Dagur - 18.12.1992, Side 8

Dagur - 18.12.1992, Side 8
8 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 S Sendum viðskiptavinum og lands- mönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum árið sem er að líða. Sandblástur og málmhúöun sf. Akureyri • Sími 22122 Óskum viðskiptamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýárs BtSfíít Brautarholti 24 -105 Reykjavík • Sími 91-617195 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. mmmsimt. Réttarhvammi 1 • Akureyri Sími26776 Gleðileg fól, farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Stjörnu-Apótek Hafnarstræti 93-95 • Símar 30451 & 30452 Óskum öilum Hríseyingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum liðið ár. Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps Iiafði strax áhuga á að stofiia KTTM-félag hér - Björgvin Jörgensson, fyrrv kennari, ræðir um kynni sín af kristi- legum félagsskap og fjögurra áratuga starf KFUM og KFUK á Akmeyri KFUM og KFUK félögin á Akureyri hafa nú byrjaö fimmta áratuginn. KFUM varð 40 ára 1. desember 1991 en KFUK í nóvember á þessu ári. Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi að sam- einingu félaganna og gert er ráð fyrir að gengið verði frá formlegri stofnun sameiginlegs félags innan tíðar. Á þessum 40 árum hafa margir komið að starfi félaganna. Á engan verð- ur þó hallað þótt ákveðið nafn sé dregið fram í dagsljósið í því sambandi - nafn Björgvins Jörgenssonar, kennara til margra ára við Barnaskóla Akureyrar. Björgvin er frum- kvöðull að stofnun KFUM á Akureyri og auk þess að vera formaður félagsins frá upphafi á hann ómælt starf að baki á þessum vettvangi. Á 40 ára afmæli KFUM í fyrra var Björg- vin gerður að heiðursfélaga og veittur áletraður skjöldur af því tilefni. Björgvin hefur nú ákveðið að láta af starfi for- manns KFUM á Akureyri - þess félagsskapar er hann stofnaði og hefur leitt um fjögurra áratuga skeið. Björgvin Jörgensson fluttist til Akureyrar á árinu 1946. Hann er Akurnesingur að ætt og uppruna og ólst upp á Skaganum til 15 ára aldurs er hann fluttist til Hafnar- fjarðar. Að loknu kennaranámi stundaði hann kennslu í Reykja- vík um tveggja ára skeið og síðar í Borgarnesi þar sem hann var búsettur næstu átta árin. Björg- vin hóf kristilegt félagsstarf með drengjum í Borgarnesi og þótt ekki yrði af eiginlegri félagsstofn- un þar urðu þau störf rótin að því að hann gekkst fyrir stofnun KFUM-félags á Akureyri. Kynntist Friðrík Friðrikssyni sem barn Björgvin kvaðst hafa komist til trúar á vakningarsamkomum hjá KFUM í Reykjavík. Þá hafi hann starfað með félaginu í um eitt ár og á þeim tíma sótt ýmsa fundi og samverustundir auk dvalar í sumarbúðum. Fyrstu kynni hans af KFUM má þó rekja aftur til uppvaxtarára hans á Akranesi þegar Friðrik Friðriksson, stofn- andi KFUM, leysti sóknarprest- inn þar, Þorstein Briem af um nokkurra ára skeið. Á æskuárum hafði Björgvin einnig kynni af Þórði Möller, síðar lækni. Þeir voru á líkum aldri og dvaldist Þórður um tíma á æskuheimili Björgvins á Skaganum. Þórður varð snemma mikill áhugamaður um kristileg málefni og félagsstarf og hafa kynni þeirra á unglings- árum eflaust átt þátt í að laða Björgvin að kristilegu starfi síðar. Efaðist um flest atriði kristindómsins Björgvin var mjög virkur í skáta- starfi á þessum árum og það var ekki fyrr en að hann var kominn til náms við Kennaraskólann að hann endurnýjaði kynni sín við Friðrik Friðriksson og hóf að sækja fundi hjá KFUM. Þegar Björgvin var á öðru ári í Kennaraskólanum sá hann aug- lýstan fyrirlestur um svonefnda Oxfordhreyfingu. Hann hafði áður lesið nokkuð um hreyfing- una og áhugi hans verið vakinn. Björgvin kvaðst hafa farið með Þórði Möller á fyrirlesturinn og þar kynnst Magnúsi Runólfssyni, guðfræðingi. Að fyrirlestrinum loknum hafi þeir tekið tal saman. Björgvin kvaðst umbúðalaust hafa látið þá skoðun í ljós að hann hefði ýmislegt út á þetta málefni að setja. Hann kvaðst þá hafa efast um flest atriði kristin- dómsins eins og guðdóm Jesú Krists, friðþægingardauða hans, líkamlega upprisu, tilveru djöf- ulsins og glötun vantrúaðra. Magnús lét Biblíuna tala Björgvin sagði að að loknum þessum fyrirlestri hafi Magnús Runólfsson boðið sér heim til að ræða þessi mál nánar. Þá hafi hann sýnt sér fram á að allt sem hann sagði ætti sér stoð í Biblí- unni. Hafi það nægt til að svipta sig sjálfsörygginu um að trú sín væri hin eina rétta, enda hafi hún að mestu verið byggð á eigin hug- myndum um guðdóminn og til- veruna. „Magnús hafði lag á að láta Biblíuna tala. Hann rökræddi kristindóminn á þann hátt að láta hina heilögu ritningu svara spurningum og leysa úr vanda- málum án þess að láta eigin sjón- armið koma nærri. Á þann hátt gat hann látið Guð rökræða krist- indóminn. Þessi rökræða átti eftir að breyta sjónarmiðum mínum.“ Starfíð hófst í Borgarnesi í Borgarnesi hóf Björgvin að leiða kristilegt félagsstarf með drengjum. Um formlega félags- stofnun var aldrei að ræða því Björgvin Jörgensson eins og margir muna eflaust eftir honum - að tala til fólks á kristilegri samkomu. Þarna er hann á bak við ræðupúltið í sumarbúð- unum við Hólavatn. Bygging félagsmiðstöðvar KFUM og KFUK ■ Sunnuhlíð var eitt af stærri verkefnum félaganna. Á myndinni eru Björgvin og Pétur Sigurgeirsson, biskup í samkomusal félaganna.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.