Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Erlendbóksjá Metsölukiljur Nokkrar af þeim bestu Bretland Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Jurassic Park. 2. Joanna Troltope: The Men and the Girls. 3. Maeve Binchy: The Copper Beech. 4. Donna Tartt: The Secret History. 5. Colin Dexter: The Way through the Woods. 6. James Herbert: Portent. 7. Sidney Sheldon: The Stars Shine Down. 8. Patrícia D. Cornwell: All That Remains. 9. John Grisham: The Pelican Brief. 10. Robert Harris: Fatherland. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Brian Keenan: An Evil Cradling. 3. Michael Caíne: What's It All about? 4. J. Peters 8i J. Nichol: Tornado Down. 5. D. Shay 8t J. Duncan: The Making of Jurassic Park. 6. Christabel Bielenberg: The Road Ahead. 7. Alan Bullock: Hitler 8t Stalin: Parallel * Lives. 8. Daniel Yergin: Thje Prize. 9. Paul Theroux: The Happy Isles of Oceania. 10. Bill Bryson: The Lost Continent. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Hanne Marie Svendsen: Under solen. 2. Tor Norrestranders: Mærk verden. 3. Alice Adams: Carotines dotre. 4. Jan Guillou: Dine fjenders fjende. 5. Jostein Gaarder: Kabalemysteriet. 6. Regine Deforges: Sort tango. 7. Peter Hbeg: Forestillinger om det 20. árhundrede. (Byggt á Politiken Sondag) Margir grípa meö sér pappírskilju í sumarleyfiö, ekki síst þegar haldiö er til útlanda. Úrvalið er hins vegar mikið og vandi að velja. Enska dagblaðið The Independent kom lesendum sínum nýverið til hjálpar í þessu efni með því að birta lista um bestu ensku pappírskiljur sumarsins. Gluggum í hann. í haldi í Beirút An Evil Cradling eftir Brian Keen- an lýsir grimmdarlegri meöferð á gíslum í Beirút en Keenan var þar í haldi mannræningja ásamt John McCarthy og Terry Anderson. Hér segir hann frá því í smáatriðum hvemig honum tókst að lifa af villi- mannlega meðferð af hálfu ræningja sinna í fjögur og hálft ár. No Friends But the Mountains er eftir John Bulloch og Harvey Morris. Þeir segja hér frá sögu og menningu Kúrda sem eiga rætur að rekja langt aftur í aldir. Höfundarnir gera skil- merkilega grein fyrir því hvernig vestræn lýðræðisríki hafa hvað eftir annað svikið málstað þessarar 16 milljón manna þjóðar sem fær ekki að stofna eigið þjóðríki en verður að búa sem minnihluti í fimm löndum. Wild Swans: Three Daughters of China eftir Jung Chang er merkileg lýsing á lífi þriggja kyhslóða í Kína. Höfundurinn segir frá ömmu sinni, sem var tekin sem hjákona stríðs- herra fimmtán ára að aldri, móður sinni sem var hetja í byltingu komm- únista og sjálfri sér á umbrotatímum Umsjón: Elías Snæland Jónsson maóismans. Um leiö sýnir hún hvernig Kína umbyltist gjörsamlega á fáeinum áratugum. Á ferðalagi Nokkrar ferðabækur eru á þessum lista. Þeirra á meðal er ný útgáfa af Oxford Literary Guide to Great Britain & Irland eftir Dorothy Eagle og Meic Stephens en þetta rit er ómissandi fyrir þá sem vilja kynna sér bókmenntasögulegar minjar á ferðalagi um Bretland og írland - hvort sem það eru hús skálda eöa grafir eða staðir sem koma fyrir í verkum þeirra. Pete Davis fékk sér pallbíl og ók um tíu þúsund kílómetra leið um þrettán ríki Bandaríkjanna. Hann segir frá þessari ferð og kynnum sín- um af Ameríkumönnum í Storm Country. Einn kunnasti ferðabókahöfundur samtímans, Jan Morris, lýsir hins vegar heimsóknum sínum til átján borga í Locations. Hún bregður upp mörgum eftirminnilegum