Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Page 43
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 51 Afmæli Kristinn V. Jóhannsson Kristinn Vilhjálmur Jóhannsson framkvæmdastjóri, Blómsturvöll- um 27, Neskaupstað, verður sextug- urámorgun. Starfsferill Kristinn er fæddur í Neskaupstað og ólst þar upp. Hann er stúdent frá Laugarvatni 1955 og með BA-próf í uppeldisfræði ásamt dönsku og sögu frá HÍ. Kristinn vann hjá Pósti og síma í Reykjavík 1959-61, var kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað 1962-71, skólastjóri Iönskóla Aust- urlands 1971-81 og hefur verið fram- kvæmdastjóri Samvinnufélags út- gerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) fráþeimtíma. Kristinn var formaður íþróttafé- lags stúdenta 1959-62, formaður Þróttar í Neskaupstað 1964-65, í stjórn KKI1959-62 og UIA1965-70. Hann sat í bæjarstjórn Neskaup- staðar 1966-90 og var forseti bæjar- stjórnar nokkur ár, í stjórn Sam- bands sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi (SSA), í stjórn Landssam- bands íslenskra sveitarfélaga 1984-90 og var í mörg ár í ritnefnd vikublaðsins Austurlands í Nes- kaupstað. Kristinn hefur setið í stjórn Síldarvinnslunnar hf. frá 1982 og verið stjórnarformaður frá 1984. Fjölskylda Kristinn kvæntist 4.2.1961 Báru Jóhannsdóttur, f. 5.2.1937, skrif- stofumanni, en þau hófu sambúð 1955. Foreldrar hennar: Jóhann P. Jóhannsson og Guðrún Magnús- dóttir. Þau eru bæði látin. Þau bjuggu á Akranesi. Synir Kristins og Báru: Jóhann Gunnar, f. 15.8.1956, framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildar Fram, maki Gyða María Hjartardóttir meinatæknir, þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjú börn; Ey- steinn Þór, f. 26.11.1964, íþrótta- kennari og kennari við Verk- menntaskóla Austurlands, maki Hjördís Stefánsdóttir húsmóðir, þau eru búsett í Neskaupstað og eiga tvö börn. Bróðir Kristins: Þórður Kr., f. 3.6. 1933, kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, maki Steinunn Þor- steinsdóttir hjúkrunarfræöingur, þau eru búsett í Neskaupstað og eiga tvö börn. Hálfbróðir Kristins: Jó- hann Grétar Stephensen, f. 3.10. 1948, húsasmíðameistari og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, maki María Árnadóttir gjaldkeri, þau eru búsett í Neskaupstað og eiga fjögurbörn. Foreldrar Kristins: Jóhann S. Þórðarson, f. 16.6.1908, d. í október 1937, sjómaður, og Laufey Vil- hjálmsdóttir, f. 8.10.1911, fyrrv. gjaldkeri. Hún er búsett að Trölla- vegi 1 í Neskaupstað. Ætt Jóhann var sonur Þórðar sjó- manns Benediktssonar, í Undirfells- sókn í Vatnsdal, Jóhannssonar. Móðir Þórðar var Vilborg Sveins- dóttir, vinnukona í Merkinesi i Höfnum. Móðir Jóhanns var Kristín Björg Jóhannesdóttir, b. á Karls- stöðum í Vaölavík, en hann var frá Stóru-Breiðuvík, Auðunssonar og Guðrúnar