Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Side 18
18 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 Dagur í lífi Steinunnar Ármannsdóltur, skólastjóra Álftamýrarskóla: Utréttingar vegna breytinga á skólanum Þessir síðustu dagar fyrir skóla- byrjun eru sannarlega annríkis- dagar. Þess vegna er betra aö byrja daginn snemma. Á þriðjudags- morgun var ég komin niður í skóla rúmlega hálf átta eftir að hafa keyrt Markús manninn minn upp á Suð- urlandsbraut en hann var á leið norður í land að vinna verkefni fyrir Myndbæ. Húsvörðurinn í skólanum var að sjálfsögðu mættur, fyrstur eins og venjulega. Við veltum vöngum yfir ástandinu í skólanum. Þar er allt í hers höndum vegna mikilla breyt- inga sem verið er að gera á honum. Nú fyrst, eftir 30 ára starfsemi, sjáum við fram á að kennarar fái viðunandi starfsaðstöðu. Þessar framkvæmdir hafa staðið yfir í allt sumar og nú sér fyrir endann á þeim. Mikill hluti dagsins fór í út- réttingar vegna þessara fram- kvæmda. Við Sverrir yfirkennari settumst niður til að reka smiðshöggið á stundatöflurnar. Þær voru reyndar að mestu tilbúnar í júní en vegna ófyrirsjáanlegra breytinga á kenn- araliði skólans þurftum við að vinna þær upp á nýjan leik. Húsgögn fyrir kennara skoðuð Klukkan tíu komu tveir kennarar skólans til skrafs og ráðagerða um húsgögn í vinnuaðstöðuna. Athug- uð voru nokkur tilboö sem borist höföu daginn áður og ákveðið var að leggja land undir fót og sjá með eigin augum framboðið. Það var gert og stóð sú ferð fram eftir degi. Steinunn Ármannsdóttir skólastjóri. DV-mynd GVA Við gáfum okkur þó tíma til aö á stað sem ég hafði ekki komið á Laugardal. Sá staður kom fá okkur snarl í hádeginu og fórum áöur, Listcafé í Listvinahúsinu í skemmtilega á óvart. Þegar ég kom aftur niður í skóla voru komnir þangað eftirlitsmenn framkvæmd- anna frá Skólaskrifstofu og Bygg- ingardeild og voru bara ánægðir með verkið. Þeir hafa stutt okkur með ráðum og dáð þetta sumar og eiga þakkir skildar fyrir. Nýi árgangastjórinn kom í heim- sókn til að ræða skólabyijun og starfið framundan. Við vorum svo samferða út úr skólanum. Ég þurfti að fara í pósthús og fara með mynd- ir í innrömmun en þær eiga að skrýða kennarastofuna eftir breyt- ingu. Kvöldganga kringum Tjörnina Ég var svo komin heim um sex- leytið og hóf þá að sinna venju- bundnum heimilisstörfum og hlustaði jafnframt á rás 1 en á tím- anum milli sex og sjö eru þættir sem ég reyni alltaf að heyra. Veðrið var yndislegt um kvöldið svo ég fór í göngu og gekk í kring- um Tjörnina og nágrenni hennar. Á leiðinni heim kom ég við hjá vin- konu minni og við lögðum á ráðin um stórafmæli sem við ætlum í næsta sunnudag upp á Akranes. Ég rétt náði að kyssa sonardótt- urina, sem býr í kjallaranum hjá mér, góða nótt og fór svo að horfa á þátt í sjónvarpinu eftir sögu Ruth Rendell. Áður en ég gekk til náða tókst mér að ljúka krossgátu, sem hefur lengi verið að bögglast fyrir mér, og hlusta á stórfróðlegan þátt í umsjá Guðjóns Friðrikssonar um veitingarekstur í Reykjavík í lok síðustu aldar. Finnur þú fimm breytingar? 272 Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atrið- um veriö breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þinu og heimilisfangí. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaraima. 1. verðlaun: Grundig útvarpsklukka að verðmæti 4.860 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf. © PIB COPiaaun ©PIB COPtaaaciR 2. verðlaun: Fimm Örvalsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Þú ert spæjarinn, Sím- inn, Á ystu nöf, í helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Sigga! Þessi með konfektið er kominn aftur. Vinningshafar fyrir tvö hundmð og sjötugustu get- raun reyndust vera: Merkið umslagið með lausnimii: Finnur þú funm breytingar? 272 c/oDV, pósthólf 5380 125 Reykjavík 1. Svava Árnadóttir, Flúðaseli 61, 109 Reykjavík. 2. Halldóra Ólafsdóttir, Yrsufelb 11, 111 Reykjavik. Heimili:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.