Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 - segir Aðalheiður Jónsdóttir sem segir loksins sögu sína „Ég hef verið lögð í einelti og of- sótt af opinberum aðilum í þessu máli. Það var allt reynt til að fá mig ofan af því að láta úrskurð falla. Oddur Rúnar Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, hringdi hingað heim til að fá mig ofan af því að halda málinu áfram. Núna, þegar ég hef unnið þetta mál, svertir hann mig og fram- leiðslu mina í fjölmiðlum," segir Að- alheiður Jónsdóttir sem undanfarna daga hefur hlotið viðurnefniö kleinu- konan í fjölmiðlum. Aðalheiður hef- ur ekki viljað skýra frá sinni hlið á máhnu fyrr en nú þegar hún leggur spilin á borðið fyrir lesendur DV. Hún hefur ekkert að fela enda hefur hún unnið mál gegn ríki og bæ um bakstur á kleinum í heimahúsi. Má segja að hún sé sannkölluð hvun- dagshetja sem ákvað að láta ekki deigan síga fyrr en í fulla hnefana en það var sannarlega ekki tekið út með sældinni. „Nú er veriö að reyna að túlka máhð þannig að ég hafi verið meö fjöldaframleidda vöru þar sem ég hafi bakað fyrir allar Bónusbúðirn- ar. Sannleikurinn er sá að þegar ég byijaði að baka kleinur fyrir Jó- hannes í Bónusi þá var hann einung- is með eina verslun. Varan var vin- sæl og þegar hann færði út kvíarnar óskaði hann eftir að fá meira af klein- um,“ segir Aðalheiður. „En það sem skiptir mestu máU er hvernig ofbeldi þessir opinberu aðilar beittu mig,“ heldur hún áfram. „Fyrst eftir að þetta kom upp brotnaði ég gjörsam- lega niður. Síðan ákvað ég að gera allt til að ná fram réttlæti í máli mínu. Ég hef staðið á mínu allan tím- ann enda er máUð nú komið í höfn.“ Glæsileg vinnuaðaðstaða Aðalheiður býr í nýju einbýUshúsi í Grafarvogi. Tvöfaldur bílskúr er sambyggður húsinu en Aðalheiður og maður hennar létu breyta teikn- ingum að bílskúrnum þannig að helmingurinn yrði atvinnuhúsnæði hennar. Aðalheiður hefur alla tíð unnið utan heimiUs þangað til fyrir um fimm árum er hún fór að finna fyrir Uðagigt. Þá varð hún að hætta vinnu en ákvað að skapa sér eigin atvinnu heimavið. Stjörnukleimuri- ar urðu þá tU. Aðalheiður vUdi að húsnæðið sem hún bakaði í yrði sérhannað og hún lagði í mikinn kostnað tU að gera aUt sem fulikomnast. Eins og sést á meðfylgjandi myndum finnst vart betri eða hreinlegri vinnuaðstaða. „Ég hafði kostað miklu til að gera alla aðstöðu sem besta og hélt að ég fengi að dunda mér við þetta í friði,“ segir Aðalheiður m.a. í viðtalinu. DV-myndir Jóhann A. Kristjánsson „Ég vissi alltaf að ég væri í fullum rétti tU að baka heima hjá mér,“ seg- ir hún. „Það er heimabakstur um aUt land: í Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Mos- fellsbæ, Akranesi og viðar. Ég varð hins vegar fyrir því óhappi aö kaupa mér hús í Reykjavík. Kleinurnar mínar eru settar í hiUu í Bónusi, við hUðina á heimabakstri úr Kópavogi. Mínar kleinur eru teknar úr hiUum og bann sett á þær en baksturinn úr Kópavoginum er enn í hillunum. Hvað er hægt að kaUa þetta annað en ofbeldi? Þeir taka eina manneskju út en hinar fá aUar að halda áfram. Mér hefur aldrei fundist ég vera að gera neitt af mér enda er ég heiðarleg manneskja og vU hafa allt sam- kvæmt lögum og reglum," segir Að- alheiður. Bað Heilbrigðis- eftirlitið að koma „Þar eð ég vUdi aö HeUbrigöiseftir- Utið fylgdist með því sem ég væri að gera bauð ég starfsmönnum þess að koma hingað og benda mér á það sem betur mætti fara. Þeir komu og sögðu mér að bæta við vaski, hafa einnota sápu og einnota þurrkur. Ég varð strax