Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 45
53 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 Sigurjón Ólafsson fyrir framan eitt verka sinna. fslandsmerki og súlnaverk í sumar hefm- í Listasafni Sig- uijóns Ólafssonar verið sýningin íslandsmerki og súlnaverk Sigur- jóns Ólafssonar. Þar er meðal annars fjallað um tilurð íslands- merkis, minnismerkis um stofn- un lýðveldis á íslandi árið 1944. Sigurjóni var faliö að vinna þetta mikla verk árið 1969. Það var síð- an tilbúið frá hans hendi fjórum Sýningar árum síðar og sett upp við Haga- torg árið 1977. Minnismerkið skipar sérstakan sess í hst Siguijóns og er mikil- vægasta verkið meðal súlna- verka hans. Verkið er samsett af fimm súlum sem standa í hnapp og mynda hóp, fjölskyldu, samfé- lag. Hver súia hefur ákveðið ein- staklingseinkenni en ber þó svip af hinum. Alain Robbe- Grillet flytur fyr- irlestur Franski rithöfundurinn og kvikmyndageröarmaðurinn Ala- in Robbe-Gríllet flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideild- ar Háskóla íslands í dag kl. 16 i stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist La Psyché en ruines og fjallar um nýjustu verk Robbe- Grillet, en hann hefur nýverið gefið út lokabindið í þríggja binda sjálfsævisögu sinni. Fyrirlestur- inn sem er á frönsku er öllum opinn. Stórleikur ársins í knattspyrnu Nú er komið að úrshtaleiknum í Mjólkurbikamum sem fram fer á Laugardalsveiii á morgun. Beð- ið hefur verið með mikilh cftir- væntingu eftir þessum leik og víst er að bæði RR og Grindavík, íþróttir sem leika tii úrslita, ætla sér aö vinna. Grindvíkingar, sem leika í annarri deild, eru að eigin sögn hinir rólegustu, pressan sé öll á KR. Það cr margt lil í þessum orðum en stórveldiö KR hefur ekki unnið titil í fjölda ára og er af flestum tahð sigurstranglegra. Nú stendur yfir sveitakeppni Golfsarabands Islands á þremur golfvöhum og þar eru að keppa ahir snjöllustu kylfingar lands- ins. Þeir sem ekki komast í klúbb- lið sín geta samt valið um golf- mót. Á Akureyri fer fram tveggja daga mót sem kallast Ariel Ultra og eins dags mót eru í Hafnar- firði, á Selfossi og i Keflavík. svo að nóg er um að vera fyrir kylf- inga eins og verið hefur nánast ahar helgar sumarsins. Bjart sunnanlands í dag verður norðaustanátt og rign- ing um landið norðaustan- og norð- anvert en sunnanlands léttir th og Veðriöídag verður bjart þegar hður á daginn. Hitinn fyrir norðan verður 6 til 9 stig en um landið suðvestanvert 10-14 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður léttskýjað og hitinn 10-12 stig. Sólarlag i Reykjavík: 21.02 Sólarupprás á morgun: 5.57 Síðdegisflóð í Reykjavík 22.04 Árdegisflóð á morgun: 10.30 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri rigning 12 Akurnes rigning 11 Bergsstaöir alskýjað 11 Keíla vikurílugvöllur alskýjaö 13 Kirkjubæjarklaustur skúrásíð. klst. 11 Raufarhöfn þokumóða 10 Reykjavík alskýjað 14 Stórhöföi rigning 11 Bergen skúr 16 Helsinki léttskýjað 19 Kaupmannahöfn skýjað 19 Berlin hálfskýjað 20 Feneyjar skýjað 21 Frankfurt skýjað 12 Glasgow hálfskýjað 14 Hamborg hálfskýjað 21 London heiðskírt 20 Nice heiðskírt 28 Róm léttskýjað 27 ■Vín rigningá