Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 Kvikmyndir í flestra augum er leikarinn Tom Hanks góðlegur náungi sem vill gera öllum vel og gæti ekki gert flugu mein. En hann leynir á sér. Þaö sást best í myndinni PÍúladelphia þar sem hann lék lögmann sém haldinn var eyðni. Tom Hanks braut þarna ákveðinn múr fordóma með því að vera fyrsti stórleikarinn sem tók að sér að túlka hvað það þýðir í raun og veru að ganga með eyðni og hvemig þjóðfélagið bregst við þegar maður í hans stöðu smitast. Þama vann Tom Hanks einn sinn stærsta leiksigur og hlaut fyrir það óskarsverðlaun sem besti karlleikar- inn það árið. Ekki nóg með það held- ur var fólk tilbúið að sjá mynd sem fjallaði um sorg og baráttu sem gat ekki endað nema á einn máta. Vinsældir myndarinnar hafa einn- ig leitt til þess að bæði kvikmynda- verin Fox og Warner Bros eru að undirbúa mynd eftir sömu bók. Um er að ræða myndina Crisis in the Hot Zone, sem fjallar um virus sem skýt- ur upp kollinum og engin lækning fmnst við. Líkt og eyðni, ógnar þessi Umsjón Baldur Hjaltason vírus öllu mannkyninu sem veit ekki hvemig á að bregðast við þessari ógnun. í upphafi var haft samband við marga þekkta leikara, eins og t.d. Robert Redford, en nýlega mátti sjá auglýsingu í kvikmyndariti, þar sem tilkynnt var að Wamer Bros væri búið að ráða Dustin Hoffman í aðal- hlutverkið í sinni mynd og að leik- stjórinn væri Þjóðverjinn Woifgang Petersen, sem gerði m.a. á sínum tíma myndina The Never Ending Story. Einnig var búið að endurskýra mynda og ber hún nú titilinn Outbre- ak. Gloppóttur ferill Tom Hanks hefur annars yflrleitt leikið í frekar rómantískum og gam- ansömum myndum eins og Sleepless in Seattle, Splash og Big. Hann lék einnig árið 1984 í myndinni Under the Volcano, sem byggð var á sam- nefndri sögu Malcolm Lowry og fjall- aði um líf drukkins diplómats í Mex- íkó eftir fyrri heimsstyrjöldina. Myndin hlaut ömurlega dóma og enga aösókn og eyðilagði næstum því feril Toms Hanks sem leikara þótt sjálfur John Huston leikstýröi mynd- inni. Sama mátti segja um Bonflre in the Vanities, þar sem hann lék undir stjórn Brian De Palma. Myndin var byggð á sögu Tom Wolfe og fjallaði um fall frægs verðbréfasala á Wall Street. Það dugði ekki til þótt mikill fjöldi þekktra leikara léki einnig í myndinni eins og Bruce Willis og Melanie Grifflth. Áhætta Þetta sýnir að þrátt fyrir sakleysis- legt yfirbragð tekur Tom Hanks oft mikla áhættu við val þeirra mynda sem hann ætlar að leika í. Því voru margir spenntir að vita hvernig nýj- asta mynd hans, Forrest Gump, væri. Hún var nýlega frumsýnd og hefur fengið blendna dóma, þó frekar í já- kvæðari kantinum. Áhorfendur hafa hins vegar svo sannarlega kunnað að meta þessa mynd því hún hefur verið ein vinsælasta myndin vestan- hafs í nokkrar vikur. Það er þekktur leikstjóri sem stendur að myndinni, Robert Zemeckis, sem m.a. leikstýrði Back to the Future og Who Framed Roger the Rabbit. Þetta þarf þó ekki að vera neinn gæðastimpill saman- ber útkomuna hjá eins þekktum leik- stjórum og Brian De Palma og svo John Huston í myndunum sem Tom Hanks lék í undir þeirra stjórn. Hjartahlýr maður Forrest Gump er nafn á manni sem Tom Hanks leikur. Hann er einlæg- ur, hjartagóður maður en með greindarvístölu upp á 75. Með ein- lægni sinni og einfeldni hefur hann meiri áhrif á mannkynssöguna en halda mætti eins og kemur fram í myndinni. Myndin hefst á atriði þar sem Forr- est situr á bekk í almenningsgarði og er að segja lífssögu sína ókunnri manneskju. Hann var alinn af ástúð upp af móður sinni (leikin af Sally Field) og naut því góðrar æsku. Á unglingsárunum kynntist hann gull- fallegri stúlku sem átti einnig við ýmis vandamál að glíma. Hún er leikin af Hanna R. Hall sem ungling- ur og síðar af Robin Wright eftir að árunum fór að fjölga. í æsku gekk Forrest með spelkur á fótunum. Dag einn þegar hann var að forða sér frá hrekkjalómum, sem voru að angra hann, varð hann allt í einu svo sterkur og kraftmikill að spelkurnar brotnuðu og hann gat hiaupiö án nokkurra vandkvæða. Þetta atriði er lýsandi fyrir líf Forr- est sem er röð ótrúlegra og yfimátt- úrlegra sigra í lífmu. Ferð um mann- kynssöguna í háskóla lendir Forrest í fótbolta- höinu vegna þess hve góður hlaupari hann er. Þetta leiðir til þess að hon- um er boðið til Hvíta hússins þar sem hann hittir sjálfan J.F. Kennedy, for- seta Bandaríkjanna. Þessi fundur verður raunar sá fyrsti af mörgum