við því, setti upp það sem á vantaði, enda gátu þeir þá ekkert fundið að húsnæði mínu. Þegar ég óskaði eftir leyfi sögðu þeir hins veg- ar að það gætu þeir aldrei látið mig fá þar eð ég væri ekki í iðnaöarhús- næði. Ég vissi hins vegar að þeir gátu ekki bannað mér að baka heima því engin lög í landinu banna slíkt eins og komið hefur á daginn. Ég sagði þessum mönnum frá HeU- brigðiseftirUtinu að ég vissi vel að ég þyrfti ekki iðnaðarhúsnæði þar eð ég væri með heimUisiðnað. Hins vegar vUdi ég vera með heimUisiðnað sem væri með 100% hreinlæti. Það hefur heldur aldrei verið ágreining- ur um það. Síðan heyrði ég ekkert frá þeim í nokkra mánuði og hélt áfram að baka mínar kleinur. Varan tekin úr umferð án vitundar Aðalheiðar Föstudaginn 6. mars 1992 komu hingað Garðar Sigurþórsson og Sig- urður HaUsson frá HeUbrigðiseftir- litinu tU að athuga með hreinlætið. Ég bauð þá velkomna og sýndi þeim aUt sem þeir vUdu sjá. Hins vegar sögðu þeir: „Þú ert ekki komin í iðn- aðarhúsnæði ennþá.“ Ég svaraði því neitandi enda stæði það ekki tU, ég væri í fullum rétti tU að baka heima hjá mér. Þeir þrættu við mig og sögðu að heimUisiðnaður væri óleyfilegur. Við það hafa þeir haldið sig allan tím- ann. Ég sagði þeim að lögfræðingur minn, Jón Sveinsson, hefði rætt mál- in við Odd Rúnar enda væri hann búinn að kanna rétt minn í þessu máU. Þá sagði Garðar, og mér er það mjög minnisstætt: „Oddur hefur ekki sagt okkur frá því. Við verðum þá að rannsaka þetta mál og Oddur verður að gefa þér leyfi til að starfa hér áfram óbreytt." Þegar hann fór spurði hann hvort ég bakaði fyrir allar Bónusbúðimar og ég svaraði því játandi. HeUbrigðiseftirUt Reykjavíkur hefur ekki leyfi til að fara í Bónus í öðmm hæjum. Og Oddur Rúnar Hjartarson hefur aldr- ei komið hingað heim tíl mín tíl að skoða aðstöðuna. Mánudagsmorguninn 9. mars, þeg- ar ég fór meö kleinumar mínar í Bónus, var ekki tekið á móti þeim því að búið var að setja bann á þær, án þess að mér hefði verið sagt frá því og án þess að ég gæti útskýrt fyr- ir Jóhannesi í Bónusi hvers vegna verið var að setja bann á mig. Fólk áleit vitaskuld að úr því að Heil- brigðiseftirlitið bannaði kleinurnar hlyti að vera meira en lítið að fram- leiðslunni. Þeir voru þó ekki að til- kynna mér sjálfri þetta," segir Aðal- heiður. Píslarganga kleinukonu „Síðan þetta gerðist hef ég þurft að ganga mikla píslargöngu. Fyrst á eft- ir fór ég mjög langt niður andlega þar eð mér fannst ég beitt svo mik- iUi ósanngirni. Mennimir höfðu ekk- ert út á hreinlætið að setja, né heldur vöruna; einungis það að ég var ekki í iðnaðarhúsnæði. Ég óskaði eftir að fá að halda framleiðslunni áfram á meðan máUð væri rannsakað en því var hafnað. Venjulega er gefinn að- lögunartími. Vegna þess hversu mik- ið áfall þetta varð mér hef ég ekki steikt eina einustu kleinu frá því þetta mál kom upp. Ég hef ekki feng- ið mig tU þess. Það má segja að ég hafi gengið með veggjum í hálft ann- að ár vegna þessa. „Þarna er kleinu- konan sem bannið var sett á. Hvað ætli hafi verið að framleiðslunni hjá henni?