Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1993, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 jíiui- stuttan nyooiærapatt, sem tengist stefi Aldu, opnast svlðið sem er höll konungsins í Memphis. I bakgrunni má greina hallir, must- eri og píramída. Ramphis höfuð- prestur tiikynnir Radames aö gyðj- an Isis haft valið foringja herliðsins til að svara yfirvofandi innrás Eþí- ópíumanna og að honum muni falla heiðurinn í skaut. Radames verður ofsaglaður og hlakkar til þess að snúa sigursæll til baka og geta frelsaö ástina sína sem er þrællinn Aida, dóttir Eþíópíukonungs. Hann syngur hina fi-ægu aríu: „Celeste Aida.“ Þá kemur prinsessan Amneris á vettvang, sem cinnig elskar Rada- mes, og hann skýrir henni frá von- um sínum og áætlunum án þess þó að nefna Aidu. Sköromu síðar birt- ist Aida á sviðinu og'augu hennar ijóma af ást til Radames. Það sér Amneris og heitir að hefna sín og stía þeim sundur. Næst kemur kóngurinn siáifur með varðliða sína í fararbroddi en lestina reka prestarnir undir for- ystu Ramphis. Sendiboöi flytur ó- tíðindin að Eþíópíumenn hafi ráð- ist inn í Egyptaland og stefni á Þebu undir forystu konungs síns, Amon- asro. Hans hátign tilkynnir þá að Isis hafi útvaiið Radames tii yfir- foringja hersins og mannfiöldinn hyllir hann mcðan Amneris réttir honum gunnfána Egypta sem hann á að bera fyrir liðinu og snúa sigur- sæll til baka. Aida fyllist örvæntingu því að sigur Radames þýðir fall foður hennar sem fór í strið tfl að frelsa hana úr ánauð. Hún er yfirkomin ai' skelfingu og ákallar guðina um miskunn. Hún syngur aríuna frægu: „Ritorna vincitor." Seinni sviðsmyndin í fyrsta þætti er úr musteri eldguðsins Vulkans. Þar syngia karl- og kvenprestar lofsöng til guöanna. Radamesgeng- ur inn í fulium hertygjum, tekur við hinu helga sverði og hlýtur blessun fyrir sigursælan bardaga. Annar þáttur Annar þáttur hefst í einkaher- bergjum Amneris prinsessu. Hún er umkringd þrælum sem eru önn- ; um kafnir við að búa hana og skreyta fyrir sigurhátíðina en svartir þrælar skemmta með losta- fullum dansi. Þegar Aida bírtist blekkir Amn- eris hana með því að sýna samúð yfir ófórum þjóðar hennar í strið- inu. Tíl að kanna hug Aidu til Rada- mes lýgur hún því að Radames hafl fallið í bardaga. Aida er harmi slegin og grætur en nú veit Amner- is vissu sína um keppinaui sinn í ástum og óð af afbrýöi segir hún sannleikann: Radames er á lífi og það er hún sem elskar hann og; aumur þræll getur ekki keppt við ; dótlur faraóanna um ástir manns. Aida haföi fyrst lýst ást sinni rneð stolti, siðan beðist miskunnar en hún á ekki von um vægð. Næsta sviösmynd er frá Þebu þar sem egypska þjóðin hefur safnast sam- an til að fagna sigri, konungurinn með dótturina Amneris, ráöunaut- ar og prestar ásamt Aidu og öðrum þrælum, allir bíða komu Radames sem birtist aö iokum óg fer fyrir langri skrúðgöngu hersins og hlekkiaðra fanga við voldugan lúðrahljóm. Sigurmarsinn ltijómar. Konung- ur býður Radames velkominn og spyr hvers hann óski sér aö laun- um. Hann lætur færa fangana fram fyrir hirðina og Aida; þekkir þar fóður sinn, Amonasro, og nær að segja við hann nokkur orð. Án þess að ljóstra upp um persónu sína gengur hann fyrir konunginn og biðst griða. Radames biður þess að ölium fongum verði gefin grið en æðsti presturinn mótmælir því og leggur til að bæði Aidu og föður hennar verði haldið sem gíslum. Konungur samþykkir það og til- kynnir aö hann muni verðlauna Radames með því að gefa honum dóttur sína. Því fagnar allur lýður með söngnum: „Gloria alTEgitto" en Radames og Aida eru harmi slegin. Sviðsmynd þriðja þáttar er bakki fljótsins Nílar með granítklettum og pálmatrjám undir fullu tungli. Bak við laufið sést í musteri Isis og þaðan berst lágvær söngur. Bát- ur nálgast og úr honum stígur prinsessan Amneris með æðsta prestinum á leið tii musterisins að biðja velþóknunar á brúðkaup- snóttu hennar og Radames. Þau hverfa inn í musterið en Aida kem- ur fram úr pálmalundi og syngur aríuna fogru: „0, Patria mia!“ Hún bíður komu Radames en nú birtist Amonasro, faöir hennar, og beitir hana fortölum að fá Radames tii að vísa þeim á örugga leið til að komast undan og jafnframt gefa upp leið egypska hersins sem farm yröi til árásar á Eþíópiu. Radames birtist og ljóstrar upp leiðinni um Napatagljúfur. Þá gefur Amonasro sig fram og Radames verður uro leiö Ijóst að hann hefur ljóstrað upp hernaöarleyndarmáli og er fallinn úr tign. Radames og Aida syngja frægan dúett: „F'uggiarn gli ardori inosp- iti.