Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. JoannaTrollope: A Spanish Lover. 2. William Boyd: The Blue Afternoon. 3. Sebastian Faulks: Bírdsong. 4. Roddy Ðoyle: Paddy Clarke Ha Ha Ha. 6. Tom Clancy: Without Remorse. 6. Patricia D. Cornwell: Cruel and Unusual. 7. John Grísham: The Client. 8. E. Anníe Proulx: The Shipping News. 9. Jilly Cooper: The Man Who Made Hus- bands Jealous. 10. Ken Follett: A Dangerous Fortune. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. W.H. Auden: Tell MetheTruthaboutLove. 3. J. McCarthy & J. Morrell: Some Other Rainbow. 4. Bill Bryson: Neither here nor there. 5. H. Rheingotd: Superstereogram. 6. Alan Clark: Diaries. 7. Bill Bryson: The Lost Continent. 8. Bob Monkhouse: Crying with Laughter. 9. Robert Calasso: The Marriage of Cadmus and Harmony. 10. Brian Keenan: An Evil Cradling. (Byggt á The Sunday Tímes) Danmörk Skáldsögur: 1. Jan Guillou: 0je for oje. 2. Fay Weldon: Farlige aspekter. 3. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 4. Dan Turéll: Vrangede billeder. 5. Bret Easton Ellis: Amerícan Psycho. 6. Maria Helleberg: Undtagelsestllstand. 7. Saint-Exupery: Den tille prins. (Byggt á Polltikan Sondag) Nóbelsskáldið Canetti allur Elias Canetti, sem hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels áriö 1981, er allur. Hann lést 89 ára að aldri á heimili sínu í Ziirich í Sviss og var jarðsettur við hlið annars stórskálds sem andaðist í þeirri sömu borg fyrir 53 árum - James Joyce. Ferill Canettis var um margt óvenjulegur. Hann fæddist í Búlgar- íu 25. júlí árið 1905. Foreldrar hans voru af spænskum ættum og fyrsta tungumál hans spænska. En strax á barnsaldri lærði Canetti fleiri mál. Hann kynntist enskunni eftir aö fjöl- skyldan flutti til Manchester á Eng- landi 1911. Tveimur árum síðar, þeg- ar faðir hans dó, fór hann með móð- ur sinni til Vínarborgar og vandist þar á að tala og skrifa þýsku. Can- etti stundaði síðan nám í Ziirich og Frankfurt og skrifaöi öll ritverk sín á þýsku - líka eftir að hann varö að flýja Vín við valdatöku nasista árið 1938. Þá fór hann til Englands og fékk breskt vegabréf. Hann bjó í Hampstead í London árum saman ásamt fyrri konu sinni, Veza, sem lést árið 1963. Þar kynntist hann ýmsum rithöfundum, svo sem Iris Murdoch, og útgefandanum Andre Deutsch sem gaf út bækur hans á ensku. Síðar settist hann að í Zúrich ásamt seinni konu sinni, Hera Buschor. í heimi bókanna Canetti átti ávallt heima í veröld bókanna. Strax á unga aldri sökkti Teikning af Elias Canetti. Umsjón Elías Snæland Jónsson hann sér niður í lestur. í ævisögu sinni segir hann að á þeim árum hafi hann einungis haft áhyggjur af takmörkuöum bókaforða heimsins: „Hvað myndi gerast þegar ég hefði lesið allt?“ Og hann hefur eftir móður sinni: „Þú ert sonur minn með Strindberg." Fyrsta meiri háttar skáldsaga Can- ettis kom út á þýsku árið 1935. Hún heitir Die Blendung en kom rúmum áratug síðar út á ensku undir heitinu Auto-da-Fe. Sagan fjallar um hið illa í manninum og var talin spásögn um það sem gerast myndi í Evrópu nas- ista. Hún segir frá Peter Kien, aust- urrískum sérfræðingi í kínverskum fornfræðum. Hann lokar sig af í risa- stóru bókasafni og dreymir um líf fræðimannsins. En hið Óla í manns- sálinni gerir draum hans að engu og bókasafnið brennur til grunna. Frægasta rit Canettis er Masse und Macht sem á ensku nefnist Crowds and Power. Þetta verk kom út árið 1960 og fjallar um tilurð og áhrif múgsins og hvemig múgurinn nær tökum á einstaklingnum. Þar gengur hann út frá atburði sem hann