Dagur - 18.12.1992, Síða 32

Dagur - 18.12.1992, Síða 32
32 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum okkar bestu \ó\a- og nýársóskir Þökkum viðskiptin á liðnum árum. tC lvutæici bC kval Furuvöllum 5 og Kaupvangsstræti 4 • Sími 26100 Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árínu. Herrabudin HAFNARSTRÆTI 92 - SÍMI 26708 Sendum öllum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum bestu jóia- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin. Benny Jensen kjötvinnslan Lóni v/Akureyri • Sími 21541 Gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. byggir hf. Viöjulundi 2 • Símar 26277 & 26172 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Tíðindi fyrir tuttugu árum - gluggað í Dag frá desember 1972 Dæmi um auglýsingu í Degi fyrir 20 árum. Desember 1972 var býsna snjó- þungur á Norðurlandi en við hug- um þó frekar að öðrum tíðindum en veðrinu. Gaman er að fletta Degi frá þessum mánuði fyrir 20 árum og birtum við hér nokkra fréttapunkta sem markverðir eða skemmtilegir mega teljast. Byrj- um á menningarsviðinu. Snjólaug Bragadóttir kveður sér hljóðs Skjaldborg sendi frá sér tvær nýj- ar bækur eftir höfunda á Akur- eyri. Þetta eru Páskasnjór eftir Braga Sigurjónsson og Kalli kaldi og Túlípanahótelið eftir Indriða Úlfsson. Hjá Skjaldborg komu einnig út tvær bækur eftir Erling Davíðsson , Jói norski - á selveið- um með Norðmönnum og Aldnir hafa orðið, fyrsta bindi. Sögu- félag Eyfirðinga sendi frá sér Sýslu- og sóknarlýsingar Eyja- fjarðarsýslu og hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar kom út bókin Dagar Magnúsar á Grund eftir Gunnar M. Magnúss. BOB sendi einnig frá sér ljóðabók eftir Kristján frá Djúpalæk og fleiri bækur. Ekki má gleyma því að Snjólaug Bragadóttir kvaddi sér hljóðs með skáldsögunni Nætur- staður. Ungur Akureyringur, Valgarð- ur Stefánsson, opnaði málverka- sýningu í Landsbankasalnum. Þetta var fyrsta einkasýning hans og var hennar getið á forsíðu Dags og reyndar var einnig sagt frá áðurnefndum bókum á for- síðu. Leikfélag Akureyrar sýndi sjónleikinn Stundum bannað og stundum ekki við frábæra aðsókn. Á tónlistarsviðinu má nefna kynningu Philips Jenkins á sónötum Mozarts og heimsókn rússneskra tónlistarmanna til Akureyrar. Pá hélt Karlakórinn Geysir 50 ára afmælistónleika. Fyrsti áfangi Hrafnagilsskóla var vígður 3. desember. Árni vill ungar hryssur Alltaf er gaman að skoða gamlar auglýsingar. Jólaauglýsingarnar 1972 voru af ýmsu tagi. Skoda 1972 er fylgt úr hlaði með eftir- farandi orðum: „Þessi bíll er ánægður með sig... Því að hann er í 5 ára RYÐKASKÓ, og veit að þeir sem seldu hann vilja allt fyrir hann gera. Hann veit líka að hann gleður eiganda sinn, með ódýrum rekstri, lipurð í umferð og traustleika, eins og allir bræð- ur hans frá SKODA.“ Reykingamenn eru óspart hvattir til að hætta að reykja, Helena Eyjólfsdóttir óskar eftir barngóðri konu, Gunnlaugur P. Kristinsson vill láta ágætan Opel Kadett árg. 1966 í skiptum fyrir eins til tveggja ára, 5-6 manna bifreið, Árni Magnússon vill fá ungar hryssur, Brynjar Valdi- marsson opnar lækningastofu, Radioviðgerðarstofa Stefáns Hallgrímssonar auglýsir LP hljómplötur á aðeins 350 krónur, KEA auglýsir jólasveinana og laugardagslokun, Sana minnir okkur á að kaupa Thule drykkina tímanlega, ört gengur á bíla- brautirnar hjá Leikfangamarkað- inum, sala púðurkerlinga og kín- verja er bönnuð, Þorvaldur Hallsson auglýsir eftir dökk- rauðskjóttum hesti sem tapað- ist, Brynjólfur Sveinsson auglýsir saumavélar, píluspil og fleira og margar gamalgrónar verslanir minna á sig, s.s. Dyngja, Drífa, Ásbyrgi, Edda, M.H. Lyngdal, Bernharð Laxdal, Tónabúðin, Blómabúðin Laufás, Raftækni, Amaro og fleiri. Brutust inn og stálu eggjum Lítum þá á nokkrar lögreglufrétt- ir frá desember 1972: „Nú mun jólabaksturinn fram- undan, og einhverjir óþekktir fóru í eggjatínslu um helgina. Komu þeir í Grænhól og Blómst- urvelli, þar sem hænur verpa, brutust inn og stálu eggjum, m.a. tíu kílóum í Grænhól. Þá stal einhver eða einhverjir 1,5x4 tommu plönkum frá Konráði Árnasyni á Óseyri, og er timbur þetta allmikils virði. Þjóf- arnir hafa ekki enn náðzt, hvorki eggja- né timburþjófarnir. Um síðustu helgi gistu 16 í húsakynnum lögreglunnar, og er af sem áður var þegar fanga- geymslur stóðu mannlausar mán- uðum saman að kalla mátti og þeirra virtist lítil þörf.