Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Side 27
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 35 Menn sem berja konur sínar „Ég danglaði lítillega í konuna mína,“ sagði maðurinn dapurlega. Hann sat á þekktum bar í Reykja- vík og skálaði við nýfundna drykkjufélaga. „Núna er hún kom- in í Athvarfið og búin að gera allt vitlaust.“ „Það má ekkert koma við þessar kerhngar lengur," bætti hann við og horfði raunamæddum Á laeknavaktmrii Óttar Guðmundsson læknir augum ofan i kamparíglasið. Félag- ar hans við borðið kinkuðu kolh til samþykkis. „Hún kemur aftur," sagði annar þeirra. „Mín kemur alltaf aftur. Hún fer í Athvarfið í einhverja daga en svo kemur hún. Hafðu engar áhyggjur." „Skálum fyrir því,“ sagði sá þriðji. En mað- urinn lét ekki sannfærast. Hjóna- bandið hafði gengið illa lengi. Þau höfðu rifist heiftarlega eftir ball út af peningamálum og einhverju öðru sem hann var búinn að gleyma. Hann sakaði hana um að daðra við aðra karlmenn en hún sagði hann vera bijálaðan aum- ingja. Þá missti hann alla stjórn á sér og sló hana nokkrum sinnum utan undir. Næsta morgunn var hann timbraður, fullur iðrunar og fann fyrir gífurlegum vanmætti og kvíða. En konan var farin. Hann ákvað þá að hitta Nökkva lækni. Algengtfyrirbæri Fjölmörgum konum er misþyrmt árlega á íslandi. Sumar leita sér aðstoðar á slysadeild eða í Kvenna- athvarfinu en enginn veit í raun hversu margar þær eru vegna þess að sjaldnast er verknaðurinn kærður. En hverjir eru þessir menn sem misþyrma konum? Þeim má skipta í 4 aðalflokka: 1. Menn sem ekki eru á sakaskrá. Þeir hrista konuna sína stöku sinn- um lítillega, slá hana utan undir eða hóta með ofbeldi. Sjaldnast sér á konunni en hún verður yfirleitt ákaflega hrædd. Þessir menn eru oftast undir áfengisáhrifum þegar þeir leggja á hana hendur. Yfirleitt fá þeir mikið samviskubit þegar þeir komast th vits á nýjan leik. 2. Menn sem gera sig seka um end- urtekið ofbeldi, fuhir eða ófulhr. Þeir eru sjaldnast álitnir truflaöir á geði en þeir eru fullir af inni- byrgðri bræði sem ítrekað brýst fram. Milli reiðikasta geta þeir ver- ið hvers manns hugljúfi. 3. Ofbeldi sem tengist kynlífi og kvalalosta hjá tilfinningalega trufl- uðum einstaklingum. 4. Menn sem gera sig seka um end- urtekin alvarleg ofbeldisverk. Þeir eru oftast alkóhóhstar með alvar- legar persónuleikatruflanir og við- burðaríka sakaskrá. Afturhvarftil bernskunnar í viðtölum sínum við manninn uppgötvaði Nökkvi fljótlega að hann átti heima í fyrsta flokknum. Hann sagði hálfvolandi að allt of- beldi væri óafsakanlegt og hann skhdi ekki þegar hann missti alla stjórn á tilflnningum sínum og gjörðum. „Þá hverfur þú aftur til bernskunnar," sagði Nökkvi, „þeg- ar engar hömlur ghtu og alls kyns kjánalæti voru réttlætanleg th ná fram einhverjum markmiðum.“ Manninum fannst alltof miklar kröfur th sín gerðar á heimihnu. Þau hjónin rifust í sífellu vegna peninga, tengdafólks, atvinnu- ástands og barna. Þessir sam- skiptaerfiðleikar höföu leitt til við- varandikynlífsvandamála. „Hún vih eiginlega aldrei lifa með mér,“ sagði hann. „Svo drekk ég ahtof mikið. Ég fór í tvær meðferðir fyrir nokkrum árum en datt fljótlega í það aftur og skvetti oft í mig. Mað- urinn átti í miklum erfiðleikum með eigin karlmennskuímynd. Hann vhdi að konan væri sér und- irgefin og fuh aðdáunar. Eftir því sem samkomulagið versnaði