tók sjálfur þátt í. Það var í Vín árið 1927. Reiður múgur réðst að dómhúsi borgarinnar eftir að dómarar höfðu sýknað ráðamenn sem gefið höíðu lögreglu skipun um að skjóta á verkamenn sem voru í mótmæla- göngu. Kveikt var í dómhúsinu og lögreglan skaut á ný tugi manna til bana. í þessu verki kafar Canetti ofan i það viðfangsefni sem honum var hvað hugleiknast; illsku mannsins. Canetti sagði frá ævi sinni í nokkr- um bókum sem þykja ekki síður merkileg rit en skáldverk hans. Þrjú bindi birtust á árunum 1977 til 1986 og þóttu snjöll lýsing á samtíðar- mönnum skáldsins - ekki síst á árun- um milli stríða í Vinarborg. Lars Gyllensten, sem var ritari Nóbelsnefndarinnar sem veitti Ca- netti verðlaunin árið 1981, sagði við lát hans: „Hann var risi eins og Kafka.“ Canetti hlaut verðlaun þýskra gangrýnenda árið 1966, verðlaun kennd við George Buchner árið 1972 og önnur nefnd eftir Gottfried Keller árið 1977. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Client. 2. Tom Clancy: Without Remorse. 3. Winston Groom: Forrest Gump. 4. Tom Clancy: Clear and Present Danger. 5. Michael Crichton: A Case of Need. 6. E. Annie Proulx: The Shipping News. 7. Tony Hillerman: Sacred Clowns. 8. Judith Michael: Pot of Gold. 9. Stephen King: Nightmares & Dreamscapes. 10. Joseph Wambaugh: Finnegan's Week. 11. Carol Higgins Clark: Snagged. 12. John Saul: Guardian. 13. Scott Smith: A Simple Plan. 14. Scott Turow: Pleading Guilty. 15. Laura Esquivet: Like Water for Chocolate. Rit almenns eðlis: 1. Thomas Moore: Care of the Soul. 2. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 3. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 4. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 5. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 6. Susanna Kaysen: Giri, Interrupted. 7. M. Hammer & J. Champy: Reengineering the Corporation. 8. Peter D. Kramer: Listening to Prozac. 9. Sophy Burnham: A Book of Angels. 10. Joe McGinniss: The Last Brother. 11. Norman Maclean: Young Men 8i Fire. 12. Peter Mayle: A Year in Provence. 13. Cornel West: Race Matters. 14. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh. 15. Gail Sheehy: The Silent Passage. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Geirfuglinn úreltist og dó Síðustu geirfuglarnir voru drepnir við ísland fyrir hálfri annarri öld. Margt bendir til að stofninn hafi þegar verið á fallanda fæti þegar evrópskir sæfar- endur hófu að nýta sér kjöt þeirra. Tölva ræður lífl eða dauða „Það er hægt að spara mikla peninga með þessu forriti," segir breski læknirinn David Bihari. Haxm hefur forritað tölvu til að velja milli þeirra sjúklinga sem vonlaust er að lækna og þeirra sem eiga sér lífs von. Enginn efast um aö þetta er rakin sparnaðarhugmynd en sið- ferðið þykir i meira lagi vafa- samt. Þannig hafa starfsbræður Bi- haris risiö upp öndverðir ogmót- mælt hugmyndum um að skyn- lausar tölvur ráði örlögum manna. Þeir segja að engin vél geti létt ábyrgðinni af læknum þegar sjúklingum er valin með- ferð. Forrit Bihari er kennt við dómsdag og þykir þaö réttaefni. Grufla í hári Napóleons Bandariska alríkislögreglan FBI hefur fengið lokk af höfði Napóleons Bónaparte til rann- sóknar. Lokkinn klippti griðkona Bónaparte af honum látnum. Þaö er Napóleonsfélagiö banda- ríska sem stendur að baki rann- sókninni en vonir standa til að með efnagreiningu á lokknum takist að skera úr um hvort Napó- leon var myrtur á eitri eða ekki. Um árabil hafa verið uppi kenn- ingar um morð en ekki hefur tek- ist að staðfesta þær. Loks nú