Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 Sérstæð sakamál ,, Dr aumurmn" Þaö var mjög heitt þennan sum- ardag í Dunedin, syöst á Nýja-Sjá- landi. Reyndar fannst Anne Lindquist hitinn nær óbærilegur þar sem hún sat í garðinum fyrir utan húsið sem hún bjó í. En hún hugsaði með sér að þar eö hún væri aðeins tuttugu og átta ára og við góða heilsu hlyti hitinn veröa henni þungbærari en ella af því að hún gekk með barn. Anne Lindquist var ósköp venju- leg kona, að minnsta kosti að eigin dómi. En hún gerði sér grein fyrir því að hún naut ýmissa forréttinda í lífinu því hún var gift góðum manni í góðri stöðu og gat því látið ýmislegt eftir sér sem aðrar konur gátu ekki. Átti hún systur sem hafði flust til hennar svo að hún yrði ekki ein á daginn síðustu mán- uði meðgöngutímans. Þá bjuggu foreldrar þeirra þar skammt frá. í „hálfsvefni" Um allt þetta sat Anne og hugsaði þetta síödegi í Dunedin. En þá gerð- ist skyndilega dálítið sem átti eftir að hafa sterk áhrif á hana, og reyndar fleiri. „Ég dottaði lítillega," sagði hún síðar, „og skyndilega fannst mér ég vera komin að fáfómum vegi sem ég kannaðist ekki við. Ég sá fyrir mér svartan bfi. Hann stóö kyrr. Undir stýri sat ljóshærður, ungur maður. Áilt í einu kom ellefu til tólf ára telpa gangandi. Þegar hún gekk hjá bOnum steig maöur- inn út, gekk til hennar og rétti henni kort, rétt eins og hann væri að spyija hana til vegar. En um leið og hún leit fram á veginn og benti, rétt eins og hún væri að segja honum hvert hann ætti að fara, sló hann hana þimgu höggi í höfuðið. Síðan dró hann hana inn í bOinn og ók burt.“ Anne lýsti því síðan hvemig henni fannst hún geta fylgst með bílmrni eftir að hann ók af stað. Loks sá hún hann aka aö húsi með rauðmálaðri útihurð. Ljótur atburður „Ökumaður bOsins ók að bOskúr, opnaði dymar og ók bOnum síðan inn,“ sagði Anne. „Ég gat enn séð aOt sem var aö gerast. Maðurinn tók svo telpuna úr bílnum og bar hana inn í húsið. Þar nauðgaði hann henni, en þegar hún byijaði að hreyfa sig kyrkti hann hana. Eftir morðið bar hann líkið út í bOskúrinn og lagði það 1 farangurs- geymsluna. Þá gekk hann aftur inn í húsið, fór inn í baðherbergið og þvoði af blóð, bæði af sjálfum sér og fótum sínum.“ Anne lýsti því nú hvemig henni fannst hún skyndOega yfirgefa bO- skúrinn. „Augnabliki síðar var komið myrkur," sagði hún. Bíliinn var aftur á ferð og nú var hann með fuOum Ijósum. Maðurinn var á leið niður að á. Þegar að henni kom steig hann út, gróf gryfju, sótti lík telpunnar og skólatösku í bO- inn, lagði í gryfjuna og mokaði yf- ir.“ Annar „draumur" Nú „vaknaði" Anne. Henni leið enn verr í hitanum í garðinum en áður en hún dottaði. MikO hræðsla kom yfir hana og hún gekk inn í húsið. Þar sagði hún systur sinni frá því sem fyrir hana hafði borið, og síðar manni sínum. Þau töldu bæði að „draumurinn" væri mar- tröð konu sem hefði orðið ómótt í hitanum. Þá bentu þau henni á að hún hefði líklega borðaö of mikið lambakjöt í hádegismat. Nokkrum dögum síðar endurtók sagan sig, en í breyttri mynd. Anne Erwin Walters. á hlusta á það sem fólk hefur að segja og hafði lesið um tOvik þar sem fóOt hafði „séð“ framda glæpi á fjarlægum stöðum. Ég skrifaöi því aOt hjá mér.“ Burris spurði Anne nákvæmlega um hvert atriði áður en hann lauk við skýrslutökuna, en fór síðan að kynna sér hvort nokkurra telpna væri saknað í nágrenninu. Svo reyndist eldd vera. LögreglufuOtrúinn ræddi máOð viö yfirmann sinn, sem lagði til að þeir hefðu samband við lögregluna í öllum stærri borgum og bæjum á Nýja-Sjálandi. Klukkustundu síöar barst svar frá Auckland, sem er um 1600 kOómetrum norðar, nyrst á nyrðri eyjunni af tveimur sem mynda Nýja-Sjáland. Dunedin er afhir nær syðst á þeirri syðri. Húsið fínnst í svarinu frá Auckland sagði að fannst hún nú vera stödd við annan veg. Þar sá hún sama svarta bOinn og áður og undir stýri var sami Ijós- hærði ungi maðurinn. SkyndOega bar að telpu. Fór nú aOt eins og í fyrra skiptið en síðan ók maðurinn af stað með telpuna meðvitundar- lausa í aftursætinu. Anne sagöi manni sínum frá „drauminum", og í þetta sinn leit hann svo á aö um eitthvað annað og meira