Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 Afmæli Geirmundur Guðmundsson Geirmundur Guömundsson, Laug- amesvegi 51, Reykjavík, verður átt- ræðurámorgun. Starfsferill Geirmundur stundaði verka- mannavinnu og sjómennsku í Grundarfirði til 1950 en flutti þá með fjölskyldu sína til Reykjavíkur. Á fyrstu árum sínum þar rak hann alifuglabú að Bústaðabletti 12 ásamt því að vinna í Steypustöðinni sem verkamaður. Geirmundur flutti síð- ar að Árbæjarbletti 30 og hóf störf hjá SÍS. Hann vann þar við að svíða hausa og síðast í súrmatargerð þar til hann lét af störfum fyrir aldurs- sakir72ára. Fjölskylda Geirmundur kvæntist 26.1.1940 Lilju Torfadóttur, f. 26.1.1920, d. 18.12.91. Foreldrar hennar: Torfi Hjaltahn Illugason, búfræðingur og b. á Garðsenda í Eyrarsveit, og kona hans, Ingibjörg Finnsdóttir. Böm Geirmundar og Lilju: Sess- elja Sigurrós, f. 11.7.1940, matráðs- kona á Kvíabryggju, gift Vilhjálmi Péturssyni, forstööumanni á Kvía- bryggu; Móses, f. 22.3.1942, verk- stjóri í Grundarfirði, kvæntur Dóm Haraldsdóttur símstöðvarstjóra; IngibjörgKristjana, f. 16.12.1944, hársnyrtimeistari, gift Sigurpáli Grímssyni hársnyrtimeistara; Sæ- dís Guðrún, f. 3.11.1946, skrifstofu- maður, gift Snæþóri Aðalsteinssyni, starfsm. skipulagsd. Landsbankans; Torfi, f. 19.12.1950, hársnyrtir, kvæntur Margréti Kr. Pétursdóttur leikara; Númi, f. 2.3.1952, banka- starfsmaður, kvæntur Björgu Jó- hannesdóttur, einkaritara hjá Visa- ísland; Rúnar, f. 19.11.1954, útfarar- stjóri, kvæntur Kristínu Sigurðar- dóttur sjúkraliða; Elínborgf. 20.6. 1963, gift Sigfúsi Halldórs tölvunar- fræðingi. Geirmundur eignaðist dóttur fyrir hjónaband, Guðrúnu, f. 13.9.1935, látin. Hálfbræður Geirmundar, sam- mæðra, Guðmundarsynir: Gísli, f. 14.1.1901, skipstjóri á Suðureyri við Súgandafjörð, kvæntur Þorbjörgu Friðbergsdóttur; Magnús Þórður, f. 24.2.1905, drakknaði af Agli rauða 27.2.1955, sjómaður á Fáskrúðsfirði, var kvæntur Þórlaugu Bjarnadótt- ur; Móses Benedikt, f. 10.12.1909, d. 24.12.1936, sjómaður í Reykjavík, var kvæntur Sigurborgu Svein- björnsdóttur; Guðmundur Runólfs- son, f. 9.9.1920, skipstjóri og útgerð- armaður í Grundarfirði, kvæntur Ingibjörgu Kristjánsdóttur. Foreldrar Geirmundar: Guð- mundur Magnússon, f. 1857, fórst með Ásmundi í Bár 1919, og Sesselja Sigurrós Gísladóttir, f. 18.4.1880, húsmóðir í Götuhúsi í Grafarnesi. Ætt Sesselja var dóttir Gísla, b. og sjó- manns á Vatnabúðum í Eyrarsveit, Guðmundssonar, b. og sjómanns á Naustum, Guðmundssonar. Móðir Guðmundar var Guðríður Hannes- dóttir, sjómanns á Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, Bjarnasonar og konu hans, Guðrúnar Grímsdóttur. Móðir Guðrúnar var Oddný, systir Magnúsar, sýslumanns í Búðardal. Móðir Sesselju var Katrín, systir Jóhönnu, ömmu Valdimars Indriða- sonar, útgerðarmanns á Akranesi. Bróðir Katrínar var Sigurður, afi Sigurðar Helgasonar, fulltrúa í Geirmundur Guðmundsson. menntamálaráðuneytinu. Katrín var dóttir Helga, b. á Hrafnkelsstöð- um í Eyrarsveit, Jóhannessonar og konu hans, Sesselju Björnsdóttur, b. á Mánaskál á Skaga, Björnssonar. Móðir Sesselju Björnsdóttur var El- ín Guðmundsdóttir, systir Sigurðar, b. á Heiði í Gönguskörðum, langafa Huldu Stefánsdóttur skólastjóra. Geirmundur tekur á móti gestum í sumarbústað á Hjarðarbrekku í Eyrarsveit laugardaginn 27. ágúst. Til hamingju með afmaelið 27. ágúst _____________________ Álílamýri 24, Reykjavlk. 