Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Page 25
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 25 Hún er lýðveldisfósturbam íslands: Fæddist í brennandi stríði í Finnlandi - segir Christel Þorsteinsson flugfreyja sem heldur upp á fimmtugsafmæli sitt á morgun og 26 ára brúðkaupsafmæli „Þaö var brennandi stríö þegar ég fæddist í bænum Kuusankoski í Finnlandi 17. júní 1944. Fjölskyldan flutti á sama sólarhringnum til Helsinki þar sem hún býr enn,“ segir Christel E. Ahonius Þor- steinsson ílugfreyja sem ætlar að halda upp á fimmtíu ára afmæli sitt sautjánda júní eins og önnur lýðveldisbörn landsins. Christel er finnsk en hefur búið á íslandi sl. þrjátíu ár. Hún er gift Garðari Þor- steinssyni framkvæmdastjóra en þau munu einnig hafda upp á 26 ára brúðkaupsafmæli sitt á morg- un. „Það hefur haft mikil áhrif á líf mitt að ég skyldi vera svo heppin að fæðast þennan dag. Fólk hefur alltaf rætt mikið um það. Mér finnst mikill heiður að vera fædd sautjánda júní og þykir mjög vænt um það,“ segir Christel. Móðir hennar, Beatrice Ahonius, kom hingað til lands í tilefni afmælis dóttur sinnar og lýðveldis íslands og annar bróðir Christel einnig. 30 ára starfsafmæli Christel, sem síðan á þrjátíu ára starfsafmæli hjá Flugleiðum í júlí, kom hingað til lands þar sem hún var of ung til að starfa sem flug- freyja í Finnlandi. „Það var verið að auglýsa eftir finnskumælandi flugfreyjum hjá Lofleiðum og ég sótti um og fékk starfið. Ég kunni ekki orð í íslensku þá en átti góða samstarfsmenn sem voru fljótir að kenna mér hana. Ég haíði líka alltaf haft áhuga á að læra íslensku,“ seg- ir Christel. Hún hefur þó ávallt haldið miklum tengslum við föður- land sitt og talar við móður sína mörgum sinnum í viku. „Ég hef samt aldrei haft á tilfinningunni að ég sé.útlendingur hér á íslandi," útskýrir hún. „Ég hef verið mjög heppin með það. Fjölskylda manns- ins míns hefur tekið mér svo vel.“ Beatrix Ahonius kom frá Finnlandi til að vera viðstödd afmæli dóttur sinnar, Christel Þorsteinsson flugfreyju, en hún er lýðveldisfósturbarn íslands. DV-mynd GVA Ekki á Þingvöll Christel ætlar að halda upp á af- mæli sitt og hjónabandsins átjánda júní að þessu sinni þar sem svo mikið verður um að vera þann sautjánda. „Mér fmnst alveg meiri- háttar skemmtilegt að eiga afmæh þennan dag,“ ítrekar hún. „Við ákváðum á sínum tíma að gifta okkur á afmælisdaginn minn og þjóðhátíðardegi íslendinga. Við giftum okkur í Finnlandi og það var hroðalegt hneyksli því 17. júni bar upp á mánudag. Fólk stóð á öndinni yflr þessari ákvörðun. Hjónabandið hefur gengið vel í 26 ár þrátt fyrir það,“ segir Christel og hlær. Þau hjónin ætla ekki á Þingvöll að þessu sinni þar sem Garðar hef- ur átt við veikindi að stríða. Christ- el segist ætla að fylgjast með í sjón- varpinu í staðinn. „Það fyllist alltaf hjá mér húsið þann sautjánda og það gerist áreiðanlega líka núna,“ segir hún. Christel htur á sig sem bæði ís- lending og Finna. Þó segist hún ekki geta hug'sað sér að flytja héðan til föðurlandsins aftur. „ísland er partur af mér,“ segir hún. „Ég hef þó aidrei skipt um ríkisfang enda er mikil og góö norræn samvinna. Mér finnst ég verða að hafa eitt- hvað að heiman.“ Sérstökgjöf Christel riíjar upp skemmtilega sögu frá því hún trúlofaði sig en þá færði hinn tilvonandi eiginmað- ur foreldrum hennar íslenskan fána að gjöf en á fánastönginni, sem var úr silfri, var grafið 17. júni 1944. „Foreldrar mínir skildu þetta ekki og tóku það þannig að á íslandi væri til siðs að gefa fána með fæð- ingardegi tilvonandi brúðar,“ segir Christel. Misskilningurinn var þó leiðréttur og foreldrar brúðarinnar voru heldur stoltir af fæðingardegi dótturinnar. Þessi fæðingardagur hefur hka vakiö athygli í Finnlandi því í vik- unni hringdi finnska útvarpið til Christel og tók við hana viðtal vegna afmælis hennar og íslenska lýðveldisins. Ambra Mini Tewer ♦ 486 DX2, 66 MHz ♦ 245 MB diskur ♦ 4 MB minni, stækkanlegt í 32 MB ♦ 1 MB skjáminni ♦ VESA Local Bus skjástýring ♦ 6 lausar ISA raufar ♦ Rými fyrir 3 aukadrif ♦ Ein laus VESA rauf ♦ 2 raðtengi / 1 hliðtengi / 1 músartengi ♦ 12B KB skyndiminni ♦ "MiniTower" kassi ♦ MS DOS 6.0 og Windows 3.1 ♦ 14" SVGA LR litaskjár, hnappaborð, mús og músarmotta A 8VI B H -A A*einskr. !Z£^oo^r. <Q> NÝHERJI SKAFTAHLlO 24 - SlMI 69 77 00 Alitaf skrefi á undan Þein sem fá DV í póstkassann reglulega geta áit von á þrjátíu þúsund krána matarkörfu Áskriftargetraun DV gefur skiivísum áskrifendum, nýjum og núverandi, möguleika á að vinna þrjátíu þúsund króna matar- körfu að eigin vali. Sex matar- körfur á mánuöi eru dregnar út, hver að verðmæti 30 þúsund króna. Tryggðu þér DV í póst- kassann á hverjum degi og.þar með greiðan aðgang að lifandi og fjölbreyttum fjölmiðli og sjálfkrafa þátttökurétt í áskriftargetrauninni. DV - hagkvæmt blað. 63 27 00 NÝHERJI / GP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.