Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 Vísnaþáttur Villinga- dalshjón Að Villingadal í Eyjafirði bjuggu þau Hjálmar Þorláksson og Ingi- björg Jónsdóttir. Villingadalur var afskekktur bær er þau hjón bjuggu þar og var því gjarnan gripið til þess að stytta sér stundir með kveð- skap ef dimmt var og depurð yfir. Flestar vísur Hjálmars og Ingi- bjargar eru týndar og tröllum gefn- ar. í Úlfarsskál stendur klettur er Krummi var nefndur. Þegar Hjálmar bjó í Hólsgerði hélt hann óþægð barna sinna í skefjum með þessari vísu. Karlinn uppi á Krumma býr, kaldur og tóm er gömin, sá er ekki á svipinn hýr, sækir hann vondu börnin. Hjálmar var eitt sinn með hreppsnefndaroddvita einum í vegavinnu, Tómasi Benediktssyni í Hólum, ásamt fleirum. Varð ein- um vinnufélaga Hjálmars á orði þegar honum varð litið á Tómas álengdar. „Ósköp er að sjá hann Tómas. Hann er lítið stærri en orf- hæll, svona tilsýndar. “ Orti þá Hjálmar þessa vísu: Furðumyndir fjarsýnin frekar virðist gera, ef að mætur oddvitinn orfhæU sýnist vera. Þegar brýrnar hjá Möðruvöllum og Núpufelli voru byggðar orti Hjálmar þetta: Eyjafjarðaráin nú ekki lengur tálma kann. Rikissjóður byggir brú bara fyrir hreppstjórann. Um frásagnarmátt kaupmanns eins þar í sveit kvað Hjálmar þetta: Sannleikann í sögnum Valgarðs síst má efa. Þó má draga flmm frá fjórum, fer hann þá að minnka stórum. Auður Eiríksdóttir var nokkru sinni í Villingadal. Á sauðburði orti Hjálmar vísu þessa um Auði. Hleypur Auður eins og ljón, eltir sauði um hagann fram í dauðann fyrir Jón, fær svo brauð í magann. Um góulok kveður frú Ingibjörg Jónsdóttir: Kveðja Góa garpa fer glymur nóg í skassi, eyðir ró en ama hér, er með snjó á rassi. Næstu vísu yrkir Ingibjörg í leið- indum sínum. Kulnar eldur undir pott, oft það veldur kvíða. Áfram heldur illt og gott, eins mun kveldið líða. Þegar Þorlákur, sonur Ingibjarg- ar, lét eina ána sína bera nafnið Heimskukollu orti hún þetta: Sú mun rolla reynast best, ráðin holl ei dvína. Hefur Þolli hugann fest við Heimskukollu sína. Þorlákur vildi ólmur eitt sinn fara á þorrablót þegar hann var lít- ill en sveinn varð allur spakur er móðir hans kvað við hann þessa vísu: Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Þó að gangi margt í mót, má samt engu kvíða. Þolli fer á þorrablót, þegar árin líða. Gunnlaugur nokkur Sigurðsson kom eitt sinn í Villingadal seint að degi. Hafði hann undanfarið dvalið í Hrísey og kom þaðan alla leið á einum degi. Þegar Ingibjörg heyrði það sagði hún við Gunnlaug: Finnst mér að þú ferðist nóg forvitninni að svala. Þú ert ýmist út við sjó, eða fram til dala. Ingibjörg átti örugga trúarvissu og kveið ekki dauða sínum. Ein- hverju sinni á seinni árum sínum kvað hún vísu þessa: Trauðla saka tímann má tauma slaka haldið. Lífskvöldvakt er líður hjá ljós skín bak við tjaldið. Seinast að sumrinu tóku synir Ingibjargar oft reiðhesta sína á sunnudögum og skemmtu sér með ungmennum sveitarinnar. Þegar leið á sumar var oft orðið aldimmt þegar þeir komu heim úr ferðum þessum. Ingibjörgu líkaði þetta miður og vandaði um við þá. Einu sinni fengu þeir þessa vísu: Utan mynni Ytri-Dals aðra fmnið bæi. Nótt er dimm til vífavals og vit í minna lagi. fLeikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- menntað starfsfólk með táknmálskunnáttu í sérstuðn- ing eftir hádegi vegna heyrnarlausra barna í leikskól- ann Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230. Nánari upplýsingargefur viðkomandi leikskólastjóri. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Matgæðingur vikuimar_d\ Fiskisúpa með hörpuskelfiski - og ýsa með papriku í karrírjóma „Mér þykir miklu meira gaman að elda fiskrétti en kjötrétti. Það er kannski af því að ég er alin upp á Flateyri þar sem fiskur var mikið á borðum. Mamma var mjög dugleg að búa til góða rétti úr fiski,“ segir Sigurlaug Jónsdóttir, röntgentæknir og húsfreyja á Akranesi, sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hún kveðst sakna þess að ekki skuli vera fisk- búð á Akranesi þó svo að þar séu margir íiskverkend- ur. Sigurlaug ætlar að bjóða upp á ljúffenga og fljótlag- aða fiskisúpu og flskrétt sem einnig er fljótlagaður. „Ég er búin að elda flskréttinn í 30 ár og hann er allt- af jafnvinsæll en ég hef þó breytt honum af og til,“ segir hún. Fiskisúpa 1 laukur 2 hvítlauksrif 2 paprikur 2 msk. olia 2 msk. hveiti 8 dl vatn 2 'A dl kaffnjómi 3^1 fiskteningar 300 g hörpuskelfiskur 200 g jöklasalat 3 dl rifinn óðalsostur 2 msk. saxað dill Paprikan, sem gjarnan er höfð rauð og græn, er skor- in