Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 40
48 LAUGARDAGUR 27. ÁGUST 1994 Andlát Ingigerður Þorsteinsdóttir frá Vatnsleysu, Jörfabakka 22, lést á Borgarspítalanum 25. ágúst. Ólafur Ólafsson vélstjóri, Snælandi 5, andaðist 25. ágúst á Vífilsstaðaspít- ala. Skúli Ólafsson Theódórs andaðist á Hrafnistu 25. ágúst. Jarðarfarir Ingunn Jóhanna Tryggvadóttir, Hálsvegi 5, Þórshöfn, verður jarðs- ungin frá Sauðaneskirkju laugardag- inn 27. ágúst kl. 14. María Jóhanssdóttir, Saltnesi, Hrís- ey, verður jarðsungin frá Hríseyjar- kirkju laugardaginn 27. ágúst kl. 14. Rósa Sveinsdóttir, Suðurbraut 4, Hofsósi, verður jarðsungin frá Hofs- óskirkju laugardaginn 27. ágúst kl. 14. Jóhann Bessason frá Melum við Grenivík verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 27. ágúst kl. 11. Hanna Lisbet Jónmundsdóttir, Bröttukinn 24, Hafnaríirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13.30. Ingólfur Freyr Guðnason, Drang- hlíðardal, Austur-Eyjafjöllum, verð- ur jarðsunginn frá Eyvindarhóla- kirkju laugardaginn 27. ágúst kl. 14. Tilkyimingar Félag eldri borgara Sunnudag í Risinu: bridgekeppni, tví- menningur, kl. 13 og félagsvist kl. 14. Dansaö í Risinu kl. 20-23.30 sunnudags- kvöld. Tónleikar Óperu- og ljóðatóleikar veröa haldnir í Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudaginn 28. ágúst. Tónleikamir hefjast kl. 20.30 og fylgja í kjölfarið á söngnámskeiði sem prófessor Svanhvít Egilsdóttir hefur haldið hér á landi að undanförnu. Söfnun Gunnlaugur Guðmundsson safnaði 1565 kr. í bauk heima hjá sem hann svo gaf Rauða krossi íslands. Félagsstarf aldraðra í Gerðubergi Á mánudag hárgreiðsla og fótsnyrting. Vinnustofa og spilasalur opin. A mið- vikudag verður farið í berjaferð í Hval- fjörð eða Borgarfjörð. Boðið verður upp á kaffihlaðborð í feðinni. Upplýsingar í S. 79020. Mambó og salsa Danskennararnir Göran og Nicola Nord- in frá Englandi verða hér á landi dagana 2.-11. september á vegum Dansskóla Auðar Haralds. Þau veröa með keppnis- pör í einkatíma ásamt því að bjóða hóp- tíma í mambó- og salsasveiflu. Innritun á mánudag kl. 14-19 í síma 39600. Sýning í Stöðlakoti Laugardaginn 27. ágúst verður opnuð í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, sýning á nokkrum verkum Kristjáns H. Magnús- sonar listmálara (1903-1937). Kristján dó ungur en var á sínum tíma talinn einn besti málari á Norðurlöndum. Það er sonur listamannsins, Magnús H. Kristjánsson, sem stendur fyrir sýn- ingunni. Hann hefur unnið að söfnun og skráningu á verkum föður síns undanfar- in ár, bæði hér heima og erlendis. Sýningin er opin daglega milli kl. 14 og 18 og lýkur 11. september. Tapaðfundið Taska tapaðist Svört leðurhandtaska tapaðist á leið frá Hagkaupi, Kringlunni, að bílastæði Kringlunnar fimmtudaginn 25. ágúst um kl. 17. í töskunni voru talsverð verðmæti ásamt skilríkjum. Finnandi eða þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar eru vin- samlega beðnir um að hringja í s. 610411. Fundarlaunum heitið. Veski tapaðist Peningaveski tapaðist í Hiíöarhjalla eða í Hamraborginni miðvikudaginn 24. ág- úst. Finnandi er vinsamlega beðinn um að hringja í s. 41112 eða 10130. BILAR /////////////////////////// alltaf á mánudögum Báturinn er strand og þá er karlmaöurinn í hópnum fenginn til að draga í land. Það má að minnsta kosti lesa út úr þessari mynd sem Elvar Örn Jónsson, Skógarlundi 17, 210 Garðabæ, sendi. „Er Gosi ennþá að leita að pabba sínum?