Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 19 Skák Gottgengi íslenskra skákmanna í Gausdal: Héðinn alþjóðlegur meistari - og Helgi Áss með áfanga Fjallahótelið í Gausdal í Noregi er íslenskum skákunnendum að góðu kunnugt en skákfrömuðurinn Arn- old Eikrem hefur staðið þar fyrir mótum svo lengi sem elstu menn muna. Nokkur undanfarin ár hafa nemendur Skákskóla íslands nýtt sér gestrisni Eikrems og sótt þjálfun og keppnisreynslu til Gausdal. I ár tóku níu nemendur Skákskól- ans þátt í tveimur opnum alþjóðleg- um mótum þar. Skólastjórinn, Bragi Kristjánsson, sem var fararstjóri, tefldi að auki í fyrra mótinu og Þröst- ur Þórhallsson, alþjóðlegur meistari, í báðum. Er skemmst frá að segja að íslendingarnir áttu allir góða spretti og tveir gerðu gott betur: Héðinn Steingrímsson náði lokaáfanga sín- um að alþjóðlegum meistaratith og Helgi Áss bætti enn einum áfanga að sama titli í safnið. Fyrra mótinu, sem kennt var við Pétur Gaut, lauk með því að gríski stórmeistarinn Vasilios Kotronias varð hlutskarpastur með 7,5 v. af 9 mögulegum. Þjóðverjinn Echardt Scmittdiel varö einn í 2. sæti með 7 v. og 3. sæti deildu Horvath, Ung- verjalandi, Tregubov, Rússlandi, og Davies, Englandi, allir með 6,5 v. íslendingarnar komust ekki á verð- launapall en bestum árangri náði Þröstur Þórhallsson sem hlaut 5,5 v. Helgi Áss, Héðinn og Arnar Gunn- arsson fengu 5 v., Bragi skólastjóri fékk 4 v. ásamt Torfa Leóssyni og Birni Þorfinnssyni, Jón Viktor Gunnarsson fékk 3,5 v., Bergsteinn Einarsson 3 v., Gunnar Björn Helga- son 2,5 og Davíð Guðnason 0,5 v. Frammistaða Arnars vakti mesta athygli framan af móti.^Hann vann rússneska stórmeistarann Polujahov og var lengstum með betra tafl móti landa hans og alþjóðlegum meistara, Tregubov (borið fram Tré-kubb-ov), en tapaði. Hann þurfi síðan að vinna Þröst í lokaumferðinni til þess að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en Þröstur lét sig ekki og þar með var draumur Arnars um áfanga úr sögunni að sinni. Á seinna mótinu sigraði Englend- ingurinn Matthew Sadler og var vel að þeim sigri kominn - a.m.k. sóttu íslendingarnir ekki gull í greipar hans. Hann hlaut 7 v. en næstir komu landi hans, Davies, Lev Psakhis, ísrael, og Beshukov, Rússlandi, með 6.5 v. Héðinn og Þröstur fengu 6 v., Helgi Áss 5,5 v., Bergsteinn 5 v., Torfi 4.5 v., Arnar og Jón Viktor 4 v., Björn 3.5 og Gunnar Björn 3 v. Davíð tók þátt í öðru móti sem fram fór sam- hhða og hlaut 2,5 v. af 7 mögulegum. Héðinn sló eftirminnilega í gegn er hann varð skákmeistari íslands á Höfn í Homafirði fyrir íjórum árum. Síðan hefur borið minna á honum en efni standa til en sl. ár hefur hann aftur verið að sækja í sig veðrið. Helgi Áss hefur einnig teflt af styrk alþjóðlegs meistara um langa hríð. Hann vantar nú aðeins eitt mót til viðbótar til þess að hreppa titilinn. Kannski tekst ætlunarverkið um Héðinn Steingrímsson verður vænt- aniega útnefndur alþjóðlegur meist- ari á þingi Alþjóðaskáksambandsins í desember eftir góða frammistöðu á opnu móti í Gausdal. næstu mánaðamót en þá heldur Helgi á HM-unglinga, 20 ára og yngri, sem fram fer í Brasilíu. Lítum á fjöruga skák úr norsku háfjöllunum. Gríski stórmeistarinn Kotronias og Þröstur vekja upp spennandi afbrigði af Sikileyjarvörn sem bar nokkuð á góma á Reykjavík- urskákmótinu fyrir tveimur árum. Hvítt: Vasilios Kotronias Svart: Þröstur Þórhallsson Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. g4 e5 Teningunum er kastað á báða bóga! Hvítur kemst nú vart hjá því að fórna manni en fær hættuleg sóknarfæri í skiptum. Þröstur tekur áskoruninni en varkárari sálir leika gjarnan 7. - h6 í stöðunni. 