Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 Fordstúlkan á leið í keppnina Supermodel of the World á Hawaii: Hefbara séð Hawaii í Presley-myndum - segir Elísabet Davíðsdóttir sem starfaði í sumar sem Fordfyrirsæta í París „Ég er óneitanlega farin að huga aö ferðinni og undirbúa mig fyrir hana. Meöal annars hef ég fengið leiðsögn hjá Unni Arngrímsdóttur í fram- komu og göngu. Einnig hefur Vigdís Másdóttir, Fordstúlkan 1992, sagt mér heilmikið um keppnina og sýnt mér myndband frá henni. Ég hef aldrei áður komið til Bandaríkjanna og er orðin mjög spennt,“ segir Elísa- bet Davíðsdóttir, 18 ára, sem sigraði í Ford-fyrirsætukeppninni í vetur og er nú á leið í keppnina Supermodel of the World sem haldin verður á Hawaii að þessu sinni. Elísabet held- ur utan 10. september. Árið hefur verið mjög viðburðaríkt hjá Elísabetu frá því hún sendi mynd af sér í keppnina í vetur. Það var nánast fyrir tilviljun sem hún ákvað að senda mynd enda höföu vinkonur hennar hvatt hana mjög til þess. Yfir eitt hundrað stúlkur sendu inn myndir en aðeins sex komust í úr- slit. Á undanförnum árum hefur sig- urvegari keppninnar farið beint í hina stóru Supermodelkeppni en svo var ekki að þessu sinni. Ford Models í New York ákvað að engin stúlka kæmist í keppnina í ár nema hún kæmi vel út á ljósmyndum sem tekn- ar væru af atvinnutískuljósmynd- ara. Allar þær stúlkur sem taka þátt í keppninni eiga að hafa útlit til að starfa sem fyrirsætur. Fékk samning í París Vegna þessara skilmála átti Elisa- bet að mæta í ljósmyndun hjá tísku- ljósmyndara í París í lok maí. Hún var varla búin að stynja upp erindi sínu hjá Ford Models í París þegar henni var boðinn samningur við fyr- irtækið. Elísabet starfaði því hjá Ford Models í París í tæpa tvo mán- uöi í sumar og hefur þegar gert þriggja ára samning við fyrirtækið. Elísabet kom mjög vel út á þeim ljósmyndum sem teknar voru fyrir keppnina og þegar fyrirsætumamm- an sjálf, Eileen Ford, kom til Parísar og sá Elísabetu tók hún þá ákvörðun að hún skyldi taka þátt í keppninni Supermodel of the World á Hawaii í september. Þannig hefur hvert óvænta atvikið rekið annað hjá El- ísabetu. Þegar Elísabet sendi myndir af sér í Fordkeppnina hafði hún aldrei komið nálægt fyrirsætustörfum og átti í raun ekki von á að það myndi breytast. „Mér datt bara í hug aö prófa,“ segir hún. Engin vinkona hennar hefur verið í fyrirsætustörf- um. Velgengni Elísabetar vekur því mikla athygli meðal ættingja og vina. Nú styttist í að Elísabet pakki niður í tösku enn á ný og haldi til staðar sem hana hefur aldrei dreymt um að koma á - til Hawaii. „Maður hefur bara séð Hawaii í einhveijum Elvis Presley-bíómyndum," segir hún. Mappan skiptir máli „Ég vonaðist auövitað eftir að koma svo vel út úr prufutökunum að ég kæmist í keppnina. Maður vissi þó aldrei hvað úr yrði. Ég veit þó núna hversu mikilvægt það er að eiga góðar myndir í möppu. í París gafst mér tækifæri til að eignast myndamöppu en ég fékk líka að kynnast því hvemig það er að fara á milli staða með möppuna sína og Elísabet með foreldrum sínum, Davíð Lúövíkssyni og Emmu Axelsdóttur, og bróðurnum Hrafni, 9 ára. DV-mynd GVA FORD 29, rae Dtnicfk C*uteor« 7$m r»*rw Ult40WV*<Cfu Fordfyrirsætan Elisabet í París. Elisabet