Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Sérstæð sakamál Heinz-Gottfried Deffert gekk í hjónaband á tuttugasta og fjórða aldursári. Kona hans, Christel, var ári eldri en hann. Þau eignuðust eina dóttur. Nú var hann orðinn fjörutíu og þriggja ára, hafði verið kvæntur í nær tvo áratugi og nokk- ur þreyta komin í hjónabandið. Kvöld eitt fór Heinz-Gottfried á skemmtun sem var hluti kjöt- kveðjuhátíðar í bænum Stolberg í Þýskalandi. Skemmtunin fór fram á veitingahúsinu Old Barrel og þar kom hann auga á nokkrar konur sem honum leist vel á. Hann reyndi að koma sér í mjúkinn hjá þeim en engin sýndi honum áhuga fyrr en röðin kom að Brigitte Offerfeld. Það leyndi sér ekki að henni leist vel á hann. Brigitte var fjörutíu og fimm ára, fráskihn, einmana og hafði mikla þörf fyrir að vekja athygli sterkara kynsins. Og hana tók Heinz- Gottfried að sýna henni í miklum mæh. Því fór svo að það sem hefði getað orðið stundarkynni varð að fóstu sambandi. Ásten rifrildi Þau Heinz-Gottfried og Brigitte tóku nú að hittast tvisvar og jafn- vel þrisvar í viku. í fyrstu fór jafn- an vel á með þeim en þar kom að þau fóru að rífast og skildu oft í reiði eftir að hvort hafði hótað hinu að binda enda á sambandið. Orsök rifrildanna var venjulega tvenns konar. Heinz-Gottfried gat ekki gert það upp við sig hvort hann ætti að búa áfram með konu sinni eða skhja við hana og kvænast Brigitte. Þá var hann afbrýðisam- ur. Orsök afbrýðiseminnar var sú að Brigitte var í keiluspilsklúbbi og af og til fór hún í ferðalag með fé- lögum sínum. Heinz-Gottfried leit svo á að hún gerði það af því hún ætti sér elskuga meðal klúbbfélag- anna. Svo var þó alls ekki enda var Brigitte á þeim tíma raunverulega ástfangin af Heinz-Gottfried og eng- um öðrum. Hlutverk píslarvottsins Christel Deffert, kona Heinz- Gottfrieds, gerði sér fljótlega ljóst að maður hennar hélt fram hjá henni. Og þar kom að samband hans og Brigitte leiddi til þess að hann svaf heima hjá henni tvisvar í viku eða oftar. Sótti Christel hann þangað á morgnana og beið þá eftir honum fyrir framan húsið við Aac- hener Strasse 134, heimili Brigitte. Christel leit svo á að maður henn- ar myndi fyrr eða síðar snúa bak- inu við Brigitte og því gilti öllu að sýna þohnmæði þar th að því kæmi. Reyndar lagði Christel sig svo fram við að fá mann sinn aftur úr örmum ástkonunnar að þegar hún sótti hann að heimili hennar á morgnana hafði hún venjulega meðferðis nýkeypt nýbakað brauð svo honum þætti betra að setjast að morgunverðarborðinu heima hjá sér. Christel var þeirrar skoðunar að hún gerði rétt með því að gerast píslarvottur um hríö. Nýi vinurinn Christel vissi ekki hvað gerðist stundum á heimili Brigitte þegar Heinz-Gottfried var þar. Samband hans við Brigitte fór stöðugt versn- andi og rifrildi þeirra urðu tíðari. Þar kom að hún fór að verða þreytt á sífehdum ásökunum hans um að hún ætti sér annan elskhuga. Fóru rifrildin að taka mjög á taugar hennar. Verst þótti henni þó aö sjá hvemig Heinz-Gottfried, sem var þegar aht kom til aUs kvæntur, leyfði sér að láta. Hann áskUdi sér allt það frelsi sem honum hentaði en vUdi ekki einu sinni veita henni frelsi tíl að halda eðhlegu sambandi við gamla félaga í keUuspUs- klúbbnum. í raun fór hann meö Brigitte eins og hún væri eign hans. Þetta varð loks til þess að Heinz- Gottfried rak hana í fangið á öðrum manni. Hún kynntist honum 22. desember 1991. Þann dag sagði hún við Heinz-Gottfried: Nú vU ég slíta sambandi okkar. Það hefur gengið sér tU húðar. Christel lætur að sér kveða... um stund Eftir að hafa heyrt það sem Brig- itte hafði að segja hringdi Heinz- Gottfried til sonar Brigitte og sagði meðal annars: Móðir þín hefur hjónaband mitt á samviskunni. Ég er búinn að gera aUt fyrir hana sem ég get en hún kastar mér fyrir ann- an mann. Sama kvöld hafði Heinz-Gottfried samband við Brigitte og tókst að fá hana með sér á veitingahús í Stol- berg, Marktschenke, undir því yfir- skyni að þau