Jónsdóttur sem ættuð var frá Steinaborg í Berufirði. Laufey er dóttir Vilhjálms, út- vegsb. að Hátúni í Neskaupstaö, Kristinn Vilhjálmur Jóhannsson. Stefánssonar, b. í Seldal, Oddssonar. Móðir Vilhjálms var Halldóra Ófeigsdóttir. Móðir Laufeyjar var Kristín húsmóðir Ámadóttir, b. í Grænanesi, Davíðssonar. Kristinn tekur á móti vinum og kunningjum í sal heimavistar Verk- menntaskólans frá kl. 16-19 sunnu- daginn28. ágúst. Til hamingju með afmælið 28. ágúst 90 ára Sigriður Sigurbjörnsdóttir, Melási 9, Garðabæ. Kristlaug Kristjánsdóttir, ug Kri Árgerði, Ólafsfirði. 50 ára 85 ára Lovísa Jónsdóttir, Dvalarheimilmu Höfða, Akranesi. 80 ára Jón Sigurðsson Erlendsson, Dalalandi 12, Reykjavfk. Ásta Jónsdóttir, Hátuni 13, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn að Norðurbrún 1 frá kl. 15-19. Karl S. Hall- grímsson bif- reiðastjóri, véghúsum 21, Reykjavík. Kona hans er El- ínborg Einars- dóttlr. Hann tekur á móti gestum í sal Múrarafélagsins aö Síðumúla 25 laugardaginn 27. ágúst frá kl. 19.30-22. Björg Magnúsdóttir, Stekkjarholtí 5, Ólafsvík. Kjartan Skaftason, Frakkastíg 12, Reykjavik. Erna Katrín Óladóttir, Austurbergi 8, Reykjavík. Hjördís Björk Hákonardóttir, Vesturvallagötu 5, Reykjavík. 75 ára Katrin Júlíus- dóttir frá Siglu- firði, Bólstaðarhlið 50 (3. hæð), Reykja; vík. Hún tekur á móti gestum frá kl. 16-19 áafraæl- isdaginn. Bjarney Bjarnádóttir, Ólafsvegi 10, ÓlafsfirðL 70 ára Ólöf Elíasdóttir, Glaöheimum 14, Reykjavík. Torfhildur Kristjánsdóttir, Víkurbraut 14a, Grindavik. Gunnar Ingvarsson, Brekkuhvammi 14, Hafnarfirði. 60 ára Guðríður Austmann, Bláskógum 9, Hveragerði. Sigurður BrynjólfsSDn, Gerði, Ínnri-AkraneshreppL Hannes Þórir Hávarðarson, Gyðufelli 8, Reykjavík. 40 ára Valdimar Þorgeirsson, deildarstjóri og ökukennari, Heiðarbóli 63, Keflavík. Hann tekur á móti gestum laugardag- inn 27. ágúst i samkomuhúsinu í Garð- ínum frá kl. 20.30. Georg Heiðar Eyjölfsson, Tjarnargötu 3, Keflavík. Sigrún Adolfsdóttir, Seljalandsseli, V-Eyjafjallahreppi. Leó Geir Torfason, Mávahlíð 13, Reykjavík. Sólveig H. Þorsteinsdóttir, Faxabraut 27f, Keílavik. Margrét Liija || Guðmundsdótt- ir ræstitæknir, K Aratúni 34, m Garðabæ. m Maður hennar er p Siguröur Stef- $ ánsson bifreiða- í:; stjóri. Þau eru að heiman. Koibrún Agnarsdóttir, Háteigi 12c, Keilavík. Guðríður Bachmann Jóelsdóttir, Hamragarði 1, Keilavík. Margrét L Steingrímsdóttir Margrét Lísa Steingrímsdóttir, þorskaþjálfi og forstöðumaður í skammtímavistun í Álfalandi 6, Rekagranda 8, Reykjavík, er fertug ídag. Fjölskylda Margrét er fædd í Reykjavík og ólst þarupp. Maður Margrétar er Helgi Þorgils Friöjónsson, f. 7.3.1953, myndlistar- maður. Foreldrar hans: Friðjón Þórðarson, sýslumaður og alþingis- maður, og Kristín Sigurðardóttir, látin, húsmóðir. Böm Margrétar og Helga: Öm, f. 