Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Skák Verður Helgi Áss næsti titilhafi? - nemendur Skákskóla Islands vöktu athygli á alþjóðamótum í Gausdal Helgi Áss Grétarsson náði 2. sæti á HM unglinga 15 ára og yngri í Brati- slava og fyrsta áfanga að titli alþjóðlegs meistara í Gausdal. Helgi Áss Grétarsson náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á opnu skákmóti í Gausdal í Noregi sem lauk í liðinni viku. Helgi tefldi af mikilli hörku á mótinu og slapp við jafntefli - vann sex skákir en tapaði þremur. Hann kippti sér ekkert upp við það þótt hann tapaði slysalega bæði gegn Norðmanninum Rune Djurhuus og rússneska stórmeistaranum Ras- hkovskí með því að leika af sér drottningunni. í síðustu umferð vann hann rússneska aljóðameistar- ann Karpatsjév í endatafli og þar með var fyrsti áfanginn í höfn. Þrettán íslendingar tóku þátt í seinna alþjóðamótinu í Gausdal en greint var frá úrslitum þess fyrra - sem kennt er við Pétur Gaut - í síð- asta helgarblaði. Flestir voru á veg- um Skákskóla íslands og vakti frammistaða þeirra mikla athygli. „Þeir þóttu sterkir miöað við aldur,“ sagði skólastjóri Skákskóla íslands, Bragi Kristjánsson, sem annaðist fararstjóm og tók sjálfur þátt í mót- inu. Helgi Áss stóö sig best íslendinga en Jón Viktor Gunnarsson hreppti einnig sérstök verðlaun fyrir 2. besta árangur í sínum styrkleikaflokki. Úrslit urðu þau að rússneski al- þjóðameistarinn, Viktor Varavín, fékk 7 v. af 9 mögulegum og náði stór- meistaraáfanga. Hann sigraði einnig á fyrra mótinu í Gausdal með sama vinningafjölda. 2.-7. sæti deildu Nig- el Davies (Englandi), Gipslis (Lett- landi), Östenstad (Noregi), Rash- kovskí (Rússlandi), Blatny (Tékk- landi) og Maus (Þýskalandi) með 6,5 v. Helgi Áss fékk 6 v. ásamt Razuvajev, Gausel, Klaus Berg, Ivar Bern, Enquist, Lyrberg og Reeh. Bragi Kristjánsson skólastjóri og Ólafur B. Þórsson fengu 5 v., Jón Viktor Gunnarsson, Arnar E. Gunn- arsson, Páll Agnar Þórarinsson, Matthías Kjeld og Magnús Öm Úlf- arsson fengu 4,5 v.; Bragi Þorfmns- son fékk 4 v., Björn Þorfinnsson, Lárus Knútsson og Einar Hjalti Jens- son fengu 3 v. og Torfi Leósson fékk Umsjón Jón L. Árnason 2,5 v. Alls tefldu 84 skákmenn á mót- inu. Helgi kom rakleiðis til Gausdal frá heimsmeistaramóti barna og ungl- inga í Bratislava í Slóvakíu þar sem hann stóð sig einnig frábærlega vel. Helgi var áttundi í styrkleikaröðinni í flokki 15 ára og yngri þar sem tefldu 73 piltar, þar af 13 frá fyrrverandi lýðveldum Sovétríkja. Sigurinn kom þó í hlut Víetnamans Hai Dao Then sem þykir undrabarn á skáksviðinu - hefur teflt á fjölmörgum mótum í Ungverjalandi sl. ár og stigatalan 2565 Elo-stig segir ýmislegt um styrk- leikann. Helgi hafnaði í 2. sæti, hálf- um vinningi á eftir Víetnamanum og innbyrðis skák þeirra lauk með sigri Helga. Árangur Helga Áss í Bratislava og Gausdal sýnir að hann er ört vax- andi skákmaður. Hann býr þegar yfir styrkleika alþjóðlegs meistara, þrátt fyrir ungan aldur, og með ástundun og aukinni reynslu gæti hann náð langt. Lítum á snaggaralegan sigur hans frá heimsmeistaramótinu í Brat- islava gegn keppandanum frá Lithá- en. Hvítt: Stasys Steponavicius (Lithá- en) Svart: Helgi Áss Grétarsson Slavnesk vörn. