Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SiMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr. Verð í lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr. Tveir sólargeislar Niðurstaða úrskurðamefndar í kleinumálinu er sólar- geisli í skammdegi smákóngakerfisins á íslandi. Ein af vandræðastofnunum þjóðfélagsins, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur fengið verðuga ofanígjöf fyrir ósæmi- legt sölubann á kleinur, sem soðnar voru í heimahúsi. Annar sólargeish þessa máls eru gamansöm bréfa- skipti landlæknis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, þar sem þeir gera stólpagrín að afskiptasemi og smámuna- semi heilbrigðiseftirlitsins. Bréfin benda til, að úrelt sjón- armið þess njóti ekki hljómgrunns í opinbera geiranum. Mikilvægt er, að menn verði áfram vel á verði, því að heilbrigðiseftirlitið hefur hótað að fá sett ný lög, sem taki af allan vafa um, að það megi áfram ráðskast með svipuðum hætti og það hefur gert áratugum saman, þjóð- félaginu til margvíslegrar bölvunar og kostnaðar. Þjóðfélagið er sneisafuht af litlum stofhunum, þar sem sitja smákóngar við að semja lagafrumvörp og tillögur til reglugerða, er þeir reyna að fá ráðherra til að styðja. Þegar póhtíkusamir eru ekki á verði, nær margt af þessu valdboði fram að ganga. Stóri bróðir stækkar og stækkar. Eftirhtsstofnanir í hehbrigðisgeiranum eru dæmigerð- ar fyrir þetta vandamál. Þær hafa til dæmis komið upp reglum um gífurlegar kröfur til ástands eldhúsa í þeim stofnunum, sem fá leyfi th að opna vínflöskur og heha innihaldinu í glös, rétt eins og slíkt sé mikið vandaverk. Eftirminnhegt er hrokabréf, sem stofnun af þessu tagi sendi einu ahra bezta matargerðarhúsi landsins, er var alveg óvenjulega skemmthega búið antikmunum. í bréf- inu voru samstæð húsgögn sett sem skhyrði fyrir því, að þetta stjömuveitingahús fengi vínveitingaleyfi. Sumt af mglinu úr smákóngastofnunum í hehbrigðis- eftirhti stafar af reglugerðum, sem þær hafa látið þýða úr norsku. Þar á meðal er bann við sölu á ferskum kjúkl- ingum. Eingöngu er leyft að selja frysta kjúklinga, sem frá sjónarhóh matargerðarhstar em tæpast ætir. Stofnanir af þessu tagi em einnig notaðar th að vemda gróna hagsmuni í þjóðfélaginu. Af þeirri ástæðu fáum við ekki að njóta heimsins beztu osta eins og aðrar þjóð- ir og verðum í þess stað að sætta okkur við breythega hla gerðar eftirlíkingar úr einokunarstofnunum. Almennt svífur yfir vötnum smákóngastofnana í heh- brigðiseftirliti sú árátta, að hepphegt sé að gerhsneyða þjóðfélagið th að firra það sjúkdómahættu. Kaupstað- arbúar þurfa því að vera innundir hjá vinum í bænda- stétt th að fá ógerhsneydda og drykkjarhæfa mjólk. Merkhegt er, að íslendingar skuh sætta sig við, að fá í verzlunum eingöngu aðgang að mjólk, sem hefur verið forhituð, fúkkalyíjuð, gerhsneydd, fitusprengd og mis- þyrmt svo á annan hátt, að hún er orðin svo ónáttúm- leg, að hún hefur alveg misst getuna th að súma. Gerhsneyðingarstefnan kemur í stað hins náttúrulega hreinlætis, sem tíðkast th dæmis hjá Frökkum, er bera af öðrum þjóðum í matargerðarlist, án þess að fólk deyi þar úr matareitrun við að nota eingöngu ferska vöm, en ekki frysta, gerhsneydda, forhitaða og innpakkaða. Niðurstaða úrskurðamefndar