varð Ijósmyndafyrirsæta foreldra sinna ung að árum og mörg myndaalbúm eru til með myndum af henni sem barni. Hér er Elísabet aðeins tveggja ára í freyðibaði. Orðin fyrirsæta, aðeins fjögurra ára gömul. sækja um vinnu. Þegar maður kem- ur á staðinn eru þar kannski þrjú hundruð aðrar stúlkur í sömu er- indagjörðum. Þá hggur við að manni fallist hendur en út á þetta gengur starfið. í París eru mjög margar umboðsskrifstofur og mér fannst eig- inlega borgin vera full af fyrirsætum. Einnig varð ég vör við hversu mikil ásókn ungra stúlkna var í að komast að hjá Ford Models, m.a. kom ein íslensk stúlka þangað, en því miður urðu langflestar þeirra að snúa til baka án samnings. Það var fyrst þarna sem ég gerði mér grein fyrir hversu heppin ég var að fá þetta tækifæri," segir Elísabet. .Ford Models í París hefur beðið hana að koma til starfa aftur í sept- ember og Elísabet segist vera að íhuga það. „Ég ætla að sjá fyrst hvernig gengur í keppninni á Hawa- ii. Annars er ég í menntaskólanum í Hamrahlíð, á þriðja ári, og hef hug á að halda áfram námi. Það væri síðan lítið mál að fara út og vinna í skóla- fríum,“ segir hún. Elísabet er á nátt- úrufræðibraut en langar að verða læknir í framtíðinni. Glæsileg verðlaun í boði Sigurvegari keppninnar Su- permodel of the World fær í verðlaun samning við Ford Models upp á fimmtán milljónir íslenskra króna. Auk þess fær hann glæsilega skart- gripi að gjöf. Sigurvegarinn þarf að vera tilbúinn til að fórna öllu fyrir starfið næsta árið. Keppnin fer fram í borginni Maui á Hawaii og kepp- endur, sem verða þrjátíu talsins, munu búa á lúxushóteli þá daga sem undirbúningur keppninnar stendur yfir. „Keppnin hefur aldrei verið glæsilegri en hún verður í ár,“ segir deildarstjóri keppninnar hjá Ford Models. Allir undirbúningsdagar fyrir keppnina fara í að undirbúa sjónvarpsupptöku á sjálfu úrslita- kvöldinu en margar sjónvarpsstöðv- ar í heiminum hafa keypt sýningar- rétt. Úrslitakvöldið er byggt upp fyr- ir sjónvarp með tilheyrandi sýning- aratriðum. Allur klæðnaður sem stúlkurnar nota í keppninni kemur frá Ford Models og þurfa þær því ekki að hafa áhyggjur af honum. Hins vegar þurfa þær að koma með samkvæmisföt þar sem nokkrar glæsilegar veislur bíða þeirra. Mjög heitt er á Hawaii í september og því verða stuttbuxur sennilega mest not- aðar á daginn. Stúlkurnar fara í hár- greiðslu og förðun snemma á morgn- ana en síðan taka við myndatökur. í fyrra fór keppnin fram á Flórída og fengu stúlkurnar þá að heimsækja Disney World og fleiri spennandi staði. Þar á undan hafði keppnin far- ið fram um nokkurra ára skeið í Los Angeles. Fordstúlkurnar heimsóttu m.a. Universal-kvikmyndaverið. Þá bjuggu þær á hóteli því sem síðar varð frægt í myndinni Pretty Woman þar sem Julia Roberts fór á kostum. Þess má geta að líkami Ford-fyrir- sætu var notaður í mörgum atriöum bíómyndarinnar þó leikkonunni hafi verið eignaður hinn glæsilegi kropp- ur. Keppnin fer nú í fyrsta sinn fram á Hawaii og verður ekkert til sparað. Þær stúlkur sem eru svo heppnar að LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 V ' V ;•-■ fá að taka þátt í henni munu án efa eiga eftir að kynnast mörgu nýju og spennandi. Elísabet mun því hafa frá nógu að segja þegar hún kemur heim