85 ára Helena Jóhannsdóttir, Austurbergi 36, Reykjavík. Jóhann Kr. Guðmundsson, Hringbraut 97, Keflavík. 80 ára Dagný Ingimundardóttir, Kirkjuvegi 72, Vestmannaeyjum. Helgi Kristjánsson, Litlahvammi 8a, Húsavik. Gústa Wium Vilhjálmsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. Hjörtur Haraldsson, Gnoðarvogi 14, Reykjavík. 75 ára Gestur M. Kristjánsson, Forsæti 2, Villingaholtshreppi. Arndis Einarsdóttir, Ingunnarstöðum, Kjósarhreppi. Hún er aö heiman. 70 ára Júiíana Árnadóttir, Kleppsvegi 76, Reykjavík. Sturiaugur Jóhannsson, Tangagötu 15a, ísafirði. Óskar Garðarsson, Hávegi 14, Sigluflröi. Sigurlaug Jónsdóttír, Austurbergi 34, Reykjavík. Ingibjörg B. Björnsdóttir, Þverholti 18, Akureyri. Þorleifur H. Gunnarsson, Svalbarði 11, Hafnarfirði. Sveinfríður Sveinsdóttir, Reykjahlíð, Skeiðahreppi. 60 ára Sigga Maggý Magnúsdóttir, Háaleitisbraut 42, Reykiavík. Eiginmaður hennar er Ásgeir Sverris- son. Þau taka á móti gestum í Framheimil- inu í Safamýri frá kl. lfr-19 á afmælis- daginn. Gunnar Johansen, Frakkastíg 12a, Reykjavík. Jóna Magnea Jónsdóttir, 50 ára Ásgcir Frið- steinsson (á af- mæli 29.8.), Ásvaliagötu 2ö, Reykjavík. Kona hans er Helga Jóna Ól- afsdóttir. Þau taka á móti gestum í Sóknar- salnum, Skipholti 50a, í dag, laugardag, frá kl. 17-20. Guðmundur Jóbannsson, Hhðarási Ib, Mosfellsbæ. Jóhannes Sigurðsson, Langholti 21, Keflavík. Brynja Traustadóttir, Valshóium 2, Reykjavik. Sigurgeir Höskuldsson, Selfossi 2, Seifossi. Snorri Jens Ólafsson (á af- mæli 29.8.) fram- kvæmdastjóri. Stelíkholti 10, Selfossí. Kona hans er Þuríður E. Har- aldsdóttir. Þau taka á móti vinum og vandamönnum í Golfskál- anum á Selfossi laugardaginn 27. ágúst eftir kl. 19. 40 ára Guðmundur Ingvar Hinriksson, Heiðarbraut 21, Keflavík. Aðalheiður Árný Pálmadóttir, Pollgötu 4, ísafirði. Sólveig A. Haraldsdóttir, Svertingsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit, Gunnar Hans Slgfmnsson, Vallartröð 1, Kópavogi. Sigurjón Kárason, Furubyggð 32, Mosfellsbæ. Kristján E. Gunnarsson, Hrafithólum 4, Reykiavík. Bjamey J. Kristjánsdóttir Bjarney Jóhanna Kristjánsdóttir, húsmóöir og verkakona, Traðarstíg 14, Bolungarvík, verður sextug nk. mánudag. Fjölskylda Bjarney er fædd í Bolungarvík og ólst þarupp. Bjarney giftist 25.12.1953 Sævari Guðmundssyni, f. 25.1.1930, fisk- matsmanni. Foreldrar hans: Guð- mundur Ásgeirsson og Jensína Ólöf Sólmundsdóttir í Bolungarvík. Þau erubæðilátin. Börn Bjarneyjar og Sævars: Hall- dóra Guörún, maki Guðmundur Brynjólfsson, þau eru búsett á Ak- ureyri og eiga þrjú börn; Jensína Ólöf, maki Sveinbjöm Ragnarsson, þau eru búsett í Bolungarvík og eiga þrjú börn; Elísabet, maki Svanur Arinbjömsson, þau eru búsett í Njarðvík og eiga eitt barn; Guðni Kristján, d. 18.5.1994, maki Guölaug Sveinbjörnsdóttir, búsett í Bolung- arvík, þau eignuöustþrjú börn; Guðmunda, búsett á Isafiröi og á tvö börn; Ingibjörg, maki Magnús Sig- urbjörnsson, þau era búsett á Akur- eyri og eiga tvö böm; Sóley, maki Heimir Geirdal Jónasson, þau era búsettáAkureyri. Systkini Bjarneyjar: Erling, maki Lilja Árnadóttir, þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjú börn; Krist- ján Erlendur, látinn; HalldóraH., búsett í Bolungarvík, maki Sigurður Bernódusson, látinn, þau eignuðust tvö böm; Flosi, maki Kristín Ás- geirsdóttir, þau eru búsett á ísafirði ogeigatvöbörn. Foreldrar Bjameyjar: Guöni Kristján Jensson, f. 3.12.1911, d. 16.7. 