“ (6. des.) Þá er það akstur og áfengi: „Tveir voru teknir úr umferð vegna meintrar ölvunar við akstur. Þykir það nú naumast tíð- indum sæta að menn séu teknir ölvaðir undir stýri, svo algengt sem það er orðið. Það sem af er þessu ári hafa 109 manns verið teknir af þessum sökum, og þar af eru nokkrar konur.“ (9. des.) Asahláku gerði 19. desember. Tvær jarðvegsfyllur féllu í brekk- um Akureyrar. Önnur féll í Inn- bænum og fór norðan við húsið Aðalstræti 28, þvert yfir götu og staðnæmdist á húsinu austan götunnar. Með sér tók þessi fylla bifreið sem skemmdist þó vonum minna. Þá bilaði hár og brattur kantur norðan við kirkjuna og féll hluti hans niður og lenti á húsakynnum Smjörlíkisgerðar- innar sem eitthvað skemmdust. Látum við þá þessari upprifjun frá desember ’72 lokið. SS Tilkoma Krists í hlnu rómverska cða eigin- lega að segja kaþólska tíma- tali, sem vér höldum og er aðaltal í almanakinu, er eitt aðalatriði injög merkilegt, og það er aðskilnaðurinn milli kirkjuársins og leilonannaárs- ins eða liins borgaralega árs. Kirkjuárið lætur ekki mikið yfir sér, og alþýða manna tek- ur svo sem lítlð eftir því, en það er þó í raun og veru fast sambundið í sinni röð. Þessi skipting milli kirkjuárs og leikmannáárs er upphaflega komin frá Austurlöndum, eink- um frá Gyðingum, því þeir byrj- uðu leikmannsár sitt á haustin, í október, en kirkjuárið á páskum, og svo stóð nokkra stund, þar til farið var að halda jólin í minn- ingu fæðingar Krists, - þá varð að skilja jólin frá og hafa bil á milli þeirra og páskanna eða upprisu- hátíðarinnar. Fyrir þessa skuld byrjum vér kirkjuárið með að- ventunni, sem er eiginlega undir- búningstími til jólanna, því adventus þýðir tilkomu (Krists). Á jólaföstunni eru fyrir þessa sök valin guðspjöll, sem benda á Krists tilkomu, fyrst innreið hans í Jerúsalem og þar næst hans síð- ari tilkomu til dómsins. Þá eru enn tveir sunnudagar, þar sem guðspjöllin eru valin um fyrir- rennara Krists, Jóhannes skírara, og er þar með táknað sambandið við Krists fæðingu. Miklar umræður hafa verið um það, hvenær Krists fæðingardag- ur sé rétt settur, og var það fyrst á síðara hluta fjórðu aldar (um 370), að það var almennt ákveðið að setja hann 25. desember. Á Norðurlöndum vildi það svo heppilega til, að menn héldu eina stærstu hátíð um sama leyti, þeg- ar sólin fór fyrst að koma í ljós á ný og dagana tók að lengja, og kölluðu þessa hátíð jól. Sumir segja, að það nafn sé dregið að Jólni, sem var eitt af heitum Óðins, en það er líklega ímynduð tilgáta. Þegar jólin voru orðin hátíð í kristninni, þá varð áttundi dagur- inn eftir einnig hátíðisdagur, og svo er eftir hverja meiri háttar hátíð í kaþólsku kirkjunni, að hver hefur sinn áttadag eða octava (áttund), sem heyrir hátíðinni til, og er einn af þeim dögum, sem mest eru tignaðir. Þessi siður er upphaflega frá Gyðingum kom- inn, því stærstu hátíðir þeirra, þrjár á ári, stóðu í átta daga; þá voru samfelldar helgar milli jóla og áttadags eða nýjárs, og þegar svo stóð á, sem var, þegar jóla- daginn fyrsta bar upp á mánudag, þá voru sem menn kölluðu brandajól, því allir dagar vikunn- ar voru helgidagar. Eftir siðaskiptin var jólahelgin stytt, og voru fyrst fjórir helgi- dagar, en nú eru orðnir tveir, og þegar Jón meistari Vídalín var biskup, voru þrír haldnir. Á brandajólum voru þá fjórir sam- felldir helgir dagar á sjálfum jól- unum, tveir á nýárinu og tveir á þrettánda. Jón Sigurðsson forseti.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.