“ hef ég heyrt fólk pískra. Mynduð þið trúa því - ef þið kæm- uð inn í búð og sæjuð að ein gerð af heimabakstri hefði verið bönnuð en önnur enn í hiUunum - að þeir hefðu bannað aðra vegna þess að hún var ekki framleidd í iðnaðarhúsnæði? Því myndi enginn trúa en þannig var það samt. Við hjónin erum búin að ferðast um landið og heimsækja Kolaportið og það get ég sagt ykkur að ekki einn einasti aðiU á landinu annar en ég hefur verið stoppaður með heimUisiðnað. Biðurbara um réttlæti Það hefur verið gert grín að þessu máU og viðskiptaráðherra gantaðist með það í bréfum. Það er engin póU- tík í þessu, það er enginn maður sem þekkir mann. Ég er bara einstakling- ur úti í bæ sem biður um réttlæti í þessu þjóðfélagi og að farið verði að lögum. Ég vissi aUan tímann að ég var í fiUlum rétti en þeir vildu ekki hlusta á mig né heldur lögmann minn. Þeir halda að þjóðfélagið eitr- ist út af kleinubakstri í heimahúsi; þetta er hlægilegt. Við hjónin tókum þá ákvörðun, eft- ir að ég reis upp úr því andlega áfaUi sem ég fékk, að halda áfram með þetta mál aUt tíl loka - hvað sem þaö kostaði okkur. Þessir opinbem aðUar LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 37 ■ ■ : . t. ' v V i M : . • v:':ív:' • .‘ ■''■.■■:' . ■. •' : : ••.:. : •: :■ . . ■' ■ ' ' ' ' : :|||| . s.. :■ •' ' '. ■' Wv .4 :■ :• '• :■:■: • . •:" . ••: ■>: •:. „Oddur Rúnar hefur aldrei komið hingað til min og skoðað aðstöðuna. Samt níðir hann mig niður í fjölmiðlum," segir Aðalheiður Jónsdóttir sem telur sig hafa verið beitta mikilli ósanngirni í allri umræðunni um kleinubakstur í heimahúsi. Eins og sést á þessari mynd er aðstaða Aðalheiðar til fyrirmyndar en þar hefur ekki verið steikt ein einasta kleina i sautján mánuði. ætluðu að hræða okkur til að fara ekki í mál. Sem betur fer hitti ég á Jón Sveinsson lögfræðing sem hefur unnið í þessu máli á frábæran hátt og kynnt sér aUar hUðar þess. Hann komst að sömu niðurstöðu og ég: að ég væri í fullum rétti. Það er ekki hægt að gera nema tvennt í þeirri stöðu sem ég var í - að leggjast í kör eða rísa upp og ná fram réttlætinu. Vöfflur bakaðar í bílageymslu í eitt skiptið sem ég heimsótti Kolaportið voru þar ungUngar að selja heimabakstur fyrir utanlands- ferð. Er það sanngjarnt, þegar HeU- brigðiseftirUtið hefur bannað heima- bakstur vegna þess hversu hann er hættulegur, að þessi ungmenni fái að baka tU að selja? Þeir svara því til að ef ég sé í líknarstarfi eða ein- hverjum félagsskap megi ég baka og selja. Er það meiri hoUusta en að baka undir eftirliti eins og ég vildi gera? í Kolaportinu var einnig veriö að baka vöfilur og selja. Ég varð hreinlega lömuð þegar ég sá það. Má baka vöffiur í bílageymslunni? spurði ég sjálfa mig. Hvar er hrein- lætið nú? Vinkona mín, sem var með mér, varð svo undrandi að hún hringdi í Garöar, þann sem lokaði hjá mér, og spurði hvaða leyfi þyrfti tU að baka vöffiur í Kolaportinu. „Deigið er lagað í löglegu eldhúsi og einungis bakað í Kolaportinu,“ svar- aði hann. Þetta gerist á sama tíma hjá sama manni og lokar á minn bakstur sem framkvæmdur er í full- kominni aðstöðu. Er það skrítið þótt ég hafi oft verið undrandi?" Nafn fyrir- tækisins ónýtt Aðalheiður telur fullvíst að Heil- brigðiseftirUt Reykjavíkur hafi eyði- lagt framleiðslu hennar undir nafn- inu Stjömukleinur. „Ég vU sjá þann landsmann sem borðar Stjömuklein- ur með góðri lyst eftir aUan þann róg sem þetta nafn hefur orðið fyrir. Það er búið að tala um þessa vöm á svo neikvæðan hátt að ég má helst ekki heyra þetta nafn nefnt oftar.“ ■ ■:■■': ■: ' . • •, : . ■.