Dagur - 18.12.1992, Síða 25

Dagur - 18.12.1992, Síða 25
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 25 Auða sætið við jólaborðið: ,.Ei Utkast sá er verður aldrei hiyggur^ - ráða leitað hjá sr. Sigurði Guðmundssyni, biskupi Jólin eru af hinu góða, ekki síst fyrir okkur sem búum við mesta skammdegið á þessum árstíma. Jólin skapa gleði, birtu og annríki á dögum sem annars yrðu mörgum dimmir og erfiðir. Jólin eru undarleg. Strax á aðventu fara annálaðir fýlupokar að brosa og heilsa fólki á báða bóga. Flestir verða svo glaðir og góðir og ágætir viðskiptis. Fólk gefur góðu til- fínningunum sínum lausari tauminn. Það langar til að gefa og gleðja, sértaklega ástvinina. En á hverju ári grípa einhverjir í tómt; elskulegur fjölskyldu- meðlimur er ekki lengur á meðal vor. Aðstandendur sem stóðu eins og klettar við andlát og útför ástvinar geta brotnað saman um jól, mörgum mán- uðum síðar. Þá hellist tóm- leikatilfínning yfír og vitundin um að aldrei framar verði neitt eins og áður. Vinir og ættingj- ar eiga oft erfítt með að skilja, að sá sem sterkastur var þegar mest á reyndi, sé að taka út það erfíðasta löngu síðar. Jól í sorg geta verið afskaplega erfið. Það eru ekki eingöngu þeir erf- iðleikar sem manneskjan þarf að stríða við sem ákvarða líðan hennar, heldur afstaða hennar til erfiðleikanna. Sr. Sigurður Guðmundsson, biskup, þjónar um þessar mundir sem sóknar- prestur á Húsavík. Það eru orðin 48 ár síðan sr. Sigurður tók prest- vígslu. Hann man tímana tvenna en segir sitt álit, að alltaf búi sama manneskjan undir niðri þó ytri aðbúnaður og lífskjör hafi tekið stakkaskiptum. Margur syrgjandinn hefur orðið á leið hans um dagana. Dagur fór þess á leit við sr. Sigurð að hann gæfi góð ráð til þeirra sem eiga um sárt að binda þessi jól og segði svolítið frá reynslu sinni af samskiptum við syrgjendur. Tilgangurinn með viðtalinu er að leitast við að létta samferða- fólki þungar byrðar; benda á að slíkar hafa verið lagðar á fleiri mannanna börn. Þau þekkja, og eru ef til vill tilbúin að létta undir með náunganum, sé þeim hleypt nógu nálægt til að hálpa. Gefum sr. Sigurði orðið: Fjölskylduböndin eru sterk „Jólin eru fjölskylduhátíð. Þó fjölskyldan sé dreifð hversdags- lega er mikið lagt á sig til að hún geti verið saman á jólum. Þetta eru ákaflega sterk bönd og minningar. Svo hverfur einn úr hópnum. Það er nokkuð sama hvenær á árinu það er, að næstu jól á eftir vantar í hópinn. Alltaf er eitt- hvert tóm þegar einhvern vantar. Þetta fer líka eftir því hvað fjöl- skyldan er stór. Hvað margir koma saman. Hvernig við er brugðist. Það sem mér hefur sýnst erfiðast var þegar fjölskylda er fámenn. Ég tala ekki um þegar hjón eru orðin tvö eftir í heimili og annar makinn fellur frá. Ég hef reynt að koma til fólksins við slíkar kringumstæður, eða að hafa samband við það. Það er ákaflega misjafnt hvernig menn bregðast við, en alltaf var auðvit- að söknuður til staðar. Sumir bæta sér þetta einhvern veginn upp, og það á ýmsan hátt. Flestir segjast eiga hann eða hana ennþá og minningarnar svo sterkar að jafnvel yfir jól geti þeir huggast. Meira að segja glaðst yfir Úr kirkjugarðinum á Húsavík. minningum sem þeir eiga, þó það sé söknuður