síð.kls. 16 Washington þokumóða 21 Winnipeg léttskýjað 9 Nuuk skýjað 4 Þrándheimur skýjað 18 Sólkonungarnir fimm, Haffi, Eyló, Björn, Ath og Helgi, eru nú norðan heiða og voru i gærkvöldi að spha í Sjahanum á Akureyri en færa sig um set í dag og veröa í Félagsheimhinu Ýdölum á Húsavík í kvöld. Þar verður félagsheiuúlið fyllt af fjörugum tónum og friskum æskulýð en æska landsins hefur ekki látið sig vanta á dansleiki Sól- arinnar í sumar. Dansleikurinn: í kvöld verður síðasti stórdansleikur sumarsins í Ýdöium en félagsheim- híð er notaö fyrir kennslu á vet- uma. Því ætla sólkonungarnir að standa sig vel í kvöld og vonast th að sjá sem flesta Norðlendinga í Ýdölum. Myndgátan Elijah Wood leikur Stikkilsberja- Finn. Klass- ískt æv- intýri Bókin um Stikkhsberja-Finn eftir Mark Twain er til á mörgum heimilum og mihjónir barna úti um allan heim hafa skemmt sér yfir þessari 100 ára gömlu sögu. Nokkrar kvikmyndaútgáfur eru th af sögunni og var sú elsta gerð 1920. Þá lék Jackie Coogan Finn en hann var drengurinn sem Chaplin gerði frægan. Meðal ann- arra sem leikið hafa Stikkhs- berja-Finn má nefna Mickey Ro- oney og Ron Howard sem í dag Bíóíkvöld er meðal vinsælustu leikstjóra í Hohywood. í nýjustu útgáfunni af Stikkhsberja-Finni, sem sýnd er í Bíóhölhnni um þessar mund- ir, leikur Elijah Wood Finn. Wood er ein skærasta barnastjarna nú- tímans og hefur sýnt góðan og þroskaðan leik í þeim myndum sem hann hefur leikið í. Eins og svo margar barna- stjörnur byrjaði Wood ferh sinn í módelstörfum. Fyrsta skipti sem hann var fyrir framan kvik- myndavélina var í tónhstar- myndbandi með Paula Abdul. Hann lék í Back to the Future II og strax þar á eftir í Internal Affa- irs og ljóst var að ný barnastjarna var fædd. Eftir að hafa prófað yfir 100 börn valdi Barry Levin- son Wood til að leika í Avalon sem hann byggir á bernskuminning- um sínum og síðan hefur dreng- urinn varla mátt vera að því að vera í skóla. Radio Flyer, Forever Young og The Good Son, þar sem hann lék á móti Macauley Culkin, fylgdu síðan í kjölfarið og hann leikur stórt hlutverk í North, nýjustu kvikmynd Rob Reiners. Nýjar myndir Háskólabíó: Blóraböggullinn Háskólabíó: Kika Laugarásbíó: Umrenningar Saga-bíó: Ég elska hasar Bíóhöllin: Sannar lygar Bíóborgin: Út á þekju Regnboginn: Flóttinn Stjörnubíó: Gullæðið Gengið Aimenn gengisskráning LÍ nr. 203. 26. ágúst 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,820 68,020 68,890 Pund 105,610 105,930 105,330 Kan. dollar 49,410 49,610 49,870 Dönsk kr. 11,0790 11,1230 11,1040 Norsk kr. 10,0030 10,0440 10,0120 Sænskkr. 8,9140 8,9500 8,9000 Fi. mark 13,4920 13,5460 13,2540 Fra. franki 12,8180 12,8690 12,7710 Belg. franki 2,1318 2,1404 2,1209 Sviss. franki 52.0600 52,2700 51,4600 Holl. gyllini 39,1300 39,2900 38,8900 Þýskt mark 43,9700 44,1000 43,6300 It. líra 0.04315 0,04337 0,04352 Aust. sch. 6,2420 6,2730 6,1970 Port. escudo 0,4294 0,4316 0,4269 Spá. peseti 0,5266 0,5292 0,5300 Jap. yen 0,68280 0,68490 0,70160 írsktpund 104,170 104,690 103,960 SDR 99,16000 99,66000 100,26000 ECU 83,6300 83,9600 83,4100 Símsvari vegna gengisskráningar 623270.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.