Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Síða 34
42 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1994 Trimm Reglubundið mataræði er grundvöllurinn - Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur ráðleggur skokkurum Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur með ungan son sinn. DV-mynd BG Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson frá því að ég borða þar til ég fer út að skokka? „Það er ráðlegt að 2-4 stundir líði frá síðustu máltíð fyrir æfingu. Sú máltíð skal vera létt og kolvetnarík, ekki fleiri en 500-800 hitaeiningar. Þau kolvetni ættu ekki að innihalda mikið Eif treíjum, frekar hvítt brauð en gróft. Það er auðmeltara og trefj- amar draga til sín vatn sem við þurf- um að nota til annars við áreynsluna. Vatnið er mikilvægt Er vatnsneysla mjög mikilvæg? „Við erum um 70% vatn og lítið tap á vökvaforðanum getur dregið mikið úr árangri. Þorstatilfmningin sem slik er ekki fullkominn mælikvarði á vatnsþörf líkamans og til að koma i veg fyrir mögulegan vatnsskort er ráð að drekka vatn áður, á meðan og eftir þjálfun eða keppni. Drekktu 1-1,5 glös af vatni 15 mínútum fyrir þjálfun. Eitt glas er 250 ml. Drekktu hálft glas fyrir hverjar 10-15 mínútur sem æfing varir. Vigtaðu þig í upp- hafl æfingar og að henni lokinni. Þyngdin á að vera sú sama. Ef þú reynist vera léttari skaltu drekka vatn. Frekar skal drekka kalt vatn. Okkur getur vantað vatn án þ.ess að við tökum eftir því,“ sagöi Ólafur að lokum. Leiðir út frá Árbæjarsundlaug Nýja sundlaugin í Árbæ hefur vak- ið verðskuldaða athygli. Eins og sést á meðfylgjandi korti eru skemmtileg- ar skokk- og gönguleiðir út frá sund- lauginni og tilvalið að fá sér rösklega göngu eða skokk og dýfa sér svo í heitan pott á eftir eða fá sér sund- sprett. Göngustígar liggja upp frá bílastæðinu og svo til hægri út að gömlu brúnni á Elliðaánum og sund- laugin er opin til 10 á kvöldin. Stíg- arnir í dalnum henta göngufólki, skokkurum, hjólreiðaköppum og hestamönnum og öllum sem vilja njóta útivistar í lítt spilltri náttúru. Við skulum halda á Skaga Akraneshlaupiö fer fram í þriðja sinn í dag laugardag. Hlaupnar verða þrjár vegalengdir: 3,5 kílómetra skemmtiskokk, 10 kílómetra hlaup pg hálft maraþon. Þetta er jafnframt íslandsmótið í hálfu maraþoni og hafa allir sterkustu hlauparar lands- ins látið skrá sig til þátttöku. Engin aldursskipting er í skemmtiskokkinu en á lengri vegalengdunum verður keppendum skipt í aldursflokka. Állir þátttakendur fá verðlauna- pening og þrír fyrstu keppendur í öllum flokkum fá ágrafna peninga. Sigurvegarar í hálfmaraþoni í flokki karla og kvenna fá að launum ferð til London með Flugleiðum en sigur- vegarar í flokki karla og kvenna í 10 kUómetra hiaupinu og í hálfmara- þoni fá Reebok hlaupaskó frá versl- uninni Óðni á Akranesi. AUir kepp- endur verða þátttakendur í happ- drætti þar sem aðalvinningurinn er Lundúnaferð og dregin verða út tvö pör af hlaupaskóm að auki. Akraneshlaupið fór fyrst fram árið 1992. Þátttakendur voru 200 fyrsta árið en rúmlega 500 í fyrra. Trimmsíðan getur staðfest að með- al skokkara og hlaupara er mikUl áhugi á Akraneshlaupinu. Hlaupa- leiðin er slétt og þægUeg og allur aðbúnaður góður og stemningin í fyrra var frábær. HeUu hlaupahóp- arnir munu halda til Skipaskaga, njóta samvista við aðra hlaupara og takast á við nýjar leiðir og sjálfa sig. Þeir sem stunda reglulega líkams- rækt sér tU heilsubótar og styrkingar hafa flestir tekið eftir því að matar- lyst þeirra eykst. Oftast vilja trimm- arar ekki þyngjast svo þeim er eðli- lega umhugað um að neyta réttrar fæðu til þess að byggja líkamann upp án þess að þyngjast. Trimmsíðan leit- aði til Ólafs Sæmundssonar næring- arfræðings og bað hann að leiðbeina skokkurum og trimmurum um rétt mataræði. Ólafur starfar í líkams- ræktarstöðinni Mætti og við heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði. „Reglulegt mataræði er undirstaða hreysti og vellíðanar. Við eigum að venja okkur á að borða morgunmat, ' hádegismat, miðdegismat og kvöld- verð. Svo er ekkert athugavert við að fá sér eitthvað létt á kvöldin. Reglubundið mataræöi er grundvöll- urinn, ekki síst ef viðkomandi er að reyna að byggja sig upp. Ef við fylgj- um óreglulegu mataræði eru miklu meiri líkur á aö við föllum í freistni fyrir óhollum, feitum og sætum mat. Rannsóknir sýna að þeir sem sleppa morgunverðinum auka líkur á því að mataræði þeirra verði verra það sem eftir er dagsins." ^ Hve mikilvæg er samsetning fæð- unnar? „Hún skiptir öllu máli. Orkuefnin eru þrjú; fita, kolvetni og prótein. Það sem við þurfum mest á að halda eru kolvetni. 