í huganum. Margir hafa uppi mynd af þeim sem far- inn er og setja skreytingar við myndina og ljós, og finna huggun í slíku. Margir leita til trúarinnar og hafa sagt mér að það sé eins og það opnist eitthvað fyrir þeim, og þeir fari að hugsa meira um trúmál. Fullorðið fólk hefur sagt mér að það hafi tekið fram sálma- bókina sína og farið að rifja upp og lesa, og fengið þannig huggun og styrk. Sjálfur hef ég reynt missi Þetta er svo persónubundið að það er erfitt að gefa ráð. Til eru þeir sem ekki vilja tala um sorg- ina. Það er ákaflega slæmt, því fyrir þá sem missa ástvin er það lífsspursmál að geta talað við ein- hvern. Oft varð ég vitni að því, að menn opnuðu sig og töluðu. Ég á enga alhliða lausn og það held ég að enginn eigi. Ég reyni að benda á Guðstrúna, þá hugg- un sem hægt er að fá í kristinni trú. Það er ákaflega misjafnt hvernig því er tekið, en yfirleitt finn ég að menn eru þakklátir. Dæmi eru til um að fólk hafi þakkað mér fyrir löngu seinna, þó það hafi ekki haft mörg orð þar um meðan það átti erfiðast. Það er ekki ætlunin, að predika yfir fólki, heldur að fá það til að tala, opna sig og segja frá. Við vitum að það léttir, en sá sem byrgir sorg og söknuð inni með sér á erfitt. Sjálfur hef ég reynt missi. Sem barn missti ég móður mína. Mér höfðu verið kennd vers og bænir. Mér var sagt að fara með versin. Þetta hjálpaði mér ekki aðeins þá, einnig löngu seinna. Því held ég að það sé mjög mikils virði að fullorðna fólkið tali við börnin, ef þau missa einhvern. Að reynt sé að vekja þau til umhugsunar, jafnvel þó þau séu lítil. Börn eru miklu næmari og skilningsbetri en við höldum. Ég var ekki nema á fimmta ári þegar móðir mín lést, en það stendur allt ljóslif- andi fyrir mér og hvað var sagt við mig man ég. Því segi ég fólki að tala við börnin, og ekki bara undir rós heldur hreint út. Um leið þarf að vekja trúarvitundina, því trúarþörfin býr með okkur öllum en það er misjafnt hvað trúarvitundin vaknar snemma. Þar fór vinur Á jólum verður allt miklu opn- ara, og þeir fjölskyldumeðlimir sem eftir eru verða enn meira virði. Þá skiptir máli að þeir standi vel saman og tali saman, jafnvel um þann sem farinn er. Sama á við um vini og kunn- ingja. Eitt sóknarbarn mitt fór á milli bæja. Hann átti marga kunningja og vini. Hann kom í heimsókn og ræddi málin við syrgjendur. Sumum þótti þetta svolítið uppáþrengjandi en aðrir voru ákaflega þakklátir. Hann kom oft til mín og ræddi málin og ég hvatti hann heldur til þessara hluta. Fólkið fann að þar fór vin- ur sem hugsaði til þess og vildi hjálpa. En það er ekki nóg að tala, það þarf að sýna það í verki að maður er vinur og vill hjálpa. Þegar tilkynna þarf mannslát er ekki hægt að gefa eina forskrift. Þetta verður allt að fara eftir aðstæðum. Ef maður þekkir til er þetta auðveldara, en þó er þetta aldrei auðvelt. Sorgin er ekki alltaf af hinu illa. Hún þroskar og gerir margan vitrari. Því „ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur.“ Nú er aðventa, biðtími fyrir jólin, og það er mikilvægt að menn standi saman, reyni að hjálpa þeim sem þeir vita að búa við sorg og söknuð. Ekki með vorkunnsemi, heldur huggunar- orðum, hlýju og hjálpsemi. Stundum finnst mér eins og það vanti hlýju hjá þeim sem vilja hjálpa, ekki í orðum heldur í allri framkomu. Það má ekki flýta sér of mikið, það má aldrei. Þegar ég kem til aðstandenda sem hafa orðið fyrir missi, finnst mér grundvallaratriði að vera ekki að hugsa um tímann. Eins er það þegar setið er við sjúkrabeð, að láta sjúkling ekki finna að ekki sé tími til að tala við hann lengur. Sjúklingar, jafnt sem syrgjendur, þurfa að finna að þeir eigi þann tíma sem varið er með þeim. Ég er ekki að segja að mér hafi alltaf tekist vel, oft hefði ég viljað gera ýmislegt öðruvísi. En það þarf að gefa fólkinu tíma, og láta það finna, þegar fundum ber saman síðar, að munað sé hvað á dag- ana hefur drifið. Prestar, eins og aðrir, hafa oft mikið að gera og oft er það svo að tíminn leyfir ekki langa viðdvöl, en þó finnst mér þetta vera nauðsynlegt." Hlýja, vinátta og samstaða mikilvæg - Margir eiga erfitt um þessi jól af fleiri orsökum en ástvinamissi, t.d. þeir sem hafa fengið upp- sagnarbréf með jólapóstinum, eða eru þegar atvinnulausir. Læt- ur fólk veraldarvafstrið hafa of mikil áhrif á jólagleðina? „Auðvitað hlýtur óvissa um framtíð og afkomu fjölskyldunn- ar að hafa áhrif. Það er eðlilegt að þar komi fram kvíði og skuggi leggist yfir. Ég man kreppuárin. Að vísu eru allt aðrar kröfur gerðar í dag, en ég þekkti til á heimilum þar sem lítinn daga- mun var hægt að gera í því atvinnuleysi og kreppu sem þá var. Ég kom á heimili þar sem sáralítið var til og fólkið vissi ekki hvernig það kæmist af næstu daga og vikur, en þar ríkti samt gleði og samheldni. Ég man sér- staklega eftir konu sem var svo bjartsýn á að allt mundi lagast, af því að hún treysti á Guð. Ég var unglingur og fannst þetta nærri því furðulegt, en fann gleðina sem hún bjó við. Nægjusemin var mikil þó menn leituðust við að gera sér dagamun, og ég held að það hafi að mörgu leyti verið meiri gleði á þeim jólum þó lítið væri hægt að veita sér. - Það var furðu margt sem fólk fann uppá til að gleðja aðra. - Nú eru kröf- urnar svo miklar, fólk vill fá þetta og hitt, og fjölmiðlar og aðrir ýta þar undir. Það er hlýjan, vináttan og sam- staðan sem er svo mikilvæg, og að fjölskyldur standi saman. Þá geta menn átt jól, heilög jól og gleðileg jól. Miðdepillinn finnst mér þurfa að vera traustið á Guð. Að treysta því að hann sé lifandi og nálægur, að hans andi verki og vinni. Það þarf líka sterkar fyrir- bænir, þær út af fyrir sig eru mik- ið atriði. Við skulum muna erindi Hallgríms Péturssonar: Gegnum Jesú helgast hjarta. í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta, bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðar myrkrið sorgar svarta, sálu minni hverfur þá. Þetta vers hefur margan hugg- að og glatt. Svo mun verða lengi enn. Það er við fleira en ástvina- missi sem fólk á erfitt. Þegar fjöl- skyldur sundrast er það sárt, ekki síst fyrir börnin, og mér finnst stundum að sumir hugsi meira um sjálfa sig en börnin og tilfinn- ingar þeirra. Það er svo mikilvægt að eiga trú og traust, að vinátta ríki inn- an fjölskyldunnar. Ekki bara það að fólk borði saman og búi saman, heldur sýni hvert öðru jafnframt vináttu og hlýju.“ IM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.