Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 15 i •: J . - ■ Konungdæmum fækkar á íslandi Á íslandi eru mörg umdæmi smákónga. Margir eru farnir að halda, að ekki sé hollt að púkka undir þá. Tökum dæmi af sveitarfé- lögunum. Nú sitja um ellefu hundr- uð manna í sveitarstjómum, mæta annað veifið á fundi og vasast í málum þegnanna. Þetta eru bæjar- stjómir og hreppsnefndir með til- heyrandi rekstrarkostnaði. Þegar að því kemur, að taka þarf ákvarð- anir, rekst eitt á annars hom. Smá- kóngxmum semur kannski ekki. Flestir sjá þeir máhn í of litlum einingum. Með öllum framfórunum, ekki sízt bættum samgöngum, er komið í ljós, að þegnunum vegnar betur, séu einingarnar stærri. Með sam- starfi nýtist fjármagnið sveitarfé- lögimum betur. Stærri einingar yrðu í stakk búnar til að veita þegn- unum meiri og betri þjónustu. Hin- ar litlu ganga einfaldlega ekki upp rekstrarlega. Þær era bara leifar frá fyrri tímum, og við verðum að komast inn í nútímann - aldamót nálgast óðfluga. Um þetta er og verður slegizt víða um land nú í haust. Fólk kýs 20. nóvember 20. nóvember verður gengið til almennra kosninga um samein- ingu sveitarfélaga og kosið um til- lögiu- um nýja skiptingu hvers landshluta í sveitarfélög. Þama er um að ræða tfilögur umdæma- nefnda í hveijum landshluta. At- kvæði um þær tfilögur verða greidd í sérhveiju sveitarfélagi, sem málið mun taka tíl. Hljóti tiUaga umdæmanefndar meirihluta í sveitarfélagi við almennna at- kvæðagreiðslu, skal viðkomandi sveitarstjóm fara að undirbúa sameiningu. Breytingamar virðast ekki ætla að verða neitt smáræði. Víða er þessa dagana verið að ganga frá tUlögum, og formenn umdæma- nefnda ríða um hémð tíl að ræða málin. TUlögumar verða tílbúnar fyrir miðjan september. Heyrzt hef- ur hvert stefnir í sumum lands- hlutanna. Menn ræða um mikla fækkun sveitarfélaga á Suðurnesj- um, jafnvel að sveitarfélögum þar verði fækkað í eitt. Það yrði sveit- arfélag með yfir 15 þúsund íbúa, álíka stórt og stærstu bæir fyrir utan Reykjavík. Á Austurlandi stefnir í, að fram komi tUlögur frá umdæmanefnd um fækkun sveit- arfélaga úr 30 í 8. Kunningi minn, kunnugur málum, heldur, að þetta verði samþykkt á Austurlandi. Á Vestfjörðum er í gangi hörð rimma um hugmyndir um fækkun sveit- arfélaga úr um 30 í 4. Á Vestur- landi virðast vera að fæðast tiUög- ur um fækkun sveitarfélaganna úr tæplega 30 jafnvel aUt niður í 4, en hugsanlega eitthvað fleiri, t.d. 9-11. Beðið er tiUagna um aðra lands- hluta. Fækkun sveitarfélaga getur orðið mikil á Suðurlandi og Norð- urlandi eystra, en á Norðurlandi vestra em menn taldir íhaldssam- ari (það eru framsóknarmenn). Helmingur með færri en 200 Nú em 196 sveitarfélög á landinu. Mörg þeirra eru aUtof UtU. í 47 hreppum era færri en 100 íbúar, og í 53 eru íbúar mUU 100 og 200. Það segir sig sjálft, að þessi smæð hentar ekki í nútímaþjóðfélagi. SameiningarmáUð hefur verið lengi á dagskrá. Því þokaði nokkuð síðustu árin. Sveitarstjómamefnd ræddi aðaUega þijár leiðir, sem kæmu til greina tU að ýta á efdr sameiningu. í fyrsta lagi taldi nefndin, að tíl áUta kæmi að halda áffam að vinna að sameiningu í „smápörtum". Þá gæti farið svo, taldi nefndin, að fjöldi sveitarfélaga yrði brátt 50-60. TU greina kæmi, að engar opin- berar aðgerðir yrðu gerðar, aðeins yrði hvatt til sameiningar. Þegar fækkun um 28 En sú steftia, sem er athygUsverð- ust, er að heU hémð eða sýslur mynduðu sveitarfélög. Þau gætu þá orðið um 25 á landinu öUu. Aðal- reglan yrði, að ekki yrðu færri en þúsund íbúar í hveiju sveitarfélagi. Niðurstaðan var síðan samþykkt með lögum frá alþingi í vor. Á þeim grundvelh gera umdæmanefndim- Laugardags- pistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri ar nú tUlögur, sem kosið veöur um hinn 20. nóvember. Smám