“ Nú kemur Amneris úr muster- mu, hefur heyrt áætlun þeirra og hrópar Traditor! Svikari! Amon- asro reynir að drepa hana en Rada- ; mes hmdrar það. Hann hefur skil- að Ramphis sverði sínu og Ieggur h'f sitt i hans hendur. Amonasro kemst undan með Aidu. Fjórði þáttur Sviðsmynd flórða þáttar er aftur konungshöllin í Memphis með sal hegningarinnar neðanjarðar á vinstri hönd en fangelsi Radames til hægri. Amneris prinsessa er í ....m togast á, reiði, sorgar og ástar. Hún vill bjarga Iífi Radames og ætiar sér aö aíla honum fyrirgefmngar fóður síns, gangi hann að eiga hana, en hann hafhar henni. Hann telur Aidu ekki lengur á iífl og firmst líf ; sitt án hennar tilgangslaust. Hann hrærist ekki, jafnvel ekki þegar Amneris segir honum að Aida sé enn á lífi. Hann er færður aftur í fangelsið og dæmdur tíl að vera kviksettur, grafinn lifandi. Amncr- is er óhuggandi viö þennan harða dóm. Lokasviðið skiptist í tvennt, eiri hæð með gullprýddu musteri Vulk- ; ans, neðri hæðin undirheimar með löngum dimmum göngurn. Risa- stytta af Ósíris. í musterinu liggur Amneris ásamt prestunum á bæn en Radames bíður dauða síns en biður þess að Aida megi finna ham- ingjuna. Hún hefúr leynst í skugga og kemur nú til að faðma hann í síðasta sinn og fuiivissa um að eng- ill dauðans muro sameina þau að eilífu. Svanasöngur þeirra er „0, terra, addio,“ kveðjatiljarðarmnar og lifsins, en undir honum kastar Amneris sér fiatri á steininn sem byrgja á dymar að lúnstu hvílu elskendanna sem ekki; einu sinni dauðinn fær aðskilið. 4.G. íslendingar eru að vonum stoltir af að eiga fulltrúa sinn, Kristján Jóhannsson, í aðalhlutverki í Aidu. - dramatísk ópera í fjórum þáttum og sjö sviðsmyndum Giuseppe Verdi 1813-1901. Gius- eppe Verdi er eitt stærsta nafn óperu- sögunnar. Hann fæddist í Le Roncole og ólst upp í Busseto, skammt frá borginni Parma. Hann var af alþýðu- fólki kominn en sýndi ótvíræða tón- listarhæfiieika strax í æsku. Verdi hlaut takmarkað tóniistaruppeldi og var synjað inngöngu í tóniistarhá- skólann í Mílanó. Fyrstu óperur hans vöktu enga verulega athygh en með Nabucco var brotiö blað í sögu Scalaóperunnar í Mílanó árið 1842 og Verdi komst um leið í hóp virt- ustu tónskálda Ítalíu. AIDA skipar sérstakan sess í heimi óperunnar vegna bakgrunnsins og hversu vel Verdi tekst að laga tónlist- ma að sögusviðinu með talsvert aust- urlenskum blæ en jafnframt glæsi- brag sem vart á sinn líka. Aida er stærsta skrautsýmng sem um getur í ópem, einkum uppsetmng hennar í Arenurmi í Verona, enjafhframt er hún hlaðm dramatískum krafti og spennu og hrífandi fógrum línum tónmálsms. Óperan var fmmflutt í Kaíró 24. desember 1871, tveimur árum eftir aö ópemhúsið var opnað með Rigo- letto. Talið er að pöntun verksins hafi bæði tengst opnun óperuhússms og Súesskurðarins. Frumflutnmgurinn undir stjóm Islendmgar em að vonum stoltir af að eiga fulltrúa sinn, Kristján Jó- hannsson, í aðalhlutverki á þessu glæsilega sviði þar sem kröfurnar era á vissan hátt meiri en nokkurs staðar annars staðar. Hlutverk Aida, þræll frá Etíópíu í þjónustu Amneris - sópran MARIA DRAG- ONI, Amneris, dóttir Egyptalands- konungs - messósópran DOLORA ZAJICK, Amonasro, konungtir Eti- opiu - baríton PAOLO GAVANELLI, Radames, foringi egypsku varðlið- anna - tenór KRISTJÁN JÓHANNS- SON, Ramphis, æðsti prestur - bassi BONALDO GIAIOTTI, II Re, kon- ungur Egyptalands - bassi FRÁNCO DE GRANDIS, sendiboði - tenór ALDO ORSOLINI, kvenprestur, PA- OLA FORNASARIPATTI. Dansarar, prestar, hermenn, þrælar, fangar, egypskur almúgi á dögum faraó- anna. Staðir: Memphis og Þeba í Egyptalandi. Stjómandi NELLO SANTI. Sumarhátíðin í Verona, 15. og 27. ágúst 1993. Ingólfur Guðbrandsson Giuseppe Verdi er eitt stærsta nafn óperusögunnar. Bottesinis vakti taumlausan fögnuð og ekki var minna um dýrðir í Scalaóperanni í febrúar árið eftir þegar Verdi sjálfur stýrði frumflutn- mgnum þar. Á næstu árum fór Aida sigurför um allan heiminn og fer enn. Hvarvetna þykir flutnmgur hennar mikil tíðindi og allir fræg- ustu ópemsöngvarar heimsms síðan hafa spreytt sig á hlutverkum henn- ar. AIDA-mesta sviðsverkVerdis í Verona: Kristján Jó- hannsson í hlut- verki Radames
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.