svipmynd- um af borgarlífi í ólíkum heimshom- um, allt frá Glasgow til Canberra. Merkar konur Einn merkasti ferðamaður fyrn hluta aldarinnar, Freya Stark, lést fyrr á þessu ári. Af því tilefni hefur fyrsta ferðabók hennar, Baghdad Sketches, verið gefin út að nýju, en Freya fór víða um arabalönd þar sem engin vestræn kona hafði áöur kom- ið. Leikkonan Bette Davies var af öðru sauðahúsi. Hún hlaut mikla frægð fyrir kvikmyndaleik en einkalíflð var óvenjulegt eins og Barbara Leaming rekur í nýrri ævisögu sem ber nafn leikkonunnar og lýsir vægð- arlausri grimmd hennar í garð ann- arra, jafnvel einu dóttur sinnar. Og meira um konur. Our Treach- erous Hearts eftir Rosalind Coward er athyglisverð úttekt á því hvers vegna femínismanum hafi mistekist að færa konur til fyrirheitna lands- ins. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Firm. 2. Michael Críchton: Jurassic Park. 3. John Grisham: The Pelican Brief. 4. Michael Crichton: Rising Sun. 5. John Grisham: A Time to Kill. 6. Michael Crichton: Congo. 7. Patricia D. Cornwell: All That Remains. 8. Anne Rivers Siddons: Colony. 9. Stephen King: Gerald's Game. 10. Michael Crichton: Sphere. 11. Clíve Cussler: Sahara. 12. Judith Krantz: Scruples Two. 13. Terry McMillan: Waiting to Exhale. 14. Janet Dailey: Tangled Vines. 15. Lawrence Sanders: McNally's Luck. Rit almenns eðlis: 1. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 2. James Herríot: Every Living Thing. 3. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 4. Anne Rule: A Rose for Her Grave. 5. Gail Sheehy: The Silent Passage. 6. Don Shay 8i Jody Duncan: The Making of „Jurassic Park" 7. David McCullough: Truman. 8. Peter Mayle: A Year in Provence. 9. Tina Turner 8< Karl Loder: I, Tina. 10. Deborah Tannen: You júst Don't Understand. 11. Wallace Stegner: Where the Bluebird Sings to the Lemonade Springs. 12. Peter Mayle: Toujours Provence. 13. Garry Wílls: Lincoln at Gettysburg. 14. William Manchester: A World Lit only by Fire. 15. Peter Mayle: Acquired Tastes. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Sálin er efst í heilanum Með því að leika sjávarhljóð fyrir fólk með ákveðna persónueiginleika fer Dröfnufiðr- ildið útdautt Breskir skordýrafræðingar segja aö dröfnufiðrildið, eitt fegursta fiðrildið á Bretlandseyjum, sé nú útdautt. Á síðasta ári sást það einu sinni en í ár hefur enginn komið auga á það. Þetta er fimmta fiðr- ildategundin sem deyr út á Bret- landseyjum á síðustu 150 árum. Bannað lyf gegn eyðni Vísindamenn í Bandaríkjunum eru að gera tilraunir meö thalidomide sem hugsanlegt eyðnilyf. Þetta er róandi lyf sem náöi tölu veröum vinsældum í Evrópu á árunum eft- ir 1960 en var bannað þegar það reyndist valdafósturskaöa hjá þunguðum konum. Fyrstu niöur- stöðurbenda til að lyfiö geti hægt á þróun eyöninnar hjá sýktu fólki. Kort af yfir- borði sjávar Mönnum kann aö virðast þarfiaust aö kortleggja yfirborö sjávar en samt er nú kominn á loft gervi- hnöttur sem á að vinna þetta verk. Sjórinn er ósléttari en margir halda. Aðdráttarafljarðar veldur þvi að á úthöfunum getur munað allt aö 160 m á sjávarhæðinni. Þá er ekká tekið tfilit til áhrifa veðurs. Umsjón Glsli Kristjánsson Breski sálfræðingurinn Charles McCreery hefur fundið út að manns- sálin á sér bólstað efst í heilaum hægra megin. Hann hefur í leiðinni komist að þeirri niðurstöðu að reynsla sumra manna af sálnaflakki stafar af