Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Page 27
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 27 85 ára og saumar upphluti: Saumaði fyrsta upp - hlutinn fjórtán ára - segir Þóra Guðmundsdóttir bóndakona sem hefur nóg að gera í saumaskapnum fyrir konur um allt land Þóra er orðin 85 ára gömul en lætur sig þó ekki muna um að sitja við sauma. Venjuiega situr hún á rúminu sinu við saumaskapinn en einnig saumar hún heima hjá þvi fólki sem hún saumar fyrir. Júlia Imsland, DV, Hö&i; „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á saumaskap og hannyrðum yfir- leitt og byrjaði snemma að sauma. Ég var aðeins átta ára þegar ég sneið og saumaði treyju og svuntu á sjáifa mig,“ segir Þóra Guð- mundsdóttir, 85 ára bóndakona í Svínafelli í Hornafiröi. Þóra hefur saumað 185 upphluti frá árinu 1973 og er ekki frá því að þeir gætu ver- iö nokkrir fleiri ef vel væri talið. Þegar fréttaritari DV náði tah af Þóru var hún aö ljúka við að sauma upphlut á unga konu sem kom vest- an af landi gagngert til þess að láta sauma á sig. - Hvenær byrjaðir þú að sauma íslenska þjóðbúninginn? Ég var fjórtán ára þegar ég saum- aði mér upphlut og ég balderaði hann sjálf. Fyrstu peysufotin saumaði ég á mig þegar ég var átján ára. Á þeim árum voru öll fot saumuð á heimilunum og það kom sér vel að geta gert hlutina sjálfur. Á tímabiii virtist lítill áhugi vera hjá ungum konum á því að eignast íslenska búninginn og í ein fjörutíu ár snerti ég ekki á þessum sauma- skap. Það má segja að það hafi ver- iö algjör tilviljun að ég byrjaði að sauma aftur en frænka mín kom hingað, rak framan í mig hnefann og sagði: „Þú saumar nú fyrir mig upphlut." Auðvitað endaði það með því að ég saumaði á hana og það varð til þess að konur fóru að koma til mín og biðja mig að sauma á sig upphlut." Ferðasttil aó sauma - Þú hefur saumað á konur víða á landinu. Hvaö hefurðu farið á marga staði? „Jú, ég hef saumað á konur víða. Ég fór til Djúpavogs til að sauma á tvær konur en þær urðu yfir tutt- ugu konurnar þar í bæ sem spók- uðu sig í upphlut þegar upp var staðið. Ég hef saumað upphluti á konur á Patreksfirði, í Skagafirði, Þóra Guðmundsdóttir ásamt frænku sinni, Hólmfríöi Þrúðmarsdóttur, og sonardóttur, Svövu Mjöll Jónasdótt- ur. Svava Mjöll er i upphlut sem amma hennar saumaði en hún á einnig möttulinn sem frænka hennar er i en Þóra saumaði hann líka. á Vopnafirði og Egiisstöðum og er núna að fara til Vopnafjarðar og síðan til Egilsstaða. - Hafa konur minni áhuga á peysufotum? „Það er mikill áhugi fyrir peysu- fótum í dag en ég sá aö þaö var alltof mikið fyrir mig að fara í það líka. Ég hef oft lagað gömul peysu- fót en það er ekki svo mikið verk. - Er öll þessi vinna og ferðalög ekki orðin erfið fyrir áttatíu og fimm ára gamla konu? „Mér finnst aldurinn ekki skipta máh og ég skil aldrei í því þegar fólk er að tala um gömlu konuna. Ég finn ekki fyrir ellinni eins og margur gerir, a.m.k. ekki á sálinni. Hins vegar finnst mér ég vera orðin heldur stirð til gangs, ég sem gat gengið og gengið án þess að finna til þreytu og mér bregður við að geta ekki hlaupið eins og ég gerði áður því þrótturinn er farinn að gefa sig,“ segir Þóra sem fékk sér gleraugu fyrir fimmtíu árum og notar þau enn í dag. Notar grös og jurtir í smyrsl Þóra og eiginmaður hennar, Sig- urbergur Ámason, bjuggu í Svína- felh í Nesjum, bænum milh fljóta, þar sem samgöngur hafa vafahtið verið með þeim erfiðustu á landinu vegna legu bæjarins. Þau eignuð- ustu tíu börn og eru niu á lífi. Sig- urbergur lést árið 1983. Þóra býr í Svínafelli hjá syni sínum og tengdadóttur og þar unir hún sér best. Þóra hefur til margra ára lagt sig eftir fróðleik um grös og grasa- lækningar og notar mikið grös og jurtir sem hún tínir og gerir úr smyrsl og lyf sem oft hafa komið sér vel á heimih hennar í gegnum árin. Þeir eru líka ófáir sem leitað hafa til hennar eftir græðandi smyrslum sér til hjálpar. Það væri efni í stóra bók allur sá fróðleikur og þær lifandi frásagnir af atburð- um sem þessi síunga kona býr yfir og hún á vissulega auðvelt með að vekja fólk th umhugsunar um lífið, tilveruna og það sem við sjáum ekki en vhjum flest trúa að sé th.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.