Dagur - 18.12.1992, Page 4

Dagur - 18.12.1992, Page 4
4 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 oðskapur englanna á Betlehemsvöllum var persónulegur-. „yÖur er í dag Frelsari fæddur..." En Ipetta var ekki aðeins fyrir jpá sem heyrðu boðskapinn f>essa nótt. Allir menn geta fengið hlutdeild íþessari gleði. Jesús Kristur kom til að frelsa alla menn. Þegar hann dó á krossinum tók hann á sig syndir alls heimsins (jpínar og mínar syndir), en jpað sem hann gerði, verður fyrst lifandi staðreynd, jpegar við tökum per- sónulega á móti honum í líf okkar. Trúin á Krist og að gefast honum, er lykillinn að hinni sönnu gíeði. Hirðarnir báðu ekki um neitt se'rstakt tákn, en jpeir fengu jpað samt. Þeir áttu strax að fara til Betlehems og finna ungbarn, reifað og lagt í jötu. Hugsanir Guðs eru æðri hugsunum mannsins, jpegar um er að ræða jpað sem gefurfrið, öryggi og gleði. Það er ekki spurning um mátt eða vald, ríkidæmi eða jpjóðfélagslega stöðu. Hirðarnir fundu barn. Jesús Kristur gefur hina sönnu gleði, vegna þess að hann er sjálfur uppspretta gleðinnar. Það er hægt að mæta honum á persónulegan hátt, og jpá umbreytist líf okkar. Hann hefur miklu meira að bjóða en fágaðar og fallegar athafnir og messur og stórhátíðir. í hversdagslífinu er hann vinur, friðarhöfðingi, rekur burtu óttann og fyrirgefur syndir. Hann gengur jpér við hlið, erjpín björgun. Hinirfyrstu, sem flytja áttu jpennan gleðiboðskap um jörðina, voru nokkrir fátækir hirðar á Betlehemsvölium. Á þessum tímum voru fjárhirðar jpeir lægstu í jpjóðfélaginu. Þð svo að nokkrir affremstu leið- togum gamla tímans hafi verið hirðar, var litið niður á fpetta starf. Hirðarnir voru settir á stall með útigangsmönnum, og þess vegna voru þeir ekki hæfir, meðal annars, til að bera vitni fyrir rétti. Menn álitu að ekki væri hægt að treysta þeim. En þegar Guð þurfti að nota vitni að þeim stærsta atburði sem hingað til hafði gerst á jörðunni, valdi hann þá sem enginn reiknaði með, það sem heimurinn gat ekki notað, það sem ekkert var í augum manna, það valdi Guð. Guð þarf á öllum að halda til að flytja þennan gleðiboðskap, en boðberarnir þurfa fyrst að hafa upplifað hina miklu og sönnu gleði í sitt líf. Hún fæst með því að trúa á hann, taka við honum, sem fæddist - Jesús Kristi. Nóg er af jarðneskri gleði, en hún fölnar í samanburði við þá himnesku. Það er ekki einu sinni hægt að líkja þeim saman. Himneska gleðin varir, þegar aðrar gleðilindir tæmast. Hún er hrein og heilög og sýrist ekki. Það sem gerði þessa gleði svo mikla við að Jesús Kristur kom í heiminn, er að Guð varð hold (maður). Fyrirheit Guðs rættust, frelsari fæddist! Það var svarta myrkur yfir Betlehemsvöllum þegar englarnir birtust, en þetta svartnætti varð bjartara en á sól- ríkasta degi, þegar boðskapurinn um frelsarann var kynntur. Honum var ekki aðeins ætlað að fjarlægja myrkrið, sem grúfði yfir Betlehems- völlum þessa nótt. Heldur reka burtu myrkrið úr hverri einustu sál á þessari jörðu, sem opnarhjarta sitt fyrir þessu himneska Ijósi. jesús kveikir Ijós í hinum myrkustu hjörtum enn í dag. E/ þú, lesandi góður, sem ekki hefur opnað hjarta þitt fyrir honum, gerir það núna, munt þú upplifa himneska jólahátíð. Hann sem kveikir Ijósið innra með þér, er eilífur, og þvímunt þú eignast eilíft líf með honum. Gleðilega jólahátíð íjesú nafni. Höfundur er lorsíóhmadur Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri. Vörður L. Traustason. Vörður L. Traustason.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.