Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1994, Síða 37
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ1994 45 Skák Euwe-mótið í Amsterdam: Fyrsti sigur Kasparovs í ár Garrí Kasparov stóö einn uppi sem sigurvegari á minningarmótinu um dr. Max Euwe í Amsterdam, eftir að ívantsjúk tapaöi fyrir Timman í lokaumferðinni. Jafntefli Kasparovs við Short nægði honum til þess aö komast upp fyrir ívantsjúk í fyrsta sinn í mótinu. ívantsjúk fékk háifan annan vinning úr tveimur skákum sínum við Kasparov og má vel við það una en taugamar brugðust á lokasprettinum. Upphaflega ætluöu Hollendingar mótinu að vera nokkurs konar upp- gjör meistara FIDE og PCA-samtak- anna. Kasparov og Short, sem tefldu um heimsmeistaratitil PCA í haust sem leið, og Karpov og Timman - sem glímdu á vegum FIDE - vom boöaðir til leiks. Karpov þekktist hoðið í fyrstu en hætti svo við og kom ívant- sjúk í hans stað. Skákunnendur verða því enn aö bíða eftir því að heimsmeistaramir tveir geri upp reikningana. Keppendur vom aðeins þessir fjór- ir og tefldu tvöfaldar umferðir. Eins og áður sagði beið Kasparov lægri hlut fyrir Ivantsjúk en betur gekk rimman við áskorenduma tvo. Tim- man reyndist létt bráð í báðum skák- unum, sömuleiðis Short í þeirri fyrri, en í lokaumferðinni lauk snarpri skák þeirra Kasparovs með þráskák. ívantsjúk tapaði aðeins skákinni 12. Bxd4 b5 13. Hh3! b4 14. Ra4 Bxd4 15. Dxd4 fB? Atlaga á miðborðinu gæti virst rök- rétt en kemur til með að hafa alvar- legar afleiöingar þar sem svartur á enn eftir að skipa út liði sínu á drottningarvæng. Betra er 15. - Da5 16. b3 Bb7 og síðan 17. - Bc6 og svart- ur hefur prýðileg gagnfæri. 16. Dxb4 fxe5 17. Dd6! Df6 Peðið á e6 er dýrmætt. Fall þess merkir hrun svörtu stööunnar. 18. f5!! Short hefur áreiðanlega ekki tekið þessa snilldarlegu framrás með í reikninginn. Ef nú 18. - exf5? 19. Dxd5+ og vinnur, eða 18. - Dxf5 19. Hf3 Dg4 20. Hxf8+ Rxf8 21. Rb6 og svartur tapar liði. Frá „heimsmeistaraeinvigi" Kasparovs og Shorts í Lundúnum sl. haust. Kasparov fór illa með áskoranda sinn á minningarmótinu um Euwe í Amst- erdam á dögunum. við Timman í lokaumferðinni og hlaut samtals 3,5 v. - hálfum minna en Kasparov. Timman fékk 2,5 v. og Short 2 v. Síðastnefndur hefur lítiö haft sig í frammi eftir einvígið við Kasparov - geldur m.a. bannfæring- ar FIDE á hendur þeim PCA-félögum þannig að stig hans eru ekki lengur talin gild. Short hefur nú sest að í Grikklandi, heimalandi eiginkonu sinnar. Kasparov hefur mátt standa í skugga Karpovs það sem af er árinu og sigur hans í Amsterdam er eflaust þeim mun kærkomnari. Raunar er þetta fyrsta mót ársins þar sem Kas- parov hreppir efsta sætið. Hann tefldi vel, eins og hans er von og vísa. Fyrri skákin við Short var sérstak- lega eftirtektarverð - sýnir vel kraftmikinn stílinn sem gengur út á flest annað en að telja peðin. Hvitt: Garri Kasparov Svart: Nigel Short Frönsk vörn. 1. e4 e6 Þótt franska vömin sé meðal eftir- lætisbyrjana Shorts beitti hann henni aldrei í einvíginu viö Kasparov sl. haust. Hann ætti ekki að þurfa að iðrast þess. 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 0-0 10. 0-0-0 a6 11. h4 Rxd4 Þetta er svo sem ekki nýtt en í bók Shorts um franska vöm er aðeins minnst á 11. - Dc7, eða 11. - Bxd4. 18. - Dh6 + 19. Kbl Hxf5 20. Hf3! Hxf3 Eftir uppskipti á hrókum situr svartur uppi með ónýtan liðsöfnuð á drottningarvæng og nú opnast þar að auki leið biskupsins að e6-peöinu. Hins vegar var 20. - Df6 21. Hxfí Dxf5 22. Be2 og næst 23. Hfl ekki betra þvi að opin f-línan er hættulegi vopn í höndum hvíts. 21. gxf3 Df6 22. Bh3 Kf7 23. c4! Enginn friöur! Á hinn bóginn er 23 Hxd5? exd5 24. Dxd5+ Ke7 25. Dxaf Dxh4 glapræði. 23. - dxc4 Eða 23. - d4 24. c5 og c-peðið er komið á skrið. 24. Rc3! De7 25. Dc6 Hb8 26. Re4 Það gleður augað aö sjá skemmti- lega samvinnu hvítu mannanna og hve Kasparov hefur tekist að bæta stöðu þeirra í síðustu leikjum, án þess svartur komi vömum við. Nú hótar hvítur 27. Bxe6+ Dxe6 28. Rg5+ og vinna drottninguna, eða 27. Rd6+ og þiggja biskupinn. 26. - Rb6 27. Rg5+ Kg8 28. De4 g6 29. Dxe5 Hb7 30. Hd6 c3 31. Bxe6+ Bxe6 32. Hxe6 - Og í þessari vonlausu stöðu gafst Short upp. Öðlingamóti TR lokið Halldór Garðarsson, Taflfélagi heymardaufra, sigraði óvænt á Öðl- ingamóti Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór í apríl og maí. Mótið er ætl- Skák Jón L. Árnason að skákmönnum 40 ára og eldri sem fá þar með kærkomið tækifæri til þess aö tefla í friði fyrir máthótunum og annarri ókurteisi barna og ungl- inga. Meðal keppenda í ár voru margir kunnir landsliðsmenn. Nesti hf. gaf glæsileg verðlaun og skák- stjóri var Ólafur Ásgrímsson. Tefldar vom sjö umferðir eftir svissnesku kerfi. Staða efstu manna: 1. Halldór Garðarsson 5,5 v. 2. Bjöm Þorsteinsson 5 v. 3.-5. Gunnar Gunnarsson, Kári Sól- mundarson og Sveinn Kristinsson 4,5 v. 6.-8. Júlíus Friðjónsson, Jóhann Örn Sigurjónsson og Bjarni Magnússon 4 v. 9.-12. Steingrímur Steinþórsson,- Sverrir Norðfjörð, Bjami Bjarnason og Grímur Grímsson 3,5 v. o.s.frv. I • Sumarblóm • Fjölær blóm • Tré og runnar • Rósir • Garðyrkjuáhöld • Blómaker • Áburður • Grasfræ Opid 10-22 alla daga GARÐSHORN §8 v/Fossvogskirkjugarð, símar 40500 og 16541 RAFGEYMAMARKAÐUR SÓLARRAFHLÖDUMARKAÐUR HLEÐSLUTÆKJAMARKAÐUR Aðeins í dag laugardag kl. 10-16. Bíldshöfða 12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.