Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 Stuttar fréttir Uflátsdómur Pakistanskur þegn var háls- höggvinn í Sádi-Arabiu í gær fyr- ir ósiölegt athæfi við ungan dreng. Eiturlyfjafundur Tyrknesk landamæralögregla geröi upptæk 100 kg af heróíni viö landamærin í gær en þau voru ætluð á markað í Þýska- landi. Dulbúnir nauðgarar Tveir ungir menn, duibúnir sem lögreglumenn, stöðvuöu unga stúlku á götu í Tokyo og nauöguðu henni. Mennirnir náð- ust og viðurkenndu fleiri slík at- hæfi við yfirheyrslur. Svararaf hörku Tónskáldiö Andrew Lloyd Webber, sem hefur verið lögsóttur af leikkonunni Fay Dunaway fyrir samn- ingsbrot, lýsti því yfir aö hann heföi verið í fullum rétti og leikkonan mundi ekki sækja gull i greipar honum. FarafráSómalíu Bandarískir hermenn munu kaUa sfðustu hersveitir sinar frá Sómalíu um miðjan næsta mánuð enda ráði þeir ekki við ástandið. Dvínandi vinsældir Vinsældir stjórnarflokkanna í Finnlandi fara mjög dvínandi og búist er við stórsigri stjómarand- stööufloks sósíaldemókrata í kosningum i mars nk. Kókaín frá Nígeríu Embættismenn í Suður-Afríku segja aö 90% alls kókafns sém gert sé upptækt í landinu sé frá Nígeríu. Reykingar bannaðar Hvergi í heiminum er reykinga- löggjöf eins ströng og í Singapúr en í gær voru samþykkt lög sem banna allar reykingar í verslun- ar-, iðnaðar- og tómstundahús- um. Góðuppskera Franskir vínbændur í Bur- gundhéraði sjá fram á mjög góða uppskeru á vínberjum sem gefur fyrirheit um góðan vínárgang. Rússlandúrhættu Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, segir að hættan á að Rússland liðist í sundur sé ekki lengur fyrir hendi því spenna, sem ríkti á milli landshluta í ríkinu, sé hðin hjá. Styrkur í sessi Bandarískir embættismenn sjá engin merki þess aö Kim Jong-ii, sonur og erfingi leiötogans Kims Il-sung í Norður-Kóreu, sé valtur í sessi. Stuöningurvex Stuðningur almennings við rík- issfjórn Berlusconis á ítaliu er nú 53,8% sem er 5% meira fylgi en um miöjan síöasta mánuð. Burtúrlandinu Ríkisstjórnin í Pakistan áform- ar aö vísa burt yfir einni milljón ólöglegra innflytjenda sem búa i Karachi, stærstu borg iandsins. Hótaaðfara Kernaðarstaöan í Bosníu gæti orðið svo hættuleg að friðar- gæslulið SÞ gæti neyðst til að yf- irgefalandið,________Reuter Utlönd Franska ríkisstjómin vildi Carlos dauöan: Dráp á hryðjuverka- manni réttlælanlegt - er skoðun sem flestir franskir þegnar geta sætt sig viö Asakanir Jacques Verges, verjanda Carlosar, um að franska ríkisstjóm- in hafi gefið út tilskipun um líflát á hryðjuverkamanninum Carlos hefur ekki vakið þá athygh sem hann ætl- aðist til. Fyrrum yfirmaður leyni- þjónustunnar í Frakklandi, Yves Bonnet hefur viðurkennt að ætlun frönsku leyniþjónustunnar hafi ver- ið að ganga af Carlosi dauðum. „í sumum tilfellum getur það verið rétt- lætanlegt fyrir rikisstjómir að gefa út tilskipanir um að taka hryðju- verkamenn af lífi án dóms og laga. Við áttum möguleika á því aö ná til Carlosar á síöasta áratug en okkur tókst ekki vegna tæknilegri orsaka að ná til hans,“ sagði Bonnet. Yfirlýsing Verges hefur ekki valdið neinu uppnámi svo nokkru nemi í Frakklandi. Svo virðist sem Frakkar séu almennt sammála skoðun Bonn- ets um