Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 15 Einhuga þingheimur samþykkir fyrirheit um aukin mannréttindi á þjóðhátíðarfundi á Þingvöllum. Því miður var mikilvægasta mannréttindamál þjóðarinnar of viðkvæmt til að unnt væri að ræða það á fundinum. DV-mynd GVA J afn atkvæðisréttur er mannréttindamál Þegar fréttist í vor að Alþingi ætlaði að gera sérstaka samþykkt um mannréttindamál á þjóðhátíð- arfundinum á Þingvöllum héldu víst einhveijir að nú ætti að taka myndarlega á hinu hróplega rang- læti sem viðgengst í kjördæma- skipan í landinu. Ein birtingar- mynd þess misréttis er að atkvæði kjósenda á Vestfjörðum vega ríf- lega þrefalt á við atkvæði kjósenda í Reykjavík Nei, á daginn kom að sú trú var hreinn bamaskapur. Slík mann- réttindi voru of viðkvæm fyrir þingheim og hefðu sennilega trufl- að stemninguna á Þingvöllum. Málinu haldið vakandi Þó eru einhverjir sérvitringar, þar á meðal alþingismenn, enn að burðast við að vekja athygli á þessu máh. Nýlega hafa t.d. þeir Björn Bjarnason og Geir H. Haarde skrif- að um málið athyghsverðar grein- ar. Og á vegum stjórnarflokkanna hefur verið starfandi vinnuhópur sem sett hefur fram nokkrar tihög- ur um það hvernig auka megi jafn- ræði kjósenda. DV sagði ítarlega frá þeim hugmyndum á miðviku- daginn. Aður hefur komið fram hér í blaðinu að forsætisráðherra hefur áhuga á því að setja kjördæmamál- ið á dagskrá hjá sfjórnmálaflokk- unum að nýju. í því sambandi er talaö um einhver fundahöld í haust þar sem leita eigi eftir „víðtæku samráði" flokkanna. í hreinskhni sagt er ég hræddur um að svonefnt „samráð stjórn- málaflokkanna" leiði ekki th þeirr- ar niðurstöðu sem hlýtur að vera augljós mannréttindakrafa, að hver kjósandi á landinu hafi í reynd eitt atkvæði þegar kosið er th Alþingis. Hætt er við því að út- koman úr samanlögðum vhja þing- flokkanna verði bræðingur sem allir eru óánægðir með. En þó skal ekkert úthokað og auðvitað eru viðræður flokkanna ahra eðhlegur vettvangur málsins. Kannski má segja að betra sé að fá einhveija úrlausn, minni mun á atkvæðavægi kjósenda en nú er, en óbreytt ástand. Hættan er hins vegar sú að litlar breytingar á nú- yerandi skipan, þar sem lítils hátt- ar er dregið úr misréttinu, verði th þess að fresta um langan tíma al- vöruúrbótum sem í rauninni þola enga bið. Hugmyndir vinnuhópsins Rétt er að skoöa aðeins hugmynd- ir þær sem vinnuhópur stjórnar- flokkanna hefur sett fram í kjör- dæmamáhnu. Samkvæmt frétt DV á fimmtudaginn bendir hópurinn á þijár leiðir til að jafna atkvæða- vægi kjósenda. í fyrsta lagi er bent á að hægt sé að fækka þingmönnum um einn í hveiju kjördæmi og leggja svó- nefndan „flakkara" af. Þetta mundi vera hægt án þess að hrófla við kjördæmaskipaninni aö öðru leyti. Eftir breytinguna mundu atkvæði Vestfirðinga vega 2,6 á móti 1 í Reykjavík. í öðru lagi ségir hópurinn að fjölga megi kjördæmum úr 8 í 11 og fækka þingmönnum um tíu, úr 63 í 53. Reykjavík yrði þá þijú kjör- dæmi og Reykjanes tvö. Ur hveiju kjördæmi kæmu þrír þingmenn og tuttugu yrðu landskjörnir. Mesti munur á vægi atkvæða yrði 2,7 á Vestfjörðum á móti 1 á Reykjanesi. í þriðja lagi segir vinnuhópurinn að ná megi fullkomnu jafnvægi