Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 17 Hugmyndaríkar húsmæður í Breiðholtinu: Rómantíska sveita- línan heillar þær - Ruth og Guðný búa til margs konar nytsama hluti sem vakið hafa athygli „Við höfum báðar haft áhuga á alls kyns handavinnu og fundist gaman að dunda við þetta. Hugmyndirnar hafa síðan kviknað hver af annarri," segja þær Ruth Báldvinsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir, heimavinn- andi húsmæður í Breiðholti, sem framleiða marga skemmtilega og nytsamlega hluti. Ruth býr til fallegar körfur og dós- ir úr gömlum sælgætisdósum og ýmsum öskjum sem annars hefðu lent í rusli, svo sem undan skyri, smjöri, smurosti, þykkmjólk og ísboxum svo eitthvað sé nefnt. Einn- ig skreytir hún litlar sem stórar bastkörfur, býr til sófa utan um „tissue“pappír í öskjum, og gardínur í kringum baðvaska svo eitthvað sé nefnt. Þá má einnig nefna tuskudúkkur, renninga sem geyma klósettpappír og barnableiur. Loks má nefna þvottastykki sem Ruth breytir í htla baðsloppa sem geyma bómullarhnoðra. Peysusettin sem Guðný hetur búið til hafa vakið mikla athygli Ruth notar ílát undan mjólkurvörum og sælgæti i alis kyns skrautbox og körfur. Ruth Baldvinsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir eru hugmyndaríkar húsmæð- ur og láta sér detta í hug ýmislegt sniðugt. Húsið geymir brauðrist heimilisins og i sófanum leynist „tissue“pappír. Dósin er undan Mackintosh sælgæti og karfan var einu sinni smurosts- askja. DV-myndir ÞÖK Guðný hannar hins vegar fallegar barnapeysur og húfur í stíl sem vak- ið hafa mikla athygh. Þá hefur hún í hyggju að prjóna einnig sokka og jafnvel dúkkupeysur. Peysumar sem eru úr blönduðu bómuhar- og ullar- garni eru skreyttar með ahs kyns hárteyjum, borðum, litlum „axla- böndum" og öðru skrauti. Myndir af peysunum hafa m.a. verið sendar th Ohly fyrirtækisins í Frakklandi þar sem þær eru nú til skoðunar. Bæði Ruth og Guðný byrjuðu að dunda fyrir sjálfar sig og börnin en þar sem hannyrðir þeirra hafa vakið mikla athygh hefur eftirspurn verið talsverð. Guðný segist hafa pijónað að minnsta kosti fimmtíu peysur fyr- ir vini og vandamenn sem síðan hafi sýnt sínum kunningjum og þannig hefði eftirspurnin aukist töluvert. Hún segir þetta þó mikla vinnu því eitt peysusett sé fimmtíu stunda vinna. „Það er ótrúlega mikhl saumaskapur í kringum peysurnar, bæði að gera snúrur sem eru á þeim og festa aht skrautið á,“ segir hún. Peysurnar eru yfirleitt í nokkrum htum og oft hafa komið sérstakar óskir varðandi litasamsetningu. Hjá Ruth hefur mest verið að gera i kringum jóhn og margir vilja gefa heimaunnar gjafir,, enda hefur tíðar- andinn verið inni á hinni rómantísku sveitalínu. „Ég hef lítið verið að vinna úti enda með þrjú börn og það hefur hentað mér ágætlega að dunda við þetta. Ég hef alla tíð verið fyrir fóndur, byrjaði fyrst að. prjóna á börnin mín og sauma. Móðir mín var saumakona svo sennilega hef ég erft þetta frá henni. Ég ólst upp við að hún sat við saumavélina og það hefur aldrei ver- ið vandamál fyrir mig t.d. að taka upp snið en það vefst fyrir mörg- um,“ segir Ruth. Hún segist hafa byijað að dunda við að skreyta gaml- ar Mackintosh-dósir, jafnt stórar sem litlar. „Síðan fór ég að búa th kanín-, ur og aðrar dúkkur. Annars hefur þetta þróast með tímanum í ahs kyns útfærslur á fóndri. Ég fylgist vel með erlendum blöðum og fæ hugmyndir allt í kringum mig,“ segir Ruth enn fremur. Hún segir fóndrið ekki vera erfitt þótt vissulega verði að huga vel að réttri htasamsetningu. Ruth kaupir búta sem hún vinnur með. Þannig fær hún efnið á niðursettu verði. Guöný byrjaði að prjóna peysur á son sinn ungan og þannig hófst þetta allt saman en hún segir engar peysur eins. „Ég hefmjöggaman afþessu," segir hún. Þær vinkonurnar segjast ætla að halda áfram að hanna og búa th ýmsa hluti. „Við eigum margar góðar hugmyndir í handraðanum," segja þær galvaskar. ÚTVARPSSTÖÐIN tPMH/ RALLIKROSSKEPPNI verður haldin á brautinni við Krísuvíkurveg sunnudaginn 28. ágúst kl. 14. Síðasta keppni ársins til íslandsmeistara. Kappakstur af götunni. Aðgangseyrir: kr. 500 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 12 ára og yngri. RALLY ■CROSS KLÚBBURINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.