Dagur - 18.12.1992, Síða 36

Dagur - 18.12.1992, Síða 36
36 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. David Pitt&Co. Hf. UMBOÐS OG HEILDVERSUJN Klappar5tlgl6, Pósthólf 1297 " 121 Reykjavík, Sími 91 -13333 Bestu jóla- og nýársóskir sendum við öllum viðskiptavinum okkar Þökkum viðskiptin. Bilaverkstæði Þ. Jónsson Frostagötu 1b, Akureyri Sími 26055. Við sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur til viðskiptavina okkar og landsmanna. Þökkum viðskiptin á árinu. SDTCPPW105D, TRYGÖVABRAUT 22 600 AKURLYRI SÍMI 96-25055 Sendum Norðlendingum bestu jóla- og nýárskveöjur Þökkum viðskiptin á árinu. Fólafur ÞORSTEINSSON & Co HF Vatnagötum 4 • Reykjavík • Sími 91-688200 Óskum starfsfólki okkar og viðskiptasjómönnum gleðilegra jóla og farsældará nýju ári. Fiskverkun Grímsey „Fjósverkin hafa mótað okkar jólu - heimsókn til hjónanna Stefáns Tryggvasonar og Ingu Margrétar Ámadóttur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd í haust tóku nýir eigendur við rekstri jarðarinnar Þórisstaða á Svalbarðsströnd. Hjónin Stefán Trjggvason og Inga Margrét Árnadóttir keyptu jðrðina af Grími Jóhannessyni og Guðbjörgu Kortsdóttur og búa þar nú ásamt þremur son- um sínum, þeim Tryggva Sturlu, Árna Steinari og Þóri Steini. Auk þess á Inga 14 ára dóttur, Jóhönnu Þóroddsdótt- ur, sem býr hjá ömmu sinni og afa í Mývatnssveit. Stefán og Inga hafa komið nálægt búskap áður, enda bæði upp- alin í sveit, Inga á Laxárbakka í Mývatnssveit en Stefán á Skrauthólum á Kjalarnesi og þar bjuggu þau hjónin með kýr fyrir nokkrum árum síðan. Á Þórisstöðum er einnig kúa- búskapur. Kynntust á Hvanneyri Stefán og Inga eru bæði bú- fræðingar frá bændaskólanum á Hvanneyri, auk þess sem Stefán er einnig búfræðikandidat. Þau kynntust einmitt á Hvanneyri árið 1981 og ákváðu að rugla sín- um reytum saman. Að loknu námi hófu þau búskap á Skrauthólum og leigðu jörðina af foreldrum Stefáns. Eftir að faðir Stefáns lést, keyptu þau Skrauthóla og bjuggu þar með kýr til ársins 1990. Á meðan þau bjuggu á Skrauthólum, tók Inga sig til og fór að læra bókasafnsfræði í Háskóla íslands. „Við byggðum okkur hús á Skrauthólum og eftir að mamma flutti til Reykjavíkur, var gamla hús foreldra minna selt. Eftir að við tókum við búinu, minnkuðum við umsvifin aðeins og ég fór að vinna sem ráðunautur,“ segir Stefán. „Eftir að við vorum kom- in yfir erfiðasta hjallann varðandi kaupin á jörðinni, hætti ég sem ráðunautur og Inga dreif sig í Háskólann. A meðan var ég í uppeldishlutverkinu og sinnti kúnum.“ Fyrsti framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda „Ég var tvo vetur við nám í Háskólanum, á árunum 1988-90 og í framhaldi af því fluttum við norður til Akureyrar,“ segir Inga. Stefán var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri Landssam- bands kúabænda en Inga fékk vinnu á bókasafni Háskólans á Akureyri. „Ég setti það sem skil- yrði þegar ég var ráðinn fram- kvæmdastjóri að fá að vinna það starf á Akureyri. Það var auðsótt mál og fyrsta verkið var að kaupa faxtæki og þá var maður kominn í samband. - Og það má til gam- ans geta þess að eftirmaður minn hjá kúabændum er staðsettur á Hvanneyri, sem sýnir að þetta er hreyfanlcgt starf.“ Stefán segir að það hafi komið mörgum undarlega fyrir sjónir þegar þau hjónin ákváðu að flytja norður til Akureyrar. „Það sem við gerðum, var að selja 15 kýr og leigja íbúðarhúsið á Skrauthólum. Við eigum jörðina en stefnum að því að selja hana næsta vor eða sumar. Ég átti að vísu kálfana áfram og heyjaði á sumrin.