■■■ ■' . -■• ; • Aðalheiður ásamt Guðbjörgu Pétursdóttur, dóttur sinni. Fjölskyldan hefur öll staðið saman um að koma kleinumálinu á hreint enda er mikið í húfi fyrir Aðalheiði. Hún segir þó að búið sé að eyðileggja nafnið Stjörnuklein- ur með umræðunni undanfarna daga. Málareksturinn hefur staðið yfir í sautján mánuði. í fyrstunni velktist það á mUU funda í heUbrigðisgeiran- um og Aðalheiður beið aUtaf með reksturinn. Þegar ekkert gekk bar hún málið undir Hollustuvernd rík- isins og taldi að þá myndi eitthvað fara að ganga. „Við fengum líka neit- un þar þannig að málið velktist í kerfinu þangað til það fór fyrir úr- skurðarnefndina. Sú nefnd er skipuð af Alþingi fyrir einstakUnga í þjóðfé- laginu sem telja að ríki eða bær hafi beitt þá ranglæti. Úrskurðamefnd- in fjallar einungis um máUð laga- lega.“ - Nú ertu búin að vinna málið. Er þá nokkuð því tU fyrirstöðu að halda áfram að baka? „Það em hlutir sem ég er hrædd um að verði erfiðir hjá mér. Ég get varla hugsað mér að nota nafnið Stjörnukleinur. Mín persóna er þannig að ég ber ekki höfuðið hátt lengur og er mjög viðkvæm fyrir þessu máh. Ég mun nú samt hugsa um þetta í rólegheitum á næstu dög- um og taka ákvörðun um hvað ég geri,“ segir Aðalheiður. „Ég hef kostaö miklu til að gera þessa vinnuaðstöðu mína sem fuU- komnasta með það fyrir augum að fá að dunda þarna í friði. Ég hef borg- að aUa mína skatta og skyldur í þessu þjóðfélagi og það hefur enginn upp á mig að klaga nema að ég er ekki í iðnaðarhúsnæði. í Bónus fer hver einasta kleina inn í tölvu og út úr henni aftur. Ég hef ekkert brotið af mér.“ Aðalheiöur fékk niðurstööu úr- skurðarnefndar í hendur á fimmtu- deginum fyrir rúmri viku. Hún segist hafa þurft marga daga tíl að ná sér niður því spennan hafi verið svo mikU í langan tíma. Jóhannes vill ekki lengur kleinumar Fyrir mörgum árum ráku Aðal- heiður og eiginmaður hennar versl- un í Reykjavík. Þá keyptu þau heimabakaðar kleinur utan úr bæ. Aðalheiður fór þá sjálf að steikja og selja kleinur sem urðu mjög vinsæl- ar. Þegar þáu hjónin seldu verslun- ina hætti Aðalheiður kleinubakstr- inum þar til hún spurði Jóhannes í Bónusi hvort hann vildi kaupa af henni kleinur. „Þá var hann með verslun í Skútuvogi og eftir að hafa prófað þær bað hann mig endilega að steikja fyrir verslunina. Síðan opnaði hann fleiri verslanir og ósk- aði eftir fleiri kleinum. í gær talaði ég við Jóhannes en þá sagðist hann ekki treysta sér til að selja kleinum- ar mínar eftir þá umræðu sem orðið hefði. Heilbrigðiseftirlitið er búið að eyðileggja minn heimilisiðnað. Satt að segja er mælirinn orðinn full- ur hjá mér,“ sagði Aðalheiður bit- ur. „Ég hélt reyndar að Jóhannes, sem alltaf er á móti kerfinu, myndi hampa kleinunum ef hann gæti feng- ið þær inn aftur. Þegar Heilbrigðis- eftirlitið beitti mig þessu ofbeldi fannst mér Jóhannes mjög mannleg- ur. Hann hringdi oft í mig og spurði um líðan mína. Ef eitthvað hefði fundist aö vörunni minni hefði ég skilið þetta allt saman,“ segir Aðal- heiður. „Ég tel að Heilbrigðiseftirlitið eigi að vera eftirlitsaðili en ekki að gefa framleiðsluleyfi eftir einhverj- um geðþóttaákvörðunum eins og hefur sýnt sig.“ Þrýstingur frá bökurum? - Varð Heilbrigðiseftirlitið ekki fyrir þrýstingi frá einhverjum aðil- um? „Ég vil ekki vera með stór orð um eitthvað sem ég get ekki sannað. Hins vegar var öflugt bakarí að markaðs- setja kleinur og sóttist eftir að kom- ast inn í Bónus á sama tíma og mín- ar voru bannaðar. Ég vil þó ekki trúa því að einkaaðilar geti þrýst þannig á opinbera aðila; það getur varla ver- ið.“ - Hvert verður framhald þessa máls? „Ég get ekki svarað því á þessari stundu. Mér finnst einhvern veginn að ég þurfi að ná áttum. Þeir mega þó varla komast upp með að stoppa mig því það er það sem þeir viija,“ segir Aðaiheiður Jónsdóttir, kleinu- konan sem sigraði kerfið. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.