus gömbuleikari og barokkfræöingur ætlar aö leiöa tónlistarfólk og kirkjugesti um undraveröld fúgulistarinnar og fegurð sorgarkantötunnar á flmmtu og síðustu sumartónleik- um í Skálholtskirkju um helgina. Bach og Buxtehude eru tónskáld helgarinnar. Buxtehude var gamh meistarinn sem Bach leitaöi upp og sat hann við fótskör hans um dijúga stund. Laurence Dreyfus flytur fyrst er- indi á ensku á laugardag kl. 14.00 sem hann kaiiar „Aö hlusta á Fúguiistina“. Klukkan 15.00 hljóm- ar fyrst „Klaglied" eða Sorgaróður, kantata eftir dansk-þýska tón- skáldi Dietrich Buxtehude sem hann samdi um foður sinn. Þá leik- ur fiðluleikarinn Catherine Mack- intosh eina af einleikssónötum Bachs. Þriöja atriðið er kantata Bachs sem gengur undir heitinu Actus tragicus. Á laugardag kl. 17.00 eru söng- raddir og hljóðfæri í þeim margsl- ungna „eltingaleik" sem kallaður er fúga, fyrst í söngverki Buxtehu- des, „Nú héðan á burt í friði ég fer“. Síðan verða leiknir þættir úr Fúguhstinni eftir Jóhann Sebast- ian Bach. Tónleikamir eru endur- teknir á sunnudag. Einsöngvarar á þessum Sumartónleikum eru Margrét Bóasdóttir, Ragnheiður Sif Sigurðardóttir, Sverrir Guðjóns- son, Guðlaugur Viktorsson og Ragnar Davíðsson. í kórþáttum bætast fleiri söngraddir við og fylla rúmlega tylftina. Félagar úr Bac- hsveitinni í Skálholti leika ásamt erlendum gestunum. Ingimundur G. Steindórsson, Fann- arfelh 4, lést í Landspítalanum 10. ágúst sl. Sigurður Oddsson, Ásabraut 14, áður Aðalbóh, Sandgerði, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur fimmtudag- inn 12. ágúst. Jón Ingþór Friðbjörnsson, Víðigrund 26, Sauðárkróki, lést fimmtudaginn 12. ágúst. Sigurður Gíslason frá Lambhaga, Hjarðarholti 10, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 12. ágúst. Jardarfarir Magnfríður Sigurbjamardóttir, Hof- teigi 16, verður jarðsungin frá Laug- ameskirkju miðvikudaginn 18. ágúst kl. 13.30. Jón Þórarinn Pálsson, Prestsbakka á Síðu, verður jarðsunginn frá Prests- bakkakirkju í dag, laugardaginn 14. ágúst, kl. 14.00. Ólafur Kristjánsson verkstjóri, Skál- holti 15, Ólafsvík, verður jarðsung- inn frá Ólafsvíkurkirkju í dag, laug- ardaginn 14. ágúst, kl. 14.00. Engilráð Sigurðardóttir, fymim húsfreyja á Bakka í Svarfaðardal, verður jarðsungin frá Tjöm í dag, laugardaginn 14. ágúst, kl. 14.00. Tónleikar Orgeltónleikar í Hallgríms- kirkju Á morgun, sunnudag, leikur Iain Quinn, konsertorganisti frá Wales, á sjöundu orgeltónleikunum í tónleikaröðinni Smn- arkvöld við orgelið. Tónleikamir hefiast kl. 20.30. Iain Quinn er staddur hér á landi af því tilefni að verið er að taka upp á geisladisk m.a. með leik hans á verkum Áskels Mássonar á Klais-orgehð í Hall- grímskirkju. Á tónleikunum leikur Iain orgelverk frá þremur tímabilum og eftir 5 tónskáid: Johann Sebastian Bach, Fer- enc Liszt, César Franck, Áskel Másson og Wilfred Josef. Félag eldri borgara í Reykja- vík Félagsvist í Risinu á morgun, sunnudag, í vestursal kl. 14.00. Bridgekeppni og frjáls spilamennska í austursal kl. 13.00. Dansað í Risinu á morgun, sunnudag, kl.20.00. Hljómsveitin Gleðigjafar