Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 Sérstæð sakamál Hún seldi sig... manninum sínum Helen Glassy. Derek Glassy og Helen gengu í hjónaband á haustdögum og eftir það tók hún upp eftirnafn hans, Glassy. Þau hfðu hamingjusömu lífi um hríð en svo varð nokkur breyting á. Eftir það má segja að hamingjan hafi fyrst og fremst komið Derek til góða, að svo miklu leyti sem hún var raunveruleg. Hann gerði sér nefnilega ekki grein fyrir hinu sanna eðh konu sinnar og hvað beið. Derek var ófaglæröur og langt frá því að vera metorðagjam. Tekjur hans voru litlar, en engu að síður tókst honum að öngla saman fyrir útborgun á húsi á tæpum þremur áram. Þaö stóð við High-stræti í Eton, sem er í greifadæminu Cleve- land á Englandi. En laun hans nægöu aðeins til aíborgana af hús- inu og fyrir helstu nauðsynjum. Þess vegna ákváðu þau hjón að eignast ekki börn. En þar kom að þeim kom saman um að laun Dereks nægðu ekki. Hann fékk því talið hana á að leita eftir starfi. Það fann hún, en þá byrjuöu eríiðleikar þeirra fyrir ai- vöru. Hættunni boðió heim Helen var lagleg stúlka og þvi tókst henni að fá starf í tískuvöru- verslun. En meöal þeirra krafna sem til hennar voru gerðar var gott útlit. Hún varð því aö breyta klæðaburði sínum og þegar hún gerði það tók hún mið af þeim þeim dýru og fallegu kjólum sem hún var stöðugt að sýna viðskiptavin- unum. Laun Helen rannu því ekki til heimihsins, eins og ætlunin hafði verið, heldur fóru þau nánast óskipt til fatakaupa. Og þau varði hún með því að segja að hún gæti ekki gengið eins og drusla til fara í vinnunni. Allar tilraunir Dereks til að fá hana til að leggja eitthvað til heimilisins runnu því út í sandinn. Derek var mjög ástfanginn af Helen og hélt áfram baráttu sinni til þess að standa undir útgjöldum heimilisins. Honum tókst að ná endum saman, en Helen naut þess að starfa í tískuvöruversluninni og hélt þeim upptekna hætti að eyða öhum tekjum sínum í fatnað. Enn breyting til hins verra Er þannig hafði gengið til um all- langt skeið varð breyting sem átti eftir að valda Glassys-hjónunum enn meiri vanda. Verslunarstjóri tískuverslunarinnar ákvað að draga sig í hlé. Helen var boðið starfið. Auðvitað tók hún boðinu feginsamlega, en það hafði aftur í for með sér að hún varð að ganga enn betur klædd en fyrr og bæta útht sitt eins og kostur var. Eftir nokkurn tíma í starfi verslunar- stjóra fór henni að þykja allmikið til sín koma, en það leiddi aftur til þess að hún fór að hta niður á De- rek. Helen fór brátt að láta sig dreyma um stórt og fallegt hús með góðum húsgöngum, dýran bíl og veislur. En hún leit svo á að það væri hlut- verk Dereks að sjá henni fyrir öhu þessu. Þau tiltölulega háu laun sem hún fékk taldi hún sig eiga, enda þyrfti hún að huga vel aö útliti sínu. Derek maldaði í móinn og hélt því fram að hún ætti að leggja sitt til heimilisins. Meðan hún gerði það ekki gæti hún ekki gert neinar kröfur umf'ram það sem hún hefði áður gert. Aðskilnaður Deilan um heimilishaldið og kostnaðinn af því leiddi til þess að Helen fluttist af heimilinu og heim til foreldra sinna. Hún hélt áfram uppteknum hætti, klæddi sig vel og hélt sig að öðru leyti eins vel og hún gat. Og bráðlega kom hún auga á nýja tekjuhnd. Þau Derek höfðu ekki sótt um lögskilnað og sýndu hvort öðru vinsemd. Á hverju laugardags- kvöldi heimsótti hún hann og þar sýndi Derek henni að hann þráði enn að vera með henni. Loks lét hún undan. En hún setti eitt skil- yrði fyrir þvf að hann fengi að njóta ásta hennar. Hann yrði að borga henni fyrir stundina í rúminu og var gjaldið jafnvirði fimm þúsund króna. Derek hafði í raun ekki efni á þessurn munaði, en taldi að með því að borga Helen fyrir greiðann kynni svo að fara að henni snerist hugur er frá liði og hún ákvæði að flytjast aftur th hans. Þannig fór þó ekki. Helen var stöðugt að leita aö manni sem stæði sig betur í líf- inu en Derek og þegar þetta fyrir- komulag hafði staðið í um ár fann hún shkan mann. Tímaskortur Maðurinn sem Helen fékk auga- stað á hét Richard Kerr og var þokkalega efnaður kaupsýslumað- ur. Hún leyndi hann þvi að hún væri gift og um hríð tókst henni að gefa honum viðunandi skýringu á því að hún gæti ekki hitt hann á laugardagskvöldum. Þaö varð þó æ erfiöara fyrir hana, því það kom stöðugt oftar fyrir að Richard bauð henni með sér í