aö það sé réttlætanlegt í sum- um tilvikum að gefa út tilskipun um að lífláta stórhættulega hryðju- verkamenn. Bonnet orðar þetta sjálf- Það er álit margra Frakka aö í sumum tilfellum geti það verið réttlætan- legt fyrir ríkisstjórnir að gefa út tilskipanir um að dæma hryðjuverkamenn til dauða án dóms og laga. Simamynd Reuter Breskir skurðlæknar náðu tímamótaárangri þegar þeim tókst aö koma fyrir gervihjarta, knúið rafhlöðum, I 62 ára hjartasjúklingi. Aðgerðin, sem gerð var á spítala í Cambridge i Englandi, tók 4 klukkustundir. Símamynd Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis | ÍOOOO Hang Seng 950C% iP 9000 ^ \f 8500 w 8000 9559,25 M J J Á 1 HEE30H EBEBH o /*= ;>*\ 200 i\ 250 200 _ 150 y 150 100 50 195,16 M J J Á 5 15,95 lunna M J J Á 160 169,50 J/t M J J Á 1 50 187,50 S/t M J J Á S3=f ur: „Þessi hugmynd virðist vera ógeðfelld en það eru takmörk fyrir því hvað menn geta gengið langt í því að brjóta lögin. Ef það heíði til dæmis verið tækifæri til þess að drepa Hitler á sínum tíma hefði það verið ábyrgðarhluti að sleppa því tækifæri." Tilskipunin um drápið á Carlosi var gefin út í stjórnartíð Giscards d’Estaings. En eftir að Mitterrand settist á forsetastól var þessi tilskip- un afturköhuö og hefur aldrei verið ígfidisíðan. Reuter Dýrtsímtal Clare Smith, 18 ára gömul bresk stúlka, hugsar sig tvisvar um áð- ur en hún hringir aftur í þjón- ustusímann fyrir stjömuspár. Hún hringdi úr símanum sinum í sérstaka símalínu tU að fá upp- gefna stjömuspá dagsins og stjörnuspáin hljóðaöi á þá leiö að fjárhagur hennar færi batnandi á næstunni. Eftir símtalið fór hún að heiman og kom aftur 15 klst. síðar. Þá uppgvötvaði hún að gleymst hafði að leggja símtólið á. ReUcningurinn fyrir símtahð hljóðaði upp á 42 þúsund krónur. Breska símakerfiö sá aumur á stúlkunni og lækkaði reikning- inn niður í 150 krónur. Lottóæði Þjóðverjar flykkjast i búðir til að kaupa lottómiða þvi stóri pott- urinn er nú kominn upp í 1,26 miUjarð króna sem er stærsti lottóvinningurinn í Evrópu. Stóri vinningurinn hefur ekki gengið út frá 26. júní. Sigurvegarinn veröur að geta upp á 6 réttum tölum frá 1-49 og möguleikinn á þvi er ekki nema l á móti 140 milljónum. Klippturítvennt Rússi á fimmtugsaldri lét lifiö á nokkuö óvenjulegan hátt í gær. Hann var orðinn of seinn i neðan- jarðarlest og reyndi aö troða sér inn um glugga þegar lestin fór af stað. Hann sat fastur í glugganum þegar lestin fór af stað og klippt- ist í tvennt þegar lestin fór inn í göng. Reuter Rotterdammarkaður: Bensínverð snarlækkar Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur farið lækkandi aUt frá 4. ágúst síð- astliðnum. Á Rotterdammarkaði hef- ur innkaupsverðið lækkað um 30 dollara tonnið. Á það jafnt við um 92, 95 og 98 oktana bensín. Þann fjórða ágúst var innkaupsverð á 92 oktana bensíni 198 dollarar tonnið en var í fyrradag 169 doUarar. Á þremur vikum hefur verðið því lækkað um 15%. Þess má geta að þegar olíufélögin hækkuðu bensínlitrann um tvær krónur þann 18. ágúst sl. var réttlæt- ingin meðal annars sú að frá síðustu verðbreytingu í maí hefði heims- markaösverð á bensíni hækkað um 30 tU 40 dollara tonnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.