Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 Fréttir Tölva Þráins Bertelssonar enn í vörslu Rannsóknarlögreglunnar: Greiddi 80 þúsund í lausnargjald fyrir tölvuna - sérfræðingar hafa einungis endurheimt helming stórs kvikmyndahandrits - Veit þessi milligöngumaður þinn hverjir þjófarnir eru? „Ég hef ekki trú á því.“ Líklega venjulegir ógæfumenn DV hefur heimildir fyrir því að lög- regla hafi ekki lokið afskiptum sín- um af umræddum huldumanni og ieggi takmarkaða trú á framburð hans í málinu. - Hvaö segir þú um þær sögusagnir að þú hafir verið kominn í skömm með skil á þessu handriti og öörum verkum og skipulagt innbrotið sjálf- ur til að bjarga þér úr þeim vandræð- um? „Þetta er ekki svaravert og sögu- sagnir sem þessar eru bara vitnis- burður um þá sem segja þær. Það virðist allt benda til að þarna hafi venjulegir ógæfumenn verið að verki. Ógæfumenn kunna jafn mikið eða lítið á tölvur og aðrir. Það þarf ekki hreint sakavottorð til að kunna á tölvu. Þessi þjófnaður er ekki ann- að en óhapp fyrir mig.“ Þráinn segir þjófnaðinn á tölvunni ekki hafa nein áhrif á vinnu við kvik- myndina Einkalíf Alexanders en tök- ur á henni hefjast eftir mánuð. „Mér sýnist að ef til vill muni tak- ast aö bjarga einhverju af því hand- riti sem mér liggur mest á en varla öllu. Það er slæmt fyrir mig en ég er þó ekki verr staddur en svo að ég treysti mér til aö skrifa handritið upp eftir minni áður en ég lútti vinnuhóp evrópskra handritshöfunda í Þýska- landi í næstu viku,“ sagði Þráinn Bertelsson rithöfundur við DV í gær. Tölvu Þráins var stolið úr heilsár- bústað hans á Rangárvöllum í síð- ustu viku og gögnunum eytt. Þar á meðal var kvikmyndahandrit, upp- kast að bók og ýmis gögn sem tengj- ast Þráni persónulega og fyrirtæki hans. Fundu um 600 skrár Þráinn hafði ekki fengið tölvuna sína frá lögreglunni í gær. Frá því tölvan kom í leitirnar á sunnudag hefur hún verið í höndum tölvusér- fræðinga, fyrst á vegum Þráins sjálfs og síðan á vegum Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Hafa sérfræðingamir unnið að því að endurheimta eydd gögn af harða diskinum. í gær höfðu 600 skrár fundist en þær voru mis- heilar og óvíst hversu margar væri hægt að gera læsilegar á ný. Aðeins um helmingur stórs kvikmynda- handrits, sem Þráinn hefur unnið að undanfarin misseri, hefur fundist og virðist ómæld vinna þar með vera farin í vaskinn. Þráinn þarf að ganga frá umræddu kvikmyndahandriti fyrir vinnufund eða námskeið 10 evrópskra handrits- höfunda sem hefst í Essen í Þýska- landi i næstu viku. Handritshöfund- arnir hittust á fyrri hluta námskeiðs- ins á Ítalíu í vor og höföu sumarið til að endurbæta handritin sín. Huldumaður hefur samband Þráinn segir að strax eftir innbrot- ið, aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku, hafi hann haft samband við lögregluna á Hvolsvelh sem síðan hafi haft samband við RLR. Rann- sóknarlögrelgan hvatti hann til að leita til fjölmiðla um hjálp og þar óskaði hann eftir því aö fá forkaups- rétt að tölvunni. Strax í kjölfarið hafði ónefndur fjölmiðlamaöur sam- band við Þráin. „Hann sagðist geta komist í sam- band við svokallaða undirheima og hjálpað mér að ná tölvunni aftur. En hjálp hans var bundin fullkomnum trúnaði af minni hálfu. Ég mátti ekki Þráinn Bertelsson kvikmyndaleikstjóri. segja neinum nema RLR frá nafni hans. Strax seinnipart sunnudags hafði maðurinn síöan samband viö mig. Þá hafði tölvunni veriö skilaö til hans. Eftir að ég reiddi fram 80 þúsund króna lausnargjald komst tölvan í mínar hendur. Þetta er mjög mikið verð fyrir tölvuna sem slíka en ekki fyrir þau gögn sem ég vonaö- ist til að endurheimta. En síðan kom í ljós að öllum gögnum nema stýri- forritinu hafði verið eytt.