í teninga ásamt lauknum. Hvítlaukurinn er mar- inn. Þetta er látið krauma í olíu í potti. Hveitinu er bætt út í og blandan þynnt með vatni og ijóma. Fiskt- eningarnir settir út í og látið sjóða í 3 til 4 mínútur. Þá er skelflskurinn settur út í og suðan rétt látin koma upp. Potturinn er tekinn af hellunni og jöklasalatinu, sem búið er að skera í ræmur, og ostinum og dillinu bætt út í. Ef ekki er til ferskt dill má nota þurrkað og þá bara hálfa matskeið. í stað hörpuskelfisks má nota lax eða humar og verður súpan ekki síðri þannig, að sögn Sigurlaugar. Með súpunni er borið fram hvít- lauksbrauð. Sigurlaug Jónsdóttir. Ýsa með papriku í karrírjóma 2-3 msk. olía 1 msk. milt karrí 2 laukar 2 paprikur '/4 1 rjómi picanta 700 g ýsuflök Laukurinn og paprikan, rauð og græn, skorin í sneið- ar. Olían er hituð í djúpri pönnu og karríið látið út í. Laukurinn látinn krauma í olíunni þar til hann verður glær og paprikan þar til hún verður mjúk. Síðan er rjómanum bætt út í. Ýsubitunum er svo raðað yfir og picanta stráð fyrir fiskinn. Látið krauma í 10 mínút- ur. Með þessum rétti eru borin fram hrísgrjón. Sigurlaug skorar á Þóru Björk Kristinsdóttur, hjúkr- unarfræðing á Akranesi, að vera næsti matgæðingur. Hinhlidin Pabbi er eins og Matlock - segir Margrét Blöndal dagskrárgerðarmaður Margrét Blöndal hefur séð um kvöldþátt rásar tvö að undanfórnu og spjallar þar við hlustendur um daginn og veginn. „Þetta getur oft verið mjög skemmtilegt því maður er í nánum tengslum við hlustend- ur,“ segir Magga. Hún hefur einnig veriö svo heppin að fá að draga út tölur í lottóinu á laugardagskvöld- um. Það er Magga Blöndal sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Margrét Blöndal Björnsdóttir. Fæðingardagur og ár: 6. nóvember 1961. Maki: Georg Magnússon. Börn: Sigyn sem er tólf ára og Sara Hjördís fimm ára. Bifreið: Toyota Tercel árgerð 1987. Starf: Dagskrárgerðarmaður. Laun: Þau mættu vera meiri. Áhugamál: Ég ætlaði mér alltaf að vera íslenskukennari enda hef ég mjög gaman af lestri góðra bóka. Annars hef ég tekið ástfóstri við saumavélina eftir að ég fór á nám- skeið og sauma nú fót á dæturnar og sjálfa mig. Einnig hef ég mjög gaman af leikhúsi. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Eg spila ekki sjálf en pabbi er alltaf að bíða eftir þeim stóra og Sigyn dóttir mín fékk einu sinni flórar réttar en ég var ekki að draga þá. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst margt mjög skemmtilegt, t.d. þegar fjölskyldan er öll saman. Hvað finnst þér leiðinlegast að Margrét Blöndal, dagskrárgerðar- maður á rás tvö. DV-mynd ÞÖK gera? Mér finnst ævintýralega leið- inlegt að vaska upp enda læt ég Georg um það. Uppáhaldsmatur: Piparsteik með sérstakri piparrjómasósu sem Ge- org kann leyniuppskrift að. Uppáhaldsdrykkur: Kafli. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur i dag? Mér fmnst Sigrún Huld Hrafnsdóttir yndisleg. Uppáhaldstímarit: Það er tímarit Máls og menningar. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Það er pabbi - hann er svo líkur Matlock. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Ég er andvíg mörgu af því sem hún hefur gert. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mömmu mína sem lést árið 1992. Uppáhaldsleikari: Arnar Jónsson. Uppáhaldsleikkona: Sigyn en hún lék í Evu Lunu sl. vetur. Uppáhaldssöngvari: Guðrún Gunn- arsdóttir. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi- björg Sólrún Gísladóttir er æðisleg. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Línan var alltaf skemmtileg. Uppáhaldssjónvarpsefni: Þar sem ég vinn yfirleitt á kvöldin verður lítið um sjónvarpsgláp en ég hef gaman af öllum breskum þáttum. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Eg er frægur herstöðvarandstæðingur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta mest á rás tvö. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þorgeir Ástvaldsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Við fór- um aldrei út að skemmta okkur en fáum í staðinn gesti heim stundum og þá er oft mikið fjör. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Þegar ég gifti mig í sumar fylgdi það í hjúskaparskilmálunum að ég yrði aö styðja KR. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að halda áfram að vera hamingjusöm. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór í brúðkaupsferð til Möltu en veiktist illilega á fjórða degi þannig að ferðin eyðilagðist. Við verðum bara að endurtaka hana við tæki- færi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.