aftur. Tískublöðin bíöa Sigurvegari keppninnar nú heldur rakleiðis til New York að keppni lok- inni þar sem hið nýja súpermódel verður kynnt fyrir öllum helstu tískufréttamönnum og ljósmyndur- um í Bandaríkjunum. Tískublöðin bíða spennt eftir keppninni enda hafa margar frægar fyrirsætur uppgötv- ast í Supermodel of the World. Flestar stúlkur sem áhuga hafa á fyrirsætustörfum eru i stöðugum ótta við að þyngjast of mikið. Elísa- bet hefur ekki þurft að hafa áhyggjur af slíku, þvert á móti hefur hún ver- ið í fitun undanfarið. „Rétt áður en ég kom heim frá París fékk ég vírus og háan hita í nokkra daga. Ég missti matarlystina og léttist um nokkur kíló sem ég mátti ekki við. Núna er ég að reyna að ná þeim á mig aft- ur,“ segir hún. Elísabet segist aldrei hafa reiknað með öllum þessu óvæntu uppákom- um í lífi sínu. „Það er svolítið snið- ugt að í fyrravetur kom spákona í MH sem las í spil og hún spáði öllu þessu fyrir mér. Ég trúði ekki orði af því sem hún sagði enda sá ég ekk- ert fram undan nema skólanámiö og síðan bæjarvinnuna. Það virðist því allt hafa ræst sem hún sagði,“ segir Elísabet og hlær. Viðburðaríkt ár Foreldrar Elísabetar eru Emma Axelsdóttir innanhússarkitekt og Davíð Lúðvíksson verkfræðingur. Hún á einn bróður, Hrafn, sem er níu ára. Svo skemmtilega vildi til að Hrafn sigraði í tvísöng og með drengjakór Laugarneskirkju á Flórída í vor. Má því með sanni segja að árið hafi verið viðburðaríkt hjá fjölskyldunni. Hrafn mun einnig syngja með íslensku óperunni í vetur þannig að ævintýri hans eru ekki á enda frekar en systurinnar. Fjölskyldan býr nú í Árbænum en hún bjó um nokkurra ára skeið í Kaupmannahöfn þar sem Elísabet ólst upp og var hún fyrstu skólaárin í dönskum grunnskóla. „Foreldrar mínir voru í námi og fóru utan þegar ég var fjögurra ára. Við bjuggum í Kaupmannahöfn í sjö ár og ég kunni mjög vel við mig þar. Þegar við kom- um heim bjuggum við í Hlíðunum og ég gekk í Hlíðaskóla en fór síðan í Árbæjarskóla. Mér þóttu mikil við- brigði að koma í íslenskan skóla eftir að hafa verið í dönskum. Við bjugg- um á stúdentagörðum úti og staður- inn var mjög barnvænn." Elísabet segist eiga marga vini frá árunum í Danmörku sem hún heldur sambandi við. Námsmenn frá Árós- um höföu samband við Elísabetu fyr- ir stuttu, en þeir höfðu frétt af henni í gegnum sameiginlega danska vini, og óskuðu eftir að fá viðtal við hana í blað sem þeir eru að vinna. „Þeir höfðu mestan áhuga á að fá lýsingu á hfi og starfi unglinga á íslandi," segir hún. „Ég átti reyndar von á að fá í heim- sókn gamla skólafélaga mína frá Danmörku í sumar en það breyttist allt þegar ég ákvað að taka tilboðinu frá París,“ segir Elísabet. í staðinn kynntist hún mörgu nýju fólki í heimsbqrginni. „Ég rakst óvænt á marga íslendinga úti á götu í París, bæði sem ég þekkti og þekkti ekki. Ég fór t.d. einu sinni á frægan skemmtistað og kynntist fyrir tilvilj- un frönskum systkinum sem eru vin- ir Sigmars, sonar Guðrúnar Bjarna- dóttur fyrirsætu. Það varð til þess að ég kynntist honum en systkinin buðu okkur í matarboð og einnig ís- lenskum vinum mínum sem voru staddir í París. Það var mjög skemmtilegt." í afmæli tískuhönnuðar í París kynntist Elísabet vel marg- breytileika fyrirsætustarfsins. í