Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 43 í i » A vinnustaðnum hafði Ármeyju Jónsdóttur læknaritara tekist að fá skrifborð rétt hjá klósettinu. Kvíðinn ritari með fullkomn- unaráráttu Einn sjúklinga Nökkva geðlækn- is heitir Ármey Jónsdóttir lækna- ritari. Hún er liðlega þrítug, ógift og bamlaus. Ármey leitaði fyrst til Nökkva vegna ótta við að pissa á sig í margmenni. Slikt hafði þó aldrei gerst en henni fannst hún hvergi örugg nema heima hjá sér. Úti meðal fólks varð óttinn stund- um yfirþyrmandi. Hún hafði ávallt pappírsvasaklúta með sér í tösk- unni og gætti þess vel að vera alltaf í námunda við salemi. Ef hún þurfti að fara eitthvað reyndi hún að drekka sem allra minnst. Á vinnustaðnum haföi henni tekist að fá skrifborð rétt hjá klósettinu. Síðustu 2-3 vikur hafði hún verið að mestu heima. Óttinn varð henni um megn á morgnana svo að hún gat ekki komið sér af stað til vinnu, heldur tilkynnti sig veika. Sjúkdómaótti og angist Ármey leitaði fyrst til geðlæknis fyrir 7 árum. Hún hafði hitt ungan mann á dansleik og farið með hon- um heim. í algleymi vímu og stundaræsings hafði hún haft við hann samfarir. Næsta dag varð hún frávita af hræðslu við kyn- sjúkdóma. Hún taldi fullvíst að hún hefði smitast af sárasótt eða lek- anda. Næstu vikur fór hún til nokkurra lækna sem skoðuðu hana mjög gaumgæfilega. Hún fór í blóðrannsókn, skilaði þvagsýnum og kvensjúkdómalæknar tóku nokkur strok frá leghálsi. Engin merki um kynsjúkdóm komu í ljós en Ármey var þess fullviss að læknamir færu á bak við hana með upplýsingar. Ármey Jónsdóttir hafði alltaf verið ákaflega nákvæm, gætin, öryggislaús og smámuna- söm. Henni gekk yfirleitt illa að gæta réttar síns gagnvart öðrum enda var sjálfstraustið lítið. Hún sat iðulega uppi með Íeiðinleg verk- efni á vinnustaðnum sem aðrir vildu ekki taka að sér. Ármey hafði slæma reynslu af karlmönnum. Hún hafði verið í tveimur stuttum sambúðum við ofbeldishneigða alkóhólista og einu sinni haldið við giftan mann í nokkra mánuði. Hann sagðist vera að skilja við kon- una sína en engar efndir voru nokkru sinni í sjónmáli á því lof- orði. Þegar hún kom til Nökkva var hún í sambandi við Ameríkana af Vellinum. Hann átti að flytja frá landinu eftir nokkra mánuði. Ár- mey var mjög nátengd móður sinni og treysti henni fyrir öllum sínum vandamálum. Móðirin var gamall Álækmvaktmiú x L v '1 Óttar Guðmundsson læknir hemámsandstæðingur sem hatað- ist út í varnarliðið á Keflavikur- flugvelli og leit samband Ármeyjar og hermannsins neikvæðum aug- um. íviðtölunum í viðtölunum við Nökkva kom í ljós að Ármey hafði ákaflega sterka og refsandi siðgæðisvitund. Hún fékk auðveldlega mikla sektar- kennd þegar eitthvað bjátaði á. Ármey var viðkvæm fyrir gagn- rýni annarra og átti erfitt meöað tjá eigin skoðanir. Henni var ókleift að draga einhver mörk gagnvart fólki sem hún bar virðingu fyrir eða óttaðist. Hún vildi fyrir alla muni þóknast öðrum og finna fyrir virðingu annarra enda reyndi hún stöðugt að gera öllum til hæfis. Nagandi sambviskubit lét á sér kræla við minnsta tílefni og stund- um virtist hún leita uppi einhverja refsingufyrir „syndir“ sínar. Hún var ákaflega gagnrýnin á sjálfa sig og óttaðist að verða að athlægi. Þegar hún var bam að aldri hafði móðirin lagt gífurlega áherslu á að venja hana snemma af bleium og beitti í því skyni margvíslegum aðferðum. Ármey tengdi þvaglátin því að gera umhverfi sínu til geðs. Þetta hafði greinilega skapað henni alvarlega þráhyggju þegar frá leið. Meðferð Nökkvi tók þá stefnu í meðferð- inni á Ármeyju að gefa henni ró- andi eða kvíðastillandi lyf í nokkr- ar vikur til að komast yfir verstu angistina. Auk þess fékk hún þung- lyndislyf sem verkað hefur