50-60% orku okkar ættu að koma úr kolvetnum en hlutfallið á íslandi er í reynd 42%. Þar af er syk- urhlutfallið of hátt. Viö borðum of mikið af sykri og unnum sætum vör- um en of lítið af flóknum kolvetnum sem eru þau bestu. Sú kolvetnateg- und sem við þurfum mest á að halda er sterkja og dæmi um slíkan mat er kornmeti alls konar, bæði brauð, kex og flatkökur, pasta, morgun- korn, hrísgijón, létt popp og græn- meti. Óregla á máltíðum algeng mistök Algengustu mistökin, sem ég sé fólk gera í minni vinnu, er óregla á máltíöum og rangt samsett fæöa. Of margir borða lítið fyrri hluta dags en of mikið á kvöldin. Margir hafa vanið sig á of flturíkan mat sem erf- itt er að venja sig af.“ Nú segja margir að þaö eitt að hreyfa sig reglulega stuðli sjálíkrafa að hollara mataræði þvi hver og einn finni fljótt hvað er hollt fyrir hann og hvað ekki. „Fólk sem fer að æfa fær fljótlega jákvæðari og styrkari sjálfsmynd og á þá eflaust auðveldara með að gera breytingar á mataræði sínu. I því kerfi sem ég beiti við fólk fylgist það grannt með hitaeiningafjölda og kol- vetnainnihaldi." Þarna vísar Ólafur til kvers sem hann skrifaði og Máttur gaf út. Það ber heitið Offlta og hreyfing og inni- heldur ítarlegar töflur um hitaein- ingar og kolvetni mjög margra mat- artegunda. Hann bendir á að mann- eldismarkmið geri ráð fyrir að kol- vetnahlutfall í fæðunni sé um 50%. íþróttamenn reyna að hafa þetta hlutfall allt að 70%. Hvað er ráðlegt að líði langur tími Veggurinn Talið er að fyrstu 5-10 mínútur við áreynslu noti líkaminn eínk- um glúkósa eða sykur úr blóðinu til þess að knýja sig áfram. Síðan er gengið á forða svokallaðs glýkógens en það er orka sem líkaminn geymir tiltæka í vöðvum og lifur. Eftir því sem áreynslan varir í lengri tíma notar sækir líkaminn orku sína í fitu- vef í auknum mæli með glýkógeni. Eftir ákveðinn tíma gengur glýkógenforðinn til þurrðar og eftir það gengur líkaminn einung- is á fitu. Þetta eru afar erfið umskipti sem langhlauparar þekkja vel og kalla „vegginn". Markmiðið með mjög háu kolvetnahlut- falli I fæðunni er að hækka glýkógenforðann og geta þannig haldið lenguráfram. Nokkrar bækur um hollt mataræði og heilbrigt líf Nýkomin er út hjá Máli og menn- ingu, Heilsubókin, íjölskylduhand- bók um hollustu og heilbrigði eftir dr. Stephen Carroll. Bókin er 320 bls. í stóru broti og tekur á flestu sem varðar heilbrigða lífshætti og mataræði. Fjölvi gefur út í toppformi eftir Haryey og Marilyn Diamond. Bók- in leiðbeinir fólki um mataræði og hollustu. Kenningar bókarinnar eru nokkuð umdeildar en hún mun þegar hafa selst í 8.000 eintökum hérlendis. Bókin er 326 síður í vasa- broti og inniheldur fjölda matar- uppskrifta auk leiðbeininga. Stóra Toppformsbókin er 398 bls. ' í stóru broti og er matreiðslubók eftir Marilyn Diamond, byggð á kenningum Toppformskúrsins. Offita og hreyfing heitir handbók um hollt líferni eftir Ólaf Sæ- mundsson sem Máttur gaf út. Höf- undur sem er næringarfræðingur fjallar á 43 síðum um undirstöðu- atriði næringarfræði, hvers vegna megrunarkúrar virka ekki og birtir ítarlega lista yfir hitaeiningafjölda og kolvetnainnihald fjölmargra fæðutegunda. Hristu af þér slenið heitir hand- bók um heilsurækteftir Ragnar Tómasson sem kom út fyrir síðustu jól. Höfundur leiðbeinir byijendum um skokk, hlaup, líkamsrækt og mataræði. Skokkið tímasparandi íþrótt - við getum hlaupið heiman frá okkur Eg hef alltaf litið á þaö sem kost að geta ráðið sjálfur hvenær dags ég hleyp. Ótvíræður kostur við skokkið er að við þurfum ekki að eyða nein- um tíma í að fara í æfingarsali því að við getum hlaupið heiman frá okkur. Annar kosturinn er sá að við getum auðveldlega hagrætt tíma okkar og hlaupið hvenær sem er dags ef því er að skipta. Skokkið er því tímasparandi íþrótt og um leið fjölskylduvæn!!! 2. vika 5/6-11/6 Sunnud. Mánud. Þriöjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Samt. km (10 km) 5kmról. hvíld 4kmról. 4kmjafnt 3 km ról. hvíld 3,5 Akraneshlaup 19,5 (21 km) 6kmról. hvíld 8 km ról. 8kmjafnt 4 km ról. hvíld 10 km Akraneshlaup 36 Eftir að hafa tekið þátt í almenn- ingshlaupum þar sem við höfum kannski reynt meira á okkur en góðu hófi gegnir er mjög gott að teygja vel á eftir og sömuleiðis að fara í heitt baö. Þá er einnig mjög æskilegt að skokka mjög rólega daginn eftir til að losna fyrr við strengi í vöðvum. -J.B.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.