Dagur - 18.12.1992, Page 21
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 21
tíma til að halda áfram. Ég ákvað
að fara til Vínar vegna þess að
þar fékk ég tæpt ár af dýralækna-
náminu metið inn í læknisfræði-
námið, sem ekki hefði verið hægt
hér á landi. Einnig hafði það sitt
að segja að þar fékk ég tækifæri
til að nema söng í virtum tónlist-
arskóla, en söngnám var gamall
draumur sem ég hafði ekki haft
tækifæri til að láta rætast. Ég sá
mér leik á borði að gera hvort-
tveggja og reyndar leit ég svo á
að söngurinn væri kærkominn til
að bæta upp frekar þurrt læknis-
fræðinámið.
og við höfum rétt til að ákvarða
líf þeirra og dauða með vissum
skilyrðum. Hin eru takmarkaðir
fjármunir sem við erum tilbúin
að leggja til dýralækninga. Af
þessum ástæðum meðhöndlar
dýralæknir aldrei erfiðustu sjúk-
dómana hjá sínum skjólstæðing-
um. Þetta léttir óneitanlega dýra-
læknisstarfið, en hitt kemur á
móti að dýrategundirnar eru
margar, dýralæknirinn þarf að
vera allt í einu; lyflæknir, skurð-
læknir, kvensjúkdómalæknir,
augnlæknir o.s.frv. Hann getur
sjaldnast sent frá sér sjúklinga,
að leysa dýralækni af næsta
sumar. Það er viss hvíld frá
spítalavinnunni að grípa í dýra-
lækningarnar. Bæði finnst mér
gaman að eiga við dýr og ekki
síður að hitta bændur og koma í
öðruvísi samfélag."
Vín er falleg borg
Eins og áður sagði stundaði
Hróbjartur Darri nám í söng í
Vínarborg jafnhliða læknisfræði-
náminu. Hann gerði lítið úr
þessu áhugamáli og sagðist hafa
farið í söngnámið fyrst og fremst
ánægjunnar vegna. Með þessu
Hross á báðar hendur. Hróbjartur Darri segist örugglega eiga eftir að stunda dýralækningar tímabundið í framtíð-
inni. „Þegar kollegarnir fara í golf, fer ég sjálfsagt út í sveit að sprauta kýr og lækna hesta!“
Læknisfræðinám í Vínarborg
er mjög svipað og hér heima, en
vegna þess að ég ætlaði að starfa
fyrstu læknisárin mín á íslandi,
fékk ég leyfi til að taka bróður-
partinn af verklegu námi læknis-
fræðinnar hér heima við lækna-
deild Háskóla íslands.“
Faglegur samanburður
er erfiður
Uppbygging dýralæknanámsins í
Hannover og læknisfræðinámsins
í Vínarborg var að sögn Hró-
bjarts Darra ekki ósvipuð.
„Munurinn á manni og æðri
spendýrum er í læknisfræðilegu
tilliti afskaplega lítill. Líffærin
eru þau sömu og uppbyggingin í
stórum dráttum hin sama, að
öðru leyti en því að flest dýr
standa á fjórum fótum en við
tveim. Hins vegar er tekið á veik-
indum manna og dýra á mjög
mismunandi hátt af ýmsum ástæð-
um. Sjálfsagt vega þar tvær
ástæður þyngst. Önnur er sú að dýr-
in eru okkar eign og á okkar ábyrgð
sem hann ræður ekki við að með-
höndla, til annarra dýralækna."
Sáttur við að hafa
farið þessa leið
„Það verður áreiðanlega styrkur
fyrir mig sem lækni að vera dýra-
læknir og það er styrkur fyrir mig
sem dýralæknir að vera læknir,“
sagði Hróbjartur Darri. „Ég hef
öðlast reynslu í dýralækningum
sem á eftir að nýtast mér í læknis-
starfinu og öfugt. Til dæmis hef
ég skorið á bilinu 50 til 60 keisara-
skurði og ýmsa aðra uppskurði á
dýrum. Tæknin við uppskurði er
sú sama hjá okkur og dýrunum,
þó skurðstofan og aðstaðan sé
yfirleitt önnur.
Ég er mjög sáttur við að hafa
farið þessa leið, þó ég mæli ekki
með henni fyrir þann sem ætlar
sér að verða læknir. Þessi leið er
óþarflega löng. En ég á örugg-
lega eftir að stunda dýralækning-
arnar tíinabundið í framtíðinni.
Þegar kollegarnir fara í golf, fer
ég sjálfsagt út í sveit að sprauta
kýr og lækna hesta! Ég býst við
hafi hann látið gamlan draum
rætast. „Ég hefði auðvitað ekki
þurft að fara til Vínar til að læra
að syngja, en hún varð fyrir val-
inu vegna þess að þar gat ég sleg-
ið tvær flugur í einu höggi. Svo
langaði mig að búa í Vín. Þetta
er afskaplega skemmtileg borg.
Þar er geysilegt framboð af alls-
kyns músík og menningu og mik-
ið um að vera. Hins vegar reynd-
ust Vínarbúar ekki eins skemmti-
legir og borgin þeirra er falleg, ég
kynntist mest öðrum Austurrík-
ismönnum en Vínarbúum."
Hróbjartur Darri hefur ekki
lagt sönginn á hilluna. Hann sæk-
ir söngtíma hjá Michaeli Jóni
Clarke við Tónlistarskólann á
Akureyri og syngur auk þess í
Kór Akureyrarkirkju.
Hróbjartur Darri verður
aðstoðarlæknir á F.S.A. að
minnsta kosti til næsta sumars.
Síðan býst hann við að afla sér
meiri reynslu í eitt eða tvö ár hér
á landi og að því loknu er líklegt
að leiðin liggi aftur út í lönd í sér-
nám í læknisfræði. Enn skal
numið. óþh
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
Þökkum ánægjuleg viðskipti
á árinu sem er að líða.
Verslið þar sem úrvalið er.
Bestu jóla- og
nýárskveðjur
til viðskiptavina, starfsmanna og annarra
landsmanna með þökk fyrir árið sem er að líða.
FLUGLEIÐIR
Innanlandsflug
Óskum viðskiptamönnum
og landsmönnum öllum
gledilegra jóla
og gleðilegs nýárs.
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Tölvufræðslan Akureyri hf.
Glerárgötu 34 • Sími 27899
Bestu jóla- og nýársóskir
sendum við öllum viðskiptavinum okkar
Þökkum viðskiptin.
HA6KAUF