Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 14. ÁGtJST 1993 Söngkonan, dansarinn og leikkonan Janet Jackson: Frá feimni til frægðar Fyrir 7 árum sat smávaxin og feimin stúlka, 19 ára gömul, inni á skrifstofu A & M hljómplötufyrir- tækisins með föður sínum sem var að reyna að koma henni á samn- ing. Þessi stúika heitir Janet Jack- son og hún var svo feimin þá, tal- aði með svo lágum rómi að varla heyrðist í henni. Faðir Jackson systkinanna hefur alla tíð reynt að koma bömum sínum á framfæri í skemmtanabransanum og tekist bara bærilega upp. Ég hafði í nokkur ár látið algjör- lega stjómast af föður mínum og var mjög ósjáifstæð, gerði hara það sem mér var sagt að gera, sagði Janet nýlega í blaðaviötali við tímaritið US. Enda var það svo að fyrstu breiðskífurnar mínar vom hálf misheppnaðar. En það breytt- ist þegar samningar náðust við A & M því þá fór ég loks að standa á eigin fótum og efla sjálfstraustið. Seldist í milljóna upplagi Fyrsta breiðskífa hennar hjá A & M, Control, seldist í 8 milljón ein- tökum og innihélt 6 metsölulög, meðal annars Nasty og What Háve You done for Me Lately. Næsta breiðskífa, Rhythm Nation 1814, seldist í svipuðu upplagi og inni- selst einnig grimmt. Janet Jackson hefur gert samn- ing við Virgin fyrirtækið um útgáfu þriggja breiðskífna og fær hún í sinn hlut rúma tvo miUjarða króna. Nú síðust árin hefur Janet ekkert síöur verið áberandi en hinn frægi bróöir hennar, Michael, nema síð- ur sé. Ólík bróður sínum Janet þykir mjög ólík bróður sín- um. Hún er mjög félagslynd og vill alltaf hafa hóp af fólki í kringum sig. Frá því að hún kom út úr skel feimninnar hefur hún þótt afskap- lega opinská og er ófeimin við að sýna sig. Allir þekkja hvemig Mic- hael hegðar sínu lifsmynstri. Hann lokar sig inni, eyðir flestum stund- um með gæludýrum sínum og örfá- um einkavinum. Janet er mjög metnaðargjörn. Henni dugar ekki að standa sig vel í tónhstinni því ftún hefur einnig áhuga á að hasla sér völl sem leik- kona. Á næstu vikum er væntanleg kvikmynd í leikstjórn John’s Sing- elton með Janet í aðalhlutverki. Myndin heitir Poetic Justice og þykir vel frambærileg. Það er haft eftir Singelton að Janet hafi tölu- verða leikhæfileika og eigi þar framtíö fyrir sér ef rétt er haldið á spilunum. Janet lætur ser ekki nægja aö syngja og dansa af innlifun því hún ætlar einnig að reyna fyrir sér sem leikkona. hélt 7 metsölulög, meöal annars Miss You Much og Escapade. Síðan er komin út breiðskífan Janet sem Það er erfitt að gera sér í hugarlund að þetta sé mynd af systkinunum frægu, Michael og Janet Jackson. Hún var tekin árið 1975, þegar Janet var 8 ára gömul. Miðvikudaginn 1. sept. verður hringt í 4 skuldlausa dskrifendur DV. Fyrir hvern þeirra leggjum við 3 laufléttar spurningar úr landafrceði. Sd sem svarar öllum spurningum rétt fcer í verðlaun eina afþeim fjórum ferðum sem er ípottinum í dgúst og lýst er hér til hliðar. Verðlaunin verða afhent daginn eftir, 2. sept., og úrslitin birt í Ferðablaði DV þriðjudaginn 7. september. Allir skuldlausir dskrifendur DV, nýir og núverandi, eru sjdlfkrafa þdtttakendur íþessum skemmtilega leik. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi Við höldum Fjórir glœsilegir Stjörnuferð Flugleiða fyrir tvo. Flug og gisting í ellefu daga. Safariferð um hásléttur Kenía með myndavél að vopni er lífsreynsla sem enginn gleymir. Náttúrufegurðin er ólýsanleg og þegar fylgst er í návígi með konungi dýranna á veiðum er spennan mögnuð. Eftir safariævintýri á hásléttunni er haldið til Mombasa við strönd- ina þar sem bíða þín glæsihótel og hvítar strendur svo langt sem augað eygir. Gist á Hotel Hilton. 4ra daga safariferð með Prestige Safaris Ltd. Flogið með Kenya Airways og Flugleiðum. Stjömuferð Flugl. fyrir tvo. Flug og gisting í 2 vikur. Sólböð og sæla á „Eyjum hins eilífa vors“. Ailt sem sólarsinnar geta hugsað sér best, skemmtilegast og þægilegast. Paradís fyrir alla í fjölskyldunni. Gist á Stil Marieta, fyrsta flokks íbúðahóteli á Ensku ströndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.