og gamansemi land- læknis í kleinumálinu em því sannkahaðir sólargeislar í skammdegi smákóngaveldis og reglugerðafargans. Von- andi hefur úrskurðurinn fordæmisghdi og vonandi láta stjómvöld ekki undan kveinstöfum svekktra smákónga. Bezt væri að nota tækifæri kleinumálsins th að höggva í reglugerðakerfið og setja lög um að leiða verzlunar- frelsi og ferska vöm th hásætis í matargerð okkar. Jónas Kristjánsson Bandarísk afstaða tilrústanna af sovétveldinu Á sunnudagskvöld var ráðist með skothríð á bíl á leið til Tbilisi, höfuðborgar Georgíu, utan af landsbyggðinni. Bandaríkjamaður að nafni Fred Woodruff fékk skot í höfuðið og lést samstundis. Eldar Guguladze, yfirmann öryggisgæslu Georgíustjómar, og tvær konur, sem einnig vora í bílnum, sakaöi ekki. Wodruff var skráður starfsmað- ur við sendiráð Bandaríkjanna í Tbibsi en brátt kom í ljós að hann var ekki í Georgíu á vegum utan- ríkisþjónustunnar heldur leyni- þjónustunnar CIA. Þetta sannaðist þegar James Woolsey, yfirmaður CIA, sem staddur var í Moskvu, lagði lykkju á heimleið sína og hélt til Tbilisi, átti þar stuttan fund með Edouard Shevardnadze Georgíu- forseta og flutti síðan lík hins vegna með sér heim til Washington í flug- vél sinni. Fréttamenn New York Times hafa síðan skýrt frá því að Wo- odruff hafi verið einn fremsti sér- fræðingur CIA um málefni fyrrver- andi sovétlýðvelda og starfað í að minnsta kosti þrem þeirra áður en hann var sendur til Georgíu. Telur blaðið sig hafa heimildir fyrir því að erindi hans þar hafi verið að aðstoða við að efla öryggisgæslu um Shevardnadze forseta, sem sætt hefur að minnsta kosti tveim bana- tilræðum á síðustu mánuðum. Nýjustu fregnir era svo þær, að Guguladze öryggismálastjóra hafi verið vikið úr starfi, að minnsta kosti þangað til rannsókn á vígi Woddruffs er lokið. Innanlands- ófriður hefur ríkt í Georgíu lengst af síðan landið lýsti yfir sjálfstæði og skammt er um liðið síðan ríkis- stjómin baðst lausnar og She- vardnadze bætti í rauninni á sig hlutverki forsætisráðherra. Fregnin af hlutdeild leyniþjón- ustu Bandaríkjanna í valdabaráttu Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson í einu af fyrrum sovétlýðveldum berst samtímis því að opinber verða drög aö stefnumótun afhálfu Bandaríkjastjórnar um afstöðu til væringa sem þegar eru uppi eða koma kunna upp milli ríkjanna sem orðið hafa til eftir upplausn Sovétríkjanna eða innan einstakra þeirra. Washington Post hefur komist yfir eintak af stefnuplaggi um þetta efni, sem blaðið segir að háembættismenn í Washington hafi samið og bíði nú yfirferðar og undirritunar Bill Clintons forseta. Af þeim atriðum sem birt era virðist ljóst að megináhersla er lögð á það að Bandaríkjastjórn beiti áhrifum sínum til að vama því að öfl í Rússlandi, og þá sér í lagi rúss- neska hemum, sem hneigist til að nota ólguna í nýfijálsu lýðveldun- um til að endurreisa Rússaveldi, geti komið ár sinni fyrir borð. Hafnað er gersamlega stuðningi viö hugmynd sem Boris Jeltsín Rúss- landsforseti setti eitt sinn fram, um að Samveldi sjálfstæðra ríkja, laus- tengdu sambandi fyrram sovétlýð- velda, verði veitt umboð Samein- uðu þjóðanna til að setja niður átök á svæðinu sem fyrrum var Sovét- ríkin. Þess í stað er lagt til að Bandarik- in stuðli að friðargerð