Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Page 11
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994
11
Nýir framhaldsþættir á Stöð 2:
Hvemig
er best
að nálg-
ast heim
óper-
unnar?
Þriðjudaginn 7. júní hefst á dagskrá
Stöðvar 2 athyglisverður framhalds-
þáttur sem nefnist Harry Enfield og
heimur óperunnar. Þessi breski grín-
isti og Emmy-verðlaunahafi opnar
áhorfendum nýjan heim í sex þátta
röð um margar af þekktustu óperum
heims. Er óhætt að segja að þessir
þættir sameini það tvennt að vera í
senn fróðlegir og fyndnir.
Enfield segist einkum hugsa þætt-
ina fyrir þá sem elska geisladiskinn
með tenórunum þrem, Carreras,
Pavarotti og Domingo. Þessi hópur
óperuaðdáenda veigri sér nefnilega
oft við því að sitja í þrjá tíma í óperu-
húsi og hafi ekki hugmynd um hvað
sé að gerast á sviðinu þar sem allt
fari þar fram á einhveiju gjörsam-
lega óskiljanlegu tungumáh.
Hvemig á að byrja?
í fyrsta þætti fjallar Enfield um það
hvemig hest sé að nálgast heim óper-
unnar. Hann greinir einnig frá því
hvað hafi orðið til þess að vekja
áhuga hans á óperum og kynnir kafla
úr einstökum óperuverkum.
í öðrum þætti veltir hann því fyrir
sér hvort það gæti ekki verið nytsam-
legt fyrir fólk að kynna sér sögu-
þráðinn áður en rokið er til og keypt-
ir miðar í óperuna. í þriðja þættinum
fjallar hann um þau ólíku raddsvið
sem söngvarar búa yfir. Hann fær
þau June Anderson og Leo Nucci sér
til aðstoðar.
í fjórða þætti tekst Enfield ferðalag
á hendur. Hann er nú kominn ásamt
fylgdarliði sínu til Ítalíu, lands
óperutónlistarinnar. Þar heimsækir
hann fæðingarstaði Puccinis og Ver-
dis, auk þess sem hann nýtur óper-
unnar Aidu undir berum himni með
20 þúsund öðrum gestum.
í fimmta þættinum ræða þau Joan
Sutherland, José Carreras og Placido
Domingo við Enfield, auk þess sem
sýndir verða stuttir kaflar með Call-
as og Caruso. í síðasta þætti gefa þau
Joan Sutherland, June Anderson,
John Tomhnson og Placido Domingo
góð ráð um það hvemig best sé að
hefla inngönguna inn í heim óper-
unnar og Elvis Costeho hefur hka
ýmislegt til málanna að leggja.
Þessir þættir eru hálftíma langir
og hefst sýning hins fyrsta klukkan
22.25 þann 7. júní.
býður sérstakt kvöldverðartilboð
í tilefni sjómannadagsins
Hvítvínssoðinn humar með
pastablöndu og hvítlauksoliu
eða
rjómalöguð kjörsveppasúpa
°g
ristuð grisafiðrildasteik með
ávaxtasalati og rauðvínssósu
eða
sitrónugljáð smálúðuflök með
tómat-congassi sósu
og
vanilluís með heitri súkkulaðisósu
ferskum ávöxtum og rjómatoppi
Borðapantanir í síma 67 99 67
avegi 83
EINSÁRS -1AFMÆLISSKAPI
BARCELONA
Flug ogbíll
2 í bíl, verð frá
4 í bíl, verð frá
1 vika
37.540 kr.ámann
34.140 kr.ámann
2 vikur
44.340 kr. ámann
27.540 kr. ámann
Flug og bíll - skemmtilegur ferðamáti til að kynnast Katalóníu, einu
fegursta og fjölbreyttasta héraði Spánar.
Barnaafsláttur er 9.500 kr. fyrir börn undir 12 ára.
Innifalið er flug, bíll, ótakmarkaður akstur, skattur og flugvallagjöld.
Flug og gisting i Barcelona í eina viku
Verð frá 51.240 kr. á mann I tvíbýli.
Innifalið er flug, gisting, morgunverður og flugvallaskattur.
Barcelona kemur þér skemmtilega á óvart.
Beint flug vikulega frá 17. júní
Flug og gisting i Sitges i eina viku
Verð I tvíbýli frá 59.230 kr. á glæsilegu hóteli í skemmtilegum strand-
bæ örstutt frá Barcelona. Menningin og stórborgarlifið er aðeins i
hálftima fjarlægð.
Innifalið: flug, gisting, morgunverður - allir skattar og gjöld.
Barnaafsláttur 2ja tii 11 ára kr. 9.500.
Pantaðu í síma
FERÐASKRIFSTOFA
R71ZLQÍ1 2é reykjavíkur
UL I I llU Aðalstræti 16 - simi 62-14-90