27.7.1976; Þorgils, f. 31.1.1987; Ólöf Kristín.f. 29.12.1989. Foreldrar Margrétar: Steingrímur Nikulásson, f. 30.5.1921, matsveinn, og Kristín Kjærnested, f. 24.12.1928, húsmóðir. Þau em búsett í Reykja- Margrét Lísa Steingrímsdóttir. vík. Margrét verður með veislu að Kjallaksstöðum á Fellsströnd í Dalasýslu á afmælisdaginn. Elsa Guðmundsdóttir Elsa Guðríður Guömundsdóttir, Hraunbúðum í Vestmannaeyjum en áður til heimilis að Holtsgötu 35 í Reykjavík, verður áttræð á mánu- daginn. Starfsferill Elsa er fædd í Hafnarfirði en flutti á fyrsta ári í Garðinn, bjó þar til 10 ára aldurs en ílutti þá aftur til Hafn- aríjarðar. Hún bjó síðan lengst af í Reykjavík en átti heima að Gufu- skálum í Leiru 1948-60 er hún fór aftur til höfuðborgarinnar en frá 1993 hefur Elsa verið búsett í Vest- mannaeyjum. Elsa lærði ung að sauma og varð það hennar aðalstarf en hún saumar enn. Hún tók bílpróf 1941 en Elsa er sennilega fyrsta konan sem hafði atvinnu af því að aka vömbíl þegar hún leysti mann sinn af við vega- vinnu. Þá starfrækti hún dekkja- verkstæði við Miklatorg í Reykjavík 1960-70 ásamt seinni manni sínum. Elsa hefur enn fremur fengist við að mála og að búa til ýmsa skraut- muni. Fjölskylda Elsa giftist 21.12.1935 Gesti Guönasyni, f. 25.4.1905, d. 2.5.1979, bifreiöastjóra í Reykjavík. Þau skildu. Seinni maður Elsu var Steindór A. Steindórsson, f. 11.11. 1916, d. 11.7.1991, verkamaður í Reykjavík. Börn Elsu og Gests: Guðni Einar, f. 29.2.1936, kvæntur Guðbjörgu M. Sæmundsdóttur, þau eru búsett í Reykjavík; Helgi, f. 26.4.1938, kvæntur Árnýju M. Agnars Jóns- dóttur, þau eru búsett í Vestmanna- eyjum; Guömundur, f. 16.4.1939, kvæntur Sólveigu Daníelsdóttur, þau eru búsett í Njarðvík; Ingibjörg, f. 5.7.1940, maki Páll Kristófersson, þau eru búsett í Garðinum. Dóttir Elsu og Steindórs: Jenný, f. 25.12. 1947, maki Halldór Guömundsson. Barnabörnin eru tuttugu og íjögur og barnabamabömin þijátíu og eitt. Elsa er elst af tólf systkinum en á lífi eru: Kristín Guðdís, f. 29.3.1917; Inga Steinþóra, f. 17.12.1919; Lilly Steinunn Guðmunda, f. 4.8.1921; Tómas Breiðfjörð, f. 17.8.1923; Sess- elja Fanný, f. 12.9.1924; Daníel Guðni, f. 14.11.1925; Kristrún, f. 3.9. 1927; Jósef Smári, f. 4.11.1928. Foreldrar Elsu: Guðmundur Ein- arsson, bóndi að Nýlendu í Garði, og Sigríður Guðmundsdóttir. Elsa Guðríður Guðmundsdóttlr. Ætt Guðmundur var sonur Einars, f. að Hofi í Garði, Matthíassonar, Hannessonar. Móðir Einars var Guðrún Sveinsdóttir. Móðir Guð- mundar var Sesselja Sigmundsdótt- ir Eyjólfssonar og Guörúnar Björns- dóttur frá Rein í Mýrdal. Sigríður var dóttir Guðmundar, refaskyttu og b. að Brekku á Ingj- aldssandi, og Katrínar Gunnars- dóttur. Elsa tekur á móti gestum aö Kirkjulundi í Keflavík sunnudaginn 28. ágústfrákl. 