Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Page 18
18 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 Dagur í lífi Grétars Hrafns Harðarsonar, héraðsdýralæknis á Hellu: Lömbunum bjargað í heiminn Þaö er fimmtudagsmorgunn og vekjaraklukkan gellur að venju klukkan 7.20. Ég var þungur á fætur þennan morgun því að um miönættið var komiö með kind í burðarerfið- leikum. Um var aö ræða gemsa með tveimur lömbum sem ætluðu að komast i heiminn samtímis. Höfuðið á öðru lambinu og afturfæturnir á hinu kíktu út og allt stóö fast. Með því að ýta höfðinu aftur inn í legið tókst að greiða úr þessari flækju. Auglýstur símatími á morgnana er milli klukkan 8 og 9.30. Ég reyni því að vera búinn að fara í sturtu og fá mér morgunmat fyrir kl. 8. Vinnu- staðurinn er á neðri hæð íbúðarhúss- ins. Þar er ég með skrifstofu, lyfjalag- er, aðgerðastofu fyrir gæludýr og bíl- skúrinn hef ég innréttað til móttöku á hestum og sauðfé. Keisaraskurður Mikið var hringt þennan morgun, ýmist til að biðja um vitjanir eða til aö fá ráðgjöf um minni háttar vanda- mál. Fyrsta verk eftir símatíma var að skjótast upp í hesthús, sem er hér á Hellu, og gefa hestunum okkar sem eru sex á húsi í vetur. Næst var farið í alifuglasláturhúsið Ásholt hf. en þar sá ég um daglegt eftirlit með slátrun og vinnslu á kjúklingum. Fjögur alifuglasláturhús eru á land- inu og sláturhúsið á Hellu þeirra stærst. Slátraö er um 3000 fuglum daglega og eru innleggjendur víða af Suður- og Suðvesturlandi. Á meðan ég var við störf í sláturhúsinu tók konan mín, Sigurlína Magnúsdóttir, viö ósk um aðstoð frá Kjartani Magn- ússyni í Hjallanesi. Veturgömui ær átti erfitt með burö og ég fékk skila- boð um að Kjartan væri á leiðinni með kindina. Viö skoöun kom í ljós að lambið bar ekki rétt að og vegna þrengsla var ekki hægt að lagfæra það. Eina úrræðið var aö skera kind- ina keisaraskurð. Á hveiju ári er þónokkuð um keisaraskurði. Ég nota halothane-svæfingu og skurðurinn er gerður á vinstri síðu. Árangur þessarar aðgeröar er mjög góður og ærnarjafna sig ótrúlega fljótt. í þessu tilfelli reyndust lömbin vera tvö og aðeins annað lifandi. Þegar hér var komið sögu var klukkan að verða eitt og seinni símatími dagsins, 13 til 13.15, að byrja. Ég gleypti í mig tvær brauðsneiðar og skyr og hraðaði mér niður á skrifstofu. Nokkrar vitjanir lágu fyrir eftir hádegi en fyrst fór ég í stórgripasláturhús Hafnar-Þrí- hymings hf. á Hellu. Þar var verið aö slátra svínum og nokkrum naut- gripum. Héraðsdýralæknirhefureft- irlit með heilbrigði sláturgripa og hreinlæti við sláturstörf. Leiðin lá næst að Sumarliðabæ til Davíðs Sig- fússonar. Þar var kýr sem át illa. Kýrin bar fyrir þremur vikum og hafði mjólkað vel en var nú að missa lystina. Hún reyndist'vera með svo- kallaöan súrdoöa sem er efnaskipta- sjúkdómur og orsakast af neikvæðu orkuástandi, þ.e. kýrin nær ekki að éta í samræmi við mjólkurmagn og gengur þess vegna of hratt á eigin forða. Næst var farið aö Kvíarholti, til hryssu sem hafði komist undir graðhest án vilja eiganda og var fóst- urvísinum eytt með lyfjameðhöndl- un. Hrossunum gefið Klukkan 15 þennan dag hafði ég verið boðaður á fund heilbrigðis- nefndar Hellulæknishéraðs og mætti ég þar, að vísu tuttugu mínútum of seint. Verkefni þessa fundar var að kynna nýja mengunarvarnareglu- gerð og ræða um verkefni heilbrigð- isfulltrúa. Að loknum fundi lá fyrir að fara að Þúfu og líta á hryssu áem hafði kastað fyrr um daginn en ekki losnað við hildimar. Hryssan og folaldið voru hin hressustu og eftir að fylgjan haföi verið fjarlægð var þeim sleppt út í haga. Og enn bárust inn vitjana- beiðnir. Nú lá kýr í bráðadoða hjá Páh Sigurjónssyni á Galtalæk, sem er efsti bær í Landsveit. Bráðadoði getiu- verið hættuiegur og betra að hafa hraðan á. Til stóð að sækja fund Rotaryklúbbs Rangæinga þetta kvöld en sú áætlun raskaðist. Nokk- uð var liðiö á kvöld þegar svo heim var komið og nú kom örbylgjuofninn sér vel til að hita upp matinn sem beið mín. Eitt verkefni var þó eftir og þaö var að fara upp í.hesthús til að gefa hest- unum. Við þau verk nýt ég aðstoöar barnanna og í þetta skipti kom Björk, sem er 9 ára, með mér en Styrmir, sem er 12 ára, var farinn aö hjálpa til við sauðburðinn hjá frændfólki okkar í Hólmum í A-Landeyjum. Hildir fjarlægðar úr hryssunni Hrafnkötlu að Þúfu í V-Landeyjum, en þaðan er hinn landsfrægi Orri frá Þúfu. Finnur þú fimm breytingai? 260 Það var vínið sem átti að vera árgangur 1975 - ekki kjötið! Nafn:........ Heimllisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta Qölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyglisgáfu og þjálfar hugarreikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Ban- væn þrá. Bækumar em gefnar út af Frjálsri Qölmiölun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 260 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð fimmtugustu og áttundu getraun reyndust vera: 1. Lilja Björk Jónsdóttir, Borgarheiði 4, 810 Hveragerði. 2. Hólmfríður Traustadóttir, Kirkjubraut 18, 780 Höfti. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.