þyrfti að kveðjast á friðsamlegan hátt. Er þau sátu þar við borð kom Christel þangað og var ljóst að nú var henni nóg boð- ið. Hún gekk að borðinu, tók ölkrús og skvetti innihaldinu framan í mann sinn. Síðan hljóp hún út úr veitingahúsinu. Hún hélt beina leið heim, fór niður í kjaUara og læsti þar að sér. Þar var hún næturlangt af ótta við að maður hennar kæmi heim og legði á hana hendur. í gamla hlutverkinu En Heinz-Gottfried kom ekki heim um nóttina. Atburðurinn á veitingahúsinu hafði það í för með sér að hann og Brigitte fóru aftur að halla sér hvort að öðru og var hann hjá henni um nóttina. Er ljóst að Heinz-Gottfried óttaðist aö kona hans gripi tíl örþrifaráða kæmi hann heim þá um nóttina. Næsta morgun var Christel runnin reiðin og þótti best að reyna aö koma öllu í lag á ný. Hún ók að húsinu sem Brigitte bjó í, með ný- bakað brauð við hlið sér, og beið þess að maður hennar birtist. Heinz-Gottfried hélt heim með konu sinni en daginn eftir, á að- fangadag, sá hann ástæðu tU að heimsækja Brigitte. Kona hans var að sjálfsögðu ekki ánægð með að hann skyldi ætla tU ástkonunnar á þessum degi en hann sagði: Ég ætla bara að sækja jólagjöfina mína og svo segi ég henni að nú sé öUu lokið okkar á miUi. Christel féUst á að aka honum heim tU Brigitte og beið hans fyrir utan í bílnum. Lýsing Heinz- Gottfrieds Sumum þykir frásögnin af þvi sem gerðist eftir að Heinz-Gottfried kom inn tU Brigitte vera heldur ósennUeg. En enginn er til frásagn- ar nema hann og lýsing hans er að hluta tU á þá leið að hann hafi ætl- að að sækja jólagjöfina, sem hann þóttist viss um aö biði sín, en shta síðan sambandinu við Brigitte í friði og ró. Hann segir Brigitte hins vegar hafa fengið móðursýkiskast og skammað sig. Hafi hún sagt að sér fyndist ósvífið af honum að halda jóhn með konu sinni þar eð hún hefði beðið hans svo lengi. Heinz-Gottfried segist skyndUega hafa fundið að hnífur var rekinn í kvið hans. Hann segist hafa fundið mikiö tU og kippt hnífnum út. Hafi hann síðan stungið Brigitte með honum. Þegar hann hafi séð hana faUa á gólfið hafi hann svo reynt að skera sig á púls. Síðan hafi hann lagst á gólfið við hlið ástkonu sinn- ar. Eftirþankar Áður en mig fór að svima fór ég að hugsa um að ég gæti hugsanlega bjargað lífi Brigitte, sagði Heinz- Gottfried síðar fyrir rétti. Þess vegna skreið ég að símanum og hringdi á sjúkrabU. Meðan þetta var að gerast sat Christel í bíl þeirra hjóna fyrir utan húsið við Aachener Strasse 134. SkyndUega sá hún sjúkrabíl koma akandi að því á mikilU ferð og skömmu síðar lögreglubú. Þá vant- aði klukkuna tuttugu mínútur í átta á aðfangadagskvöld. Lögreglan varð að sprengja upp lásinn á hurðinni að íbúð Brigitte Offergeld og þegar inn var komið blasti við skelfileg sjón. Aðkoman Brigitte lá látin á eldhúsgólfmu. Hafði hún verið stungin til bana með hníf. Það vakti hins vegar sér- staka athygU að á gólfinu við hUð henar lágu hnífar, gafflar og skeið- ar um allt og öll voru áhöldin blóði drifin. Heinz-Gottfried lá í næsta her- bergi. Hann var meðvitundarlaus. LífgunartUraunir voru þegar í stað hafnar og þær báru árangur. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki leið á löngu þar til hann var ákærður fyrir morð og settur í varðhald. Réttvu- var settur í máUnu í Aac- hen og stóð hann í þrjá daga. Christel kom þangað á hverjum degi og tók sér sæti á áheyrenda- pöUunum. Vakti það nokkra at- hygh að hún sendi manni sínum oft augnatiUit sem varð ekki skUið á annan veg en þann að hún væri að reyna að telja kjark í hann. í réttarhléum fengu þau hjón að ræðast við stund og stund og hét Christel þá manni sínum því að hún myndi bíða hans fengi hann fangelsisdóm. Kviðdómendur fundu Heins- Gottfried sekan og dómarinn ákvað að hann skyldi sitja í fangelsi í átta ár. Margir höfðu á orði eftir dóms- uppkvaðninguna að Christel Deff- ert væri þohnmóð og umburðar- lynd kona. Christel Deffert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.