Dagur - 18.12.1992, Page 5

Dagur - 18.12.1992, Page 5
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 5 Víðigerði í Víðidal, verslun, veitingar, gisting og verkstæði. Myndir: sþ Víðidalur: Sveitalífið stendur undir voiiiun - talað við Agnar og Rannveigu í Víðigerði Hjónin Agnar E. Jónsson og Rannveig Stefánsdóttir í Víðigerði. í Víðigerði í Víðidal hefur ver- ið rekin þjónusta við ferða- menn um langt skeið. Staður- inn er við vegarkantinn á þjóð- vegi númer eitt og því hand- hægt fyrir ferðlúna að staldra þar við og njóta veitinga og gista. Og bili bíllinn er gert við hann á verkstæðinu á staðn- um. Þau Rannveig Stefáns- dóttir og Agnar E. Jónsson eru nýtekin við rekstrinum í Víði- gerði. Ég tók hús á þeim nýlega til að spyrjast fyrir um hvernig þeim líki vistin, en þau hafa búið í| Reykjavík um árabil. Þar vann Rannveig í Bjarkarási, heimili fyrir þroskahefta, en Agnar rak bílaverkstæði ásamt fleirum. Þau eru þó ekki innfæddir Reykvík- ingar, Agnar er ættaður frá Þor- finnsstöðum í Víðidal og því nán- ast heimamaður. Rannveig er hinsvegar frá Snæfellsnesi, Vatnsholti í Staðarsveit. Þau eru því bæði sveitafólk að ætt og upp- runa og segjast ákaflega ánægð með að búa í sveit og einskis sakna frá Reykjavík. Margvísleg þjónusta - Hvað er langt síðan þið fluttuð? Rannveig: „Við fluttum um miðjan mars alkomin, en við tók- um við hérna 14. desember í fyrra. Þangað til var þetta fjarstýrt, við fórum á milli um hverja helgi.“ - Sá þá einhver um þetta fyrir ykkur? Agnar: „Já, sá sem er á verk- stæðinu sá um þetta. Það var allt lokað nema bensínið.“ Þau segja fremur lítið að gera að vetrinum, hins vegar sé bæði opið fyrir veitingar og gistingu. Agnar segir nýtingu á gistingunni síðastliðið sumar ekki hafa verið neitt sérstaka. „Við höfum ekki tekið neitt saman í prósentur. Nýtingin var minni en við bjuggumst við.“ Rannveig tekur undir þetta og kveðst hafa haldið að nýtingin yrði mun meiri. Gistirými er fyrir 17 manns í svefnpokaplássi, eða uppbúnu rúmi og möguleiki á að börn geti sofið á dýnu inni í her- bergjum með foreldrum. „Maður missti kannski fólk með börn út, af því að þau vildu hafa eldunaraðstöðu. Við erum komin með hana núna. Fólk get- ur hitað sér kaffi og létta máltíð,“ sagði Rannveig. Þau töldu ekki að auglýsingum væri ábótavant, það væri ekki orsökin. Að mati Agnars mætti þó kynna svæðið betur. Svo vantaði t.d. aðstöðu eins og tjaldstæði. Hvað sumarið Yiðtal: Sigríður Þorgrímsdóttir varðar segja þau að veðrið hafi sett strik í reikninginn. „Fólkið hvarf,“ segir Agnar. Síðastliðið sumar unnu tvær stúlkur hjá þeim og svo vinnur maður á verkstæðinu allt árið. Þar er sinnt almennum bílavið- gerðum og vélaviðgerðum fyrir bændur. Meiri þátttaka í félagslífi - Hvað kom til að þið fluttuð út á land? Agnar: „Við vorum að hugsa um þetta. Við fórum oft hingað norður. Þetta var til sölu og eru hlutir sem maður hefur verið að fást við.“ Rannveig: „Ég held að sveita- barnið hafi blundað dálítið lengi í rnanni." - Stendur þetta undir vonum ykkar? Agnar: „Já. Þetta er náttúru- lega mikil vinna sem fylgir þessu. Ég held að þetta sé svipað og við bjuggumst við.“ Þau hjónin eru með tvær stelpur, fjögurra og tíu ára og þær eru mjög ánægðar í sveitinni að sögn. Agnar: „Það er öðru vísi í skólanum, krakkarnir taka miklu meiri þátt, í öllum skemmtunum og svoleiðis. Þetta er miklu almennari þátttaka. Og eins tekur maður sjálfur meiri þátt í því sem er um að vera.“ - Ber reksturinn sig? Agnar: „Það sem jafnar þetta út hjá okkur er verkstæðið. Við ætlum að breyta hérna fyrir næsta sumar, auka verslunarplássið og laga veitingasalinn.“ - Eruð þið bjartsýn á fram- haldið? Rannveig: „Já, já, það þýðir ekkert annað.“ Veitingasalurinn í Víðigerði. Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Bæjarverk Rauöumýri 22 • Sími 22992 Við sendum okkar bestu jóla- og nýdrskveðjur til viðskiptavina okkar og landsmanna. Þökkum viðskiptin á árinu. acohf Skipholti 17, Reykjavík,sími 91-27333 Bestu jóla- og nýdrsóskir sendum við öllum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum. Þökkum viðskiptin á árinu. BLIKKRAS HF. Hjalteyrargötu 6 • Sími 26524 Bestu jóla- og nýdrsóskir sendum við starfsfólki okkar og þökkum gott samstarf á árinu. HAGKAUP Sendum öllum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum bestu jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin á árinu. TRÉSMIÐJA Réttarhvammi 3 • Sími 11188

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.