samkvæmi í viku- lok. En þótt Helen langaði th aö fara með honum gat hún ekki hugs- að sér að verða af greiðslu Dereks fyrir laugardagssamverana. Loks fann Helen það sem hún taldi viðunandi lausn. í stað þess aö vera allt laugardagskvöldið hjá Derek tók hún upp þann vana að Richard Kerr. koma í stutta heimsókn. Hún gekk inn um dyrnar, fór beint upp á loft, afklæddist í skyndi og lagðist upp í rúm. Um leið og ástarleikurinn var á enda klæddi hún sig, tók viö fénu og fór. Þannig tókst henni að komast heim th foreldra sinna, fara í bað og skipta um fót áður en Ric- hard kom tU að sækja hana. Grunsemdir vakna Derek varð að sjálfsögðu var við þessa breytingu á hegðun konu sinnar. Hann fór að íhuga hvort verið gæti að hún væri farin að vera með öðrum manni. En hann batt enn miklar vonir við að sam- vera þeirra hjóna á laugardags- kvöldun ætti eftir að leiða til þess að þau færu aftur að búa saman og því ákvað hann að láta á engum gransemdum bera. Jafnframt reyndi hann að sannfæra sig um að Helen nyti þess að vera með honum. Um hálfs annars mánaðar skeið gekk þetta svona tU. Þá gerðist þaö sem átti eftir að valda þáttaskUum. Laugardagssíðdegi eitt kom við- skiptavinur í tískuverslunina. Hann var óvenjulega óráðinn en kröfuharður. Helen sinnti honum, en brátt fór hún að líta á úrið svo lítið bar á. Óákveðni viðskiptavin- arins stytti óðum fyrir henni þann tíma sem hún hafði til að fara heim tU Dereks, standa í ástarleiknum og koma sér heim til að búa sig undir að fara út með Richard. Um síðir ákvað viðskiptavinur- inn sig. Þá var Helen orðin allt of sein, að henni fannst, en hún vildi engu að síður fara heim til Dereks og það gerði hún. Talaði af sér Að venju hraðaði Helen sér upp á loft og það leyndu sér ekki að hún var óþolinmóð. Derek hafði aftur nægan tíma og lá ekkert á. Hann var ákveðinn í að njóta stundarinn- ar eins vel og hann gæti. En þegar ástarleikurinn hafði staöið um stund sagði Helen skyndilega: „Reyndu aö flýta þér, Derek. Annars kem ég of seint til að hitta Richard." Það var sem Derek hefði verið sleginn í andlitið. Hann settist upp í rúminu og starði á konu sína. Svo var sem hann kæmist í annarlegt ástand. Hann greip um háls hennar og spurði: „Það er þá annar í spil- inu. Hver er hann? Segðu mér það? Hve lengi hefur þetta staöið?" Derek fékk aldrei svar. Hann hélt svo fast um hálsinn á Helen að hún kom engu orði upp. Og þegar hann áttaöi sig loks hafði hann þrengt svo lengi að honum að hún var dáin. Um hríð sat hann skelfhigu lost- inn í rúminu. Svo fór hann fram úr, klæddi sig og gerði lögreglunni aövart. Skömmu síðar komu rann- sóknarlögreglumenn á vettvang og þá sagði Derek hina sérstæðu sögu af viðskiptum sínum við konu sína. Vægur dómur Málið komst í fréttir og vakti eft- irtekt. Réttarsalurinn var því þétt- setinn þegar Derek Glassy kom fyr- ir sakadóm í Yorkshire. Þar var farið yfir alla þætti málsins, en með það í huga hve óvenjulegt málið var og meö hverjum hætti dauða Helen hafði borið að höndum hafði ákæravaldið ekki viljað ákæra fyr- ir morð, heldur ofbeldi sem leitt hefði til dauða. Derek skýrði það sem gerst haföi meðal annars á þennan hátt: „Ég elskaði hana og lét mig dreyma um að hún flyttist aftur til mín. En þegar mér varð ljóst að hún heim- sótti mig aðeins á laugardögum vegna peninganna var sem ég gengi af vitinu um stundarsakir. Það var ekki ætlun mín að stytta henni ald- ur. Ég ætlaði bara að ganga svo hart að henni að hún segði sann- leikann." Kviödómendur fundu Derek sek- an um það sem hann var ákæröur fyrir. Þegar sá úrskurður lá fyrir kvað dómarinn upp dóminn. Hann var í mildara iagi. Þriggja ára skil- orðsbundið fangelsi. Derek gat því gengið út sem frjáls maður, en hamingjusamur var hann ekki. Þótti flestum ljóst að hann hefði sagt satt þegar hann lýsti yfir því að hann hefö elskað konuna sem hann var kvæntur en varð að lok- um að borga fyrir að fá að vera með. Fréttamanni sem fylgdist með réttarhöldunum varð á orði þegar hann gekk út úr salnum: „Það er ekki á hverjum degi sem maður verður vitni að því að velgengni annars makans veldur eins konar stéttaskiptingu innan hjónabands, sem leiðir síðan til vændis innan þess og loks dauða þess makans sem betur hefur vegnaö. Sérhverri velgengni sýnist geta fylgt vandi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.