“ spyr Ijósmyndarinn, Heimir S. Haraldsson, Norðurbraut 9, Höfn í Hornafirði, en myndin er sannarlega sérstök. Mjög mikil þátttaka í sumarmyndasamkeppni DV og Kodak: Folk og vatn vinsælt myndefni Þa er skilafrestur í sumarmynda- samkeppni DV og Kodak-umboðs- ins útrunninn og ljóst að íslending- ar eru miklir ljósmyndarar. Mörg þúsund myndir hafa borist í keppn- ina og hefur þátttaka aldrei verið meiri en þetta árið. Mjög margar myndir eru skemmtilegar og vel teknar þannig að erfitt verður fyrir dómnefndina að velja sjö bestu úr þeim hópi. Helstu fyrirsætur á þeim mynd- um sem borist hafa eru böm. Mjög margar myndanna eru af litlum börnum. Þá er einnig mjög mikið um dýramyndir og oft eru börn og dýr saman. Þar sem svo mikið hefur borist af myndum munum við birta nokkrar þeirra í dag og næstu laug- ardaga. í dag höfum við valið nokkrar myndir sem allar eru tengdar vatninu. Fólk og vatn er greinilega vinsælt myndefni hjá ljósmyndurum. Úrslit í sumarmyndakeppninni verða síðan ljós þann 17. september en verðlaun verða afhent sunnu- daginn 2. október í Kringlunni. Þá verða verðlaunamyndirnar stækk- aðar og til sýnis gestum Kringlunn- ar en þar mun þá einnig standa yfir ljósmyndasýningin World Press Photo. í dómnefnd keppninnar sitja Gunnar V. Andrésson og Brynjar Gauti Sveinsson frá DV og Gunnar Finnbjörnsson frá Kodak-umboð- inu. Fyrstu verðlaun í keppninni er ferð til Flórída með Flugleiðum að verðmæti 90 þúsund krónur, önnur verðlaun eru Canon EOS 500 myndavél að verðmæti 43 þúsund krónur, þriðju verðlaun eru Kodak Phono CD geislaspilari að verð- mæti kr. 37.600, fjórðu verðlaun eru Canon AS-1 vatnsmyndavél að verðmæti 19.900 krónur og loks eru það fimmtu til sjöundu verðlaun sem eru Canon Prima AF 7 mynda- vélar að verðmæti 8.490 krónur. „Smáhrekkir í Vaglaskógi". Það er Dóra Hlín Ingólfsdóttir sem sendi þessa mynd í keppnina en væntanlega hefur þurft að kæla einhvern í hitanum fyrir austan þennan sumardag. „Á vit ævintýra," kallar sendandinn, Hanna Jeppesen, Vesturgötu 33b, 101 Reykjavík, þessa skemmtilegu sumarmynd en ekki kom fram hvar myndin er tekin né hvað fyrirsæturnar heita. ' <£J . --4.000' íi nmn gildir út alit árið Ákveðið hefur verið að framlengja gildistíma Atlas-ávísunarinnar til áramóta, en upphafiegur gildistími var til 1. okt. Þessa 4000 kr. ávísun fengu allir handhafar Atlaskorta og Guiikorta Eurocard. Ávísunin mun gilda við kaup á ferðum í leiguflugi hjá: * Ferðaskrifstofunni ALÍS til Newcastle. * Samvinnuferöuin - Landsýn lil Dublin. * Crval - (itsýn til Edinborgar og Glasgow. Við bendum korthöfum á að framvísa ávísununum strax við bókun hjá 7,5% afsláttur hjá Slater Menswear! Korthafar fá 7,5% afslátt í hinni vinsælu verslun Slater Menswear í Glasgow. ofanrituðum ferða- skrifstofum. EUROCARO (DATLAS - nýtur sérkjara! KREDITKORTIIF. • ÁRMÚLA 28 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: (91) 68 54 99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.