8. Rf5 g6 9. g5! gxf5 10. exf5! d5 11. gxf6 d4 12. Bc4 Dxf6!? Eftir 12. - Dc713. Dd3 dxc314.0-0-0 hefur hvítur býsna góð færi en þann- ig tefldist skákin Kotronias - Jón L. Arnason á Reykjavíkurskákmótinu 1992 og raunar löngu fyrr skák Guð- mundar Sigurjónssonar og Helga Ólafssonar á alþjóðamótinu í Nes- kaupstað 1984. 13. Re4!? Flækjurnar eftir 13. Rd5 eru skemmthegar. Skákin Þröstur Þór- hallsson - Jón L. Árnason á fyrr- nefndu Reykjavíkurskákmóti tefldist 13. - Dc6 14. Bxd4 Bb4 + ! 15. c3! Dxc4 16. Be3 Be7 17. Rb6 Dc6 18. Hgl og nú er 18. - Bd8 19. Rxa8 b5 nauösyn- legt, með afar óljósu tafli. 13. - Dxf5 14. Bd3 De6 15. Bg5 Rd7 Einnig kemur 15. - Be7 til greina. 16. Dh5 b6 17. f4! Bb7 Ef 17. - exf4 yrði hvítur hrókur á e-línunni til mikilla óþæginda. 18. f5! Peðið má vitaskuld ekki drepa en nú hefur hvítur náð tangarhaldi á e4-reitnum og hefur sterka stöðu í skiptum fyrir peðið. 18. - Dd5 19. Kf2 E.t.v. er 19. Kfl nákvæmara. 19. - Hc8 20. Hhgl h6 21. Hael Hg8 22. Bh4 Hxgl 23. Kxgl Hc6 24. b3 b5 25. Df3 Hb6 26. He2 a5? Nú færist svartur of mikið í fang - veikleikinn sem myndast á b5 á eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. Betra er 26. - Be7 og svartur ætti að geta haldið í horfinu. 27. Hg2 Rc5 Vondur leikur en haldgóð áætlun hggur ekki á lausu. £ ré£ 1 1 Á á Á 4*iA A A4Á É, A A H A A B i? C D E F G H Umsjón Jón L. Árnason 28. Bxb5! Með vinningsstöðu því að 28. - Hxb5 er svarað með 29. Rf6+ og drottningin fellur. Þröstur hafði e.t.v. vonast eftir 28. Rf6+ Hxf6 29. Dxd5 Bxd5 30. Bxf6 Rxd3! o.s.frv. 28. - Rd7 29. Rf6+ Hxf6 30. Dxd5 Bxd5 31. Bxf6 Bxg2 32. Kxg2 - Og Þröstur gafst upp. Vatnsveita Reybjavíkur býður landsmenn velkomna til Gvendarbrunna Sunnudaginn 28. ágúst milli klukkan 10 og 16, er almenningi boðið að kynnast Vatnsveitu Reykjavíkur og vatnstöku kalda vatnsins í Heiðmörk. Til sýnis verður dælustöðin í Gvendarbrunnum ásamt ýmsum munum sem tengjast störfum og sögu vatnsveitunnar. Meðal annars má nefna tölvuvætt landupplýsingakerfi, hönnun unna í tölvu, vaktkerfi vatnsveitunnar o.fl. Verk lista- manna sem þátt tóku í samkeppni um vatnslistaverk sem reisa á í Laugardalnum verða einnig til sýnis. Gestum gefst kostur á að ganga frá Gvendarbrunnahúsi að Jaðri. Á þeirri leið er einn af vatnsgeymum vatnsveitunnar og má sjá vatnið í honum tært og hreint, auk þess eru dælustöðvar á Jaðar- og Gvendarbrunnasvæði. I Jaðri bíða gesta veitingar. Gestir eru beðnir um að leggja bifreiðum sínum á merkt bílastæði í Rauðhólum. Tíðar strætisvagnaferðir verða frá bifreiðastæðunum að Gvendarbrunnahúsi, að Jaðri og aftur að bifreiðastæðunum. Vatnsveita Reykjavíkur Sambyggðar trésmíðavélar Mjög skemmtileg alsambyggð HOBBY- vél: sög • fræsari • afréttari • þykktarhefill • tappabor • sleði. Mest selda sambyggða vélin á íslandi í dag. Hallanlegt blað með eða án fyrirskera • afréttari 30 cm breiður • 3 mótorar 4 hö. Mjög nákvæmar skrúfaðar halla- og hæðarstillingar. Öflug vinnsluvél • Hallanlegt blað • fyrirskeri • afkastamikill þykktarhefill • sleði fyrir töppun á stórum stykkjum. Tvímælalaust verklegasta vélin á markaðnum í dag. Fullkomin plötusög með SCM-kúlulegusleða, sker 1270 mm, hallanl. blað • fyrirskeri • hallanlegur fræsispindill • afréttari-þykktarhefill með Tersa skiptitönnum. Hvaleyrarbraut 18-24 • 220 Hafnarfirði • Sími 655055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.