en martröð væri að ræða. Lagði hann tíl að þau hjón færu á fund lögreglunnar. Málið skýrist Þaö var AOen Burris lögreglufull- trúi sem tók á móti þeim hjónum og hlustaði á frásögn Anne. Hann sagði síðar um þennan fund: „Ég vOdi ekki lýsa yfir því að um hugaróra væri að ræða hjá Anne Lindquist. Ég legg það í vana minn Alice Russell. Anne Lindquist. þar væri tveggja telpna saknað, PrisciOu Phelan, tólf ára, og AOce RusseO, eOefu ára. Hefðu báðar horfið á leið heim úr skóla. Lögreglan í Auckland fékk nú skýrslu Anne Lindquist senda. Vakti hún í fyrstu vantrú, en brátt las hana lögregluþjónn sem sagðist þekkja veginn sem lýst væri og húsið með rauðu útihurðinni þar sem sagt væri að morðinginn ætti heima. Var þegar í stað sendur lög- reglubOl á staðinn og reyndist þar vera hús sem kom heim og saman við þá lýsingu sem Anne hafði gef- ið. Lögreglan fylgdist með húsinu svo lítið bar á. Undir kvöld kom að því svartur bOl og undir stýri sat ljóshærður ungur maður. Komu bæði bíOinn og hann saman við þá lýsingu sem Anne hafði gef- ið. Nokkrum augnablikum síðar hafði ungi maðurinn verið hand- tekinn. Gátan leysist Ökumaðurinn reyndist vera Erwin Walters, nítján ára. Hann bjó einn með móðrn: sinni, en hún var ekkja. Lögreglan fór með hann inn í húsið og gerði leit. Ekkert fannst þó sem tahð var geta tengt hann morðunum. Það vakti hins vegar athygO að húsið var að innan eins og Anne Lándquist hafði lýst því. Gerð var nákvæm leit í herbergi Walters en hún varð einnig án ár- angurs. Fannst ekkert sem taOð var geta tengt hann hvarfi tepln- anna. Haft var samband við tæknimenn lögreglunnar og þeir beðnir að koma á vettvang. AthygO þeirra beindist að bflnum því að þeir töldu verulegar líkur á að í honum væri eitthvað það að finna sem sýndi að telpumar hefðu komið í hann. Það reyndist líka rétt. Á gólfinu fyrir framan aftursætið og í farangurs- geymslunni fundust hár af tveimur manneskjum. Reyndist Otur þeirra síöar koma heim og saman við háraOt telpnanna. Játningin Erwin Walters var í fyrstu þög- uO. Sagði hann ekkert meðan leitað var í húsinu. Og fyrstu stundirnar í yfirheyrsluherbergi lögreglunnar sagði hann einnig fátt. Honum var hins vegar sagt að tfl væri nákvæm lýsing á því sem gerst hafði. Var hún svo lesin fyrir hann, en engin skýring á því gefin hvaðan lýsingin væri komin. Meðan yfirheyrslan fór fram lá enn ekki fyrir að hár af telpunum hefðu fundist í bílnum og töldu lög- reglumennimir því ljóst að erfitt yrði að sanna að sá grunaði væri sá seki. En skyndflega fór Erwin Walters að gráta og játaði á sig morðin. Fór hann síðan með lög- reglumönnunum og sýndi þeim hvar hann hafði grafið líkin. MáOð kom fyrir rétt nokkm síð- ar. Veijandi Erwins reyndi að fá hann úrskurðaðan á hæO, þar eð hann væri ekki í andlegu jafnvægi, en tókst það ekki því að hann var taOnn sakhæfur. Er þetta gerðist var dauðarefsing í gildi á Nýja-Sjálandi og var Erwin Walters dæmdur til dauða. Um- sókn um áfrýjun var hafnað, en viku áður en aftakan, henging, skyldi fara fram var dóminum breytt í ævilangt fangelsi. Stuttvist Erwin Walters sat hins vegar ekki lengi í fangelsinu. Löngu er vitað að fangar sem sitja inni fyrir að hafa nauðgað eða myrt böm era ekki í miklum hávegum hafðir af öðrum fongum. Svo var það einnig í þessu tílviki. Átta mánuðum eftir að Erwin Walters kom í fangelsið var hann stunginn í bakið með hnífi sem einhver hafði smíðað í fangelsinu. Hann lést og morðing- inn fannst aldrei. Anne Lindquist hafði aldrei kom- ið tfl nyrðri eyju Nýja-Sjáiands og þvi ekki tfl Auckland. Að loknum réttarhöldunum sagði hún: „Ég veit ekki hvemig það gerðist að ég „sá“ atburðina. Slíkt hafði aidrei komið fyrir mig áður og ég vona að það gerist aldrei aftur. Ég mun aldrei geta gleymt því. Þetta var næstum því eins og að sifja í kvikmyndahúsi. Hins vegar var um raunveruleikann að ræða. Þetta er eitt af því skelfilegasta sem ég hef upplifað.“ Anne býr en í Dunedin og ósk hennar hefur ræst. Hún hefur aldr- ei oröið vör við það síðan aö hún sé skyggn og „draumar" af þessu tagi hafa ekki gert vart við sig aft- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.