vel á margs konar þráhyggju. Saman unnu þau með kvíðann, spennuna, fullkomnunaráráttuna, öryggis- leysið og vanmetakenndina. Smám saman skildist henni að óttinn við að pissa á sig var ástæðulaus og hún hætti að ganga með papírs- servíettur í veskinu. Hún fékk sig flutta frá salemisdyrunum á vinnustaðnum. Þau ræddu lengi um vandamálin sem tengdust am- eríska kærastanum og móðurinni. Nökkvi ráðlagði henni ekki neitt í því sambandi en reyndi að fá hana til aö bera ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum og losa sig undan áhrifum móðurinnar. Með tíman- um varð Ármey sjálfstæðari og leið betur. Eftir nokkra mánuði tók hún þá ákvörðun að láta kærastann lönd og leið en fór sjálf á námskeið í svæðanuddi og austurlenskri matreiðslu. Mörgum árum síðar fór hún í brúðkaupsferð til Guam- eyju ásamt manninum sem hún átti eftir aö giftast, Kim-Il Fang yf- irmatreiðslumanni. Þá hitti hún fyrir Ameríkanann frá því forðum í lítilli minjagripaverslun þar sem hann stóð viö afgreiðslu. Augu þeirra mættust eitt andartak en siðan skildust leiðir endanlega Kópavogskaupstaður Fegurstu lóðir Kópavogs 1993 Umhverfisráð Kópavogs hefur veitt eftirtöld- um lóðum viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 1993: Bjarnhólastíg 20 Búnaðarbanka íslands, Hamraborg 9 Grænatúni 12 Hjallabrekku 20 Sæbólsbraut 15 og 17 Trönuhjalla 1, 3 og 5 Þinghólsbraut 18 Lóðirnar verða til sýnis bæjarbúum sunnudaginn 15. ágúst nk. milli kl. 13.00 og 16.00. Umhverfisráð Kópavogs. Opinn daguf ALLIR VELKOMNIR Bœndatkóllnn á Hvanneyrl Hagþjónuita landbúnaðarins Rannsóknarstofnun landbúnaðarins Ásta Björk Þráinsdóttir Ásta Guðrún Birgisdóttir Ásta Ögmundsdóttir Berglind Ólöf Sigurvinsdóttir Bjarni Snær Dagbjartsson Brynhildur Jensdóttir Erla Hlynsdóttir Eyrún Haraldsdóttir Eyrún Ösp Guðmundsdóttir Finnur Friðrik Einarsson Gíslína Erna Valentínusdóttir Gissur Kolbeinsson Gréta Jóhannsdóttir Guðbjörg Vilhjálmsdóttir Guðbjört Gylfadóttir Guðjón Jónsson Guðriður Erna Guðrún Á. Rögnvaldsdóttir Guðrún Einarsdóttir Halla Björk Garðarsdóttir Hallur Hilmarsson Harpa Valdis Viðarsdóttir Heiðdís B. Karlsdóttir Heimir Örn Haraldsson Helgi Rafn Hallsson Hildur Guðjónsdóttir Hildur Sigurðardóttir ída Jensdóttir Inga B. Ingvarsdóttir Ingibjörg Magnúsdóttir írena Björk Ásgeirsdóttir isey Jensdóttir Jón H. Hólmgeirsson Jón Þór Sigurvinsson - Kristín Þórðardóttir Kristin Þorvaldsdóttir Linda B. Indriðadóttir Magnús Þór Bjarnason Margrét Kristinsdóttir Ólafur Arnar Gunnarsson Ólafur Benediktsson Ólatur Valdimar Ómarsson . Ragnar Vilhjálmsson ■ Sigríður Egilsdóttir Sigríður Steingrímsdóttir Sigurrós Helgadóttir Sveinbjörg Rut Pétursdóttir Unnur S. Jónsdóttir Vikar H. Þórsson Þröstur Freyr Gyltason ÁGÚST 1993 Grasarima 28 Dalbakka 11 Lækjargötu 4 Aflagranda 15 Hafraholti 8 Jaðri, Þykkvabæ Skeggjagötu 1 Hrauntúni 33 Nestúni 2 Fífubarði 4 Reynigrund 26 Selkoti, A-Eyjafjöllum Gunnarsstöðum 3 Heiðarbraut 9a Launrétt II, Biskupstungum Gerðhömrum 11 Flyðrugranda 6 Þórsgötu 17a Fjarðarstræti 35 Stafholti 20 Markholti 9 Hafraholti 8 Hjallalundi 13 Belgsholti, Melasveit Birtingakvísl 62 Kambaseli 49 Tjarnarstíg 13 Múlavegi 37 Hlíðarendavegi 4a Þóroddarkoti 4, Ösp Grundargarði 7 Múlavegi 37 Hvassaleiti 157 Aflagranda 15 Dalbraut 3 Birkibergi 38 Möðrufelli 5 Hraunbæ 70 Silfurbraut 35 Haðalandi 24 Gröf II Fjarðarstræti 59 Heiðarbraut 9a Vatnsleysu I Laufvangi 12 Fjarðarstræti 59 Sólbakka . Sæbóli Miðkoti, V-Landeyjum Launrétt II, Bi$kupstungum LGJAN GBTT UTVARP Vinningar eru afhentir í Coke-búðinni, Stuðlahálsi 1 eftir hádegi alla virka daga milli kl. 13 og 17. Vinningshafar á landsbyggðinni fá bolina senda. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.