persónuleikagalla en ekki því að sálin sé mikið gefin fyrir lang- ferðir. McCreery, sem starfar við háskól- ann í Oxford, komst að öllu þessu þegar hann var að gera tilraunir til að framkalla sálnaflakk. Vísinda- mönnum hefur til þessa gengiö illa að rannsaka flakkið þyí það hefur ekki viljaö birtast við endurteknar tilraunir. McCreery byijaði á því að kanna hvers konar fólk segði frá reynslu sinni af sálanflakki. í ljós kom að það voru nær eingöngu svokallaðir kleyíhugar og einnig fólk sem þjáðist af geðklofa. Eftir að hópur kleyfhuga fékkst til að taka þátt í tilraun með sálnaflakk hugkvæmdist McCreery að láta fólk- ið hlusta á undurþýðan sjávarnið. Það var eins og við manninn mælt; sálir fimmta hvers manns í hópnum fóru á flakk og annar hver maður sá ofsjónir af ýmsu tagi. Fólkið lýsti flakki sálarinnar á sama hátt. Það yfirgaf líkama sinn og sveif um herbergið hjá sálfræð- ingnum. Fólk, sem vakið hefur verið úr dauðadái, hefur oft sagt frá svip- aðri reynslu og menn trúaðir á eilíf- leika sálarinnar hafa notað þær sög- ur sem sannanir fyrir framhaldslífi. McCreery er þó ekki trúaður á að sálin yfirgefi Ukamann í raun og veru. Hann tengdi heilasjá við höfuð fólksins í tilrauninni og komst aö því að heilinn starfaði án afláts meðan sál þess á flakk. sálin var á ferð og flugi. Einkum vöktu athygli mikil umsvif efst í heilanum hægra megin; í svo- kölluðu hægra hvirfilheilablaði. Sál- fræðingurinn ályktaði því sem svo að þar héldi sálin til og sofnaði ekki eða yfirgæfi bústað sinn fyrr en á dauðastundinni. Ályktanir McCreery um sálina og verustað hennar hafa þó vakið mismikla hrifningu meðal starfs- bræðra hans. Hitt þykir mönnum þó merkilegt að honum tókst að fjölda- framleiða sálnaflakk á einfaldan hátt. Hér eftir verður því hægt að senda sálir manna í ferðalög og rannsaka fyrirbærið nánar. Þar með er kom- inn vísindalegur grundvöllur fyrir frekari rannsóknum á fyrirbærinu og hvort það tengist lífi í öðrum heimi á einhvern hátt eða er bara rugl í léttgeggjuðu fólki. Poppað með ratsjá Tílviljun ein réð því aö örbylgju- ofninn var fundinn upp en það var uppfinningamaðurinn Percy L. Spencer sem ákvað að byrja á aö búa til örbylgjupopp með nýja tækinu. Spencer þessi var sj álfmenntaö- ur raffræðingur og uppfinninga- maður hjá bandaríska fyrirtæk- inu Raytiieon sem nú er þekktast fyrir að smiða Patriot-eldflaugar. Spencer haföi endurbætt ratsjár Breta í síðari heimsstyrjöldinni og gert flöldaframleiðslu á þeim mögulega. Spencer vann enn að þróun rat- sjárinnar árið 1946. Ðag einn það ár tók hann eftir því að súkkul- aði, sem hann hélt á, bráðnaði þegar hann stóö upp við útvarps- lampaístórriratsjá. Spencer grunaöi aö örbylgjur væru valdar að þessu og lét senda eftir maís til að komast að hvort bylgj umar frá lampanum nægðu til að poppa í opnum tekatii. Það tókst og næst sauð hann egg. Það sprakk í andlitið á honum. Þessar tilraunir endurtók hann fyrir stjómendur fyrirtækisins sem sáu strax að hér var komið mikið undratæki. Fyrsti örbylgju- ofninn var smíðaður en sala gekk treglega því hann var mannhæö- arhár og um hálft tonn að þy ngd. Nokkur veitingahús keyptu þó ofna en almenningur sýndi upp- finningunni lítinn áhuga. Nær tuttugu árum siðar tóku japönsk fyrirtæki hugmyndina upp ásína arma og frá þeim kom lítill örbylgjuofn eins og þeir sem nú em á nær hverju heimili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.