Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 Fréttir Hörður Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjarti ÍS: Margir verða að henda þorskinum fyrir borð Siguijón J. Sigurösscm, DV, ísaiirdi: „Ég á bara Hagræðingarsjóð eftir, það eru um 60 tonn. Ég hef forðast þorskinn frá því í lok síðasta árs og þessi 60 tonn dekka bara það sem er að slæðast með af þorski. Ég sé ekki betur en að margt skipið sé komið í þá aðstöðu að þurfa að henda þorski fyrir borð. Við erum aö fá 5-10 tonn af þorski í túr og ef við ættum engan þorskkvóta, hvað ættum við þá aö gera? Ef við komum með þetta í land erum við sektaðir og veiðileyfið rifið - þetta er alvarleg klemma sem menn eru lentir í af okkur. Þetta er alvarleg klemma sem menn eru lentir í. Ef við erum komnir nokkur hundruð kíló fram yfir erum við sviptir veiðileyfinu og það er hvergi nokkurs staðar hægt að fá eitt einasta kíló keypt,“ segir Hörður Guðbjartsson, skipstjóri á skuttogaranum Guðbjarti ÍS-16. Steinbítsveiði Vestfirðinga hefur brugðist í vetur og er þetta önnur steinbítsvertíðin í röð sem bregst, að sögn Harðar. „Þetta er lélegt með steinbítinn, hann veiðist ekki og ekki er hægt aö Hörður Guðbjartsson. DV-mynd Sigurjón kenna ofveiði um. Áður fyrr voru togarar að veiða steinbít á Látra- grunni með góðum árangri en und- anfarin 2-3 ár finnst varla nokkur steinbítur, þetta eru aðeins nokkur stykki. Við skiljum ekki hvað er að, það bara lánast ekki klakið hjá þessu kvikindi. Þessar steinbítsvertíðir eru ekki orðnar svipur hjá sjón. Menn voru fúlir áður fyrr ef þeir fengu ekki nema 10-12 tonn í róðri en þaö telst nú til undantekninga ef þeir fá slíkan afla í róðri,“ segir Hörður. - En er ekki nægur þorskur út af Vestfjörðum? „Hvenær segja menn að það sé nóg? Ég veit það ekki. Þeir fá ágætt af þorski sem mega veiða hann. Dagrún var nú að koma með 130-140 tonn eftir vikuna. Hún var í þorski á daginn og að kroppa steinbít á nótt- unni. Togaramir myndu ekki láta sjá sig á þessum miðum ef þeir væru ekki allir orðnir kvótalausir. Við höfum verið að fá 5-6 tonn af stein- bít yfir nóttina og svo erum við mát yfir daginn. Bara í hvíld,“ segir Hörö- ur. Sandur i görðum og hátt upp á veggi húsa. DV-myndir Páll Vík - Sahara norðursins: Sandstormurinn olli milljónatjóni PáD Péturssan, DV, Vík í Mýrdal: Náttúruöflin létu okkur Víkurbúa finna hvers þau eru megnug í vik- unni þegar hvitur snjórinn litaðist svartur af sandi. Það var suðvestan- átt, allhvass vindur og stóð vind- strengurinn meðfram Reynisfjalli austanverðu og hreinlega mokaöi sandinum upp úr fjörunni sunnan við Vík og yfir þorpið. Það svæði sem verst varð úti er Mánabrautin, sunnanverð Ránar- braut og iðnaðarhverfið við Austur- veg en þetta eru syðstu göturnar í þorpinu. Einnig kom mikill sandur yfir Sunnubraut vestanverða og á FæðingarheimUið: Óljóst hvenær verður opnað grasflatimar austanundir Reynis- fialh. MUljónatjón hefur hlotist af, rúður em ónýtar og klæöningar á húsum og trjágróður illa farið. Sem dæmi má nefna að líklega em allar rúöur í Víkurskóla ónýtar. Skemmdir em á húsum við Mána- braut og lakk á bílum og stórir sand- skaflar víða. Víkurskóli stendur syðst í þorpinu og er þykkt sandlag umhverfis hann og er heldur óhtjá- legt fyrir börnin að leika sér þar. íþróttavöllurinn er illa farinn og má búast við að þar standi eftir sand- hrúgur þegar snjóa leysir. Þetta veður var þó ekki eins slæmt og veturinn 1989 en þá vom keyrðir 500 sturtuvagnar af sandi af vellin- um. Orsökina fyrir þessu má finna í ágangi sjávar við ströndina. Sjórinn hefur brotið tugi metra af fiörukamb- inum á síðustu mánuðum og skilur eftir opið sár og vindurinn á auðvelt með að grípa sandinn og feykja hon- um yfir þorpið. Það er hávær krafa íbúanna að reynt verði aö stöðva þessa þróun á einhvern hátt, með vamargarði eða öðrum ráðum, því að ef ekkert verð- ur aðhafst brotnar sjórinn við Víkur- hamra og sjávarbakkana vestan undir Reynisfialli í framtíðinni. „Stjómarnefnd Ríkisspítalanna samþykkti fyrir sitt leyti samning við Reykjavíkurborg um að taka við húsnæði Fæðingarheimilis Reykja- víkur með fyrirvara um að fiármála- ráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið staðfesti samninginn. Við tökum við húsnæðinu 1. april en ég treysti mér ekki til að negla nákvæmlega niður hvenær heimilið veröur opnað,“ seg- ir Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna. Stjómarnefnd Ríkisspítalanna vill að hluti af öðmm fæðingargangi Kvennadeildarinnar með fæðingum og læknisvakt verði rekinn í hús- næði Fæðingarheimilisins. Davíð segir að hugsunin sé sú að reka Fæð- ingarheimilið með myndarlegri starfsemi og koma lífi í aút húsið. „Við höfum tæplega 20 milljónir í þennan rekstur samkvæmt fiárlög- um en okkur vantar nokkra upphæð til að hægt sé að reka Fæðingarheim- iliö með þeim hætti sem sfiómar- nefndin hefur óskað eftir og gera nauösynlegar endurbætur á húsinu. Síðan verður fariö í að finna starfs- fólk og ákveða hvemig starfsemi verður þarna,“ segir Davíð Á. Gunn- arsson, forstjóri Ríkisspítalanna. -GHS Löggeymslan í Kirkjugörðum Reykjavíkur: Beiðnin er hrein mis- notkun á dómstólum - segir Atli Gíslason lögmaður „Kirkjugaröar Reykjavíkur hafa ekki flutt neitt fé yfir á útfararþjón- ushma. Þeir eiga hreina eign að verð- mæti rúmlega 150 milljónir króna og skuldlausar fasteignir upp á ríflega 300 milljónir. Það er ekkert undan- skot eigna í gangi. Löggeymslubeiðn- in er hrein misnotkun á dómstól- um,“ sagöi Atli Gíslason, lögmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, við DV um beiðni lögmanns Líkkistuvinnustofu Eyvindar Ámasonar um löggeymslu í eignum Kirkjugarðanna. Eins og fram kom í DV í gær samþykkti sýslumaðurinn í Reykjavík beiðnina og löggeymsla var tekin í skrifstofu- byggingu Kirkjugarðanna. Hjá sýslumanni mótmælti Atli beiðninni með bókun „sem tilefnis- lausri og sem misnotkun á því rétt- arfarsúrræði sem löggeymsla er en gerðarbeiðandi hefur, að mati gerð- arþola, ekki gefið fullnægjandi skýr- ingar á tilefni og ástæðum beiðnar- innar.“ Atli sagði að úrskurður sýslu- manns væri endanlegur og beðið væri niðustöðu Hæstaréttar. „Þegar dómur Hæstaréttar liggur fyrir verð- ur hægt aö fara af stað meö skaða- bótakröfur vegna þess tjóns sem gerðarþoli kann að verða fyrir vegna gerðarinnar," sagði Atli og vísaði þar til greinar í einkamálalögum um málskostnað. -bjb Hæstiréttur staöfestir dóm héraösdóms: 30 mánaða f angelsi fyrir 6 hníf stungur Hæstiréttur dæmdi í gær 19 ára pilt, Davið Trausta Oddsson, í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa stungið jafnaldra sinn sex hnifstungum í bak og síðu með fiaðurhnífi í Austurstræti að- faranótt 25. júlí sl. Hæstiréttur stað- festi þar með refsiákvörðun Héraðs- dóms Reykjavíkur frá því í október síðasthðnum. Engu að síður var ekki fallist á þá ákvörðun undirréttar um að atlagan hetði talist tilraun til manndráps. Þrátt fyrir það var ákvörðun héraðsdóms um fangels- isrefsingu látin standa óbreytt, þó svo aö refsing fyrir tilraun til mann- dráps sé yfirleitt mun hærri en þegar dæmt er fyrir líkamsárás. Davíö var jafnframt dæmdur til að greiða fómarlambinu 430 þúsund krónur í bætur, 130 þúsund króna hærri bætur en héraðsdómur ákvað, auk 120 þúsund króna málskostnað- ar fyrir Hæstarétti. Sá sem varð fyrir hnífstungunum skýrði svo frá fyrir héraðsdómi að hann hefði verið að reyna að stilla til friðar þar sem tveir ókunnugir strákar voru að rífast og ýta hvor við öömm á Lækjartorgi þegar æstan pilt hefði borið að. Hefði hann þá gripið í axlir þess æsta en sá hefði tekið á móti og dregiö hann niður. Síðan hefði hann fundið fyrir högg- um í bakið og haldið að pilturinn væri að beija sig með áhaldi eða hnúajárnum. Þá hefði hann heyrt stúlkurödd segja: „Hann er með hníf.“ Þegar hann ýtti piltinum frá sá hann blóðugan hnif í hendi árás- armannsins. Nærstaddir héldu Daviö þar til lög- regla kom á vettvang. Við skoðun á Borgarspítala komu í ljós fimm stungur á baki fórnarlambsins og eitt í síðu. Eitt sáranna á bakinu og síðusárið náðu inn í brjóstholið. Hefðu stungusárin veriö dýpri hefðu þau hæglega getað leitt til dauða, að mati lækna. Að mati Hæstaréttar er ósannaö að Davíð hefði haft í hyggju að svipta fómarlambið lífi. Dómurinn tók að auki tillit til ungs aldurs ákærða, ásamt því að hann hafði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Einn hæstaréttardómaranna, Guð- mundur Jónsson, var ósammála hin- um fiómm dómurunum varðandi heimfærslu á refsiákvæði - hann taldi að atlaga Davíðs Trausta hefði verið tilraun til manndráps en var sammála hinum dómurunum um 30 mánaða fangelsi. -bjb/Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.