eitt skiptið óskaði tískuhönnuður eftir Elísabet Daviðsdóttir hefur starfað sem fyrirsæta hjá Ford Models í Paris í sumar en er nú á leið til Hawaii í keppnina Supermodel of the World. fyrirsætum til að sýna föt í afmælis- veislu sinni. „Þetta var mjög furðu- leg veisla, margir klæðskiptingar voru þarna og alls kyns furðufuglar. Við vorum líka að sýna furðulegan klæðnað, vorum málaðar og með hárkollur. Sumum fyrirsætunum fannst lélegt af Ford Models að senda okkur í þessa veislu,“ segir Elísabet. Hún segist þó hafa lært mikið á þess- um tæpu tveimur mánuðum og þroskast. - En hvað er það sem heillar svo mjög í þessu starfi? „Launin, ferðalögin og að kynnast svo mörgu og ólíku fólki,“ býst ég við. „Starflð er skemmtilegt þó það sé erfltt. Það tók mig samt svolítinn tíma að venjast borginni. Fyrstu tvær vikurnar var ég með mikla heimþrá. Síðan fór ég að kynnast fólki og þá breyttist allt saman. Mér fannst þetta mjög skemmtileg reynsla. Þótt engir stórviöburðir hafi gerst hjá mér var samt margt mjög gaman, eins og þegar ég fór að sjá sýningu hjá Ninu Ricci. Það var stórkostlega flott sýning þó engin toppmódel hafi verið að sýna. Annars er Nina yfir- leitt með stór nöfn á sýningum sín- um. Þetta var þó ekki fatnaður sem ég vildi klæðast sem þarna var sýnd- ur,“ segir Elísabet. Eftirsótt starf Á hveiju ári koma sjö þúsund stúlkur inn á skrifstofu Ford Models í New York og vonast eftir að kom- ast á samning og aðrar tíu þúsund senda bréf og mynd. Allar vonast þær eftir að verða önnur Cindy Crawford eða Claudia Schiffer. Með- al stærstu stjarna Ford-skrifstofunn- ar eru Christie Brinkley, Jerry Hall, Ashley Montana, Elle Macpherson og Brooke Shields, svo einhveijar séu nefndar. Þetta eru stór nöfn í heimspressunni, konur sem hafa orðið heimsfrægar á fyrirsætustörf- um. Þekktasta íslenska fyrirsætan sem starfaði hjá Ford er María Guð- mundsdóttir ljósmyndari. Andrea Brabin tók þátt í Fordkeppninni hér heima árið 1986 og komst í úrslit Supermodel of the World. Hún hefur starfað sem fyrirsæta í Bandaríkjun- um síðan og gerir það gott. - Hvað ætlar þú að gera ef þú vinnur Supermodelkeppnina eða kemst í úrslit? „Ég mun nú ekki vinna þessa keppni en ef ég kæmist í úrslit myndi mig langa til að starfa sem fyrirsæta að minnsta kosti í einhvem tíma. Ég veit að það er erfitt að fá vinnu í París en þar fær maður mjög góðar myndir í möppu. Fyrirsætustarfiö í París er líka verr borgað heldur en t.d. í Þýskalandi. Það er líka dýrt að lifa í París. Margar stelpur fara til Mílanó en þar er líka reynt að klípa af laununum. Ég hitti þýska konu, Sonju, í París en hún er einn af dóm- urum í súpermódelkeppninni og rek- ur umboðsskrifstofu í Þýskalandi sem hefur verið í samstarfi með Ford Models. Sonja bauð mér vinnu hjá sér ef ég heföi áhuga á að færa mig.“ Nú er það hins vegar Hawaii sem lífið snýst um hjá Elisabetu. Hún hefur sannarlega fengið tækifærin upp í hendurnar og nú er að notfæra sér þau. Svona tækifæri koma tæpast aftur og það verður því spennandi að fylgjast með Elísabetu í keppn- inni. - En hvað dettur þér fyrst í hug þeg- ar minnst er á Hawaii? „Ætli það séu ekki blómakransam- ir og strápilsin," svarar súpermódel íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.