Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 íþróttir DV í samvinnu við fslenskar getraunir og Austurbakka velur 13 rétta í Getraunadeildinni Ólafur, Ásgeir og Eyjólfur bestir - sex Skagamenn í liði mánaðarins sem valið var eftir frammistöðu í 6. til 10. umferð deildarinnar DV í samvinnu viö íslenskar get- raunir og Austurbakka h/f hefur vaiið 13 rétta í Getraunadeildinni í knattspymu ööm sinni í sumar. 13 réttir samanstanda af besta leik- manni Getraunadeildarinnar, besta þjáifaranum, besta dómaranum og 11 leikmönnum sem að mati íþrótta- fréttamanna DV hafa skarað fram úr. Til grundvaUar á þessu vali var frammistaða leikmanna, þjálfara og dómara metin í fimm leikjum Get- raunadeildarinnar í 6. til 10. umferð íslandsmótsins. Besti leikmaður Getraunadeildar- innar í umferðunum frá sex til tíu að mati íþróttafréttamanna DV er Ólafur Þórðarson, leikmaður ÍA. Ásgeir Sigurvinsson, þjálfari Fram, er besti þjálfarinn og Eyjólfur Ólafs- son besti dómarinn. í fyrsta valinu á 13 réttum, þar sem leikir í fyrstu fimm umferðunum voru metnir, var Sigurður Jónsson, ÍA, kjörinn besti leikmaðurinn, Guðjón Þórðarson, ÍA, besti þjálfarinn og Guðmundur Stefán Maríasson besti dómarinn. Austurbakki og íslenskar getraunir gefa verðlaunin Austurbakki h/f og íslenskar get- raunir gefa verðlaunin í 13 réttum. Leikmaöurinn, þjálfarinn og dóm- arinn fá glæsilega Nike hlaupaskó af bestu gerð og allir þeir sem skipa 13 rétta fá áprentaða Nike boli frá íslenskum getraunum. Ólafurmeð góöa leiki í sterku ÍA-liði Það hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgjast með knattspymunni hér á landi í sumar að Skagamenn hafa haft nokkra yflrburði í Get- raunadeildinni og liðið hefur leikið hreint frábæra knattspymu. Það kemur því ekki á óvart að besti leik- maður þessa tímabils, sem valið er eftir, kemur af Skaganum. Það er baráttujaxhnn Ólafur Þórðarson sem hefur eins og flestir leikmenn Uðsins leikið mjög vel í sumar. Hann lék aUa fimm leiki Skagamanna á þessu tímabiU og lék stórt hlutverk með Uðinu. Þeir eru fáir sem gefa jafnmikið í leikina og Ólafur og bar- átta hans á leikvelUnum er aðdáun- arverð. Hann skoraði hið mikUvæga mark í 1-0 sigri ÍA gegn Val í 9. umferðinni og gerði eitt af fimm mörkum Uðsins gegn FH. Þá hafa ófá Skagamörkin í sumar komið eft- ir vel útfærðar sóknir þar sem Ólaf- ur hefur verið einn af lykUmönnun- um. , Fyrir þetta tímabU voru ekki mjög margir sem spáðu því að Skaga- menn gætu varið íslandsmeistara- titilinn, aðaUega vegna brotthvarfs tvíburabræðranna Amars og Bjarka Gunnlaugssona. Skagamenn voru hins vegar svo lánsamir að endurheimta Ólaf Þórðarson frá Noregi þar sem hann hafði leikið með Brann og Lyn og með tiikomu Eyjólfur Ólafsson, Ásgeir Sigurvinsson og Olafur Þórðarson fengu glæsilega Nike hlaupaskó í verðlaun. DV-mynd Brynjar Gauti jjlfc 0 Gunnar Oddsson Sigursteinn Gíslason Ólafur Þórðarson Leikmaður mánaðarins: Sigurður Jónsson Atli Einarsson Þjálfari mánaðarins: Haraldur Ingólfsson Helgi Sigurðsson Dómari mánaðarins: .mm Olafur Þórðarson Asgeir Sigurvinsson Eyjólfur Olafsson hans og Serhans Mihajlo Bibercic stefna Skagamenn hraðbyri að ís- landsmeistaratitUnum og eru komnir í úrsUt í Mjólkurbikar- keppninni. Fram úr sjötta sætií annað Undir stjórn Ásgeirs Sigurvinsson- ar áttu Framarar góðu gengi að fagna á þessu tímabiU sem vaUð er eftir nú. Láðið vann fjóra leiki en tapaði einum og skaust úr sjötta sæti í það annað. Dagskipun Ásgeirs var sóknarknattspyma og það skil- aði sérlega góðum árangri því leik- menn SafamýrarUðsins voru svo sannarlega iðnir við að koma knett- inum í mark andstæðinganna. Mörkin í leikjunum fimm urðu 19 talsins gegn aðeins 6 frá andstæð- ingunum. Ásgeir tók við þjálfun FramUðsins fyrir þetta keppnistímabU en þessi frægasti og að öðrum ólöstuðum besti knattspyrnumaður okkar ís- lendinga frá upphafi kom heim eftir að hafa verið atvinnumaður í knatt- spymu í Belgíu og í Þýskalandi frá árinu 1974. Ásgeir gerði tveggja ára samning við Fram og binda þeir blá- klæddu miklar vonir við störf Ás- geirs hjá félaginu. Aðstoðarmaður Ásgeirs er Bjami Jóhannsson. Eyjólfur fékk góöa einkunn fyrir störf sín Besti dómarinn á þessu tímabUi að mati íþróttafréttamanna var Eyjólf- ur Ólafsson sem dæmir fyrir Vík- ing. Eyjólfur dæmdi þrjá leiki í þess- um fimm umferðum og fékk í öU skiptin mjög góða einkunn fyir störf sín. Eyjólfur hefur skipað sér á meðal fremstu dómara landsins. Hann tók dómarapróf árið 1980 og fékk landsdómararéttindi þremur ámm síðar og hefur síðan þá dæmt í 1. deUdinni. Þá hefur Eyjólfur getið sér gott orð fyrir dómgæslu sína erlendis en hann fékk FIFA réttindi árið 1989. Sex Skagamenn í liði mánaðarins Uppistaöan í 11 manna Uði mánað- arins era leikmenn frá ÍA en sex Skagamenn skipa Uðið: Ólafur Þórð- arson, Lúkas Kostic, Ólafur Adolfs- son, Sigurður Jónsson, Sigursteinn Gíslason og Haraldur Ingólfsson. Framarar eiga tvo leUcmenn, fram- heijana Atla Einarsson og Helga Sigurðsson. Stefán Amarson kemur úr FH, Gunnar Oddsson úr ÍBK og Hlynur Birgisson úr Þór. Tveir leik- menn voru einnig í fyrsta Uðinu sem vaUð var eftir fimm umferöir móts- ins, það voru þeir Sigurður Jónsson og Hlynur Birgisson. -GH/RR/BL/VS/JKS/SK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.