saman hefur þokazt í átt tíl fækkunar hreppa á síðustu árum. Með sameiningu hefur sveit- arfélögum fækkað um 28 á síðustu tíu ámm. Þar hafa UtU og máttlaus sveitarfélög víða sameinast í eitt stærra og öflugra. Hið stærra sveit- arfélag hefúr betur getaö fuUnægt kröfum um þjónustu við þegnana og sinnt skyldum sínum. Þá verður sveitarfélaginu auðveldara að taka við stærri verkefnum en áður. ÆskUeg þróun væri einmitt sú, að miðstjómarvaldinu í Reykjavík yrði dreift. Efla þarf heimastjóm í einstökum héraðum. Þetta var á dagskrá Heimastj ómarsamtak- anna í síðustu þingkosningum. Sá flokkur fékk Utið fylgi, en grunn- tónn í stefnunni var réttur. Þetta gerist nú víða í Evrópu, að heima- sfjórn eflist og miðstjórnarvaldi er dreift. Það ætti að teljast mikUvæg- ur þáttur í lýðræðinu. En til þess að þetta geti gerzt, þarf að stækka sveitarfélögin á landinu. Hin Utlu geta ekkert. Þau em bara eins og konungdæmi, sem „smákóngar" stýra og em að monta sig með. Þessum konungdæmum þarf að fækka mikið. Á því hagnast þegn- amir. Ríkiðvasast í ofmörgu Annað veifið em umræður um, að færa þurfi fleiri verkefni frá rík- inu til heimamanna, sem viti betur, hvers íbúarnir þarfnast. Ríkið er nú að vasast í ýmsum málum, sem bezt ættu heima í höndum heima- manna. Kerfið er nú mgUngslegt. TU þess að heimamenn geti axlað stærri byrðar, þarf að efla sveitar- félögin og auðvitað sjá þeim fyrir tekjum. Vafalaust er flutningur ríkis- stofnana út á landsbyggðina erfitt mál og óhagkvæmt í mörgum tíl- vikum. En heima í héraði gætu ris- ið eins konar útibú slíkra stofnana, sem önnuðust mál fyrir heima- menn. Of mikið vald er í Reykjavík. Tökum nokkur dæmi um ástand- ið. Ríkið viU færa málefhi grunn- skólanna öU tíl sveitarfélaga. Nú er þar samknUl. Sveitarfélögin sjá um byggmgamar, en ríkið greiðir launin. Ríkið rekur heUsugæzlustöðv- amar, en sveitarfélögin ættu að taka við því. Klúður er um málefni aldraðra. Nú reka sveitarféiög dvalarheuniU aldraðra, en ríkið rekur hj úkmnarheimiU aldraðra. Þama era stórir málaflokkar, sem era eðUleg verkefni sveitarfé- laga. Nefna má umhverfismálin. Nýjar kröfúr era gerðar inn hirðingu sorps. í náttúruvernd væri rökrétt, að sveitarfélög rækju þjóðgarða eins og SkaftafeU. íhaldsmenn saman í púkk Þetta em örfá dæmi. Sama hvert Utið er, hvarvetna blasa við verk- efni, sem sveitarfélög í stærri ein- ingum ættu að sinna fremur en rík- ið. Hvað hafa menn þá við samein- ingu að athuga? Auðvitaö þykir sumum smákóngunum vafalaust, að eitthvað tapist. Menn sefja fram rök um, að það, sem mæU mest gegn sameiningu sveitarfélaga, sé óttinn við, hvað verði um minni sveitarfélögin, þegar stórir kjarnar verði komnir. Hætt sé við, að þétt- býUð ráði of miklu. Því er til að svara, að stækkunin gefst betur út frá sjónarmiði heUd- arinnar. í rauninni ættu íbúar þeirra hreppa, sem nú era Utlir, líka að graeða á öUu saman. Sameining sveitarfélaga er nú ekki deilumál milU ríkisins og Sambands íslenzkra sveitarfélaga. TiUögur um undirbúning og fram- kvæmd væntanlegra kosninga hafa fyrst og fremst komið frá sveitarfé- lögunum. Samband íslenzkra sveit- arfélaga hefur mælt með gífurlegri fækkun sveitarfélaga á landinu. SífeUt fleiri gera sér grein fyrir kostum sameiningar. En menn eiga efdr að takast á um þetta. Fólk getur verið minnugt deUna, sem urðu um kjördæma- breytinguna á sínum tíma. Þar lögöu allir íhaldsmenn landsins saman í púkk tíl að hindra framfar- ir og ríghalda í það gamla. Skiptingin nú er ekkert heUög, þótt hún hafi gUt lengi. Það er tím- anna tákn, að kjamar skipti æ meira máU, og fólk í þéttbýU verði jafnrétthátt fólki í dreifbýU. Þetta þarf líka að gerast í kjördæma- skiptingunni. Setja þarf smákóngana af. Haukur Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.