“ Flutningurinn norður lítið mál í staðinn leigðu þau sér íbúð á Akureyri og segir Stefán að flutn- ingur fjöldskyldunnar norður hafi verið eins lítið mál og frekast gat verið en hafi hins vegar verið stórmál í augum margra. „Eftir að við komum til Akureyrar fór- um við strax að leita okkur að jörð í nágrenni Akureyrar en höfðum samt sem áður alla möguleika opna. Við ætluðum að gefa okkur allt að tvö ár til þess að skoða málin og þorðum þess vegna ekki að selja Skrauthóla." Stefán og Inga auglýstu eftir jörð á síðasta ári en fengu ekkert út úr því. „Það kom til tals að fara út í búrekstur á Möðruvöll- um en það gekk ekki upp og við vorum að verða dálítið vonlítil með að finna jörð fyrir norðan þegar hjónin á Þórisstöðum aug- lýstu jörðina til sölu. Við náðum fljótlega samkomulagi um kaupin og erum hæstánægð með það,“ segir Stefán og Inga bætir við að þau hafi oft litið hýru auga til þessarar jarðar á leið sinni um S valbarðsströndina. Alltaf búid með kýr Þið hjónin bjugguð með kýr á Skrauthólum og eruð einnig með kúabúskap á Þórisstöðum. Hafið þið ekki áhuga á því að búa með aðrar skepnur? „Ég sá þai' i meðan ég vann aðra vinnu með kúabúskapnum á Kjalarnesi, að það fer ekki saman. Ég er nú líka á þeirri skoðun að stundi menn fleiri búgreinar, þá sé alltaf hætta á að menn sinni hinum einstöku grein- um ekki nægilega vel. Nú og þetta er fyrst og fremst kúajörð hér á Þórisstöðum og það hentar okkur mjög vel.“ Það ekki hægt að ljúka samtal- Gainan að fálieimsókn frárinwn — segja bræðumir Tryggvi 10 ára og Ámi 8 ára sem búa með foreldrum sínum á Þórisstöðxun á Svalbarðsströnd Bræðurnir á Þórisstöðum, Tryggvi 10 ára og Árni 8 ára voru aiveg tilbúnir að ræða við blaðamann um lífið í sveitinni og fleira en þriðji bróðirinn, Þórir, gat ekki tekið þátt í umræðunum, enda aðeins 6 mánaða gamall. Þeir bræður stunda nám í Grunnskóla Sval- barðsstrandar í vetur, eftir að hafa gengið í Glerárskóia síð- ustu tvö ár. En skyldi vera mikill munur á þessum tveim- ur skólum. „Já, það er mikill munur þar á, enda mun fleiri nemendur í Glerárskóla,“ sagði Tryggvi og Árni bætti við, að þar sem nemendur í Grunnskóla Sval- barðsstrandar séu færri, væri hægt að sinna hverjum og ein- um mun betur. „Það eru fimm bekkjardeildir saman í stofu, 2., 3., 4., 5. og 6. bekkur og við bræðurnir erum því saman í stofu,“ sagði Tryggvi. „Við sitj- um reyndar sinn í hvoru horn- inu,“ bætti Árni við. Báðir mæta þeir með skóla- bílnum kl. 8.30 í skólann og Árni er í skólanum til 12.30 en Tryggvi oftast lengur. Leikfimi- kennsla fer fram á Hrafnagili en sundkennslan á Svalbarðs- strönd. Þeir bræður þekkja vel til Bræðurnir Árni t.v. og Tryggvi eru miklir íþróttaáhugamenn og hafa gaman af því að leika sér í boltaleikjum í bílskúrnum heima á Þórisstöðum. Mynd: KK sveitalífsins, þó þeir hafi búið á Akureyri sl. tvö ár. Foreldrar þeirra bjuggu með kýr á Skraut- hólum á Kjalarnesi og strákarn- ir kunna því handtökin. „Það er mjög gaman að búa hér á Þóris- stöðum og alls ekki síðra en að búa á Akureyri,“ sagði Tryggvi. En skyldu þeir vera duglegir að hjálpa til við bústörfin? „Við erum í vinnu hjá mömmu og pabba og förum yfirleitt í fjós á kvöldin og hjálpum til þar.“ Þeir sögðust báðir hafa gaman af því að fá vini sína í heimsókn í sveitina og eins að heimsækja þá til Akureyrar. Þá hafa þeir einnig kynnst skemmtilegum vinum af Svalbarðsströndinni í skólanum. Á meðan þeir bjuggu á Akur- eyri æfðu þeir fótbolta með Þór og gera reyndar enn, þó þeir hafi fært sig aðeins utar í Eyja- fjörðinn. Arni sagði það aðeins hafa komið einu sinni fyrir að þeir misstu úr æfingu en það var í óveðrinu í lok nóvember sl. Árni er markmaður en Tryggvi er staðsettur í vörninni og þeir bræður eru staðráðnir í því að halda áfram að æfa knattspyrnu með Þór. Það er ekki laust við að strák- arnir séu farnir að hugsa um jól- in og báðir hafa þeir hugsað nokkuð um í hvað þá langar í jólagjöf. „Mig langar í hand- bolta, hálsmen, tæknilegó og tölvuleiki," sagði Tryggvi. „Mig langar í handbolta, mark- mannshanska, derhúfu og spólu með Queen,“ sagði Árni. Þá hlakka þeir til að fá heimsókn frá fjöldskyldu mömmu sinnar í Mývatnssveit um jólin. Það er vonandi að fyrstu jól fjölskyld- unnar á Þórisstöðum eigi eftir að verða bæði ánægjuleg og 1 eftirminnileg. -KK

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.