Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 11 Alice ásamt eiginmanni sínum, Kára Eirikssyni. „Við höfðum þekkst í tvö ár áður en við mönnuðum okkur upp í að tala saman." DV-myndir GVA eru falin einhvers staðar í úthverf- um. Heldur ekki ófrískar konur; þeg- ar þær sjást er næstum litið á þær eins og þær séu með einhvers konar sjúkdóm. Mér fmnst frábært að upp- lifa börnin hér því þau eru svo frjáls- leg. Líka fannst mér stórfurðulegt að sjá barnavagnana fyrir utan verslan- ir. Ég sagði við Kára: „En hvað þaö er mikið af bamavögnum... hvar eru börnin?“ Ég trúði ekki þegar hann sagði að bömin væru í vögnun- um! Verður þeim ekki rænt? spurði ég. Ég elska börn, hlakka mikiö til að eignast mín eigin, og vil gjaman að þau alist upp hér. Kári á 11 ára dótt- ur, Ýr, úr fyrra sambandi og við er- um góðar vinkonur." - Ertu með heimþrá? Nei. Það er kannskí ferlegt að segja það! Að sjálfsögðu sakna ég fjöl- skyldu minnar en foreldrar mínir komu í heimsókn í fyrrahaust svo það hjálpaði til. Þau vom yfir sig hrifin af íslandi; af náttúrunni, faðir minn af fiskinum, móðir mín af beij- unum ... og svo af norðurljósunum sem voru það stórkostlegasta sem þau upplifðu hér. Ég óskaði þess að fá að sýna þeim þau, og það gekk. En auðvitað er eitt og annað sem ég sakna í Kanada, eins og t.d. skóg- urinn. Hins vegar er hér svo margt nýtt og sérstakt að það jafnast út og ég þjáist ekki á neinn hátt af heim- þrá. Satt að segja finnst mér ég hafa htla tengingu við Kanada. Kanadabúar em sérkennileg þjóð .. .þar er svo margt mismunandi fólk samankomið, með ólíkan bakgmnn. Við köllum okkur Kanadabúa en enginn veit í raun og veru hvað það á að þýða. Það eru engar sameigin- legar þjóðarvenjur. Það er eins og allir séu í lausu lofti, þeir haíi verið shtnir upp með rótum en hafi ekki náð að festa rætur aftur. Það er dálít- ið erfitt að lýsa því hvernig er að búa í þannig þjóðfélagi. Hins vegar langar mig til að kynn- ast rótum mínum í Barbados. Við stefnum að því að fara þangað, jafn- vel að búa þar í einhvern tima, kynn- ast mínu fólki. Það yrði mikh upplif- un fyrir mig. Ég hef aðeins komið einu sinni þangað í heimsókn, þegar ég var fimm ára.“ - Að lokum, hvað finnst þér best við að hafa flutt til íslands? „Tvímælalaust hvað ég hef þrosk- ast mikið sem persóna. Ég hef þurft að læra nýja hluti, nýtt tungumál, hef þurft að reiða mig mikið á sjálfa mig og minn persónulega styrkleika, sama á hverju hefur gengið. Og hka að vera jákvæð. Þegar ég geng niður Laugaveginn og finn að fólk horfir á mig get ég valið á milli þess að vera jákvæð, og hugsað að það sé horft á mig vegna þess að ég er sérstök, eða fyllst ofsóknarkennd. Ég hef hvað eftir annað þurft að velja mitt hfsvið- horf, og það hefur þroskað mig ómet- anlega.“ Viðtal: Alda Sigmundsdóttir tiölalihir l.rinningiir! Vertu með - draumurmn gæti orðið að veruleika!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.