1991, skipstjóri, og Guörún Bjarna- Bjarney Jóhanna Kristjánsdóttir. dóttir, f. 18.11.1913, d. 1981, húsmóð- ir. Þau bjuggu í Bolungarvík. Bjarney tekur á móti gestum í Slysavarnahúsinu í Bolungarvík eftir kl. 20 laugardaginn 27. ágúst. Vigdís Gísladóttir Vigdís Gísladóttir húsmóöir, Hlíðar- götu 26, Sandgerði, er sjötug í dag. Fjölskyida Vigdís er fædd á Gjögri í Stranda- sýslu og ólst þar upp. Hún hóf ung búskap með manni sínum á Drangs- nesi viö Steingrímsíjörð en 1954 fluttu þau í Sandgerði. Vigdís vann fiskvinnslustörf á Drangsnesi og hefur starfað hjá Miðnesi hf. í Sand- gerðifrál970. Vigdís giftist 15.5.1954 Elíasi Bene- diktssyni, f. 29.7.1921, d. 18.5.1970, sjómanni. Foreldrar hans: Benedikt Sigurðsson, f. 1.10.1899, d. 8.10.1965, bóndi á Brúará í Strandasýslu og síðar verkamaður á Drangsnesi, og Guðríður Áskelsdóttir, f. 11.4.1899, d. 7.5.1935, húsmóöir. Dætur Vigdísar og Elíasar: Guðr- íöur, f. 17.9.1942, verkakona og hús- móðir í Keflavík, maki Siguröur Halldórsson, þau eignuðust sjö börn en eitt er látiö; Steinunn, f. 3.7.1945, bréfberi og húsmóðir í Mosfellsbæ, maki Níels Hauksson, þau eiga f]ög- ur böm; Sigríður, f. 11.11.1956, skrif- stofumaður i Reykjavík, hún á eitt barn; Signý, f. 5.11.1964, verkakona og húsmóöir í Njarðvík, maki Jón Rúnar Halldórsson, þau eiga tvö börn. Barnabarnabörnin era tutt- uguogtvö. Vigdís eignaðist sex systkini en þau eru öll látin nema Ágústa Frið- rika, búsett í Kópavogi, en maður hennar er Halldór Jónsson. Foreldrar Vigdísar: Gísli Guð- mundsson, f. 26.10.1876, d. 16.4.1960, kennari og sjómaður, og Steinunn Halldóra Olafsdóttir, f. 15.8.1883, d. 11.6.1953, húsmóðir. Þau bjuggu á Gjögri í Strandasýslu. VigdisGísladóttir. Vigdís veröur með heitt á könn- unni í Slysavamafélagshúsinu í Sandgerði frá kl. 15-18 á afmæhs- daginn. MYNDLISTA- OG HANDÍÐASKÓU ÍSLANDS Skólinn verður settur fimmtudaginn 1. september kl. 9 í Skipholti 1. Nemendur mæti í deildir sama dag kl. 10. Fornám, grafík, grafísk hönnun, leirlist og textíll í húsnæði skólans að Skipholti 1. Málun, skúlptúr og fjöltækni í húsnæði skólans að Laugarnesvegi 91. Skólastjóri Macintosh-tölvan fundin Siðastliðið þriðjudagskvöld var Macintosh-tölva falin í hliðum Esjunnar þar sem gengið er upp á Þverfellshorn. Það var Apple umboðið sem stóð fyrir léttum leik en auglýst var í DV að tölvan væri týnd og finnandinn mætti eiga hana. Mikill fjöldi fólks hóf þegar leit og er talið að um 300 manns hafi leitaö tölvunnar sl. miðvikudag. Það var svo á fimmtudagskvöldið sem tölvan fannst. Það var Ingólfur Steinar Margeirsson sem fann tölvuna en verð- mæti hennar ásamt hugbúnaði er yfir 140 þúsund krónur. Á myndinni má sjá Ingólf ásamt börnum sínum sem tóku þátt í leitinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.