ásamt söngkonunni Móeiði Júníusdóttur. Opið hús á mánudag í Risinu frá kl. 13.00. Lög- fræðingur félagsins verður við alla þriðjudaga frá kl. 14-16. Ath. að panta þarf tíma á skrifstofu félagsins í s. 28812. Þriðjudagshópurinn kemur saman í Ris- inu nk. þriðjudagskvöld kl. 20.00. Opið lengur í Kringlunni í dag, laugardag, tekur gildi vetraraf- greiðslutími í Kringlunni. Þá lengist aftur afgreiðslutiminn á laugardögum og eru verslanimar opnar til kl. 16.00. KafShús- iö og skyndibitastaðimir em opin nokk- uð lengur og Hard Rock Café er opið alla daga vikunnar til kl. 23.30. Verslanir í Kringlunni em nú opnar mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10.00-18.30, fostudaga frá kl. 10.00-19.00 og laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Ævintýranámskeið fyrir krakka Skátafélagið Vogabúar í Grafarvogi mun í næstu viku, 16.-22. ágúst, standa fyrir ævintýranámskeiði fyrir alla krakka á aldrinum 12-15 ára. Námskeiðið stendur frá kl. 9-16 alla daga og endar meö helgar- útilegu. Áhersla verður lögð á útivem, útilíf og skemmtilegan félagsskap. Markmið námskeiðsins er að krakkamir kynnist skátastarfi og geti starfað sem foringjar innan skátahreyfmgarinnar. Meðal þess sem krökkunum verður kennt er skyndihjálp og siglingar auk þess sem þau verða þjálfuð í því að rata. Stjómandi verður Gylfi Þór Gylfason. Námskeiðið hefst á mánudaginn og verð- ur í Hamraskóla, Grafarvogi. Engeyjarferðir Farið verður út í Engey kl. 14.00 og kl. 16.00 á morgun, sunnudag. Farið verður með farþegabáti fr á Viðeyjarfeiju úr Suð- urbugt, bryggju neðan við Hafnarbúðir. Fyrri ferðin tekur um það bU fjóra klukkutíma en sú seinni um tvo. í Engey er fjöiskrúðugt plöntu- og dýralif og mik- ið af allskonar minjum. Ljóðaupplestur í Hafnarborg í tengslum við sýningu Sigurlaugs EÍias- sonar gengst Norðan Niður fyrir ijóða- upplestri í Hafnarborg, miðvikudags- kvöldið 18. ágúst kl. 20.30. Þar lesa Ijóð sín ljóðasmiðimir Geirlaugur Magnús- son, Óskar Ami Óskarsson, Gyrðir Elías- son, ísak Harðarson, Sigurlaugur Elias- son og Baldur Óskarsson. Fyrirlestur í Nýlistasafninu Mánudaginn 15. ágúst kl. 18.30 heldur bandaríski myndlistarmaðurinn Brad Rust Gray fyrirlestur í Nýlistasafninu, Vatnsstig 3b. Þar verða sýndar litskyggn- ur af umhverfisskúlptúrum sem lista- maðurinn hefur sett saman viöa um land- ið í sumar. Fjölskyldudagar á Hótel Loft- leiðum í Lóninu og Blómasal Hótel Loftleiða verða fjölskyldudagar á sunnudögum út ágústmánuð. Leikin verður lifandi tónlist fyrir matargesti og einnig verður boðið upp á skemmtiatriði fyrir yngstu fjöl- skyldumeðlimina. Það er margt góm- sætra rétta á boðstólum á fjölskyldudög- unum. Snemma í hádeginu verður boðið upp á það sem á ensku kallast Brunch, sambland af morgunverðar- og hádegis- hlaðborði. Heitið er samsett úr ensku orðunum Breakfast og Lunch. Þegar líða tekur á eftirmiðdaginn tekur viö kaffi- hlaðborð og síöan er boðið upp á steikar- hlaðborð um kvöldið. Böm yngri en tíu ára og í fylgd foreldra fá matinn i boði hússins og Emmess-ís á eftir. Nýir aðilar hafa tekið við veitingarekstri