og konan varð áhugaminni um kynhf blossaði upp gífurleg reiði. Honum fannst eins og konan sýndi sér lít- ilsvirðingu og hann grunaði hana um að eiga vingott við nærsýnan barnakennara á neðri hæðinni. Minningar hans um eigin móður einkenndust af öryggisleysi og mótsagnakenndri stjórnsemi. Fað- irinn var fjarlægur í húsi endur- minninganna enda höfðu foreldrar skhið þegar hann var 8 ára. Bar- smíðar, tilfinningalegur kuldi og ástæðulausar, tilviljanakenndar refsingar höfðu mótað uppvöxtinn. Hann fann ennþá fyrir magnlausri bræði og vanmetakennd þegar hann minntist skilnaðar foreldr- anna. Honum fannst eins og hann yrði að geta stjórnað konu sinni. Þegar hún hætti að sýna honum undirgefni og aðdáun blossaði upp gömul reiði út í móðurina. Þau rif- ust en konan hafði alltaf betur og hann varð þriggja ára á nýjan leik og gaf bræði sinni lausan tauminn og sló hana. Á þennan hátt vildi hann sanna fyrir henni hver heföi völdin en fylltist síðan samvisku- biti og bað hana grátandi fyrirgefn- ingar. Hún tók slíkri iðran illa og sýndi honum enn meiri fyrirlitn- ingu sem æsti upp frekari van- metakennd og barnslega reiði. Þau lokuðust á þennan hátt inni í enda- lausum vítahring. Konan virtist eiga erfitt með að losa tengsl við manninn og ástandið hélt áfram að versna. Meðferð Nökkvi kahaði þau hjón bæði th samtals. Hann gaf þeim færi á að ræða ferli ofbeldisins; hvemig at- vikin röðuðust á viðburðakeðjunni uns leikstjórinn hafði misst alla stjórn á leikritinu og hendur voru látnar skipta. Á þennan hátt tókst Nökkva að vekja þau bæði th um- hugsunar um sameiginlega ábyrgð á ofbeldinu en maðurinn bar ekki sökina einn og konan var ekki skil- in eftir eins og hvítþveginn engih á jólakorti. Þau gátu rætt um skoð- anir sínar á karlmennsku og kven- leika og konunni skhdist að ýmis- legt í hennar fari rifjaði upp gömul atvik úr samskiptum hans við móð- urina. Þessi hjón virtust geta greitt úr flækjunum nokkuð; maðurinn fór aftur í meðferð og hætti að drekka; konan stundaði alanon fundi með miklum ágætum og þau fóru að tala saman. Stöku sinnum fóru þau á kvöldin til að horfa á ofbeldismyndir í kvikmyndahús- um borgarinnar. ÍSLAND-SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN (UAE) Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20. Fullorðnir: 1000 kr. 16 ára: 300 kr. m- » , ,oi, landsleikv TVélSOO kall! *Gildir aðeins þriðjudaginn 30. ágúst. Miðasala á Laugardalsvelli frá kl. 11. Aðgangskort KSÍ Aog B gilda. Bronco '74, sport, 302cc Til sölu af sérstökum ástæðum, Fátt upprunalegt í þessari bifreið T.d.: C6 skipting, NP 205 millikassi, Scout afturhásing, diskabremsur að framan. Hlutföll 4:88, loftlæsingar að framan og aftan. Vél boruð 0,30 yfir. EDELBROCK millihedd, knastás og blöndungur. 38" radial mudder, 14" breiðar felgur, stýristjakkur, loftdæla o.fl. o.fl. Verðhugmynd aðeins 640-740 þúsund. Uppl. í síma 96-22136 eftir kl. 20.00 á kvöldin. n Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Til íbúa í Rimahverfi Borgarskipulag Reykjavíkur kynnir hugmynd að nýrri götu í Rimahverfi milli Rimaflatar, Smárarima og Langarima (sjá kort). Tillagan er til sýnis hjá Borgarskipulagi, Borgartúni 3, frá 29. ágúst til 30. september. Athugasemdir og ábendingar, ef einhverjar eru, þurfa að berast Borgarskipulagi fyrir 7. október 1994.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.