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 R« 4. Rf3 dxc4 5. a4 Bfá 6. Re5 e6 7. Rxc4 Bb4 8. Bg5 h6 Mögulegt er einnig 8. - Dd5 9. Bxf6 Dxc4 10. Dd2 gxfB 11. e4 Db3 12. exf5 Rd7 13. fxe6 fxe6 með jafnri stöðu en þannig tefldist 2. einvígisskák Aljek- íns við guwe 1937! 9. Bxf6 Dxf6 10. Db3 De7 11. e3 0-0 12. Be2 c5 13. dxc5 Ra6 14. 0-0 Bxc3 15. Dxc3 Dxc5 Svartur hefur jafnað taflið þægi- lega. 16. Hacl Hac8 17. Hfdl Hc7 18. f3 Rb4 19. Db3 a5 20. Hc3? Betra er 20. Khl ásamt e3-e4 - hvít- ur kastar tveimur leikjum á glæ. 20. - Rd5 21. H3cl Hfc8 22. Kfl? Með svo marga menn á borðinu er varasamt að flytja kónginn nær mið- borðinu. Betra er 22. Khl. 22. - Bg6 23. e4 Rf4 24. Hc3? 24. - Dh5! 25. h3 Bxe4! Þar sem 26. fxe4 lyktar með máti í 2. leik hefur hvítur misst peð og stað- an er að hrynja. 26. Rd6 Dg5 27. g4 Bd5 28. Hxc7 Hxc7 29. Db6 Hc2 30. Dxa5 Rxe2 31. Da8 + Kh7 32. Hel Rg3+ 33. Kgl Bxf3 34. Rxf7 Hg2 mát! Bridge Ábridgeheilræðakeppni BOLS: „Aldrei átta, alltaf níu'" - segir Larry Cohen Einn sigursælasti bridgemeistari Bandaríkjamanna er Larry Cohen og sjálfsagt muna margir eftir hon- um á síðustu bridgehátíð Flugleiða. Cohen gefur ágætt bridgeheilræði fyrir þá sem spila keppnisbridge sem hann nefnir „aldrei átta, alltaf níu.“ Og við gefum Cohen orðið: „Þegar ég var lítíU drengur, nýbúinn að læra bridge, þá sagði afi minn við mig: „Larry, notaðu nokkrar grundvall- arreglur og þá nærðu langt.“ Lítíð spil í annarri hendi, hátt spil í þriðju hendi, keyptu á lágu verði og seldu á háu (það er víst annað mál) og allt- af átta, aldrei níu, þetta var uppáhald hjá honum. Auðvitað gat hann ekki vitað að ég myndi snúa þessu við og nota það sem lykil að velgengni minni. Hann kenndi mér að svína alltaf fyrir drottninguna með átta tromp en svína aldrei meö níu. Ég hélt áfram að læra lögmálið um alla slagi og þá uppgötvaði ég „aldrei átta og alltaf níu.“ I þessari nýju „gullnu reglu“ eiga tölumar átta og níu við samanlagðan fjölda spila í tromplit hjá makkerparinu. Sé 6-2 samlega þá eru átta tromp, 5-4 samlega þýðir níu tromp. Orðin aldrei og alltaf eiga við bútasagnbaráttu á þriðja sagn- stigi. „Aldrei átta“ þýðir að þú eigir aldrei að fara hærra en andstæðing- amir á þriðja sagnþrepi með aðeins átta tromp. Á hinn bóginn þýðir „alltaf níu“ í sömu stöðu aö þú eigir að fara hærra. Skoðum eitt spil. Á jöfnum hættum átt þú þessi spil: S: KD987-H:A8-T:A92-L:10 7 2. Þú spilar 5+ hálita-opnanir, ert gjafari og opnar á einum spaða. Umsjón Stefán Guðjohnsen Næsti segir tvö hjörtu, makker tvo spaða, næsti þijú hjörtu og þú átta að segja. Þú átt ágætis opnun en láttu ekki freistast til þess aö segja þrjá spaða. Þiö eigið liklega aðeins átta tromp og þá eigið þið aldrei að segja þijá yfir þremur. Eigi makker fjögur tromp veit hann að þið eigið níu tromp og getur því sagt þijá spaða. Spihð allt gæti verið þannig : * A 6 3 V 763 ♦ K864 + G 9 4 ♦ 10 4 V K D 10 9 5 ♦ 10 5 3 ♦ AD3 ♦ G52 ♦ G42 ♦ D G 5 ♦ K 8 6 5 ♦ K D 9 8 7 V A8 ♦ A92 + 10 7 2 Andstæðingarnir tapa þremur hjörtum - þeir gefa fimm toppslagi. Þið tapið líka þremur spöðum, það eru fimm tapslagir eftir augljóst hjartaútspil. Er eitthvað óvænt aö gerast í þessu spih? Nei, þetta er ósköp venjuleg skipting og hvers- dagslegar sagnir. Báðar hliðar