Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Side 27
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ1994 27 Eggert í New York ásamt bandarískum sýningarstúlkum sem sýndu hönnun hans á loöfeldum. stærö. Vandamálin eru orðin gífurleg vegna offjölgunar víða. í Suður-Afr- íku þarf t.d. að drepa á aðra miiljón sela á ári og öllu er hent. Þar er mik- il fátækt og fólk sem sveltur en engu að síður er verðmætum hent.“ Eggert segir að þrátt fyrir gífurleg- an áróður gegn loðfeldum hafi þeir aldrei selst jafnmikið og undanfarin fimm ár. „Verðfall á skinnum varð til þess að varan fór að seljast. Nú er mikil uppsveifla og markaður og eftirspum eru að ná jafnvægi. Ég býst við að loðfeldir eigi eftir að hækka mjög í verði á næstunni en þessi uppsveifla hefur verið um alian heim. Eg fann t.d. mjög fyrir henni í New York. Menn eru mjög bjartsýn- ir með framtíðina í þessari atvinnu- grein,“ segir Eggert. Hann segir að mjög hafi hjálpað hversu kaldir vet- ur hafi verið undanfarið þannig að æ fleiri konur kjósa að ganga í hlýjum loðfeldum. Hugað að haustinu Nú er sumarið vonandi að ganga í garð og þá eru loðfeldimir geymdir inni í skáp. Það er þó nóg að gera hjá Eggert því að hann er að und- irbúa næsta haust. Hann fær alltaf mikið af útlendum ferðamönnum til sín og þeir hafa sýnt selskinnsjökk- unum mikinn áhuga. Eggert hefur vissulega fundið fyrir þeirri lægð sem hefur verið í efnhagslífi á íslandi en útlendingar bæta honum það upp. „Selurinn er algjör nýjung á mark- aðnum og hefur vakið verðskuldaða athygh," segir Eggert. Selskinnin fá sérstaka meðhöndlun áður en þau fara á vinnuborðið hjá Eggert. „Þau em send til Svíþjóðar þar sem þau eru söltuð, sútuð og lit- uð. Á Akureyri eru aðilar sem nýlega hafa byrjað að súta selskinn en það er ennþá í htlu magni.“ Ekki sama loðin eða nakin skinn Eggert fylgir tískustraumum í hönnun sinni enda telur hann að selskinnsjakkar og loðfeldir eigi að fylgja tískunni. „Það er eins með þessar fhkur og aðrar að fólk fær leiða þegar þær hafa verið notaðar til margra ára. Eftir tíu ár á flíkin að vera búin að skila sínu. Þess vegna er atriði að vera nógu duglegur að nota flíkina meðan maður nýtur hennar. Of margir kaupa sér dýrar flíkur og tíma síðan ekki að nota þær,“ segir Eggert en hann á og not- ar selskinnsjakka. Eggert segir að margt af því fólki sem er að mótmæla seladrápi gangi um á leðurskóm sem unnir eru úr selaskinnum. „Það virðist skipta miklu máh hjá mótmælendum hvort hár em enn á húðinni eða hvort búið er að taka þau af,“ segir hann. Eggert var aðeins sautján ára þegar hann ákvaö að verða feldskeri. „Ég ætlaði reyndar að verða klæðskeri. Ég fór um sumarið á sjó, var háseti á Þormóði goða, og þegar við komum til Bremenhaven sá ég pelsabúð í fyrsta skipti á ævinni. Þá snerist mér hugur og ég fór til London að læra fagið. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar þar sem ég var í rúm fimm ár,“ segir Eggert feldskeri en pelsar hans hafa jafnan vakið mikla athygh þegar þátttakendur í Fegurðarsamkeppni Islands sýna þá við upphaf keppn- innar ár hvert. Áskriftargetraun DV gefur skil- vísum áskrifendum, nýjum og núverandi, möguleika á óvenju- lega hagkvæmum vinningum aö þessu sinni enda eru vinningarnir hið besta búsílag. Hvorki meira né minna en sex körfur í mánuði, fullar af heimilisvörum að eigin vali, aö verömæti 30.000 krónur hver. Júní-körfurnar koma frá verslun- um 10-11 og verða þær dregnar út föstudaginn 1. júlí. ENGIHJALLA GLÆSIBÆ LAUGALÆK BORGARKRINGLUNNI DV styður ávallt dyggiiega við bakið á neytendum með stöðugri umfjöilun um neytendamál enda er DV lifandi og skarpskyggn fjöl- miðill jafnt á þeim vettvangi sem öðrum. Daglega flytur DV lesend- um sínum nýjustu fréttir innanlands og utan. í aukablöö- unum eru einstök málefni krufin til mergjar og smáauglýsingar DV eru löngu orðnar landsmönn- um hreint ómissandi. Það er allt að vinna með áskrift að DV. DV hagkvæmt blað. 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.