Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1994, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 5 pv Fréttir Jón heims- meistari í einmenningi Jón Baldursson bridgespilari varö meistari á stóru móti sem n.efnt hefur veriö óopinbert heimsmeistara- keppni í einmenningi í París í gær. Jón var með forystu á mótinu á fimmtudag en féll niður í annað sæt- ið á tímabili í gær. Jón náði síðan forystunni á ný og hélt henni þar til yfir lauk. Árangur Jóns telst frábær ekki síst í ljósi þess að á mótinu voru margir heimsþekktir spilarar. Jón var eini íslendingurinn sem var boð- ið að fara á mótið en skilyrði til þess að fá að vera með er að hafa unnið til verðlauna á heimsmeistara- eða Evrópumóti. Jón hlaut 1.350,6 stig í gær. í öðru sæti varð Frakkinn Mari með 1.347,9 stig, í þriðja sæti varð Frakkinn Westerhof með 1,321,8 stig, Frakkinn Roudinesco varð í fjórða sæti með 1.317 stig, ítalinn Vertsace í fimmta sæti með 1.315 stig og í sjötta sæti hinn þekkti Chagas frá Brasilíu með 1.311,1 stig. Hæstiréttur: Flugmaður í skilorðsbund- ið varðhald Flugmaður Flugfélags Norður- lands hefur verið dæmdur í Hæsta- rétti til að sæta varðhaldi í þrjá mán- uöi vegna gáleysis og ónógrar að- gæslu við stjórn flugvélar sem hann lenti á utan flugbrautar á Ólafsíjarð- arflugvelli haustið 1992. Dómurinn er skiiorðsbundinn til tveggja ára. Flugbrautin á Ólafsfjarðarflugvelli er malarbraut. Meðfram henni er svokallað öryggissvæði, jafnbreitt flugbrautinni, gróið gulleitu órækt- argrasi. Lenti flugstjórinn vélinni með 18 farþegum á þessu svæði og hélt sig vera að lenda á flugbrautinni. Þegar flugstjórinn var í aðflugi var birtan hratt dvínandi og umhverfið allt mjög dökkt eða nánast dimmt. Taldi dómurinn, og studdist þar við lokaorð skýrslu Flugmálastjórnar og Flugslysanefndar, að flugstjórinn hefði átt að hætta aðfluginu og hverfa frá og halda til dæmis til Ak- ureyrar. Hann hefði hins vegar lent vélinni þótt hann greindi ekki flug- brautina framundan og tekið mikla áhættu að ástæðulausu. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni og vildu tveir dómaranna svipta hann flugréttindum, líkt og héraðs- dómur hafði dæmt. íslandsbankabréfin: Gengi hluta- bréfa lækkaði „Hafi verið blásin upp blaðra á fimmtudaginn þá sprakk hún í dag,“ sagði einn verðbréfasali við DV í gær um sölu á hlutabréfum í íslands- banká. Lokagengi bréfanna í gær var 0,89 eða 7% lægra en lokagengi fimmtudagsins. Sem kunnugt er ruku bréfin upp í verði á fimmtudag um nær 20%. Viðskipti meö hlutabréf íslands- banka voru upp á rúmlega 15 mfllj- ónir króna í gær. Um hádegisbil stóð gengið í 1,03 eða rúmlega nafnvirði bréfanna. Eftir því sem leiö á daginn lækkaði gengið stöðugt og endaði í 0,89 eins og áður segir. ja g ** K I^ í | BLJB ™Sí &sfzæ£ ú notuðum bílum Á FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG HELDUR GÓÐIR BÍLAR A GOÐU VERÐI REYNDAH A ÞETTA VIÐ UM ALLA AÐRA DAGA LlKA ► U ÆTTIR AD TA VfROLAUN TVRlR AO QtTA 111« — ( TTA OPIÐ ALLA VIRKA DAGA TIL KL. 18 OG LAUGARDAGA KL. 10-17. ÖRFÁ SÝNISHORN AF NOTUÐUM BÍLUM AF ÝMSUM GERÐUM Á SÉRSTAKLEGA GÓÐU VERÐI MMC Lancer GLSi '91, sjálfsk., m/od., ek. 33.000. V. 890.000. BMW 520i '89, sjálfsk., ek. 59.000. V. 1.490.000. MMC Galant GLSI '88, sjálfsk. m/od, ek. 84.000. V. 790.000. Lancia 410, árg., 87, 5 g., ek. 55.000. V. 170.000. Toyola Corolla XL ’91,5 g., ek. 75.000. V. 590.000. Subaru Legacy GL, '91, ek. 43.000, sjálfsk., 4x4. V. 1.290.000. SÝNISHORN AF ÚRVALINU AF NOTUÐUM DAIHATSU OG VOLVO BÍLUM MEÐ G MÁNAÐA ÁBYRGÐ Volvo 740 GL, '87, ek. 71.000, 5 g. V. 890.000. FAXAFENI8 • SÍMI91-68 58 70 Volvo 240 GL, '88, ek. 81.000, sjálfsk. V. 870.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.