með forsetanum. Zemeckis notar gamlar filmur af raunverulegum sögulegum atburöum í myndinni og með hjálp tölvu færir hann Forrest í formi Tom Hanks inn á þessar myndir, þannig að fyrir áhorfendur virðist svo sem Forrest sé raunveru- lega viðstaddur þessa atburði. Við sjáum Forrest standa við hlið George Wahace, ríkisstjóra Alabama, sem síðar bauð sig fram th forseta Banda- ríkjanna, hann ræðir við Lyndon B. Johnson og John Lennon þegar sá síðarnefndi kom fram í The Dick Cavett þættinum. Þannig fylgjumst við með mannkynssögunni gegnum Forrest. Sorgir og sigrar En það eru líka alvarlegir tónar eins og þegar Forrest er sendur til Víetnams. Þar sjáum við þyrh- vængjuárásir, napalmsprengjur, og hermenn sem missa líf og hmi. Forr- est, eins og honum er einum líkt, gerir lítið annað en að hlaupa fram og aftur til að bjarga fólki. Það er eins og áhorfendur séu farnir að horfa á Víetnam myndir eins og Platoon, svo mikhl er hamagangur- inn. Yfirmaður Forrest verður fyrir sprengju sem eyðileggur fætur hans svo hann lendir í hjólastól og er send- ur heim hkt og Tom Cruise í 4th of July. Þegar Forrest snýr aftur til Banda- ríkjanna tekur hann þátt í friðarmót- mælum og gerist hálfgerður hippi á tímabili. Þegar Watergate tímabilið hefst fara hlutirnir að gerast hraðar. Forrest sækir diskótekin stíft og gengur í gegnum fikt við eiturlyf. Á síðustu 20 mínútum myndarinnar fáum við að fylgjast með giftingu, til- finningurini að verða faöir í fyrsta sinn, tilkomu eyðni og svo tilvist dauðans. Forrest Gump er því nokk- urs konar hraðferð í gegnum söguna með stoppi á helstu viðkomustöðum. Samanburður Þessi mynd minnir óneitanlega á myndirnar Beeing There með Peter Sehers og svo Rain Man með Dustin Hoffman og Tom Cruise. Þriðja myndin sem mætti einnig bæta við er Zelig sem Woody Allen gerði. Þær tvær fyrrnefndu fjalla um saklausa, einlæga einstaklinga, sem gera það sem þeim er sagt að gera og hafa meiri áhrif á söguna en menn gera sér grein fyrir. Þær segja okkur að einfaldleikinn og einlægnin er ef til vhl dýrmætara og mikilvægara en margt annað í lífsgæðakapphlaupi okkar í dag sem hefur að mörgu leyti ruglað lífsmat okkar. Þess má geta að Tom Hanks er að leika þessa dagana í mynd um Apollo 13, sem átti að fara tll tunglsins en varð eldi að bráð áður en það tókst og með fórust nokkrir geimfarar. Tom Hanks leikur geimfarann Jam- es Loveh en það er Ron Howard sem leikstýrir. Ótti um stjömuhrap Svo virðist sem eínhver ótti hafi es With Wolves. Arnold Schwarz- rn6;, Áhííritll var síálfur Michael Douglas, sem aö Geena Davis skyggði of mikiö á gripið sumar stórstjömurnar í enegger brást algjörlega bogahstin E loa “u<cuu tilkynnti nýlega kvikmyndafram- Douglas í myndinni. Hohywood um að vinsældir þeirra í fyrra í myndinni The Last Hero. Þetta hefur kennt þessura stjór- leiðandanumCarolcoaðhannværi Fleiri hafa fyllt í kjölfariö. Jodie séu eitthvað aö minnka. Ástæðan Því var mikið lagt í True Lies sem stjörnum að taka enga áhættu og hættur við að leika í myndinni Foster dró sig skyndlega út úr er sú að nýjustu myndir þeirra átti að endurheimta forna frægð. bíða því þangað tíl þær fá handrit Cutthroat Island, eins og hann var myndinni Crisis in the Hot zone, hafa gengið frekar iha og.ekki Einhver biðvirðist verðaáþví þar sem sé næstumpottþétt aðleiðith búinnaðlofa.FinninnRennyHarl- og Michael Keaton hætti við að reynst eins vinsælar og búast mátti sem vinsældir True Lies virðast vinsællar myndar. Að visu eru in átti að leikstýra myndinni og leika Batman í Batman Forever, við. takmarkaðar. undantekningar eins og Tom konan hans Geena Davis átti að svo einhver dæmi séu tekin. Hvort Gott dæmi um þetta er mynd Aörar stórstjörnur sem hafa átti Hanks með Forrest Gump og svo leika annað aðalhlutverkiö. Tahð þetta leiði til þess að við sjáum stórstjörnunnar Kevins Costners erfitt uppdráttar í sumarmyndum Mel Gibson með Man Without er að Douglas hafi þótt of mikh þessa leikara í betri myndum verð- um Wyapp Earp sem hefur ekki sinum eru þau Macaulay Culkin, Face, sem hann raunar leikstýrði áhætta að leggja nafn sitt við mynd ur tíminn að leiða í ljós. fengið nema h'tínn hluta þeirra Eddie Murphy, Julia Roberts, Nick lika. sem ekki var vist að slægi í gegn áhorfenda sem sáu Costner í Danc- Nolte og Billy Chrysta). En sá fyrstí th aö hlaupa af hólmi og einnig var sú hætta fyrir hendi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.