at- kvæða með því að gera landið að einu kjördæmi. Væri sú leið farin mætti útfæra hana á ýmsan máta, t.d. gera mönnum kleift að kjósa Laugardags- pistDl Guðmundur Magnússon fréttastjóri ýmist framboðshsta eða einstaka frambjóöendur. Ekki væri þörf á fækkun þingmanna. Markmiðið aðalatriðið Ekki ætla ég að taka afstöðu th þessara hugmynda vinnuhópsins en tel fulla ástæöu th að skoða þær fordómalaust. Og auðvitað eru til aðrar leiðir eins og fram hefur komið í umræðum og blaðaskrifum um þessi efni. Frá mínum bæjardyrum séð er aðalatriðið að setja sér skýr markmið í kjördæmamálinu. Þau er svo hægt að nálgast í áfóngum, en þá skiptir hka öhu að menn séu fyrir fram búnir að komast að nið- urstöðu um það hvert ferðinni er heitið og hvaða leiðir menn ætli að fara. Ég held til dæmis að flestir sem eindregnast vhja ná fuhri jöfnun atkvæðisréttar mundu sætta sig við að fá þá niðurstöðu á nokkrum árum ef fyrir fram væri tryggt að ekki væri hægt að hlaupa frá slíku samkomulagi. Vandinn er sá að stjórnmála- flokkarnir eru ekki einhuga um markmiðið í kjördæmamálinu. Áhrifamenn í öhum flokkum telja viðunandi að búa við það misrétti sem nú er og bera fyrir sig ýmiss konar byggðasjónarmið sem í rauninni eru óviðkomandi þessu máli og ræða þarf á allt öðrum for- sendum. Nú þegar- annars 8 ára bið Fram undan er lokaþing núver- andi kjörtímabhs Alþingis. Æth menn að endurbæta kjördæma- skipanina þýðir það að breyta þarf stjórnarskránni. Og henni verður sem kunnugt er ekki breytt nema að undangengnum tvennum kosn- ingum. Þetta þýðir að vilji menn ekki bíða eftir því í átta ár th við- bótar að ná fram jafnari atkvæðis- rétti kjósenda verður að sam- þykkja stjórnarskrárbreytingar í því efni fyrir þinglausnir í vor. Þeir sem best þekkja til eru því miður ekki mjög bjartsýnir á að þetta takist. Andstæðingar breyt- inga geta hæglega tafið málið eins og þeir hafa gert áður. Einu sjáan- legu leiðirnar um þessar mundir eru annars vegar að ríkisstjórnin knýi fram niðurstöðu og hins vegar að umbótamenn í öhum flokkum sameinist um ákveðnar tillögur og beiti samtakamætti til að koma þeim fram. Ég er sannfærður um að þeirra þingmanna, sem bera gæfu til að hafa forystu um það mikla mann- réttindamál að jafna fullkomlega atkvæðisrétt landsmanna, mun verða minnst í framtíðinni. Nöfn úrtölumannanna munu á hinn bóg- inn áreiðanlega gleymast. Andstaðan óskiljanleg síðar Þegar jöfnun atkvæðisréttar verður á endanum náð munu menn spyrja í forundran hvemig í ósköp- unum hafi staðið á gamla skipulag- inu. Þannig er það yflrleitt með raunveruleg framfaramál. Nú á dögum mæhr enginn bót innflutningsbanni á neysluvörur, verðstöðvun, einkarétti ríkisins til ferðaþjónustu eða einokun ríkisins á útvarpsrekstri. Og engir eru leng- ur talsmenn þess að standa utan við alþjóðlegt viðskiptasamstarf, hafna stóriðju eða banna htasjón- varp, svo nefnd séu nokkur dæmi um stór og htil mál sem heitt var deht um á Aiþingi og mhh stjóm- málaflokkanna fyrr á árum. Vonandi er að andstaðan við jöfn- un atkvæðisréttar komist sem fyrst í þennan flokk hitamála sem eng- inn treystir sér lengur til að skýra og veija.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.