14-18. Ingibjartur J. Amórsson Ingibjartur Jón Arnórsson húsa- smiðameistari, Droplaugarstöðum við Snorrabraut, Reykjavík, verður níræður á mánudaginn. Fjölskylda Ingibjartur er fæddur í Tungu í Dalamynnum í Nauteyrarheppi í N-ísafjarðarsýslu og dvaldi þar fram undir tvitugt. Hann nam trésmíða- iðn hjá Geir Pálssyni trésmíða- meistara og lauk sveinsprófi 1929. Ingibjartur starfaði við trésmíðar og síðan sem trésmíðameistari í Reykjavík allan sinn starfsaldur. Ingibjartur kvæntist 15.7.1933 Ing- unni Jónu Jóhannesdóttur, f. 13.12. 1909 í Dal í Miklaholtshreppi, d. 1986. Foreldrar hennar: Jóhannes Magn- ússon, bóndi og síðar verkamaður frá Skarfanesi í Landsveit, og seinni kona hans, Ingveldur Jónsdóttir frá Geldingaholti í Gnúpverjahreppi. Börn Ingibjarts og Ingunnar: Jó- hannes, f. 8.6.1935, byggingafræð- ingur, kvæntur Sigurbjörgu Jóns- dóttur, þau eru búsett á Akranesi og eiga þrjá syni; Sigurður Amar, f. 25.6.1943, húsasmíðameistari, kvæntur Signýju Hauksdóttur, þau eru búsett í Mosfellsbæ og eiga tvö börn; Svandís, f. 15.2.1950, matráðs- kona, gift Rafni Eyfell Gestssyni, þau eru búsett í Reykjavík og eiga þijárdætur. Systkini Ingibjarts: Hannes, f. 1899, látinn, símstöðvarstjorii Sand- gerði; Sigríður, f. 1901, látin; Ingi- björg, f. 1902, látin, húsmóðir og verkakona í Búðardal og Reykjavík; Matthías, f. 1905, látinn, sjómaður og verkamaður í Reykjavík; Stef- anía, f. 1910, látin; Guðmundur, f. 1914, látinn, framkvæmdastjóri á Akureyri og í Reykjavík; Ása, f. 1917, húsmóðir í Reykjavík. Uppeldissyst- ir Ingibjarts: Kristín Jóna Bene- diktsdóttir, f. 1924, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Ingibjarts: Arnór Hannibalsson, f. 11.7.1869, d. 15.12. 1922, j árnsmiður og síðar bóndi í Tungu í Dalamynnum, og Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir, f. 24.6.1875, d. 6.8.1948, ættuð frá Botni í Dýra- firði. Þau bjuggu í Tungu en eftir lát Arnórs flutti Sigríður til Reykjavík- ur. Ætt Systir Arnórs var Elín, móðir Hannibals og Finnboga Rúts Valdi- marssona. Arnór var sonur Hanni- bals Jóhannessonar, b. að Neðri- Bakka í Langadal í Nauteyrarhreppi og síðar í Tungu, en hann var af Kleifaætt úr Skötufirði, og Sigríðar, dóttur sr. Amórs Jónssonar í Vatns- firði og seinni konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur. Ingibjartur tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar að Hólabergi Ingibjartur Jón Arnórsson. 20 í Reykjavik kl. 16-20 sunnudag- inn28.ágúst. NORRÆNA AFRÍKUSTOFNUNIN auglýsir hér með: FERÐASTYRKI til rannsókna í Afríku. Umsóknir þurfa að berast stofn- uninni í síðasta lagi 30/9 1994> NÁMSSTYRKI til náms við bókasafn stofnunar- innar, tímabilið janúar-júní 1995. Síðasti umsóknardagur 1/11 1994. Upplýsingar í síma (0) 18- 155480, Uppsala, eða í pósthólfi 1703, 751 47, Uppsala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.