eiga átta spila trompht og báðar hhðar geta einungis fengið átta slagi. Hvers vegna skyldir þú fara niður þegar þeir em komnir of hátt. Ef þú ættir hins vegar sjötta spaðann þá hefðir þú fuha ástæðu til þess að segja þijá spaða. Við gætum þess vegna lækkað punktafjöldan til þess að undirstrika hve þýðingarmikið er að hafa níu tromp frekar en auka gosa eða drottningu. Með:S:K98752-H:A 8 - T: A 9 2 - L: 10 7 ganga sagnir eins og í spihnu á undan. í þetta sinn eigið þið níu tromp: „ahtaf níu“ og þess vegna segir þú þrjá spaða í þeirri von að spihð sé þannig : ♦ A 6 3 ♦ 7 6 3 ♦ K864 + G94 ♦ 10 4 V K D 10 9 5 ♦ 10 5 3 + AD3 ♦ D G f G42 ♦ D G 5 + K 8 6 5 2 ♦ K987 52 fA8 ♦ A 9 2 + 10 7 Þijú hjörtu era ennþá einn niður en það er hægt að vinna þrjá spaða. Níundi spaðinn er orðinn að niunda slagnum. En ef spaðamir lægju 3-1? Þá tapast þrír spaðar en þijú hjörtu myndu hins vegar vinnast. Hvers vegna virkar „aldrei átta, ahtaf níu“ x>v Urslitin íBrati- slava Magnús Öm Úlfarsson varð í 50. sæti af 64 keppendum með 4,5 v. af 11 í flokki 17 ára og yngri en sigurvegari varð Ungverjinn Zoltan Almasi sem hlaut 8,5 v. og hagstæðari stígatölu en Rússi og Eisti. í flokki 15 ára og yngri sigraði Víetnaminn Dao Then með 8,5 v. en Helgi Áss Grétarsson hrcpptí 2. sætiömeð 8 v. og betri stigatölu en Vescovi, Brasilíu, og Kovses- ian, Georgíu, Keppendur 73 tals- ins. Matthías Kjeld varð í 47. sæti með 5 v. í flokki 13 ára og yngri cn þar sigraöi Rússinn Malakoff með 9,5 v. - sló undrabarninu ungværska, Pétri Leko, við. í þess- um flokki tefldu 72 skákmenn.; í flokki 11 ára og yngri varð Bragi Þorfinnsson að hætta keppni vegna veikinda og haföi þá 3 vinninga af 3 mögulegum. Trúlegt er að hann heföi blandað sér í baráttuna um efstu sætin. Sigurvegari varð Rússinn Sjapo- snikov sem fékk 9 v. og hagstæð- ari stigatölu en Vallejo frá Spáni. Ats kð,k “ mót Islands Undanrásir atskákmóts íslands fara fram helgina 21.-22. ágúst nk. Teflt verður í Reykjavik, á Akureyri og á ísafirði. Sex efstu menn í Reykjavík og sigurvegar- arnir á Akureyri og ísafirði öðl- ast rétt til að tefla í úrslitakeppn- inni sem að líkindum fer fram í janúar á næsta ári. í Reykjavik verður teflt í Faxa- feni 12. Verðlaun eru 18.000, 11.000, 7.000, 5.000, 4.000, 3.000 og 2.000 kr. Á Akureyri er teflt í Þíngvailastræti 18 en þegar þetta er ritað er óvíst um keppnisstað Vestfiröinga. Öllum er heimil þátttaka Bandarikjamaðurinn Larry Cohen. svona vel? Ástæðan er einfóld, ef þú þekkir lögmáhð um alla slagina sem nýlega hefir fengið verðskuldaða at- hygh. Lögmáhð segir að fjöldi sam- anlagðra trompspila sé um það bil sá sami og slagafjöldinn. Sé háspila- fjöldinn dreifður jafnt fást átta slagir með átta spila tromplit og níu tromp gefa jafnan níu slagi. Þetta er að vísu einfoldun en hugmyndin er ágæt. Aftur og aftur, ahs staðar í bridge- heiminum, era bridgespharar að segja þrjá yfir þremur með aðeins átta spha trompht og komast að raun um að báðir samningamir eru dauðadæmdir. í stað þess að fá 50 eða 100 tapa menn sömu tölu. Ég gaf afa mínum þetta sjálflærða ráð og hann gerir það gott í flokki eldri sphara. Hann fylgir hinni breyttu gullnu reglu: „Aldrei átta, ahtaf níu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.