Hótel Loft- leiða. Það eru hjónin Guövarður Gíslason og Guðlaug HaÚdórsdóttir sem áður ráku Jónatan Livingstone Máv og Gauk á Stöng í Tryggvagötu. Kynningarkvöld um fyrri líf Hádið verður kynningarkvöld mn end- urholdgun og aðferðir til að muna fyrri líf í Huglandi, Skeifúnni 7, í kvöld, laug- ardagskvöld, kl. 20-23. Á kynningunni verður notað létt dáleiðsluferli og gefst þátttakendum tækifæri til að muna fyrri jarðvistir. Tilgangur þess að rifja upp fyrri líf er að auka þroska og sjálfsþekk- ingu. Þátttakendur em beðnir um að koma með skrifblokk og penna til að skrá minningar fyrri lifa. Nánari upplýsingar fást hjá Garðari Garðarssyni í síma 811114. Viðey um helgina í dag, laugardag, verður Sundbakkadag- ur. Þá verður dagskráin helguð þorpinu sem var á Sundbakka í Viðey á fyrri hluta þessarar aldar. Á morgun, sunnud^g, verður svo messa í Viðeyjarkirkju kl. 14.00 og verður það sr. María Ágústsdótt- ir, aðstoðarprestur við Dómkirkjuna, sem messar. Kl. 15.15 verður staðarhald- arinn með hefðbundna staöarskoðun. Kaffisala verður í Viðeyjarstofu báða dagana frá kl. 14.00-16.30. Bátsferðir verða á klukkustundarffesti frá kl. 13.00-17.30. Hestaieiga er starfrækt í Við- ey alla daga. Hjónaband Þann 10. júlí vom gefin saman í hjóna- band í Bústaðakirkju af sr. Þóri Hauks- syni Hulda Ástþórsdóttir og Aðal- steinn Guðmundsson. Þau em til heimilis að Engjaseli 87, Reykjavík. Ljósm. Rut. Þann 24. júli vom gefm saman í hjóna- band í Laugameskirkju af sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni Helga Sigriður Þórs- dóttir og Ingibjartur Jónsson. Heimili þeirra verður í Þýskalandi. Ljósm. Rut. Þann 17. júlí vom gefm saman í hjóna- band í Háteigskirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Kristin Rós Björns- dóttir og Andrés Haukur Hreinsson. Þau em til heimilis að Laufvangi 10, Hafiiarfirði. Ljósm. Rut. Þann 17. júli vom gefin saman í hjóna- band hjá sýslumanni Ásdís Jónsdóttir og Sebastien Gravier. Heimili þeirra verður í Frakklandi. Ljósm. Rut. Þann 10. júlí vom gefin saman í hjóna- band í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þor- steinssyni Sigríður Inga Siguijóns- dóttir og Einar Jörundsson. Heimih þeirra er í Noregi. Ljósm. Rut. Þann 24. júli vom gefin saman í hjóna- band í Áskirlqu af sr. Áma Bergi Sigur- bjömssyni Nanna Þóra Andrésdóttir og Hrafn Guðbergsson. Þau em til heimilis að Vesturbergi 142, Reykjavík. Ljósm. Rut. Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á afmælinu mínu 1. ágúst síðastliðinn. Sérstakar þakkir til barna minna, tengda- barna, barnabarna og foreldra, systkina og Qölskyldna þeirra, svo og til sveitunga minna. Guðný Þórarinsdóttir, Meðalheimi GIFTING ER STUND GLEÐI OG FEGURÐAR. UMHVERFIÐ, ÞJÓNUSTAN OG FRÁBÆRAR VEITINGARNAR Á HÓTEL HOLTI OG ÞINGHOLTI FULLKOMNA HAMINGJURÍKAN DAG SEM LIFIR í ENDURMINNINGUNNI. KAFFIVEITINGAR FRÁ1.I00 KR. ÁMANN. ÞRÍRÉTTAÐUR KVÖLDVERÐU R FRÁ 2.450 KR.ÁMANN. ÞINGHOLT ER GEÆSIEEGUR VEISEUSAEUR FYRIR 20-120 GESTI. AEEAR NANARI UPPEYSINGAR SÍMA 25700 PIR EÍFSl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.