á vegum SÞ þar sem þess gerist þörf að upp- fylltum vissum skilyrðum. Ljóst er að höfundar tillagnanna ætlast til að ekkert rúm verði fyrir rússnesk- ar hersveitir í fiölþjóöaliði sem SÞ standa straum af til friðargæslu í fyrrum sovétlýðveldum. Sérstaklega er tekið fram, að nauðsyn beri til að Bandaríkja- stjóm geri Rússlandsstjóm ljóst að ákvarðanataka um aðgerðir og yf- irsfiómþeirra geti orðið til þess að ágreiningur komi upp milli ríkj- anna um margs konar atriði. Enn sem komið er hefur engin ákvörðun verið tekin um þetta efni í Washington og Washington Post ræður Bandaríkjasfióm til að fara varlega og skoða máhð frá öUum hUðum. Vitneskjan ein um þessar ráða- gerðir í Washington nægir þó til að magna eld í glæðum sem und- anfarið hefur verið blásið að í Rúss- landi. Andstæðingar Jeltsíns for- seta hafa sífeUt verið að færa sig upp á skaftið í brigslum í hans garð og stuðningsmanna hans um svik við Rússland og rússneska veldis- hagsmuni í þágu framandi afla, sér í lagi Bandaríkjanna og vestrænna fiölþj óðafyrirtækj a. Þeir sem þannig hugsa túlka auð- vitað bandarísku stefnuhugmynd- irnar sem tilraun til að gera beltí. nýrra lýðvelda á mörkum Rúss- lands, frá Eystrasalti í vestri til Miö-Asíu í austri, að áhrifasvæði bandarískra hagsmuna og halda með því Rússlandi og rússneskum áhrifum niðri. Með slíkt veganesti hugsar rauð-brúna bandalagið miUi nýbolsévika og þjóðemis- sinna sér gott til glóðarinnar. Svo vill til að Georgíumaður er orðinn æðsti foringi herafla Bandaríkjanna. John Shalikashvili, áður yfirhers- höfðingi NATO, fæddist í Varsjá, en foreldrar hans voru landflótta frá Georgíu eftir innlimun landsins í sovét- veldið. Hér kynnir Clinton forseti hann fyrir fréttamönnum. Símamynd Reuter Skoðanir aimarra Mistök íhaldsmanna „Verkamannaflokkurinn hefur enn ekki gert sér mat úr þeim mistökum sem íhaldsflokkurinn hefur gert á mörgum sviðum félagsmálastefnunnar. Það er almennt áhtið að ástandið í löggæslu landsins sé tfl háborinnar skammar og lágmarkskröfur í menntakerfinu era taldar svartnætti eitt. Samt hæð- ist vinstri armur Verkamannaflokksins að þeim sem vUja gera umbætur og kallar þá „nútímavæðara“.“ Úr forystugrein Sunday Times 8. ágúst. Að skilja söguna „Það leikur ekki neinn vafi á hvert höfuöverk sfiórnar Clintons forseta er: að hjálpa landsmönnum tU að skUja sögulegt eðh þeirra efnahagslegu við- fangsefna sem þeir standa frammi fyrir og vísa veg- inn að þeim umbreytingum sem nauðsynlegur era tU að sigrast á þeim. Þær fela í sér ný form sam- vinnu við erlendar ríkissfiórnir tíl að binda enda á efnahagskreppuna í heiminum og ekki síst það að einstaklingamir verða að vUja taka þeim breytingum sem nýjar aðstæður krefiast." Úr forystugrein Washinton Post 10. ágúst. Um flóttamenn „Þegar til lengdar lætur er það alveg óviðunandi ef í Danmörku eru innflytjendur sem vUja ekki vera hluti af Danmörku. Hvers vegna koma þeir þá hing- að? Því era líka takmörk sett hversu mörgum inn- flytjendum og ílóttamönnum Danmörk getur tekið við. Ef þeir verða of margir sem ekki koma til Dan- merkur í neyð kemur það niður á flóttamönnum sem eiga líf sitt undir því að koma hingað. Þeim verður að hjálpa." Úr forystugrein BT10. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.