eru menn hársbreidd frá níðurstöðu. Urnsjón Gísli Kristjánsson I hundrað og fimmtíu ár hafa Suö- urnesjamenn legið undir því ámæli aö hafa drepið síðustu geirfuglana. Sögu þessarar sérstæðu fuglategund- ar lauk í Eldey 3. júní 1844. Órlög geirfuglsins eru oft höfö til marks um skeytingarleysi mannsins í garð náttúrunnar og sumir fuglavinir þekkja ísland af því einu að þar voru síðustu „mörgæsir norðursins" drepnar. Aldauði geirfugla er yfirleitt skýrð- ur með rányrkju manna. Allt frá því að fyrstu víkingarnir lögðu út á Atl- antshafiö var geirfuglakjöt eftirsótt fæða sæfarenda. Eftir að Ameríka fannst rotuöu sjómenn geirfugl í stórum stíl á skerjum við Nýfundna- land. Geirfuglinn gat ekki flogið og var því auðveld bráð. Heimkynni geirfuglanna voru frá íslandi í austri og vestur um haf til Ameríkustranda. Þannig var það í þaö minnsta eftir að hvítir menn og skrifandi komust í kynni við þessa jarðbundnu fugla. Löngu áður voru þeir úti um alla Evrópu. T.d. er mynd af geirfugli rist á vegg hellis við Mið- jarðarhaf. Sú mynd er um 20 þúsund ára gömul. Margir fuglafræðingar hafa aldrei verið sáttir viö þá skýringu að mann- skepna hafi ráðið örlögum geirfugl- anna þótt óumdeilt sé að íslendingar hafi drepið þá síðustu. Margt bendir til að geirfuglarnir hafi þegar verið á fallanda fæti þegar veiðar á þeim hófust fyrir alvöru. í raun hafi aðeins verið lítið brot eftir af fyrri stofni þegar Leifur heppni sigldi til Ameríku. Frá sjónarhóh þróunarfræðinnar lenti geirfughnn inni á bhndgötu á þróunarbrautinni. Hann var of stór til að geta flogið og of þungur til að geta klifrað hærra upp á land en á lægstu útsker. Geirfughnn var afar silalegur og auðveld bráð fyrir rándýr á landi. Refir gátu þvi haldið stofninum niðri við ísland og í Ameríku og á Græn- landi voru birnir að auki oijarlar geirfuglanna. Hvað líkamsbyggingu varðar líkt- ist geirfuglinn mjög mörgæsum. Mörgæsimar búa hins vegar við þau kostakjör viö suðurskautið að þar era engin landdýr. Mörgæsir hafa og lært að nýta sér ísinn sem dvalar- stað. Þær unga og út eggjum sínum ofan á fótunum þannig að fimbul- kuldi skiptir viðgang stofnsins engu. Geirfuglinn náði aldrei svo langt á þróunarbrautinni. Hann var sér- hæfður útskerjafugl sem átti um fáa kosti að velja. Hann úreltist á þús- undum ára og dó. Reglustrika í eyðimörk „Þetta er fullkomlega óskiljan- legt fyrirbæri," segir eðhsfræö- ingurinn Ian Barton um allt að 400 kílómetra langar þráðbeinar línur i Nullarbor-eyðimörkinni í Ástrahu. Fjölmargar slíkar línur hafa komið fram á innrauðum Ijós- myndum af eyðimörkinni. Lín- umar eru nákvæmlega samsíða og því líkast sem þær hafi verið dregnar eftir reglustriku í sandinn. „Þaö er útilokaö að þetta séu mannanna verk. Við getum held- ur ekki ftmdið jarðfræðilega skýringu á línunum,“ segir Bar- ton. „Þetta er einfaldlega óút- skýrt undur.“ Ósoneyðing verk manna Hópur bandarískra vísinda- manna segir að þarflaust sé að rífast um orsök þess að ósonlagið í lofthjúp jaröar þynnist stöðugt í nýjasta hefti tímaritsins Nature eru birtar niðurstöður af óson- rannsóknum síðasta vetrar. Þar er fullyrt að klórflúorefni á borö við freon valdi eyðingu ósonsin. Undanfarið hafa heyrst raddir um að ósoneyöingin eigi sér nátt- úrulegar skýringar og að þykkt lagsins hafi verið breytileg um allar aldir. Því þurfi ekki aö hafa sérstakar áhyggjur af ástandinu nú. Ósoniö ver líf á jörðinni fyrir útíjólubláum geislum sólar. Út- fjólublátt ljós veldur m.a. húð- krahbameini.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.