“ íslendingarnir lausir úr haldi íslendingarnir tveir, sem hand- teknir voru í Flórída í Bandaríkjun- um í síðustu viku, grunaðir um að vera ólöglegir innflytjendur, losnuðu úr vörslu lögreglu í Texas seinnipart- inn í gær. Þangað höfðu þeir verið fluttir þar sem Kúbverjar hafa fyllt öll fangelsi í Flórída. Þegar DV fór í prentun höfðu skyldmenni mann- anna reitt fram 3 þúsund dala (ríflega 200 þúsund króna) tryggingu fyrir hvom og veriö var aö ganga frá papp- írsvinnu. Annar mannanna ætlar að vera um kyrrt í Bandaríkjunum en hinn kemur heim. Veltavið Hólmavík Bíll fór út af vegi rétt norðan Hólmavíkur í gær. Ökumaðurinn þurfti að víkja of mikið fyrir bíl sem kom á móti með þeim afleiðingum að bíU hans endastakkst og fór marg- ar veltur út fyrir veg. Ökumaður bif- reiðarinnar slapp með skrámur. Fulloröinn ökumaður missti stjórn á bifreiö sinni við Rauðhóla síðdegis i gær og hafnaði á hvolfi utan vegar eftir að hafa farið þvert yfir veginn. Á vegbrúninni rakst bíllinn á grjóthnullung sem fylgdi honum út i móa eins og sjá má á myndinni. Þrátt fyrir veltuna reyndist ökumaðurinn lítið slasaður en billinn er talinn ónýtur. DV-mynd Sveinn Kaupir Eintak? Jóhann ÓU Guðmundsson, for- heimUdumDV.boöiðFriörikiFrið- stjóri Securitas og einn stærsti rikssyni, eiganda Pressunnar, að hluthafinn í íslenska útvarpsfélag- sameina blöðin eða jafnvel kaupa inu, hefur samkvæmt heimildum Pressuna. Friðrik hefur ekki úti- DV átt í viöræðum við forráða- lokað neitt í þeim-efhum. mennfréttablaðsinsEintaksumað Samkvæmt heimildum DV taka við rekstri þess blaös. Líklegt hyggst Jóhann hafa tvo ritstjóra á þykir að gengið verðl frá samning- hinu nýja blaði, Gengið er út frá um þess efnís á næstunni. aö Gunnar Smári EgUsson, núver- Útgáfufélag Eintaks, Nokkrir ís- andi ritsfjóri Eintaks, verði annar iendingar hf., hefur verið að leita þeirra en rætt hefur verið xun að eftir fjármagni inn í reksturinn Eggert Skúiason, fyrrum frétta- sem hefur ekki gengið vel. maöur á Stöð 2, veröi hinn. Jóhann Óli stefhir aö því, sam- Jóhann Óli vUdi ekki svara því í kvæmtheimildumDV.aðhefjasíð- gær hvort hann ætti í viðræðum ar útgáfu dagblaðs. við Eintak en sagði vel koma tll Jóhann Óh hefur, samkvæmt greina aö fara út i biaöarekstur. Innfluttar innréttingar og hurðir í Bjamaborg: Algert hneyksli - segir fr amk væmdastj óri Axis „Mér finnst það stóralvarlegt mál ef verið er að flytja inn hluti sem hægt er að fá hér á landi. Við erum það stórir á markaðnum að mér þyk- ir ákaflega skrítið að menn skuh segja að haft hafi veriö sambandi við innlenda aðUa því það var aldrei leit- að til okkar varðandi innréttingar og hurðir í Bjamaborg. Við heföum getað gert þetta á þeim tíma sem verið er að tala um og ég tel okkur fullkomlega samkeppnisfæra," sagði Eyjólfur Axelsson, framkvæmda- stjóri Axis húsgagna, og vísar Á bug ummælum Snorra Hjaltasonar í DV í gær um kosti þess að flytja inn inn- réttingar og hurðir í Bjamaborg. Eyjólfur sagði fyrirtækið taka þátt í útboðum og hann vissi því um hvaða kostnaðartölur verið væri að tala. „Við erum að vinna fyrir stærstu og afkastamestu byggingaverktaka í dag, Gylfa og Gunnar hf„ og erum með á annað hundrað innréttingar fyrir þá. Þar að auki höfum við verið með innréttingar fyrir verkamanna- bústaði og íslenska aðalverktaka. Afsökun þeirra með afgreiðslutím- ann stenst aUs ekki. Við erum með mjög afkastamikil framleiðslutæki og eigum þar að auki oft innréttingar á lager. Þetta er algert hneyksh og ég reikna með að þessi mál verði skoðuð nánar,“ sagði Eyjólfur. Stuttar fréttir Útlent kjöt til íslands Samtök nýsjálenskra kjötfram- leiðenda áforma innflutning á dilka- og nautakjöti tii íslands. Samkvæmt frétt RÚV ætla Nýsjá- lendingar aö láta reyna á GATT- skuidbindingar íslands enda sé engin smithætta fyrir hendi. Gjaldtaka boduð Sighvatur Björgvinsson iðnað- arráöherra kynnti í ríkissijórn- inni i gær hugmyndir um gjald- töku af raftnagni sem flutt verður úr landi um rafstreng. Kratar í sáttahug Vilji er fyrir þvi í Alþýðu- flokknum aö sætta stríöandi fylk- ingar Jóns Baldvins Hannibals- sonar og Jóhönnu Sigurðardótt- ur. Bylgjan skýrði frá þessu. Áform í endurskoðun Menntamálaráðherra segist reiðubúinn aö endurskoða áform um lengingu skólaársins verði 9 mánaða skólaár nýtt betur en hingað tii. RÚV greindi frá þessu. Félagsmálaráðherra telur að með nýjum lögum um greiðsluað- lögun geti margar fjölskyldur vænst þess að komast hjá gjald- þroti. RÚV greindi frá þessu. Neyðaraðstoð samþykkt Á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun var ákveðið aö veita 4 milljónum í neyðaraðstoö til Rúanda og Búrúndí. Prentsmiðja G. Ben. í Kópavogi keypti í gær 90% hlut SÍS í Prent- smiðjunni Eddu. Prentsmiðjurn- ar veröa sameinaðar undir nafn- inu G. Ben. Edda prentstofan hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.