Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 21 Skemmtilegasta sumarmyndin: Þátttaka aldrei verið betri Sigrún Harðardóttir, Réttarholtsvegi 81, Reykjavík, tók þessa skemmtilegu sumarmynd af Helgu Aradóttur en myndin var tekin á Þurá í Ölfusi. Skemmtilegar sumarmyndir streyma nú til DV og er þátttaka í keppninni framar öllum vonum. ís- lendingar eru greinilega miklir áhugamenn um ljósmyndun. Mynd- imar eru margar góðar enda verður erfitt fyrir dómnefndina að velja úr. Enn geta menn sent inn myndir í keppnina því skilafrestur er til 15. september. Verðlaun í keppninni em glæsi- legri en nokkum tíma fyrr. Veitt eru ein aðalverðlaun en alls em veitt verölaun í fjórum flokkum. Fyrstu verðlaun eru glæsileg myndavél, Canon EOSlOO, að verðmæti kr. 69.900. Þá verða veitt þrenn verðlaun fyrir skemmtilegustu sumarmynd- irnar teknar innanlands og önnur þrenn fyrir skemmtilegustu mynd- irnar teknar í útlöndum. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir myndir sem teknar eru af unglingum. í þeim flokki era verðlaunin Prima 5 myndavélar en ferðavinningar eru í boði fyrir bestu ferðamyndirnar. Dómnefnd keppninnar skipa þeir Gunnar V. Andrésson og Brynjar Gauti Sveinsson, ljósmyndarar DV, og Gunnar Finnbjömsson frá Kodak. Myndirnar, sem hér birtast, eru aðeins lítið sýnishom af öllum þeim myndum sem borist hafa. Þær geta gefið hugmyndir um hvernig skemmtilegar sumarmyndir eiga að vera. Utanáskriftin er: Skemmtilegasta sumarmyndin DV, Þverholti 11 105 Reykjavík „Snöggt bað“ nefnist þessi mynd sem tekin var í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Það er Berglind H. Helgadóttir, Múlasíðu 20, 603 Akureyri, sem tók myndina. „Meðfylgjandi mynd, sem gæti borið nafnið Sjálfsmyndataka, er tekin í sumarbústað í Borgarfirði 24. júlí sl. og er af þeim Kristjáni Leifssyni, 12 ára, og Magnúsi Leifssyni, 10 ára. Myndavélin var Canon Epoca 135 og filman Kodak Gold Plus 200 ASA,“ segir í bréfi með þessari skemmtilegu mynd sem Leifur Magnússon, Barónsstig 80, Reykjavík, sendi í keppnina. „Þessi mynd er af systur minni, Bryndísi Hrund, að svala þorstanum i þorpi í Sviss sem heitir Leysin," segir Jóhanna Soffía Birgisdóttir, Skúlagötu 24, 340 Stykkishólmi, sem tók þessa glaðlegu mynd. Hér er óvenjuleg mynd á ferðinni en Ijósmyndarinn kallar hana Spegl- un. Það var Elín Ósk Sigurðardóttir, Túnhvammi 19, Hafnarfirði, sem tók myndina. Tjaldvagnar fyrir verslunar- og skrifstofufólk Ákveðiö er að leigja út tjaldvagna til félagsmanna Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fram til 14. sept- ember nk. Hægt er að leigja tjaldvagn um helgar (3 'dagar lágmark) eða til lengri tíma. Útleigan hefst mánudaginn 16. ágúst nk. Félagsmenn verða að koma á skrifstofu félagsins í Húsi verslunarinnar og ganga frá leigusamningi. Leigugjald er kr. 1.000 á dag. Ekki er hægt að taka við pöntunum í síma. Nú er tækifærið til að tryggja sér tjaldvagn til að fara með í berjatínsluferðina eða í réttirnar. Allar nán- ari upplýsingar eru veittar í síma 687100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur OFURKRAFTAR I HVERAGERÐI Hefst kl. 14 á sunnudaginn Hjalti Úrsus, Guðni Sigurjónsson og Unnar Garðarsson keppa í kraftakeppni T I R Ð I H V OPNUN ARTÍMI: Maí-ágúst: Allavirka daga kl. 13-18. Alla frídaga og helgar kl. 13-20. Sept.- okt: allar helgar kl.13-19. Undraland í blómahafi og suðrænum gróðri. [ LEIÐljfNI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. TortelMni, sniglar og hunangsmelóna í rósmarínkryddaðri hvítlaukssósu FYRIR 4 400 g ostatortellini, Barilla 24 sniglar eða rœkjur 2 litlar hunangsmelónur 30 g gulrœtur 50 g blaðlaukur 1 rauð paprika 50 g hikjiþari (fœst í Blómavali, má sleppa) 2 skalotlaukar, saxaðir smátt 2 msk. hvítlauksmauk Va msk. rósmarin 1 msk. hvítvínsedik 13A dl hvítvín eða mysa 2'/.; dl rjómi 50 g smjör 20 g parmaostur (parmesan) 2 eggjarauður pipar og kryddsalt, aromat frá McCormick Skerið melónurnar í tvennt og fjarlægið fræin. Skerið úr þeim kúlur með parísarjámi. Skerið gulrætur, blaðlauk, papriku og þara í ræmur og sjóð- ið í bullandi saltvatni í um 15 sekúndur. Látið skalotlaukinn mýkjast í potti ásamt hvítlauksmauki og rósmaríni. Hellið ediki og hvítvíni út í og sjóðið þar til fjórðungur er eftir. Bætið þá rjómanum við og látið sósuna sjóða þar til hún þykknar. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningunum á pakkanum, hellið því í sigti og látið renna af því. Skerið smjörið í teninga og hrærið það saman við sósuna smátt og smátt ásamt parmaost- inum. Eftir það má sósan ekki sjóða. Setjið snigla, rækjur, melónukúl- ur, pasta og grænmeti út í sósuna og látið það hitna vel. Hrærið að lok- um eggjarauðurnar létt og blandið þeim saman við sósuna. Hrærið stöð- ugt í þar til hún fer að þykkna. Sallið og piprið eftir smekk og /----- berið réttinn fram með grófu brauði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.